Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.01.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.01.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 2001 duiissunui. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 430 2210 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Kristjúnsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkolestur: Ásthildur Magnúsdóttir Umbrot: Þór Þorsteinsson Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Ara- mótaheit Gísli Einarsson, ritstjóri. Þótt við búum við offramleiðslu á flestum sviðum þá er það nú einu sinni svo að það eru ekki aldamót nema einu sinni á ári. Aldamót hafa að vísu færst í vöxt upp á síðkastið þannig að það er aldrei að vita nema þau verði daglegur viðburður ef svo heldur fram sem horfir. I ljósi þess að aldamót eru ennþá svolítið spari þá sté ég á stokk um þau síðustu með langan lista af aldamótaheitum. I fyrsta lagi hét ég því að halda ekki aftur upp á aldamót fyrr en í fyrsta lagi að ári liðnu. Eg strengdi þess heit að fara ekki í kennnaraverkfall á öldinni. Eg strengdi þess líka heit að vera ekki að abbast út í það þótt kennarar færu í kennaraverkfall dag og nótt árið um kring. A hinn bóginn hét ég því að fara í knattspyrnu- verkfall og mun ég ekki sparka í bolta hér eftir fyrr en ég fæ greitt fyrir það mannsæmandi laun. Til að fylgja mínum kröfúm eftir mun ég yfirhöfuð ekki sparka í hundinn einu sinni fyrr en gengið verður að mínum skilmálum. Eg hét því einnig að eyða ekki milljörðum í kristnitöku- hátíð á þessu ári nema að vera nokkurn veginn viss um að einhver vildi vera í partíinu með mér. Eg strengdi þess heit að veita Megasi öll þau íslenksu- verðlaun sem ég gæti tínt til. Jafnvel að gera hann að feg- urðardrottningu í rabbat. Þá hét ég því að veita Júlíusi Haf- stein formanni Kristnihátíðarnefndar Skessuorðuna, Fálka- orðuna, Þúfutittlingsorðuna og allar þær medalíur sem ég get náð í með góðu móti. Eg á hinsvegar eftir að ákveða fyrir hvað en það hlítur að mega finna einhverja ástæðu. Þá strengdi ég þess heit að vera löghlýðinn að minnsta kosti framan af öldinni Allavega að gera ekkert svo slæmt af mér að ég yrði handtekinn af pappalöggu því þá niðurlæg- ingu gæti ég ekki þolað. Eg lofaði því upp á æru og trú að taka aldrei með mér hrafhsunga í Ameríkusiglingar á víkingaskipi. Eg strengdi þess og heit að sameinast engri bankastofnun á árinu nema vera búinn að hringja í samkeppnisstofnun fyrst og athuga hvort þeim væri sama. Eg hét því að segja mig ekki úr samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi nema eínu sinni á ári. Eg hét því að fá mér norskar beljur af Krausfeldt kyni og henda þegar í stað þessum gömlu og hallærislegu íslensku búkollum. Eg strengdi einnig heit að vera áfram ungur og fallegur hér eftir sem hingað til. Að lokum heiti ég því að eiga gleðilegt nýtt ár og óska lesendum Skessuhorns hins sama. Gtsli Einarsson á nýrri öld Nýjasti hluti Fjölbrautaskúla Vesturlands. Nýtt bókasafh byggt á næsta ári Fjölbrautaskóli Vesturlands hefur fengið pening úr fjárlögum tdl þess að hefja byggingu nýs bókasafns á næsta ári. Bæjarráð tók á síðasta fúndi sínum fyrir bréf Þóris Olafs- sonar, skólameistara, varðandi framlög SSV vegna framkvæmd- anna sem og tækjakaupa á næsta ári. Bæjarráð mun þó ekki taka fjár- mögnun hlutar bæjarsjóðs til um- fjöllunar fyrr en samningur um framkvæmdina við menntamála- Borgarbyggð hefiir gengið frá samningi við verktakafyrirtækið Sólfell ehf um að reisa 660 fin byggingu við Grunnskólann í Borgarnesi. Verksamningurinn er gerður á grundvelli útboðs og nemur samningsfjárhæð 97,2 milljónum króna. Verktaki sem- ur við undirverktaka um hluta af framkvæmdinni og er stærsti undirverktaki Lofitorka í Borgar- nesi sem tekur að sér að steypa einingar í húsið og reisa þær. Byggingartíminn er um sjö mán- uðir og er áætlað að hið nýja skóla- húsnæði verði tekið í notkun í upp- Skipavík í Stykkishólmi hefur sem undirverktaki tekið að sér stórt verk við stækkun álverk- smiðju Norðuráls á Grundar- tanga. Verkefini þeirra Skipavík- urmanna er að setja niður þau 60 ker sem bætt verða við verk- smiðjuna auk uppsetningar á öll- um rafimagnsleiðumm fyrir ker- in. Það er fyrirtækið Westalca frá Venesúela sem er aðalverktaki. Framkvæmdir þær sem Skipavík er með munu