Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2000, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 16.11.2000, Blaðsíða 19
cm£39Unu>.. FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 2000 19 Framhaldsskóli Á aðalfundi Héraðsnefhdar Snæ- fellinga þann 11. nóvember s.l. var Guðrún A Gunnarsdóttir kosin formaður. Guðrún tók við formennsku af Ásbimi Ottars- syni sem verið hefur formaður s.l. 6 ár. Guðrún sem er bæjar- fulltrúi í Stykkishólmi er ekki ó- kunnug starfi nefindarinnar þar sem hún hefur verið formaður í menningar- og safnanefnd Snæ- fellinga síðan 1995. Guðrún sagði að starfið leggðist bara vel í sig og samstarf sveitarfé- laganna væri alltaf að styrkjast. Safhamálin hafa undanfarin ár ver- ið stærsti einstaki rekstrarþáttur héraðsnefndarinnar og í þeim hafi náðst góð samstaða og orðið miklar framfarir. “Mestu breytingarnar í þeim málaflokki eru án efa hve vel hefur verið staðið að uppbyggingu safhsins í Gamla pakkhúsinu í O- lafsvík og jafhframt hafa náðst góð- ir áfangar í Norska húsinu í Stykk- ishólmi. Framundan er að að koma upp sýningu á miðhæð Norska hússins þar sem sýnt verður heimili í líkingu við það sem var þegar Árni Thorlacius bjó í húsinu. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að frá Félagi Snæfellinga og Hnapp- dæla kom fram vilji til að koma á fót héraðsskjalasafni og þar um kom líka tillaga frá fulltrúum Eyrarsveit- ar. Héraðsráði var falið að ræða þessi mál við fulltrúa félagsins”. Félags- og skólamál En kemur starf héraðsnefndar til með að breytast á næstu misserum? “Það eru ákaflega mörg mál sem koma á borð héraðsnefndar og varða samstarf sveitarfélaganna. Þar má nefha samgöngumál, félags- og skólamál og margt fleira. Við stig- um stórt skref þegar við komum á Félags- og skólaþjónustunni, þó það mál sé í raun ekki á borði hér- aðsnefndar, þar sem ekki eiga allir hreppar aðild, var upphafið hjá hér- aðsnefnd. I þessum málaflokki var samstarf sveitarfélaganna um samj eiginlega barnaverndarnefnd. A fundinum var samþykkt að leggja hana niður og að Félags- og skóla- þjónustan tæki við hennar starfi. Þá sýnist mér líklegast að málefni fatl- aðra sem er málaílokkur sem senn færist á hendur sveitarfélaga muni fara undir Félags- og skólaþjónust- una. Framundan er mikil vinna við framhaldsskólamálið en nefnd á vegum héraðsnefndar hefur unnið að því máli og mun vinna það á- fram”. Framhaldsskóli Snæfellinga Á fundinum fór mikill tími í að ræða málefhi framhaldsskóla á Snæ- fellsnesi og var Björn Bjarnason menntamálaráðherra gestur fund- arins, en honum var boðið til að fjalla um málefni framhaldsskóla, ekki síst í ljósi þeirra óska Snæfell- inga að stofhaður verði framhalds- skóli Snæfellinga. Ekki var annað að heyra á ræðu Björns en að hann væri jákvæður fýrir hugmyndum Snæfellinga um framhaldsnám. Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri í Grundarfirði hefur verið í forsvari fyrir nefnd um framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Hún sagði frá hug- myndum um framhaldsskóla á Snæ- fellsnesi og að sveitarfélögin hefðu komið sér saman um að miða við staðsetningu hans í Grundarfirði. Síðan benti Björg á síaukna sam- vinnu sveitarfélaga, bættar og batn- andi samgöngur og að ósk um ffamhaldsskóla væri besta tækifærið til að bæta mannlíf og búsetuskil- yrði á svæðinu. Lítill en góður skóli “Þetta verður lítill framhalds- skóli, en við leggjum áherslu á að hann verði full fjögur ár og viljum ekki breyta fýrir minna. Nemenda- fjöldi hefur verið varlega áætlaður um 130-150 miðað við þær for- sendur sem undirbúningsnefndin hefur gefið sér um „heimtur” úr ár- göngunum á svæðinu, en þar að auki myndi skólinn geta laðað fleiri að, t.d. eldri nemendur, og full- orðna sem af einhverjum ástæðum hafa tekið sér hlé frá námi”. Þá benti Björg á að eðlilegt væri að ætla að framhaldsskóli á svæðinu hefði jálcvæð áhrif á búsetuþróun á svæðinu