Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2000, Page 2

Skessuhorn - 16.11.2000, Page 2
t FIMMTUDAGUR 16. NOVMEMBER 2000 ^&csainuK. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Akranesi: Borgarbraut 49 Kirkjubraut 3 Simi: (Borgarnes og Akrones) 430 2200 Fax: (Borgornes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Íslensk upplýsingatækni 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 894 8998 islensk@islensk.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Internetþjónusta: Bjorki Mór Korlsson 899 2298 internet@islensk.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 )310 sigrun@skessuhorn.is Ingi Hons Jónss., Snæfellsn. 895 6811 ingihans@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólofsdóttir 430 2200 bokhald@skessuhorn.is Próforkolestur: Ásthildur Mognúsdóttir og fleiri Umbrot: Tölvert Prentun: ísafoldarprentsmiója hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt tll áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Frá Flug- málastjóm Gísli Einarsson, ritstjóri. Nú munu leiguliðar Ingólfs heitins Arnarsonar ætla að fara að dæmi innbyggjara vestur í Bandaríkjahreppi og ganga til kosninga. Eg óska þess af heilum hug að Reykvíkingum gangi betur að komast að því hvað þeir kusu en félögum þeirra á Vínlandi. Þar er það víst enn ekki ljóst, mörgum dögum eftir kosningar hver var kosinn. Það hefur meira að segja verið rætt um það í Hvíta húsinu, eftir því sem mér er tjáð, að senda eft- ir löggæslumönnum úr Borgarnesi sem hafa langa og góða reynslu af því að finna týnd atkvæði. Eitthvað verður að minnsta kosti að gera því seinheppni þeirra vestra er þvílík að sá eini sem er alveg öruggt að var kosinn er dauður fyrir nokkru síðan. Reykvíkingar ættu þó að vera öruggir um að lenda ekki í sömu vandamálum því það sem þeir ætla að kjósa um er hvar flugvöllurinn á að eiga lögheimili. Eg efast ekki um að þeim tekst að fá niðurstöðu úr þeim kosningum mun hraðar en kjör- stjórn Bandaríkjahrepps. Hinsvegar er eitt atriði sem ekki hef- ur verið tekið tillit til en það er að enginn þeirra sem ætlað er að kjósa um staðsetningu flugvallarins ætti með réttu að hafa kosningarétt í þessu tilfelli. Eg hef lengi sett Reykjavíkurborg í sama flokk og sólina. Hvorutveggja finnst mér nauðsynlegt að hafa en hvorutveggja í hæfilegri fjarlægð. Eg tel mig líka hafa sama rétt á að njóta sólarinnar og hver annar. Það sama gildir um höfuðborgina. Enda er sagt á hátíðis og tyllidögum að þetta sé höfuðborg allra landsmanna. Að minnsta kosti er því yfirleitt þannig farið þegar sveita- mennirnir kveina yfir skorti á þjónustu af einhverju tagi þá fá þeir þau svör að þeir geti sótt þessa þjónustu til Reykjavíkur eða sýnt snefil af skynsemi og flutt þangað. Reykjavík á með öðrum orðum að þjónusta landslýð, þ.e.a.s. að vera allra gagn. Hún verður þá að skilja sitt hlutverk og vera undirgefin og auðmjúk eins og henni ber. Eg á því afar erfitt með að skilja hversvegna verið er að spyrja Reykvíkinga hvar Reykjavíkurflugvöllur á að vera. Hann er ekki síst fyrir þá sem þurfa að sækja ýmiskonar þjónustu til Reykjavíkur. Aldrei hafa Reykvíkingar efast andartak um rétt sinn til að ráðskast með hvað