Skessuhorn - 16.11.2000, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 16. NOVMEMBER 2000
aolðSUIIUiw
Penninn
Vinnubrögð vond eða góð!
Kortið sýnir rwkhtm vegin skiptingu VesturlandskjövdLanis ejtir sýslumannsembættimi.
Helga Halldórsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, skrifaði grein í síðasta blað Skessuhoms
þar sem hún gagnrýndi mig fyrir að taka upp á Al-
þingi umræðu um skipan lögregluumdæma.
Umræðan og hugarfarið
Helga telur að umræða af þessu tagi grafi und-
an tiltrú almennings á löggæslunni á svæðinu.
Hvers vegna ætti hún að gera það? Gagnrýnin
umræða er aldrei vond. Annað hvort styrkir hún
ríkjandi fýrirkomulag vegna þess að hún á ekki við
rök að styðjast eða hún kallar ffam nauðsynlegar
breytingar vegna þess að rök þeirra sem benda á
það sem betur megi fara hafa sannast í umræð-
unni. Hún spyr hvort það sé stefna Samfylkingar-
innar að „plokka“ embætti milli sveitarfélaga í
kjördæmunum. Svarið er nei, en við þorum að
benda á það sem við teljum að betur megi fara þó
að það komi við einhverja og geti valdið deilum.
Að lokum bendir Helga mér á að taka hugarfar
dómsmálaráðherrans mér til fyrirmyndar, en ráð-
herrann lagði ffam hugmyndir um hvemig þess-
um málum yrði best fyrirkomið en gafst svo upp
efrir að hafa fengið neikvæð viðbrögð ráðamanna í
héraði. Það ætla ég ekki að gera.
Fyrirkomulag sem þarf að breyta
Ég sagði við umræðuna á Alþingi að þessi mál
hefðu verið í ólestri í mörg ár. Þar átti ég við að lög-
sagnarumdæmum sýslumannanna er alls ekki skyn-
samlega fyrir komið eigi þau að vera starfssvæði
löggæslunnar. Þetta hljóta allir menn að sjá og
gagnrýni á það fyrirkomulag sem er í gildi hefúr
lengi verið uppi. Einn lögreglumaður úr Búðardal á
að sjá um allt svæðið ffá Gils-
fjarðarbomi í Álftafjörð og upp
á Bröttubrekku, Laxárdal og
Heydal. Einn lögregluþjónn
getur ekki tekið mann fyrir of
hraðan aksmr, hvað þá ráðið við
stærri mál nema leita sér að-
stoðar. Það eru 9 stöðugildi lög-
reglumanna í Stykkishólmi, þar
er stórt svæði undir úr Álftafirði
út og í kring um Snæfellsnes allt
að Hítará að sunnanverðu. Það
er yfir fjallvegi að fara á suður-
svæðið og það virðist augljóst að
auðveldara væri að sinna að
minnsta kosti einhverjum hluta
svæðisins ffá Borgarnesi. Borg-
ameslögreglunni sem hefur 8 stöðugildi, er ætlað
að sinna u.þ.b. helmingi alls Vesmrlands. Allt frá
I Ivalfjarðarbotni að Hítará og upp á Holtavörðu-
heiði og Langjökul en Akraneslögreglunni, 11
mönnum, er ekki ætlað að fara upp fyrir Berjadalsá
og Leynislæk en þessi vamsföll eru við útjaðra þétt-
býlisins á Skaganum. Þetta er auðvitað ffáleitt fyrir-
komulag sem á að breyta. Ég þekki dæmi um að
fólk, sem hefur lent í umferðaróhöppum örsmtt ffá
Akranesi, hefur orðið að bíða tímunum saman effir
aðstoð lögreglu. Ég hef komið að slysi við Hítar-
vam þar sem lögreglan í Borgamesi átti ekki fulla
lögsögu og þess vegna þurfti að kalla lögregluna í
Stykkishólmi til þó hún ætti yfir fjallveg að fara. Ég
þekki fleiri dærni og mínar athugasemdir byggjast
þess vegna ekki á sögusögnum eins og Helga segir í
sinni grein.
