Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 2
r 'ir.r • \v'Tvsrr.rr r Trp. ; rr TT?/yrar t ■ • • ■■'-q*r r r xitttíyi m FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 ðaíSSVIÍuL WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíöindnmenn ehf 430 2210 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir Umbrot: Kristrún Asgeirsdóttir Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf ri1stjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Gísli Einarsson, ritstjóri. Þótt ég sé að upplagi hetja og kappi mikill þá hefur því miður ekki reynt svo mikið á þessa eiginleika mína. I nú- tíma samfélagi er nefnilega ekki gert ráð fyrir kjarkmenn og kempur. I dag eru engir drekar til að berjast við og lít- ið framboð af prinsessum til að bjarga úr bráðum háska. I mesta lagi er hægt að finna eitt og eitt finngálkn á stangli en það er þá yfirleitt í opinberu embætti og friðað af þeim sökum. Mestu mannraunir sem hægt er að lenda í á vorum dögum er að fara á útsölur. Þar á maður á hættu að troðast undir hjörð kvenna sem allar ætla sér að ná í síðasta rauða kjól- inn í stærðinni fjörutíu eða tuttugu dena sokkabuxur. Það var heldur engin tilviljun að það var einmitt á útsölu sem ég var í fyrsta skipti sleginn í rot. Þá varð mér það á að gjóa augunum í átt að rósóttri skyrtu sem þrjúhundruð og fimmtíu punda húsmóðir úr Grafarvoginum hafði ætlað á bónda sinn. Þrátt fyrir augljósa háskasemd fyrirbæra á borð við útsölur þá er ekki vitað um verulegt mannfall á einni viðamestu út- sölu seinni tíma, þeirri sem hvað mesta athygli hefur vak- ið að minnsta kosti. Þar er heldur ekki verið að falbjóða kjóla eða korsilett. Það er öryrkjaútsalan svokallaða sem staðið hefur síðustu vikurnar í kolaportinu við Austurvöll. I raun er náttúrulega ekki um eiginlega útsölu að ræða þar sem ekki er verið að selja neitt, allavega ekki fyrir bein- harða peninga. Það eru heldur ekki öryrkjarnir sjálfir sem verið er að slægjast eftir enda hefur að sjálfsögðu enginn á- huga á þeim sem slíkum. Varan sem er svo eftirsótt er at- hygli. Athygli er einhver verðmætasti varningur sem til er í dag. Athygli er ávísun á atkvæði, vinsældir, markaði og allt sem einhverju máli skiptir. Það hefur nefnilega komið í ljós að þessa stundina er ekkert betur til þess fallið að fanga athygli almennings en málefni öryrkja. Allir tala um öryrkja, allir bera hag öryrkja fyrir brjósti, allir elska ör- yrkja og allir vita hvað öryrkjum er fyrir bestu. Að minnsta kosti þegar sýnt er beint frá umræðunum í sjónvarpi eða þegar blaðamennirnir híma á pöllunum og hripa niður gíf- uryrðin. Þannig er það nú í pottinn búið. I sjálfu sér er þetta allt gott og blessað. Ekki veit ég hvursu mikið hagur öryrkja vænkast við allt þetta írafár en sjálf- sagt kemur þetta til með að gera einhverjum gott. Allavega ættu einhverjir þingmenn að fá út úr þessu holla hreyfingu því jafnvel lötustu þingmenn hafa lagt land undir fót að undanförnu og kjagað í ponm þegar kveikt hefur verið á myndavélinni. Eftir stendur hins vegar sú spurning hvað gerist þegar myndavélarnar eru farnar og þjóðin hefur fundið sér ann- að áhugamál. Hver hefur þá áhuga á öryrkjum? Ég spyr nú bara sisvona. Gísli Einarsson, á útsölu Húsbyggingar í Hólminum VtS Hjallatanga í Stykkishólmi Búið er að reisa tvö ný hús við Hjallátanga í Stykkishólmi. Hjallatangi er ný gata sem býggð var í haust og þægileg veðrátta í vetur hvetur fólk til framkvæmda eins og á sumri. Einbýlishúsin við Hjallatanga verða glæsileg timb- urhús á fallegum stað. Og það er engin beygur í þeim í Hólminum því þegar verktakinn hefur skilað þessum húsum til eigenda verður hafist handa við byggingu þriggja einbýlishúsa við Tjarnarás. IH Er Snæfellsbær á gjörgæslu? Það virðist harla óstöðugt fjár- hagslegt umhverfi sveitarfélag- anna og spurning eins og notuð er hér í fyrisögn heyrist í Snæfellsbæ þessa dagana. En hvernig má það vera að sveitarfélag sem fyrir nokkrum mánuðum var kallað “hástökkvari ársins” hjá tímaritinu Vísbending þarf nú að bera af sér fréttir um að vera á hausnum, á gjörgæslu, í miklum vandræðum og fleira í þeim dúr? Jú, það birtist nefnilega um það frétt í einum af stóru fjölmiðlunum að eftirlits- nefnd sveitarfélaga hafi tekið stjórnendur Snæfellsbæjar