Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2000, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 16.11.2000, Blaðsíða 17
^&c.3sunu>.. FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 2000 17 Kennarar gagn- rýna ráðuneytið Kennarafélag FVA hefur sam- þykkt ályktun þar sem gagnrýnt er það áhugaleysi sem sagt er hafa einkennt framkomu þár- málaráðuneytis í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkisins. I ályktuninni segist félagið telja að ráðuneytið hafi ekki lagt fram neinar raunhæfar tillögur að lausn og krefst þess að kjara- viðræðum sé sinnt af alvöru. „Félagið telur að stjórnmála- menn geti ekki látið eins og þetta mál sé þeim óviðkomandi og bendir á að nú gefist þeitn tæki- færi til að standa við stór orð um gildi menntunar,“ segir síðan í á- lyktuninni. MM Gæsla á ný í Borgamesi Síðastliðinn þriðjudag hóf nýtt fyrirtæki göngu sína í Borgar- nesi. Það heitir Öryggisþjónusta Borgarness ehf og er í eigu þeirra Magnúsar Þ Ólafssonar og Bergs Þ Jónssonar. Þeir félag- ar munu taka að sér vöktun húsa og annarra mannvirkja í Borgar- nesi. “Við höfum fengið mjög góð viðbrögð hjá forsvarsmönn- um fyrirtækja og stofhana og nú þegar höfum við gert samning um að fylgjast með allflestum fyrirtækjum bæjarins. Við mun- um bjóða upp á heimsóknir inní fyrirtækin, Öryggiskerfaeftirlit og fyrirbyggjandi tjónaeftirlit”, sagði Bergur Jónsson í samtali við Skessuhorn. Borgnesingar hafá verið án þessarar þjónustu frá því í vor þegar Öryggisþjön- usta Vesturlands hætti þjónustu í Borgarnesi og hóf að starfa ein- vörðungu á Akranesi. MM Loðnan veiðist á ný eftir brælu Víkingur AK var sl. þriðjudag á heimleið með 1.200 tonn af loðnu sem skipið veiddi út af Vestfjörðum. Víkingur landaði síðast fullfermi á fimmtudag, en fór ekki út aftur fyrr en á sunnu- dagsmorgun þar sem veður voru vond á miðunum þar til aðfar- arnótt máiiudags. Loðnan syndir nú á undan sterkum straumi og steínir hraðbyri austur á bóginn, sennilega að Kolbeinseyjarsvæð- inu, líkt og hún hefttr oft gert í gegnum árin. MM Dagur íslenskrar tungu er í dag Haustið 1995 ákvað ríkis- stjómin að tillögu Björns Bjarna- sonar menntamálaráðherra að fæðingardagur Jónasar Hall- grímssonar 16. nóvember yrði dagur íslenskrar tungu. Þann dag beitir menntamálaráðuneytið sér fyrir sérstöku átaki í þágu móð- urmálsins og er dagurinn helg- aður rækt við það. Með því móti er athygli þjóðarinnar beint að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvimnd og alla menn- ingu. MM Mikið framundan hjá Leyni Leynisvöllur Á ársþingi Golfsambands íslands (GSI), sem fram fór dagana 10. og 11. nóv. s.l. vom teknar ákvarðanir sem brjóta munu blað í sögu Golf- klúbbsins Leynis á Akranesi. Þær varða niðurröðun stórmóta á vegum GSI fýrir komandi keppnisár 2001 svo og röðun íslandsmóta GSI ffam til ársins 2004. Á sumri komandi hefur Leynis- mönnum verið falið að sjá um fram- kvæmd tveggja stórmóta sem vekja mikla athygli ár hvert. Fyrst skal telja Islandsmót í holukeppni karla og kvenna sem fer fram 8.-10. júní. Mótið er í Toyota-mótaröðinni og gefur stig til landsliða karla og kvenna. Dagana 17.