Ég spyr, er þetta í góðu lagi og engin vandamál
uppi þó öryggi og nýting á mannafla sé augljóslega
ekki sem skyldi? Ráðherrann reyndi en var reldnn
til baka. Fyrir ári lagði dómsmálaráðherra tillögu
um breytingar fyrir ráðamenn en þeir ráku ráðherr-
ann til baka og vildu óbreytt ástand og nú segir ráð-
herrann að engin vandamál séu fyrir hendi. Hvers
vegna lagði ráðherrann þá ffam tillögu um breyt-
ingar? Svarið er að auðvitað eru þessi mál ekki í lagi.
Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að lög-
reglumenn era að sinna allt of stóram svæðum. Þeir
lögreglumenn sem styst eiga á slysstað era ekki
alltaf kallaðir til og heildarfj öldi lögreglumanna
nýtist ekki eins vel og mögulegt væri. Meiri sam-
vinna er þakkarverð milli embættanna en hún leys-
ir ekki úr vandanum að fullu vegna þess að starf-
svæðvmum er ekki skipt með skynsamlegum hætti
Jóbann Arsœlsson
með tillití tíl vegalengda
og rannsóknarþáttur mál-
anna fylgir starfevæðun-
um. Ráðherrann gafst upp
á þessari leið, en það era
fleiri keppir í pottinum.
Tillaga ríkislög-
reglustjóra
Sýslumannsembættin í
landinu hvíla á afar
gömlum granni. En verkefhi þeirra hafa breyst
hratt á undanfömum áram og dómarastörfum
hefúr nú verið létt af sýslumönnum. Nú er 1 hér-
aðsdómstóll fyrir allt Vesturland. En það hefur
líka verið stofnað tíl embættis ríkislögreglustjóra.
Það embætti hefur vaxið afar hratt og ríkislög-
reglustjóri, sem á að skipuleggja starfsemi lögregl-
unnar um allt land, hefur bent á þá leið að skipta
landinu í jafnmörg lögregluumdæmi og héraðs-
dómstólarnir eru með einum lögreglustjóra í
hverju þeirra. Jafnframt yrði störfum löreglustjóra
létt af sýslumönnum. Ríkislögreglustjóri telur að
með þessu yrði starfsemin öflugri, skilvirkari og
kostnaðarminni. Hann hefur viðrað þessa skoðun
við allsherjamefnd Alþingis. Ymsir sýslumenn, t.d.
formaður sýslumannafélagsins, Björn Jósef Am-
viðarson, á Akureyri og Olafur Helgi Kjartansson
á Isafirði, hafa lýst sig andvíga tíllögu ríkislög-
reglustjóra en talið að sameining og fækkun sýslu-
mannsembætta væri mun betri kostur.
Eina yfirstjóm á Vesturlandi
Helga segir að ég hafi opinberað þá skoðun mína
að stækka ætti lögsagnarumdæmi sýslumannsins á
Akranesi á kosmað sýslumannsumdæmisins í Borg-
arnesi. Þetta er rangt. Ég benti á þrjár leiðir tíl betri
nýtingar á lögreglumönnum og að meira öryggi
yrði tryggt á svæðum þessara sýslumanna. Þær
vora: Sameining sýslumannsembættanna á öllu
Vesturlandi; stækkun lögsagnarumdæmis sýslu-
mannsins á Akranesi; sameining sýslumannsemb-
ættanna á Akranesi og í Borgamesi.
Mín skoðun er að það eigi að setja einn sýslu-
mann yfir Vesmrland og ég hef látrið hana koma
fram áður. Spamaðurinn af breyttu fyrirkomulagi
kæmi ffam í betri nýtingu löggæslumanna, betri
þjónusm og auknu öryggi.
Jóhann Arsœlsstm
Þingmathir Samfylkingarinnar á Vestnrlandi
Lanot er síðan lífið hló
sein”. Sigríður Amadóttir ffá Svana-
vami orti:
^%Físnahornið
Orð og gjörðir segja sitt,
sielustundir geymast.
Þyngir hugann þetta og hitt
það sem tetti að gleymast.
Sagði Kjartan Olafsson og off leitar
eitthvað á huga manns sem mætti
svosem alveg eins liggja í gleymsk-
unni enda margt sem þar mætti vera.