gert er á landsbyggðinni. Ekki hefur Aust- firðingum verið boðið að kjósa um sitt álver án utanaðkomandi afskipta svo dæmi sé tekið. Eina sjónarmiðið sem þar er talið skipta máli er að Reykvíkinga gæti langað að skjótast á jeppan- um á Austfirðina á fimm ára ffesti til að skoða krummaskuð. Þá mega ekki vera verksmiðjur eða önnur mannvirki sem byrgja sýn þegar túristarnir koma til að sjá fólk lepja dauða úr skel. Til þess að Reykjavík geti sinnt sínu þjónustuhlutverki sem skyldi verða samgöngur þangað og þaðan á landi og í lofti að vera boðlegar. Það ber að gæta þess að að höfuðborgin ein- angrist ekki og verði að afskekktri náströnd. Til þess bera að beita öflugri byggðastefhu. Gísli Einarsson flugmálastjóri Rita Hvövn í verslun sinni d opnunardaginn. Mynd IH Ný verslun Ný verslun var opnuð í síðustu viku í Stykkishólmi. Verslunin er í húsi 10-11 og er blóma og gjafa- vöruverslun. Rita Hvönn Trausta- dóttir sem rekur verslunina er blómaskreytir að mennt. Rita út- skrifaðist af blómaskreytinga- og markaðsbraut við Garðyrkjuskóla ríkisins 1996. Faglærðir blóma- skreytar stofnuðu nýlega með sér fagfélag og hafa látið hanna sér- stakt skilti sem sett er upp í versl- unum þar sem faglærðir blóma- skreytar vinna. Blómabúðin Hvönn í Stykkishólmi er fyrsta blómabúðinn á Islandi sem setur upp slíkt merki. IH Lausfrystir reynist vel Hannaður og smíðaður hjá Skaganum hf á Akranesi Nýr lausfrystir sem tekinn var í notlcun í sumar í frystihúsi HB á Akranesi hefúr komið vel út. Þessi frystir er að öllu leyri hannaður og smíðaður á Akranesi hjá Skaganum hf. Frystirinn tekur aðeins um 40% af gólffleti hefðbundins lausfrystis með sambærileg afköst og því er ekki ffáleitt að hugsa sér að frystar sem þessir geti komið vel út um borð í frystiskipum þegar ffam líða stundir. Annar sambærilegur ffystir hefúr nú þegar verið settur upp hjá Síldar- vinnslunni á Neskaupstað. Frystirinn er tvískipmr. I efri hlut- anum eru flökin formfryst á skömm- um tíma. I þessum hluta liggja flök- in á teflonhúðuðum álreimum. Tvær formfrystireimar eru í skápnum og er hæðarstýrð innmötun á reimam- ar, keyrt er inn á reimamar í lotum. Af formffystireimum fellur fiskurinn niður á plastreimar þar sem hann er fullffystur. MM Höfrungur in gerir það gott í samantekt Fiskistofu um s.l. fiskveiðiár sem birt var nýverið kemur í ljós að frystitogarinn Höfr- ungur III var næst aflahæsti togari landsins á tímabilinu. Afli skipsins var 7.348 þúsund tonn sem er mesti afli sem skipið hefur náð, frá því að það var keypt til HB árið 1992. Aflahæsti togari landsins var Bald- vin Þorsteinsson. Aflahæsta uppsjávarveiðiskip landsins fyrir sama tímabil var Börkur frá Neskaupstað, bar hann á land 67.741 tonn. Víkingur AK var aflahæstur þeirra uppsjávarskipa sem aðeins stunda nótaveiðar, afli hans á fisk- veiðiárinu var 42.352 tonn, næst á effir honum kom systurskip Vík- ings, Sigurður VE með 35.019 tonn. MM Uppistöndugheit Á fundi bæjarstjórnar Snæfells- bæjar var tekið fyrir bréf frá for- manni umhverfis- og náttúru- verndarnefndar sveitarfélagsins þar sem formaður nefndarinnar telur að erindi sem vísað var til nefúdar- innar eigi ekki þar heima. Jóhannes Ragnarsson