-19. agústverður svo Sveitakeppni GSI, 1. deild karla leikin á Akranesi. Þar munu 8 bestu golflið landsins etja kappi saman um Islandsmeistaratitil golfklúbba og er lið Leynismanna þar á meðal eftir sigur í 2. deild á nýliðnu keppnis- tímabili. Sjónvarpsstöðin Sýn mun taka þessi mót upp og sýna strax að þeim loknum. Dagana 1.-2. sept- ember lýkur svo Stigamótaröð GSI í unglingaflokkum með móti á Garða- velli. Þá ræðst hverjir verða stiga- meistarar unglinga 2001 og einnig ráðast sæti í landsliðshópum ung- linga. Markverðustu tíðindin voru þó ef- laust þau að Golfþing samþykkti að fela Leynismönnum framkvæmd Is- landsmóts karla og kvenna 35 ára og eldri árið 2003 og Islandsmóts karla og kvenna árið 2004. Fyrra mótið var haldið í fyrsta skipti s.l. sumar og mæltist afar vel fyrir og verður án efa árið 2003 orðið mikilvægasta mót ársins hjá íslenskum miðaldra kylfingum (sem fer sífellt fjölgandi). Landsmót í golfi er stærsti golfvið- burður hvers árs og dregur að alla bestu kylfinga landsins og þúsundir áhorfenda, auk þess sem beinar sjón- varpsútsendingar eru ffá mótinu. Af lfamanskráðu er Ijóst að Garða- völlur er búinn að festa sig í sessi sem einn besti keppnisvöllur landsins ó- trúlega skömmu eftir að hann var opnaður sem 18 holu golfvöllur um mitt s.l. sumar. Þá er Leynismönn- um sýnt óvenju mikið traust með því að fela kúbbnum framkvæmd svo viðamikilla og flókinna verkefna sem ffamantöld mót eru. Veruleg at- hygli beinist með þessu að Garða- velli og má búast við miklum straumi kylfinga víðsvegar að af landinu til að spreyta sig við völlinn strax næsta sumar. Ljóst er að það verður í nógu að snúast hjá Leynismönnum á komandi árum. Hatines Þorsteinsson fbrmaður GL Stjóm ogframkveemdastjóri Framleiðnisjóðs. F.v. Kjaitav, Ari, Bjarni, Þórhalla, Betjamín ogjón. Ný stjóm Framleiðnisjóðs Þann 7. nóvember s.I. skipaði Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra í nýja stjóm Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins til næstu fjögurra ára en í henni sitja samkvæmt því eftirtaldir að- almenn: Formaður er Bjami Guðmunds- son, Hvanneyri, skipaður af land- búnaðarráðherra án tilnefningar; Benjamín Baldursson, Ytri Tjörn- um, Eyjafirði, skipaður af landbún- aðarráðherra án tilnefningar; Þór- halla Snæþórsdóttir, Egilsstöðum, tilneíhd af iðnaðarráðherra (ráð- herra byggðamála); Ari 'Teitsson, Hrísum í Reykjadal, S-Þingeyjar- sýslu og Kjartan Olafsson, Hlöðu- túni, Ámessýslu, báðir tilnefhdir af Bændasamtökum Islands. Varamenn em Sveinn Sigur- mundsson, Selfossi, varaformaður, og Lilja Hafdís Óladóttir, Merki á Jökuldal, skipuð af landbúnaðarráð- herra án tilnefningar, Halldóra Jónsdóttir, Grímshúsum, S-Þing, tilnefnd af iðnaðarráðherra og Hörður Harðarson, Laxárdal, Gnúpverjahreppi, og Sigríður Bragadóttir, Síreksstöðum, Vopna- firði, tilnefhd af Bændasamtökum Islands. Framkvæmdastjóri Framleiðni- sjóðs nú sem fýrr er Jón G. Guð- björnsson, Lindarhvoli. MM J ámblendiverksmiðj an Rannsókn á kólesteróli starfemanna Rannsókn á kólestrólgildum starfsmanna Járnblendiverksmiðj- unnar hefur leitt í ljós að veruleg breyting til hins betra hefur orðið. Kólesteról hefur lækkaði um 13,4% á tíu árum. Kemur þetta fram í rannsókn Reynis Þorsteins- sonar, læknis á heilsugæslustöðinni á Akranesi, og samstarfsmanna hans, Þóris Þórhallssonar og Gísla Baldurssonar en rannsóknin var kynnt á vísindaþingi Félags