Sumum þykir ekki verra að velta sér
svolítið upp úr syndum annarra ef
hægt er og Páll Lárasson á Egilsstöð-
um orti:
Óljós bcerist ástarþrá
íýmsnm birtist myndum,
sumir lifa alveg á
annarra manna syndum.
I Þingeyjarsýslum var karl einn
hagmælmr sem var þekkmr fyrir gróf-
an kveðskap og htt fágaðann. Gaman-
samir náungar hugsuðu sér gott til og
lögðu fyrir karl eftirfarandi fyrripart
og væri synd að segja að hann byði
ekki upp á þokkaleg rímorð:
Góð er tíðin, gróafjöll,
gefst því hey í svuntu.
Karl sá hinsvegar við þeim og botn-
aði:
Því sé lofuð þrenning óll
þar um hugsa muntu.
Vafalaust hafa þessir drengir orðið
fyrir vonbrigðum með svarið og má
þó telja vel sloppið ef þetta hafa verið
mesm vonbrigði lífs þeirra. Bjami ffá
Gröf hafði effirfarandi að segja:
Langt er stðan lífið hló,
lék ég mér að vonum,
ég á orðið alveg nóg
af óllimt vonbrigðonum.
Ingi Steinar Gunnlaugsson kvað og
gæti sú ágæta kona sem um er ort hins
vegar hafa orðið fyrir vonbrigðum:
Letin er mér leið og gtimm,
leggur á mig hlekki,
nefhifrúin rueturtrimm
nenni ég því ekki.
Þó er það nú svo eins og segir í
gamalli bók að það er ekki gott að
maðurinn sé einn enda bar Bólu
Hjálmar fram eftírfarandi bæn til for-
sjónarinnar:
Dreg ég lit á djúpið þitt
því dcetur áttu og sonu.
Gamli heiinur greyið mitt,
gefðu mér nú konu.
Jónas Illugason í Brattahlíð orðaði
hugsun sína á svipaðan hátt:
Styðst égfram á stafinn minn,
stonnar lífsins hvrna
ég er að leita en ekki finn
efni í konu mína.
Benedikt Gröndal, sennilega sá
eldri, orti einhvemtímann og finnst
mér líklegt að ort sé til konu og trú-
lega á seinni hluta æfinnar:
Eftir langa <efidimmu
eina sá ég stjörnu skína,
gleðibrosi gegnum tárin
geisla sló á æfi mma.
Um einn ágætan eldri mann sem
lenti í félagsskap með lítið slimu ein-
taki af hinu svokallaða veikara kyni,
kvað Sverrir Stormsker:
Stúlkan gjafirgaf htmum,
gleðinfirrti hann máli,
ellin hrundi af honum
eins og ryð af stáli.
Þó má aldrei áætla að allt sé eilíf
fullsæla enda ekki við því að búast.
Þórhildur Sveinsdóttir orti og kannski
af fenginni reynslu:
Astin dvínat; bresta bönd,
bilar andans kraftur.
Stundum sér í sólatrönd,
svo er 'ún hotfin aftur.
Þó stundum séu smttar sólarglætur
lífsins hérnamegin gemm við þó
huggað okkur við að vonandi verða
verk okkar lögð á metaskálarnar
hinumegin og sést þá hvort meira má.
Grétar Fells orti eftirfarandi hugleið-
ingu:
Ef góðverkin sem éggeri
geta ei stoðað neitt
skal mér ei heldur hegna
hafi ég ranglega breytt.
Aldrei verður þó æfin spóluð tíl
baka og leikin upp á nýtt eins og mað-
ur nokkur reyndi sem sá kvikmynd
með atriði þar sem nokkrar konur
hurfu á bak við járnbrautarlest sem
kom að þegar konumar komu úr
sundspretti en þegar lestin var farin
hjá vora konumar langt komnar að
klæða sig. Karli þótti þetta slæmt og
horfði á myndina sýningu eftir sýn-
ingu og tautaði „ Einhvemtímann
hlýmr lestarskrattinn að verða of
Afram líður aldafans
á engu er hcegt að slaka
eitt augnablik í æfi tnanns
aldreifiest til baka.
