Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.01.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 05.01.2001, Blaðsíða 5
jivtMunu... FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 2001 5 Samfélag okkar og hagkerfi þess byggist á því að hæíir menn vinni störf sem þeir kunna skil á. Skólakerfið og menntakerfið allt sér til þess að menn tileinki sér þekk- ingu og færni, standist próf og sanni kunn- áttu sína í því augnamiði að geta ráðið sig í störf og stundað vinnu sér og sínum til framfærslu og samfélaginu til gagns. Almennt gerist þetta þannig að þegar vinnuveitandi eða atvinnurekandi þarf á starfskrafti að halda þá gerir hann það heyrinkunnugt og áhugasamir og að eigin mati hæfir einstaklingar sækja um starfið. Er þá valin úr hópi umsækjenda sú eða sá sem færastur þykir til að sinna starfinu. Oft er farið eftir menntun og vegur hún jafnan þyngst en auðvitað ráða mannkostir um- sækjenda og reynsla einnig einhverju um hver hlýtur starfið. Algengt er að tilgreint sé í atvinnuauglýsingu hvort umsækjendur eigi að ráða yfir sérstakri hæfni, hafa reynslu af svipuðum störfum og fleira. Umsækjendur leggja oft á sig talsverða vinnu við að búa atvinnuumsóknina sem best úr hendi enda er hún andlit umsækj- andans fram að því að hann verði hugsan- lega kallaður í viðtal. Vönduð umsókn getur sem best haft þá ánægjulegu afieiðingu og hinir útvöldu líta eðlilega á það sem hálfan sigur að vera kallaðir fyrir ráðningarnefnd- ina til að gera betur grein fyrir sínum á- formum varðandi starfið sem í boði er. Umsækjendur gera að sjálfsögðu ráð fýr- ir að farið sé yfir umsóknir þeirra af kost- gæfni og að hugsanlegt samtal snúist um þær kröfur sem starfið gerir og möguleika umsækjandans til að fullnægja þeim. Flestir hljóta að vera sammála um að ráðningarferli í samræmi við ofangreinda lýsingu sé lítt aðfinnsluvert. Öllum um- sækjendum er sýnd full sanngirni og virð- ing enda byggist allt á faglegum vinnu- brögðum. Einhver skringilegasta aðferðin við að ráða fólk í starf er í því fólgin að snúa ráðn- ingarferlinu við, ákveða fyrst hvern eigi að ráða og búa jafnframt til starf handa við- komandi, annað hvort með því að stofna nýtt starf eða segja manni upp sem gegnt hefur starfinu. Næst er svo á dagskrá að auglýsa starfið sem hlýtur þó að teljast nokkuð óhagkvæmt þar eð það er vita ó- nauðsynlegt í því skyni að fá hæfa menn til að sækja um starfið. Sá útvaldi hefur þegar verið ráðinn. Þegar aðrir umsækjendur spyrja síðan hvumsa ráðningarneftidina út í niðurstöðu málsins og bera fyrir sig kröf- ur um hæfni og reynslu sem lýst var í aug- lýsingunni ffæðir neftidin þá um að nýi starfsmaðurinn hafi nú ýmislegt annað til brunns að bera sem gagnlegt geti talist í starfinu. Oft getur þar að lita ýmislegt ann- að en tilgreint var í auglýsingunni. Hætt er við að umsækjendur sem lenda 1 slíkum ósköpum verði varir við lengra nef á sér en þeir eiga að venjast. Sjaldnast gera menn neitt í slíkum málum þótt þeim gremjist framferðið gagnvart sér. Sjálfsagt gera þeir sér grein fyrir því sem öllum hlýt- ur að vera Ijóst að það er ekki þess virði að vinna fyrir fólk sem þannig hagar sér. Gleðilegt ár! Lars H. Andersen Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát móður okkar og tengdamóður, Halldóru Guðbrandsdóttur Brúarlandi, Mýrum. Guð blessi ykkur öll. Helga Brynjúlfsdóttir Ólöf Brynjúlfsdóttir Ragnheiöur H. Brynjúlfsdóttir - Halldór Brynjúlfsson Brynjólfur Brynjúlfsson Guðbrandur Brynjúlfsson Guðmundur Þ. Brynjúlfsson - Borge Jónsson Páll Sigurbergsson Haukur Arinbjarnarson Ásta Sigurðardóttir Fanney Einarsdóttir Snjólaug Guðmundsdóttir Ásdís Baldvinsdóttir og fjölskyldur Þrettándagleði Orkunnar verður að venju haldin í félagsheimilinu Brautartungu, Lundarreykjadal á þrettándanum 6. jan og hefst kl 20:30 Orkan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.