ís- lenskra heimilislækna sem haldið var fyrir skemmstu. Breyting á mataræði I útdrætti um rannsóknina kem- ur fram að árið 1989 voru könnuð heilbrigði og lífsstíll starfsmanna Járnblendiverksmiðjunnar og í framhaldi gerð tilraun til að bæta mataræði á vinnustaðnum og m.a. gefnar út leiðbeiningar um gæfu- legan lífsstíl. „Breyting á mataræði í verk- smiðjunni og þær leiðbeiningar sem fylgdu leiddu til þess að á tveimur árum lækkaði kólesteról rneðal 155 starfsmanna um 7,6%. Að þessum tveimur árum liðnum breyttust forsendur í rekstri verk- smiðjunnar og var meðal annars horfið frá þessu átaki í mataræði í mötuneyti starfsmanna. Það kom m.a. í ljós að sá matur sem boðið var uppá var dýrari en góðu hófi gegndi að mati rekstraraðila. Síðan þá hefur mataræði verið einfaldara, en þó reynt að hafa á boðstólum fitulítinn mat,“ segir í útdrættinum. Árangur án lyfja Upphafskólesterólgildi 105 starfsmanna var 6,56 mmól/1 árið 1989 en 10 árum síðar reyndist það 5,68 mmól/1, sem er 13,4% lækk- un. Þessi árangur náðist án lyfja en aðstandendur rannsóknarinnar kveðast ekki geta staðhæft að hann sé eingöngu að þakka heilsuhvetj- andi aðgerðum meðal starfsmanna. Þar komi einnig til almenn umræða í þjóðfélaginu og hugsanlega hefðu menn einnig breytt mataræði sínu heima fyrir. Draga Reynir og sam- starfsmenn hans þá ályktun að heiisuhvetjandi aðgerðir og aimenn umræða hafi leitt til lækkunar á blóðfitugildum meðal starfsmanna sem muni fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hjartasjúk- dóma. Áfram er unnið að starfs- mannaheilsuvernd hjá Járnblend- inu en læknarnir ræða við alla starfsmenn einu sinni á ári. K.K. Kristnihátíð á Akranesi: Biskup Islands prédikar Hátíðarmessa verður í Akraneskirkju nk. sunnudag kl. 14 - en hún er liður í hátíðarhöld- um á vegum Borgarfjarðarprófastsdæmis vegna krismitökuafmælisins. Biskup Islands, hr. Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Núverandi og fyrrv. sóknarprestar, sr. Eðvarð Ingólfsson og sr. Björn Jónsson, þjóna fýrir altari. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur flytur ávarp. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson les ritningarorð. Að hátíðarmessu lokinni er öllum kirkjugest- um boðið að þiggja veitingar í Safnaðarheimil- inu Vinaminni. Akurnesingar og aðrir Borgfirð- ingar eru hvattir til þess að taka þátt í hátíðar- höldunum og íjölmenna í Akraneskirkju nk. sunnudag. Næstkomandi iaugardag, 18. nóvember, hefst í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi sýning á verkum Þorbjargar Höskuldsdóttir. Þar sýnir hún olíumáiverk, akrýlmálverk og vatnslitamyndir. Þorbjörg er fædd árið 1939. Hún snmdaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og lauk námi við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn árið 1972. Þetta er sautjánda einkasýning Þorbjargar og íiefur hún tekið þátt í tjölda satnsýninga bæði hér heima og erlendis. Þorbjörg hefur einnig unnið að bókaskreyt- ingum og gert leikm\rndir, m.a. fyrir Þjóðleik- húsið. Verk Þorbjargar eru í helstu listasöfn- um hér á landi. Sýningunni lýkur 3. desember og er Listasetrið opið alla daga nema mánu- dagakl. 15-18. (fi-éttatilkynnmg) Þorljarg Hösktddsdáttir Sóknarprestur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.