Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 01.02.2001, Blaðsíða 7
^&cssunui.. FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 2001 7 m. Stundum hvarflar að manni að allur áróður Umferðarráðs sé til lítils, a.m.k. í ljósi tíðra umferðarslysa og þess að bílafloti landsmanna hefur aldrei verið eins nýr né eins öruggur og hann er nú. Að vísu er þarna stórt ef sem erfitt er að tjá sig um, þ.e. hvernig ástandið væri EF Umferðarrráð hefði ekki uppi þann áróður sem það þó hefiir? Pistlari er samt þeirrar skoðunar að góðlát- leg tilmæli starfsmanna Umferðarráðs á öld- um ljósvakans verði, þrátt fyrir góðan vilja sem að baki liggur, varla til að breyta undarlegum umferðarvenjum landans. Þegar 3-4 bflstjórar aka yfir á rauðgulu/rauðu Ijósi, t.d. á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík, í hvert skipti sem græna Ijósið slökknar allan liðlangan daginn og aðrir 1-2 bflstjórar eru allt að 7-8 sekúndur að aka af stað í hvert skipti sem græna Ijósið kviknar er það til marks um að umferðarmenningin sé sjúk. Hjal um að muna að kveikja ljósin og hreinsa framrúðuna er einskis nýtt þegar öku- menn leggja í hættu sem viðbragð þeirra er fjarri því að vera nógu snöggt til að bjarga þeim úr þótt þeir sæju greinilega annað farar- tæki út um rain-x borna framrúðu í skjanna- birtu halogenljósa. Það er eitthvað að í höfð- inu á fólki sem með þvílíkri hegðun rýrir líkur sínar og annarra vegfarenda á að komast leið- ar sinnar heilu og höldnu. Sagt er að gamakerfi höfuðborgarinnar beri ekki umferðina og óhjákvæmilegt sé að reyna að bjarga sér ef maður á einhvern tíma að komast í vinnuna eða heim. Og skiptir fórnar- kostnaðurinn þá engu eða hvað? Einhver ár- angur hefur orðið af þeirri viðleitni lögreglu að fá ökumenn til að lækka ökuhraðann og virða hámarkshraða. Sú var tíðin að bfll á lög- legum hraða var fyrir í Artúnsbrekkunni hvort sem honum var ekið upp eða ofan. Sem betur fer hafa hraðamælingar lögreglu og sektanir dregið eitthvað úr meðalhraða. Nauðsynlegt er að draga úr umferðarþunga. Til skemmri tíma litið sýnist vænleg leið að hækka bílastæðagjöld. Nú þegar kostar 900 kr. á dag að geyma bíl í miðborg Reykjavíkur. Borgaryfirvöld verða að koma til móts við bif- reiðaeigendur sem skilja bílinn eftir heima með því að bæta almenningssamgöngur og auka tíðni strætisvagna verulega. Til lengri tíma litið væri fróðlegt að skoða bemr þær til- lögur sem Skúli Bjarnason hefur lagt fram í skýrslu um jarðgöng og lestakerfi í Reykjavík. Samanburður hans á kostnaði við annars veg- ar að bæta bflaumferðarmannvirki og hins vegar að fara allt aðrar leiðir í samgöngumál- um höfuðborgarinnar þykja trúverðugar. Hins vegar er Ijóst að ef slíkar framtíðarhug- myndir verða að veruleika verður nýr hugsun- arháttur að ryðja sér til rúms. Þá þýðir ekki lengur að hafa það ávallt sem viðmiðun þegar farið er í kaupstaðarferð að geta ekið einka- bílnum svo til inn í verslanir og stofhanir þar sem menn eiga erindi. Hætt er við að ekkert hjal dugi til slíkra þjóðarsálarbreytinga. Að lokum enn ein þversögnin í trygginga- málum: Ef minnsti vafi leikur á líkamlegu heilbrigði manna hafria tryggingarfélög að sjúkratryggja þá, því miður. En þótt greinilegur brestur sé í skapgerð ökumanns varðandi bifr eiðaakstur þá er ekkert mál að tryggja ökutækið og öku- manninn. Lars H. Andersen Ósóttir vinningar í happdrætti Lions 36ld<síkbv>ph®ppdf^t,tí MiðanúmerVinningur Miðanúmer Bóndal nr.38 nr.177 nr.190 nr.509 nr.650 nr.742 '6 Hlaupahjól Supersett nr.1490 Lego kappakstursleikur nr.1507 Byssa nr.1600 Dúkkuhús nr.1738 Model - aerðasett nr.1747 Hanna plastperlur nr.1789 Leikjaspil nr.2139 : Teiknísett I ... óSj ■■ j. Hlaupahjó Púss uspil Api Pokemon Pokemon :■ BORGARBYGGÐ ÚTHLUTUN ÚR MENNINGARSJÓÐI BORGARBYGGÐAR ÁRIÐ 2001 Stjóm Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknn starfsári aíliendist sjóðsstjóm greinargerð rnn nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast stjóm Memiingarsjóðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, Borgarnesi fyrir 20. febrúar n.k. Borgarnesi 28. janúar 2001. Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.