Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2000, Qupperneq 16

Skessuhorn - 16.11.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 16. NOVMEMBER 2000 Brekkubæjarskóli á Akranesi 50 ára Afmælis- og menningarhátíð Ingvar Ingvarsspn, aðstoðarskólastjúri. Þann 19. nóvember verða liðin fimmtíu ár síðan skólastarf hófst í byggingu sem reis á túni Brekku- bæjar á Akranesi. I tilefni af þessum tímamótum verður efnt til afmælis- og menningarhátíðar í sölum og stofum skólans en þessa dagana keppast nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans ásamt ýmsum listamönnum við undir- búning hátíðarinnar. Hefðbundið skólastarf hefur verið brotið upp og nemendum skipt í nýja hópa sem vinna með listamönnum, innan sem utan skólans, að ýmis konar skapandi verkefnum á fjölmörgum sviðum. Allt milli himins og jarðar Ingvar Ingvarsson, aðstoðar- skólastjóri, segir að hugmyndin að því að eíha til menningarhátíðar hafi kviknað út frá því sem verið hefur á döfinni í skólum á höfuð- borgarsvæðinu í tengslum við Menningarborgina 2000.” Skól- arnir í borginni gerðu samninga við listamenn um að þeir kæmu inn í skólana og ynnu með nemendum að niargs konar listsköpun. Við á- kváðum að taka þessa hugmynd og prófa hana hér,” segir Ingvar. Styrkur fékkst frá Akranesbæ til af- mælishaldsins og eins hefur verið leitað til ýmissa fyrirtækja um stuðning sem Ingvar segir að hafi tekið málaleitan Brekkubæjar- manna vel. Nemendum Brekkubæjarskóla hefur verið skipt í 2 5 hópa og fást þeir við allt milli himins og jarðar undir leiðsögn kennara og starfs- manna ásamt 10 listamönnum sem gengu til liðs við þá sem þegar starfa við skólann, “Algjört frelsi ríkir í hverjum hópi hvað varðar verkefnaval og úrvinnslu og sýnist mér nemendur bregðast mjög vel við. Við ætlum svo að sýna afraksturinn á laugar- dag, daginn fyrir sjálfan afmælis- daginn 19. nóvember,” segir Ingv- ar. Fram nú allir í röð Dagskráin hefst klukkan 14 með skrúðgöngu frá gamla skólanum. “Já - eins og var gert fyrir fimmtíu árum en þá var farið í skrúðgöngu frá gamla skólanum og hingað upp- eftir. Við höfum sent öllum núlif- andi nemendum skólans sem þá voru bréf og höfum mælst til þess að þeir komi í þessa skrúðgöngu. Þessir bressn krakkar úr 1.-4. bekk voru önnum kafiiir við að búa til blómfyrir Rauð- hettu. Myvd: K.K. Af starfsmönnum skólans árið 1950 er einn á lífi í dag en það er Þorgils Stefánsson. Þegar skrúðgangan kemur svo hingað mun Ingi Stein- ar skólastjóri taka á nióti henni á tröppunum hérna sunnan við og raða gömlu nemendunum upp í raðir eins og gert var í gamla daga. Að því loknu verður skólinn opn- aður og skömmu seinna fer af stað dagskrá inn á sal og vítt og breitt um skólann, margs konar sýningar ásamt tónlistaratriðum og kaffi- sölu,” segir Ingvar Ingvarsson. K.K. Að sjálfsögðu verður boðið upp á eitthvað gott með kaffinu í tilefni af dfnuelinu. Mikið stuð var í eldhúsinu þar sem fjölmennur hópur listakokka og bakara var að störfum. Þær Sara, Björg, Svala og Elín Björg fylgdust einbeittar með Sign'ði. Brekkubæjarskóli í fortíð og nútíð Hér mætist gamalt og nýtt. Viðbygging rís nú hratt við Brekkubæjankóla og er þess vættst að ejsta hæðin verði risin fyrir áramót. Upphaflegar áætlanir gerðu ráðjyrirað irýja húis- næðiðyrði tekið t notkun í október næsta hausten reynt verður að flýta frcmtkvæmdum eins ogfrekast er kostur. Stefuin er að hefja skólastatf strax í september í stærstum hluta viðbyggitigaritntat: Mynd: KK “Brekkubæjarskóli hét lengst af Barnaskólinn á Akranesi og í nokkur ár Grunnskólinn á Akra- nesi en þegar grunnskólarnir urðu tveir fékk hann núverandi nafh. Nafnið er til komið vegna þess að núverandi skólahús var byggt á túni Brekkubæjar,” segir Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri. Samfellt skólahald Barnaskólinn á Akranesi hóf starfsemi sína 1. október 1880 í nýbyggðu húsi á horni Skólabraut- ar og Vesturgötu. “Þess vegna heitir Skólabrautin sínu nafni,” segir Ingi Steinar. “Árið 1912 var byggt nýtt og stærra skólahús við Skólabraut sem notað var sem slíkt til 1950, og seinna þekkt sem Iðn- skólinn. Nítjánda nóvember 1950 fluttist starfsemin í núverandi hús- næði sem nú er verið að byggja við í þriðja skipti. Skólahald hefur ver- ið samfellt frá 1880 þó að stundum hafi legið við borð að starfsemi yrði hætt. Arið 1917 var ástandið verst vegna mikillar dýrtíðar en þá var kolaverð afar hátt. Þá sam- þykkti hreppsnefndin að hætta skólahaldi vegna mikils upphitun- arkostoaðar en dró þá ákvörðun til baka en kennsla var í lágmarki.” Leikfimi niður á Breið - sund kennt í sjónum Ingi Steinar segir að námsgrein- um hafi fjölgað smátt og sinátt og aðstæður breyst á löngum tíma. “Leikfimi var fýrst kennd í fisk- verkunarhúsi niðri á Breið og sund kennt í sjónum, bæði í Miðvogi og á Langasandi. Síðustu árin eru breytingar örar eins og allir vita og vandséð hvert tölvubylting og net- væðing leiðir okkur í skólastarfi næsto árin.” Eins og þeir vita sem þekkja til þá er einsetning næsta stórbreyt- ing í skólamálum á Akranesi og aðspurður segir Ingi Steinar þær áætlanir í góðum farvegi. “Viðbygging rís nú hratt við Brekkubæjarskóla og stefnan er að koma þessari breytingu á næsta haust. Þá munu allir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk verða í skóla á sama tíma, og hver bekkur mun hafa sína stofu. A unglingastigi verða breytingar minni,” segir Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri B rekkubæj arskóla. KK. Skólareglur fyrir 50 árum “Þegar bamaskólinn var fluttur í nýja húsnæðið (haustið 1950) var ákveðið að setja nýjar skólareglur og voru þær sam- þykktar á fundi Kennaraíelags Akraness 16. nóvember 1950. Helstu reglumar voru þessar: 1) Böm gangi inn og út í bein- um röðum. 2) Til tryggingar stundvísi nemenda skuli skól- anum lokað, þegar nemendur hafa gengið inn í skólann, þó með þeirri undantekningu að loka skal 5 mín. eftír fyrstu inn- hringingu að morgni. 3) Böm- in skyldu heilsa og kveðja með hneigingu í byrjun og lok hverrar kennslustundar.” Úr Skóli í 100 ár. Skólahald á Akranesi 1880-1980 eftir Stef- án Hjálmarsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.