fulltrúi S- lista (vinstrimanna) gerði eftirfar- andi athugasemd við bréf formans- ins. “Undirritaður lýsir yfir undr- un sinni á því að formaður nefndar- innar skuli láta sig hafa það að neita “að svo komnu máli” að leggja er- indi frá bæjarráði Snæfellsbæjar fyrir umhverfis- og náttúruvernd- arnefnd. I ljósi þessara uppi- stöndugheita formanns umhverfis- og náttúruverndarnefndar er ein- sýnt að D-listi Sjálfstæðisflokks er að missa tökin á flokksmönnum sínum”. Bókun sem þessi vekur upp spurningu. Hver skyldi nú vera for- maður umhverfis- og náttúru- verndarnefndar? Jú, sá heitir Skúli Alexandersson. IH Málningu úðað á bíla og hús Talsvert hefur verið um skemmdarverk á bifreiðum á Akranesi undanfarið og eftir helgina 3.-5. nóvember bárust lögreglunni þar í bæ fjölmargar tílkymningar uin að málningu úr úðabrúsum hefði verið úðað á bæði hús og bíla víða um bæinn. Um sex til átta tilfelli var að ræða og hlaust af töluvert tjón. Kveikt í ruslagámi Kveikt var í ruslagámi sem staðsettur var fiTÍr aftan Stjórn- sýsluhúsið á Akranesi síðastlið- inn fimmtudag. Þegar lögreglan kom á vettvang logaði eldurinn glatt og það sem í gámnum hafði verið var að mestu brunnið nið- ur. Einnig hafði kviknað eldur í ruslahrúgu sem lá skammt frá timburhurð á bakhlið hússins, en hún liggur að geymslu Land- mælinga Islands. Þótti því mesta mildi að ekki fór verr. Fljótt og vel gekk að slökkva eldinn en gámurinn var gjörónýtur og einnig hafði lokið á næsta gámi við hliðina skemmst. SÓK Lyftari skemmdur Lögreglunni á Akranesi barst tilkynning um eld í lyftara við Trésmiðju Þráins Gíslasonar síð- astliðinn sunnudag. I ljós kom að Iyftarinn var í gangi og vélin á fullum snúningi. Honum hafði verið ekið á mikilli ferð upp á rimburstæðu og logað eldur í hægra framhjóli lyftarans og í timbrinu. Eldurinn var slökktur en lyftarinn v'ar töluvert skemmd- ur. Oljóst er hvort unt íkveikju var aðræða. SÓK Röstin leigð Bæjarstjóm Snæfellsbæjar sam- þykkti á fúndi sínum þann 9. nóv- ember s.l. að semja við veitinga- húsið Svörtuloft um rekstur fé- lagsheimilisins Rastar. Rekstur- inn var boðinn út og barst aðeins eitt tilboð. Samningurinn hefúr í för með sér talsverða hagræðingu að mari bæjarstjóra og kom fram á fundinum að gert væri ráð fyrir að rekstrarkostnaður félagsheim- ilisins samkvæmt fjárhagsáætlun færi í um 2,7 milljónir króna en með samningum væri gert ráð fyrir að hagnaður sveitarfélagsins af leigunni yrði um 300 þúsund á næsta ári. IH Mold í olíutankinn Mildð var um skemmdarverk á Akranesi síðastliðna helgi og Halldór Sigurðsson, eigandi samnefndrar vélaleigu, fór ekki varhluta af því. Hann lagði valt- aranum sínum að loknum vinnu- degi á föstudag en aðkoman var ekki góð á mánudagsmorgun þegar hann kom til vinnu. Fram- ljós valtarans hafði verið fjarlægt auk þess sem hliðarrúður hans höfðu verið brotnar og olíutank- urinn fydltur af mold og gróðri. Að sögn Svans Geirdals, yfirlög- regluþjóns, hefur verið allt of mikið urn skemmdarverk undan- farið. Hann vill benda fólki á að vera á varðbergi og láta lögregl- una vita ef það verður vart við ó- knyttamenn á ferð. SOK 4 ■í n I

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.