Skessuhorn - 14.12.2000, Page 8
8
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
SSESSUiiQEN
Umsátursástand á Vesturgötumii
Sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til aðstoðar
Það ríktí umsátursástand í Vestur-
götunni á Akranesi síðastliðinn
þriðjudagsmorgun. Lögreglan á
Akranesi ásamt sérsveit Ríkislög-
reglustjóra umkringdi eitt hús í göt-
unni en þar var inni vopnaður mað-
ur sem fyrr um morguninn hafði
sloppið frá handtöku efrir tílraun tíl
innbrots. I íbúðinni var einnig sam-
býliskona mannsins og ungt bam og
ríktí mikil óvissa á meðan reynt var
að ná manninum út enda virtíst hann
til alls vís.
Það var um fimm leytið um morgun-
inn sem öryggisvörður ffá Oryggis-
þjónusm Vesturlands kom að manni þar
sem hann var að reyna að brjótast inn í
Ráðhúsbakaríið. Þegar lögreglan kom á
staðinn hljóp maðurrinn inn í bifreið sína
og ædaði að forða sér. Hann ók á lög-
reglubifreiðina og að sögn sjónarvotta
var það mildi að ekki urðu slys á mönn-
um í látunum. Áður en maðurinn hvarf af
vettvangi hafði hann í hótunum við lög-
regluþjóna og sigaði á þá stórum hundi
sem var með honum í för. Hundurinn
náði að glefsa í einn lögreglumannanna
en eklá hlutust alvarleg meiðsli af.
Manninum tókst að komast undan
en lögreglu tókst að hafa upp á honum
á heimili hans við Vesturgömna. Sam-
býliskona mannsins neitaði því að mað-
urinn væri inni þegar lögregla knúði
dyra en lögregluþjónamir þótmst sjá
honum bregða fyrir og heyrðu í hund-
inum inni í íbúðinni. Konan meinaði
hinsvegar lögreglu inngöngu. Vegna
þess sem á undan var gengið var ákveð-
ið að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra
og um leið var óskað eftir dómsúrskurði
til að fá að fara inn í húsið.
Eftir nokkuð þóf náðu sérsveitar
menn að tala manninn til og um hálf
ellefu leytið gafst hann upp og fór á
brott með lögreglu mótþróalaust.
Maðuriim var vopnaður hafnarbolta-
kylfú og hm'fi en beitti þeim tólum ekki.
Ekki er vitað hvað manninum gekk til en
samkvæmt upplýsingum ffá lögreglurmi
á Akranesi er ekki talið að hann hafi ver-
ið undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja.
Samkvæmt upplýsingum Skessuhoms
heffir maðurinn sem er mn þrítugt kom-
ið áður við sögu lögreglunnar og mun
vera á skilorði. GE
NOKIA 5110
Vinsælasti síminn frá upphafi!
“Gefins” aðeins kr. 1
Og ekkert á mánuði
Simkort fylgir með.
Almennt verð þessa síma er
ca 9.900,-
Þyngd 170 g
■ Númerabirtir
Símaskrá allt að 250 númer
30 mismunandi hringingar
SMS sendingar mögulegar
Allt að 270 klst rafhlaða
■ 3-5 klst taltími
Vasareiknir
Tölvuleikir
sínnútr á 1 l(r.
TBLFRELSI
ERICSSON A1018s GSM sími
með SMS lyklaborði TALfrelsi og
1.000 kr. inneign á aðeins
2.900 krónur
Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá TALi
Starfsmenn TALs verða á eftirtöldum
stöðum:
• Þjónustuveri ÍUT í Hyrnutorgi, Borgarnesi
föstudaginn 15/12 milli 14:00 - 18:00.
• Hljómsýn á Akranesi föstudaginn15/12 milli 14:00 -
18:00
TAL 12 er 12 mánaða GSM
áskrift hjá TALi þar sem
mánaðarlegur símreikningur
er greiddur með kreditkorti.
Einnig verða í boði öll önnur
símatilboð TALs