Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2000, Síða 21

Skessuhorn - 14.12.2000, Síða 21
ðkisuunu^ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 21 Jólasveinamir komu til Akraness um sííustu helgi. Eitthvað virðast þeir hafa villst á leiðinni því þegar bæjarhiíar sáujyrst til þeirra voru þeir að síga niður Landsbankabygginguna við Akratorg. Eins og se'st komustþeir niður heilu og höldnu við mikinn fógnuðyngri kynslóðarinnar. Krossgötur Kristínar Allt getur gerst á krossgötum á nýársnótt. Áslaug Jónsdóttir teiknaði mynd á bókarkápu. Krístín Steinsdóttir, rithöfundur á Akranesi, sendir frá sér sína fprtándu bók þetta haustið. Nýja sagan heitir Krossgötur og fjallar um þrjá krakka í áttunda bekk, þau Stínu, Adda og Eyva sem ákveða að vinna verkefni upp úr þjóðsög- unni Krossgötum sem flestir þekkja. Aður trúðu margir (og trúa vísast enn!) að ef sest var niður á krossgötum á nýársnótt, þá kæmu álfar úr öllum áttum og bæru að manni alls konar gersemar en ekk- ert mátti þiggja, því að þá gat illa farið. Ymislegt óvænt gerist í sögu Kristínar og ekki allt af þessum heimi eins og búast má við í sögu sem byggir þjóðsögu um álfa. Skessuhorn hafði samband við Kristínu og bað hana að segja frá nýju bókinni. „Eg myndi reyndar aldrei þora sjálf að sitja ein á krossgötum á nýársnótt enda er ég bæði myrk- fælin og hjátrúarfull. I fyrra gaf ég út þrettándu bókina mína og var alveg á nálum um að eitthvað færi úrskeiðis, sem það gerði reyndar ekki, til allrar hamingju," segir Kristín. Hún segir söguhugmynd- ina um Stínu, Adda og Eyva hafa orðið til fyrir löngu. „Mér hafa alltaf þótt þjóðsögur spennandi og mig hefur lengi langað til að fara inn f þessa þjóðsögu, Krossgötur. Eg byrjaði reyndar á því að búa til útvarpsleikrit um sömu persónur sem flutt var á nýársdag 1995 en efnið leitaði áfram á mig. Eg setti saman handrit sem síðustu fimm ár hefur verið á skrifborðinu hjá mér, og ég hef ekki lengur tölu á hversu oft ég hef umskrifað það. I millitíðinni hafa komið út önnur verk en ég hef alltaf verið að grípa í Krossgötur inn á milli og loksins núna er sag- an komin út.“ Fylgjum, álfum og annars heims fólki bregður fyrir víða í sög- unni. Kristín neitar því hvorki né játar að hún trúi á álfa en segir að lesendurnir verði að gera þá hluti upp við sig, hver fyrir sig. „Eg hef ríkulegt hugmyndaflug og hef alltaf átt auðvelt með að lifa mig inn í þessa þjóðsögu og aðrar. Eg hef reynt að gera bókina þannig úr garði að fólk geti lagt þá merkingu sem það kýs í þá yfirnáttúrulegu at- burði sem eiga sér stað,“ segir Kristín. „I góðri sögu á að vera svigrúm fyrir lesandann inni í sögunni. Það reynir á lesandann en heldur líka höfundi við efhið - og forðar honum ffá prédikun.“ Effir langt sköpunarferli segist Kristín vera all sátt við útkomuna. „Lesendur hafa tekið henni vel. Undanfarið hef ég lesið töluvert upp úr bókinni í skólum og við- brögðin hafa verið góð. Yngri krakkarnir gleypa við henni og meðal krakka í sjöundu og átt- undu bekkjum, sem eru jafnaldrar sögupersónanna, hafa líka spunn- ist heilmiklar umræður, m.a um dulræn fyrirbrigði. Þau virðast hafa áhuga á sögunni og þjóð- trúnni. Við höfum lengið vitað að þjóðsögur eru ennþá lifandi fýrir börnum og fullorðnum en það er gaman að vita til þess að unglingar kunni að meta þær líka Eg get ekki verið annað en sátt við það að hafa náð athygli þeirra sem ég er að skrifa fyrir,“ segir Kristín Steins- dóttir. Skessuhorn óskar Kristínu til hamingju með nýju bókina og vel- farnaðar á krossgötum, jafht sem öðrum götum, á nýju ári. K.K. Bækur af Snæfellsnesi Bjami Hannesson fór á kostum i dægurmálaþættinum Dagfara íJólaútvarpmu Jólaútvarp Akraness Það er margt brallað í sveitinni og þeir sem halda að menningin búi í Reykjavíkurhreppi undrast oft hvað mikið er að gerast úti í því sem menn kalla dreifðari byggðir. En einmitt þar blómstrar menning- in. Á Hellnum í Snæfellsbæ reka hjónin Guðrún og Guðlaugur Bergmann útgáfufyrirtækið Leiðar- ljós ehf. sem sérhæfir sig í útgáfu á sjálfsræktarefni. Bókaútgáfuna hafa þau starfrækt í rúm sex ár og hafa gefið út tvo til fjóra bókartitla á ári og