á tepp- ið. “Fréttin er þannig til komin,” segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ, “að ég skýrði minni bæjarstjórn frá heimsókn eftirlits- nefndarinnar á bæjarstjórnarfundi. Þar er það bókað í fundagerð sem allir geta lesið og sumir fjölmiðlar hirða svona mola án þess að at- huga nokkuð hvað á bak við stend- ur. Við vissum það þegar við fór- um út í byggingu íþróttahúss að það gengi nærri stöðu bæjarsjóðs og menn gengu til þess verks með opin augun. Allir vita að svona framkvæmd setur mark sitt á íjár- haginn um nokkurn tíma. A fundi með eftirlitsnefndinni kynnti ég þeim þriggja ára áætlun bæjarins þar sem fram kemur með hvaða hætti fjárhagi Snæfellsbæjar verði komið á þann grunn sem við vilj- um sjá hann. Nefndin felldi sig við áætlanir okkar og skýringar. Það er ekki hægt að segja að við séum í neinum vandræðum en vissulega er lítið svigrúm til stærri fram- kvæmda”. Síðastliðinn mánudag barst Kristni svo bréf frá eftirlitsnefnd- inni þar sem staðfest er það sem að framan er ritað og ekki ástæða til að fjalla um samhljóma efni þess. Þó er niðurlag bréfsins fróðlegt fyrir lesendur blaðsins en, þar stendur: “Miðað við fyrirliggjandi áform og áætlanir bæjarstjórnar telur nefndin þó ekki ástæðu til að hún hafi að sinni fjármál sveitarfé- lagsins til sérstakrar meðferðar”. IH Kosningar hefjast í dag í dag, fimmtudag, er kjörseðl- um dreift til þeirra sem kosninga- rétt hafa í stjórnarkjöri Verkalýðs- félags Akraness. Sein kunnugt er hefur Georg Þorvaldsson boðið sig fram gegn Hervari Gunnars- syni sitjandi formanni og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt gerist í sögu félagsins. Frestur til að skila inn atkvæð- um rennur út fimmtudaginn 8. febrúar n.k. og þá um kvöldið eiga úrslit að liggja fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu félagsins var frambjóð- endum boðið upp á að félagið héldi opinn kosningafund. Hervar mun hafa lýst sig fylgjandi því en Georg hafnaði boðinu. Því var tekin ákvörðun um að hætta við fundinn. GE Bam féll úr bíl Það óhapp vildi til síðastlið- inn fimmtudag í Stafholtstung- um að barn féll úr skólabifreið á ferð. Barnið marðist og hrufl- aðist á fótum en meiddist ekki alvarlega. Atvikið varð með þeim hætti að dyr bifreiðarinn- ar opnuðust skyndilega og féll barnið úr bílnum. Bifreiðin var ekki á mikilli ferð þegar þetta gerðist en rnikla mildi má telja að ekki fór verr. Malbiks- blæðingar valda tjóni Talsverðar skemmdir uirðu á nokkrum bifreiðum sem leið áttu uin Þjóðveg 1 milli Borg- amess og Blönduóss í síðustu viku. Astæðan var svokallaðar malbiksblæðingar sem valda því að tjaran úr vegklæðning- unni hleðst upp í köggla sem loða við hljólbarða bifreið- anna og losna síðan af og skemma bretti og hjólskálar á viðkomandi bflum eða lenda á öðrum bifreiðum. Meðal ann- ars er vitað til að hhðarrúða hafi brotnað í einum bíl af þessum sökum. Að sögn lög- reglunnar í Borgamesi var til- kynnt um á annan tug skemmda vegna malbiksblæð- inganna. Ingvi Ámason hjá vegagerð- inni í Borgamesi segir að elcki sé með vissu vitað hvað valdi malbiksblæðingunum en telur líklegustu skýringuna að þær stafi af vaxandi saltaustri á vegina. Þá telur hann að hlý- indi að undanfömu hafi sitt að segja. Hann segir að vega- gerðin hafi engin ráð til að koma í veg fyrir uppákomur af þessu tagi og ómögulegt að segja hvenær þetta kunni að gerast aftur. Hann segir að reynt verði að hreinsa í burtu stærstu kögglana af veginum en annað sé ekki hægt að að- hafast. GE Eldsvoði í Búðardal Eldur kom upp í verkstæðis- húsi í Búðardal í fyrri viku. Þegar eigandin kom að húsinu var talsverður eldur í suður- homi hússins og var farið að loga út um gafl auk þess sem eldur var kominn í dyraum- búnað. Eigandinn greip garðslöngu og sprautaði á eld- inn utanfrá og tókst síðan að opna húsið og ráða niðurlög- um eldsins. Verkstæðishúsið er timburhús og var eldur kominn í burðarvirki bæði í vegg og þaki. Miklar skennnd- ir urðu af reyk og sóti og einnig bráðnuðu raflagnir vegna hita á geymslulofti. Það má telja Ijóst að illa hefði get- að farið ef eigandi hefði ekki orðið eldsins var svo snemma og bragðist svo skjótt við. Upptök eldsins em rakin til bilunar í kynditækjum. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.