þannig að íbúum fjölgaði, og skilaði þar með fieiri nemendum inn í skólann. Undirbúningsnefnd- in hefur sett fram hugmyndir um 2 stærsta mál Snæfellinga stúdentsbrautir, félagsfræða- og náttúrufræðabraut, auk styttri starfsbrauta og almenns náms sem hægt væri að móta mjög heima fyr- ir. Ný aðalnámskrá fýrir fram- haldsskóla gefur skólunum sjálfum töluvert svigrúm til að móta það nám sem boðið verður upp á. Ekki eru hugmyndir um umsvifamiklar verknámsbrautir, enda mjög margir minni skólar að hverfa frá slíku, þar sem það reynist of kostnaðarsamt og erfitt að halda úti, sérstaklega þegar aðsóknin er sveiflukennd. Þá sagði Björg; “það er ekki nóg að hafa skóla, það þyrfti að vera hægt að gera kröfur um gæði námsins og að skólinn stæðist þær kröfur sem við viljum gera til ffamhaldsskóla- náms á morgun, ekki bara í dag”. Samstaða um stórkost- legt tækifæri Undirbúningsnefndin hefur gengið út frá því að fjarnám verði eðlilegur hluti skólastarfsins, þannig að unnt væri að hafa meiri breidd í námsframboði og auka valmögu- leika nemenda. “Með stofnun fram- haldsskóla á Snæfellsnesi”, sagði Björg, “gæfist stórkostlegt tækifæri til að móta framhaldsskóla ffamtíð- arinnar og við eigum að ganga út ffá því að skólinn yrði vel tæknivæddur og horfa þarf inn í tækni morgun- dagsins í því sambandi”. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri í Stykkishólmi taldi að það væri nauðsynlegt fýrir Snæfellinga að sameinast um þetta verkefni, ræddi um staðsetningu og sagði að miðað við samstarf allra sveitarfélaganna um þetta verkefni þá væri sjálfgefið að skólinn þyrfti að vera miðsvæðis. “Eg tel ekkert annað en fjögurra ára nám í framhaldsskóla komi til greina, annars finnst nemendum ekki taka því að fara t.d. fýrir 2 ár í framhaldsdeild í annað sveitarfélag. Þetta yrði ekki eins mikið „þeirra” skóli”. Gunnar sagði að hann greindi mikinn áhuga unglinganna hjá sér fýrir hugmyndum um ffam- haldsskóla og hann taldi þetta mál nauðsynlegt til að halda þessum hluta íbúanna heima. Kristinn Jónasson bæjarstjóri tók mjög í sama streng og rakti hvað gerðist þegar krakkarnir fara í burtu, göturnar tæmast og allt er með öðrum brag. “Við þurftum á því að halda að hafa þennan atorku- sama hóp íbúanna inni í samfélag- inu okkar. Þverun Kolgrafarfjarðar I beinu framhaldi af framhalds- skólaumræðunni kom upp umræð- an um bættar samgöngur milli staða á norðanverðu Snæfellsnesi. Sturla Böðvarsson tók til máls og hnykkti á því að þverun Kolgrafar- fjarðar væri inni á vegaáætlun nú þegar. Hann sagði að gert væri ráð fýrir að hefjast handa við þverun Kolgrafarfjarðar árið 2002 og að framkvæmdinni yrði lokið 2004. Þá lýsti Sturla því hve gífurlega mikið það hefði að segja að hafa nemend- ur heima og vitnaði til reynslu Skagamanna í því sambandi. Jóhann Ársælsson sagði frá und- irbúningi og upphafsárum FVA á Akranesi og baráttu bæjarfélagsins fýrir þeim skóla. Hann taldi Snæ- fellinga vera á réttri braut. Skóli snerist ekki bara um menntun barn- anna okkar, heldur hefði mikil áhrif ínn í samfélagið. Björn Bjarnason lýsti ánægju með einhug heimámanna um málið, t.d. að ekki væri ágreiningur um atriði eins og staðsetningu. Hann sagði að undirbúningur málsins væri góður og að ráðuneytið væri tilbúið að vinna áfram að málinu. 1H 18. nóvember 2000 Stykkishólmi Sjúkrahús og heilsugæslustöð, Stykkishólmi Mælingar Mældur blóðþrýstingur og blóðfita frá kl. 10:00 til 14:00. Frá kl. 12:00 til 13:45 verður Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir Sjúkrahúss Akraness og HL stöðvarinnar í Reykjavík til viðtals fyrir þá einstaklinga sem mælast með of háan blóðþrýsting eða blóðfitu. Fræðslufundur í f frá kl. 14:00 til 16:00 Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir flytur erindi um líshætti og hjartasjúkdoma. Félas hjartasjúklinsa á Vesturlandi Landssamtök hjartasjúklinsa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.