hefjast nú á næstu dögum og er gert ráð fyrir því að um 30 manns vinni við verkið. Auk núverandi starfsmanna fyrirtækis- ins munu vinna við verkið 5 Pól- ráðuneytið liggur fyrir en sem stendur er verið að vinna að hon- um. “Drög þessa samnings verða lögð fyrir skólanefnd á næstunni. Þetta em svolítið stórir byggingará- fangar sem bíða og við munum væntanlega gera samninginn miðað við bókasafnið til að byrja með en með skírskotun til framtíðarinnar og lokauppbyggingar á kennsluhús- næðinu” sagði Þórir í samtali við Skessuhorn. SOK hafi skólaárs næsta haust. Með þessari stækkun á húsnæði Gmnn- skólans í Borgarnesi bætast við sex kennslustofur og verður skólinn þar með einsetinn. Slík breyting mun hafa ýmis áhrif á skólastarfið og verður skipaður starfshópur sem hefúr það hlutverk að halda utan um ferli breytinga á skipulagi og starfsháttum skólans og þeirra sem honum tengjast. Borgarbyggð hefur gengið frá fjármögnun framkvæmdarinnar með fjölmynta lánasamningi við Is- landsbanka-FBA. verjar sem hafa sérþekkingu á þessu sviði og unnu við fyrri áfanga verk- smiðjunnar. Gert er ráð fyrir að í rafleiðar- anna fari um 1500 tonn af áli og 5 - 6 tonn af álsuðuvír. Umsjónar- maður með verkinu er Jón Magn- ússon verkfræðingur frá Hofsósi. Samningurinn gerir ráð fyrir að Skipavík skili sínum verkhluta í byrjun júní og að þessi nýji hluti verksmiðjunnar verði gangsettur þann 12. þess mánaðar. Verkið er talið vera af stærðagráðunni 100 miljónir og því fylgir töluverður flýtibónus ef tekst að skila því fyrir áætlaðan skiladag. El Fjórir slasast við sprengjugerð Fjórir ungir menn slösuðust í Stykkishólmi þegar sprengja sem þeir voru að gera sprakk. Mennimir sem eru á aldrinum 17 tíl 22 ára urðu fyrir heymar- skemmdum og bmnasárom þegar sprengjan sprakk. Sprengjuna gerðu þeir á vinnu- stað sínum í Stykkishólmi og hugðust blanda saman súr og gasi í poka. Sprengjan sprakk hins vegar áður en þeir náðu að Ijúká gerð hennar en sprengjur af þess- ari gerð eru mjög viðkæmar fyrir hnjaski. Það hefur lengi verið stundað á vinnustöðum að útbúa sprengjur með gasblöndu til hrekkja. Oftast er um saklausa hrekki eða grín áð ræða sem engu tjóni valda. En þeir komust að öðru félagarmr í Stykkishólmi milli jóla og nýárs. Rétt blanda af gasi og súrefni er mjög kröftugt sprengi efni. Það þarf lítin neista til að kveikja f svona sprengju. Ungu mennirnir hlutu talsverðan skaða af og rifnuð hljóðhimnur í þremur þeirra en einn slapp með mar. Rétt er að vara menn við þessari gerð sprengiefnis þar sem það er mjög vand með farið. IH Guðjón ráðinn framkvæmda- stjóri SHA Guðjón Brjánsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins á ísa- firði, hefur verið skipaður ffam- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Akra- ness af Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. Guðjón kemur til með að gegna starfinu frá og með áramót- um til næstu finun ára. Níu manns sóttu um starfið efúr að Sigurður Ólafsson sagði því lausu í vetur og sá sérstök nefnd um að meta um- sækjendur. Hún komst að þeirri niðurstöðu að fimm umsækjend- anna níu uppfyllm skilyrði um menntun og reynslu í rekstri og stjómun. Guðjón þótti hæfastur þeirra og stjóm SHA gerði tillögu um hann. SÓK Engin Ungfrú Evrópa áríð 2000 Eins og komið hefúr fram í Skessuhorni stóð til að Elín Málmfríður Magnúsdóttir, Ung- frú Vesturland og Ungfrú ísland árið 2000, tæki þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Evrópa á síðasta ári. Upphaflega átti keppnin að fara fram í byrjun júlí í Beirút í Líbanon en henni var frestað vegna stríðsástandsins sem þá ríkti á Gaza-svæðinu. Þegar hægðist um þar var ákveð- ið að keppnin skyldi fára fram þann 10. nóvember síðastliðinn en áður en að því kom hófst styrj- öldin á ný. Eftir það stóð dl að fltTja keppnina til Frakklands og halda hana í desember en af því varð ekki og því er Ijóst að engin stúlka í Evrópu mun hljóta titil- inn eftirsótta á áldamótaárinu 2000. Ekki er þó enn loku ftTÍr það skotið að Elín fái að taka þátt á næsta ári því hugsanlega mun hún verða fulltrúi Ísíands ef keppnin verður haldin snemma á árinu. SÓK Viðbygging við Grunnskólann í Borgamesi - skrifað undir verksamning við Sólfell Skipavík semur um stórt verk á Grundartanga i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.