Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.11.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. NOVMEMBER 2000 Borgarbyggð: Ný hverfi deiliskipulögð í Borgamesi Borgarbyggð hefur kynnt deiliskipulag fyrir tvö byggingar- svæði í Borgarnesi. Annars vegar er um að ræða deiliskipulag fyrir íbúð- arbyggð í Bjargslandi og hins vegar iðnaðarsvæði norðan Sólbakka. I báðum tilvikum er fylgt aðalskipu- lagi Borgarbyggðar 1997 - 2017. íbúðabyggð í Bjargslandi I þeim áfanga sem kynntur hefur verið er um að ræða ríflega 8 ha. norðan núverandi íbúðabyggðar og austan þjóðvegar 1. Fyrirhugaðri byggð á svæðinu er skipt í tvær þyrpingar og ræður landslag skiptingunni milli þyrping- anna. I annari þyrpingunni (þyrp- ingu 8) er gert ráð fyrir 29 einbýlis- húsalóðum ffá tæplega 600 m2 og upp í u.þ.b. 900 m2. Það land er í talsverðum halla og gert ráð fyrir að húsin séu á einni til tveim hæðum eftir aðstæðum og aðlagist landi sem kostur er. I hinni þyrpingunni (þyrp- ingu 9) er gert ráð fyrir 20 íbúðum í 10 raðhúsum ásamt 10 einbýlishús- um. Áætluð lóðastærð parhúsanna er 500 m2 en einbýlishúsanna 600 m2. I báðum þyrpingunum er gert ráð fyrir vernduðu leiksvæði fyrir yngstu börnin, en einnig eru þyrpingamar umluktar grænum svæðum af ýms- um toga sem henta vel til alls kyns leikja. I skipulaginu er gert ráð fyrir að reist verði hljóðmön meðfram þjóð- vegi 1 tdl að draga úr umferðarhá- vaða. Þá er stefnt að því að umferð- arhraði verði lágur og verður gama- hönnun skoðuð sérstakega með til- liti til þess og að götumar verði með vistgötublæ. Athafnasvæði norðan Sólbakka Norðan við núverandi athafna- svæði á Sólbakka og meðfram þjóð- vegi 1 er gert ráð fyrir að komi hreinleg atvinnustarfsemi, t.d mat- vælaiðnaður. Um 12 ha. svæði er að ræða og er það nyrsti hluti af alls 40 ha. sem í rammaskipulagi em ædað- ir fyrir athafnasvæði. Gert er ráð fyrir að lóðir séu frá 6000 m2 og upp í rúmlega 10.000 m2 og að byggingar þar verði einn- ar hæðar. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða verði allt að 0,5 sem þýðir að stærstu húsin gætu orðið allt að 5000 m2. Sérstakir skilmálar em varðandi starfsemi á svæðinu, þannig er ófrá- víkjanleg krafa um bundið slidag á alla akvegi og plön innan lóða á svæðinu og fyrirtækin verða háð ströngum starfsleyfisskilyrðum. Meðal annars verða gerðar sérstakar kröfur varðandi ffárennsli, útblástur og sorp og krafist innra eftirlits varðandi þessa þætti. Einnig eru gerðar kröfur til lóðarhafa um frá- gang lóða, umhirðu og umgengni um athafnasvæði og húsnæði. BG SUestlendinqur pikunnar Vestlendingur vikunnar að þessu sinni er Anna Katrien Cottyn. Eins og nafnið gefur til kynna er hún af erlendu bergi brotin en hún er belgískur skiptinemi. Anna býr hjá hjónunum Þráni Gíslasyni og Maríu Sigurðar- dóttur á Akranesi og stundar nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands, eða gerði að minnsta kosti þar til verkfall kennara skall á þann 7. nóv- ember síðastliðinn. Elún læt- ur það þó ekki á sig fá og tek- ur í stað þess virkan þátt í 90 klukkustunda námsmaraþoni útskriftarnema auk þess sem hún sækir kennslu í íslensku. En hvers vegna tekur hún ótilneydd þátt í námsmaraþoninu? “Þetta er fín tilbreyting frá vinnunni og ég get hitt krakkana” segir Anna en hún vinnur í trésmiðju hins íslenska fósturföð- ur sins. “Eg ætla að nýta tímann hér til að læra íslensku. Eg hef farið í íslenskutíma á hverju mánudagskvöldi síðan ég kom hingað í ágúst en ég á bara nokkra tíma eftir. Hér tala flestir ensku við mig sem er að sumu leyti þægilegra fyrir mig en ég læri auðvitað minna. Heima er þó bara töluð íslenska.” Anna segir að sér finnist erfitt að eiga við föllin í íslenskunni. “Eg hélt að ég kæmi aldrei til með að þurfa að kljást við þau. Hingað til vissi ég ekki annað en að aðeins væru föll í þýsku og lat- ínu! Skólinn borgar íslenskutímana og þeir eru ennþá kenndir því kennarinn er