í ár eru þeir tveir. Þau segja að nokkuð auðvelt sé að reka bókaút- gáfu í dreifbýlinu þar sem nútíma fjarskiptatækni geri þeim kleift að senda gögn á milli án þess að þurfa sjálf að fýlgja þeim eftir. Rétt matreiðsla fýrir þinn blóð- flokk. Heitir önnur tveggja bóka sem leiðarljós gefur út í ár. Þessi bók er skrifuð af náttúrulækninum Peter D’Adamo. Að baki kenningum hans um tengsl milli blóðflokka, mataræðis og sjúkdóma liggja margra ára rannsóknir sem koma fram í bókinni RÉTT MATAR- ÆÐI FYRIR ÞINN BLÓÐ- FLOKK sem Leiðarljós gaf út á síðasta ári. Sú bók hefur verið í efstu sætum metsölulista Morgun- blaðsins allt þetta ár. I nýju bókinni, RÉTT MATREIÐSLA FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK, hefur Peter D’Adamo enn bætt við þær grund- vallarupplýsingar um blóð- flokkamataræðið sem fram koma í fýrri bókinni. Hann hefur unnið bókina í samvinnu við kunna mat- reiðslumenn sem hafa þróað yfir 200 frábærar uppskriftir að öllu, frá lambakjötskássu að sítrónuferning- um og ljúffengum súputegundum, þannig að jafnvel þeir matvöndustu munu varla taka eftir því að þeir hafa tekið upp mataræði sem ætlað er að hjálpa þeim að bæta heilsu sína, ná kjörþyngd og auka vellíðan. I bókinni er einnig að finna þrjátíu daga matseðla fýrir hvern blóðflokk og er víst að margir verða fegnir að fá slíkar leiðbeiningar til að styðjast við. Gangandi kraftaverk Guðlaugur Bergmann segir að til hans hafi hringt ótal einstaklingar sem fýlgt hafa mataræðinu og skýrt frá þeim heilsufarslega bata sem þeir hafa öðlast við að breyta um mataræði. „Einn þeirra er Erla Magnúsdóttir, en bæði heimilis- læknar hennar, vinir og vandamenn telja hana gangandi kraftaverk. Eftir að hún tók upp blóð- flokkamataræðið hefur hún bæði hætt að nota astmalyf og hefur dregið verulega úr notkun hjarta- lyfjanna sem hún notar auk þess sem hún hefur lést um 3 5 kíló. Hún sagði að ég mætti hringja í hana þegar ég vildi en bætti svo við að það væri ekki víst hún yrði heima, því eftir að hafa verið nánast ó- ferðafær vegna veikinda í mörg ár héldist hún varla heimavið nú þeg- ar hún er orðin svona hress.“ Fyrirgefiningin, heimsins fremsti heilari. Hin bókin sem Leiðarljós gefur út heitir “Fyrirgefningin Heimsins fremsti heilari” Sú bók er eftir barna- og fullorð- insgeðlækninn Gerald M. Jampol- sky. Gerald hefur skrifað fjölda metsölubóka en hann er alþjóðlega viðurkenndur á sviði geðlækninga, heilsu, viðskipta og menntunar. Guðn'm Bergmann Árið 1975 stofnaði hann fyrstu Miðstöð viðhorfsheilunar í Banda- ríkjunum. I dag eru til samtök í kringum 120 slíkar stöðvar í 30 löndum. Um bók sína segir Ger- ald. „Sem læknir f rúmlega fjörutíu ár man ég eftir fólki með ýmsa sjúkdóma - fólki sem hefur þjáðst af öllu frá bakveiki til magapínu, of háum blóðþrýstingi til krabba- meins - sjúkdómum sem hafa gengið til baka þegar það lærði að fýrirgefa. Mér hefur hlýnað urn hjartarætur síðastliðin ár við að sjá niðurstöður á rannsóknum sem benda til tengsla milli heilbrigðis og fýrirgefningar. Ég er sannfærður um óviðjafnanlegan mátt fýrirgefn- ingarinnar.“ Einn af þeim sem mælir með ís- lensku útgáfu bókarinnar er Stefán Jóhannsson MA, fjölskylduráðgjafi, sem segist nota hana mikið við vinnu sína. Hann segir einfaldlega: „Að fýrirgefa sjálfum sér og öðrum er forsenda mannlegs þroska.“ IH Nýverið ákvað atvinnumála- nefnd Akraness að veita útskriftar- nemum í Fjölbrautaskóla Vestur- lands styrk til að standa fýrir út- varpi á FM 95,0 í desembermán- uði og stóðu útsendingar yfir um liðna helgi; föstudag, laugardag og sunnudag. Dagskráin var borin í öll hús á Akranesi og voru flestir sammála um að vel hefði til tekist. Það eru þó alls ekki eingöngu út- skriftarnemar sem eru með út- varpsþætti. Þeir Flosi Einarsson og Eiríkur Guðmundsson, kenn- arar og tónlistarmenn fram í fing- urgóma, sáu til dæmis um stór- góðan þátt sem bar heitið “Með bumbu og skalla”. Jólaútvarpið hefur þó ekki sungið sitt síðasta því einnig verður útvarpað á Þor- láksmessu. Utskriftarnemar á- byrgjast ekki síðri dagskrá þá, en hún verður auglýst síðar. SÓK

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.