Þó augnablikin verði aldrei endur-
keyrð eða kannski einmitt þessvegna
gengur ekki allt þverbrestalaust í
heiminum. Benedikt Jónsson Grön-
dal sagði einhvemtímann:
Fram égjámið frosna letn
fyrrtur stoð og seimi
ekki gengur ætíð setn
œtlað var í heimi.
Þannig er lífið og verður stundum
misjöfn veiðin á miðunum. Ólafúr
Sigfússon frá Forsæludal nefnir eftír-
farandi kvæði ,,A ástamiðum”:
Ut ég réri á ástamið,
ausa vildi af nœgtabnmni.
Ein í stafni, hin á hlið.
Hitti síðastþá ég unni.
Engan beinum fiann égfirið -
freistaði hennarsem ég kuttni.
Loksins - efiir langa bið
leit htín upp -fi-á krossgátunni!
Nú hef ég komist að því að vísan
„Enginn getur meinað mér” sem ég
var að spyrja um höfund að í síðasta
þætti er eítir Guðfinnu Þorsteinsdótt-
ur (Erlu) í Teigi í Vopnafirði og er
þeim fróðleik hér með komið á ffam-
færi við lesendur mína.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refistöðum, 320 Reykholt
S 435 1367.
yfieyciarðshoniK
Hvemig ertu
í típpinu?
Þau eru ófö gullkomin sem
falla af vörum íþróttaffétta-
manna í hita leiksins. Hér em
nokkur dæmi:
Geir Alagnússon, Danmörk -
Holland á EM (fyrri hálfleikur
var rétt að verða hálfnaður): „og
nú fer að nálgast fyrri hálfleik“.
Lárus Guðmundsson í leik
Þjóðverja og Rúmena á EM:
„Það er alltaf viss sigur að sigra
Þjóðverja."
Guðmundur Hreiðarsson í
sama leik: „Hann ver þetta eins
og handboltamarkvörður en ver
vel engu að síður.“
Heimir Karlsson var með
Martein Geirsson í getrauna-
homi á Stöð 2: Heimir: „Þú
hefur lent í slæmum meiðslum
Marteinn?" Teini: ,Já ég hef
slitið krossböndin tvisvar sinn-
um...“ (og svo hélt hann langa
ræðu um meiðsli sín). Heimir:
„Snúutn okkur þá að öðru Mart-
einn. Hvernig ertu í tippinu?“
Geir Magnússon í fféttum
sjónvarpsins: „Leiknum er ekki
enn ólokið þannig að úrslit verða
gerð kimn síðar!“
Gaupi að lýsa KR leik: „Olga
með boltann og gerir mjög vel
en hún hefur oft verið kölluð
hinn íslenski Gerd Muller“.
Einu sinni var Valtýr Bjöm að
lýsa leik í ítölsku. Einhver ó-
nefridur maður skaut á markið
vel fyrir utan vítateig og fór bolt-
inn hátt yfir. Þá sagði Valtýr:
,JNTei, nei ef menn ætla að skjóta
af svona löngu færi þá verða
menn að fara aðeins nær“!
Amar Bjömsson, Stoke-Gill-
ingham: „Bjami Guðjónsson er
enn að hita upp fyrir utan leik-
vanginn”!
Aumingja
kaninn!
Fleygarðshomi barst í vikunni
bréf ffá brjáluðum Ameríkana
sem vildi meina að kosninga-
stjóramir í heimalandi sínu hafi
farið illa með þarlendan almenn-
ing. Vtð viljum svosem ekkert
fúllyrða um það, en birtum hér
til gamans mynd af kjörseðli
hans.
Krilli snöggi
Kristleifúr á Húsafelli verður
seint orðaður við leti eða að ffam-
kvæma ekld það sem honum dett-
ur í hug. Heygarðshom hefur
fyrir þ\í áreiðanlegar heimildir að
fimmtudag eínn í haust hafi
Krilla dottið í hug að þægilegt
gæti verið fyrir þau hjónin að eiga
vetrarbúsetu í höfúðborginni, en
geta svo dvalið í Húsafelli á sumr-
in. Hann var ekkert að tvínóna
við hlutina, drífur sig til Revkja-
víkur, kaupir íbúð sama dag og er
fluttur næsta laugardag! Hvað
hann var að slóra heilan föstudag
þama á milli, er möimum hins
vegar hulin ráðgáta.