grunnskólakennari. Eg hef lært eitthvað en ég byrjaði að læra ensku þegar ég var þrettán ára. Eg tala hana núna én það tók mig líka fimm ár að ná þessum árangri. Svoleiðis að ég veit að það er ekki raunhæft að ætla sér að læra íslensku á tveimur og hálfum mánuði. En ég ætla að einbeita mér að því að bæta kunnáttu mína í henni í náms- maraþoninu.” Anna segir ýmsar ástæður vera fyrir því að Island varð fyrir valinu. “Eg vildi ekki fara þangað sem væri heitt. Eg hafði reyndar ekki hugs- að mér að hafa svona kalt” segir Anna og hlær. “Island er svo leyndar- dómsfullt og svo er auðvitað Björk. Mér líkar vel á Islandi. Hér er fal- leg náttúra og ég er sérstaklega hrifin af skólalífinu. I Belgíu sækja nem- endur sína tíma og fara svo heim til sín. Hérna eru bingókvöld, kaffi- húsakvöld, böll og svo margt fleira.” Henni finnst íslenskur fiskur góð- ur en hryllir sig við tilhugsunina um slátur. “Eins finnst mér mikið til jólaskreytinganna koma sem maður er farinn að sjá víða í bænum og ég hef heyrt að þetta sé bara byrjunin! I Belgíu skreytum við ekki utandyra en þetta lýsir upp skammdegið.” SOK Kortið sýnirfyrirhugað íbúðahvetft í Bjargslandi við Borgames. Búmannsdagar í Borgamesi Búmannsdagar verða haldnir í Borgamesi í sjöunda sinn um naestu mánaðamót. Um 40 fyr- irtæki koma að þessu verkefni sem er skipulagt af Markaðsráði Borgfirðinga. Búmannsdagar verða að þessu sinni fimmtudaginn, föstudaginn og laugardaginn 30. nóv. - 2. des- ember. Þeir eru átaksverkefni á vegum Markaðsráðs Borgfirðinga og þá daga bjóða um 40 verslunar- og þjónustuaðilar í Borgarnesi mikla afslætti og sérkjör til að laða að aukna verslun fyrir jólin. Nafn- ið Búmannsdagar gefur til kynna að þetta átaksverkefni komi þeim vel sem vilja versla snemma fyrir jólin og njóta í staðinn hagstæðra kjara. Tónlistarskóli Borgarfjarðar kemur veglega að þessu verkefni með Markaðsráði, með því að nemendur og kennarar heimsækja verslanir og þjónustufyrirtæki á Búmannsdögum og flytja tónlist í anda jólanna. Þetta var fyrst gert til reynslu í fyrra og fékk mjög góðar undirtektir. MM Verkalýðsfélagið kaupir íbúð Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness festi nýlega kaup á íbúð í Hátúni í Reykjavík sem ætiuð er fólki sem á í veikindum eða aðstand- endum sjúklinga. Að sögn Elínbjarg- ar Magnúsdóttur er ætiunin að fé- lagsmenn verkalýðsfélagsins geti dvalist í íbúðinni. “Ibúðin er mjög góð sem slík og búið er að búa hana helstu húsgögnum, þægilegum og góðum, sjónvarpi og því sem tilheyr- ir.” Þetta er í fyrsta skipti sem verka- lýðsfélagið býður félagsmönnum sínum upp á þessa þjónustu. “Eins og staðan er í dag er þetta eingöngu ætlað fyrir þá sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna veikinda ættingja eða sinna eigin veikinda. Fólk þarf að sækja um og tala við okkur hérna á skrifstofunni og það getur dvalist í í- búðinni í einn til tvo sólarhringa og jafnvel lengur allt eftir því hvers eðl- is málið er. Leigan er að sjálfsögðu mun lægri en gengur og gerist. Við teljum þetta vera þjónusm sem vert er að reyna þótt stutt sé til Reykja- víkur. Það er mun þægilegra að geta farið og verið í þessari tilteknu íbúð í stað þess að þurfa sífellt að þvælast fram og til baka.” SÓK 7. nóvemher kl 1S:00-Sveinbarn- Þyngd:4505-Lengd:SS an. Foreldrar: Hekla Gimnarsdóttir og Brynjar Sig- urður Sigurðsson, Akureyri. Ljósmóð- ir: Lóa Kristinsdóttir. Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiininn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuósldr. 8. nóventber kl 15:46-Sveinbani- Þyngd'3760-Lengd: 53 an. Foreldrar: Bozena Wawro og Zbignieu Harasimczuk, Gnmdarftrði. Ljós- móðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 8. nóvember kl 19:47-Meybam- Pyngd: 5615-l.engd:55 cm. Foreldrar: Þuríður Ösk Pálmadáttir og Ttyggvi Guðbrandsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Olafsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.