Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. APRIL 2001 anÉaáuhu^ Borgfirskar laxveiðiár: Netaleigusamningi í Hvítá sagt upp Reynt til þrautar að ná samningum Biíist er við að það hafi mikil a'hrif á afkomu borgfirskra laxveiðiáa ef netaveiði hefst aftur í Hvi'tá Netaleigusamningi í Hvítá í Borgarfirði hefur verið sagt upp frá og með vorinu 2002 af hálfu leigu- taka. Leigutakar eru Veiðifélög Andakílsár, Grímsár, Flóku, Leigur- takar Þverár, Veiðifélag Norðurár, Gljúfurár og stangveiðifélagar í Veiðifélaginu Hvítá. Veiðifélögin hafa leigt netaveiðiréttinn af Veiði- félaginu Hvítá frá árinu 1991. Samningurinn var fyrst til eins til tveggja ára í senn en árið 1999 var gerður ótímabundinn samningur. Með samningnum voru veiðifélögin að tryggja að engin netaveiði væri í Hvítá og bæta þannig laxagengd í viðkomandi veiðiár. Astæðan fyrir uppsögninni nú mun vera óeining meðal leigutak- anna en síðasdiðið haust sagði leigu- taki Þverár, Sporður ehf, upp skipti- samningi milli leigutakanna og í framhaldi af því hefur samningnum við Veiðifélagið Hvítá verið sagt upp. „Aðilar samningsins hittust á fundi nú fyrir skömmu og þar lá fyr- ir uppsögn skiptisamningsins af hálfu leigutaka Þverár og hin félögin sáu sig tilneydd til að segja upp leigusamningnum,“ segir Oðinn Sigþórsson formaður Veiðifélagsins Hvítár. „Ég fékk hinsvegar ekki annað skilið en að menn ædi að ræða saman og reyna til þrautar hvort ekki fæst lending í þessu máli. Það kæmi mér allavega á óvart ef þessu samstarfi verður slitíð.“ Oðinn segir það liggja fyrir að ef leigusamningurinn verði ekki end- urnýjaður muni netaveiði heþast í Hvítá á næsta ári. Hann telur að það muni hinsvegar hafa neikvæð áhrif á stangveiðina í Borgarljarðarhéraði. „Menn munu að sjálfsögðu taka til við að nýta sín hlunnindi ef þannig fer og það mun án efa hafa afskap- lega neikvæð áhrif á á stangveiðina á þessu svæði. Markaðurinn er það viðkvæmur og markmiðið með þess- um samningi í upphafi var að auka gæði stangveiðinnar. Það væri líka þvert á það sem verið hefúr að ger- ast því net hafa verið keypt úr sjó við allt Vesmrland á síðusm ámm. Ég er hinsvegar bjartsýnn á að samningar náist því það em skynsamir menn sem við er að semja,“ segir Oðinn að lokum. GE Frá Akraneshöfii Hótel Barbró Engin stækkun í bili Eins og komið hefur fram í Skessuhorni hugðust eigendur Hótel Barbró stækka eign sína umtalsvert og byggja ofan á það hús sem fyrir er. Alls átti bygging- in að vera sex hæðir með 44 her- bergjum og sal en nú em á hótel- inu 13 herbergi. Ekkert átti að vera framkvæmdinni til fyrirstöðu hvað varðaði deiliskipulag svæðis- ins en nú hefur Byggðastofnun greint frá því að hún geti ekki orðið við ósk eigendanna um lán. Hanna Rúna Jóhannsdóttir, eig- andi Hótel Barbró, segir að af þeim sökum verði ekkert af þess- ari stækkun að minnsta kostí um sinn. „Lánið frá Byggðastofnun brást og því verður ekki af fram- kvæmdunum nema eitthvað nýtt komi til.“ Hanna Rúna segir að ekkert hafi verið gefið upp um á- stæður þess að ekki varð af lán- veitingunni. SOK Haraldur Böðvarsson hf. Verkefiii uppurin í vikumii Verkfall sjómanna stendur enn yfir eins og flestum er kunnugt og nú er svo komið að hráefnis- skortur er farinn að gera vart við sig í frystihúsum Haraldar Böðv- arssonar hf. á Akranesi. Að sögn Haraldar Sturlaugssonar, frarn- kvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim verkefnum sem fyrir hendi eru að ljúka. „Við búumst við því að öll verkefni verði búin núna fyrir helgina þannig að þetta er á síðustu metrunum." Haraldur segir að slíkur verkefnisskortur leiði af sér tekjutap fyrir alla þá aðila sem málinu tengjast. „Þetta er að sjálfsögðu mjög slæmt fyr- ir bæði fyrirtækið og starfsfólkið sem er heima og missir meðal annars niður bónusinn sinn.“ Haraldur segist jafnframt ekki vera bjartsýnn á að deilan leysist fljótlega. „Það veit enginn um það og í raún er útilokað að segja til unt það en eins og er ríkir ekki mikil bjartsýni.“ SÓK Umferðarátak um páskahelgina 117 teknir fyrir of hraðan akstur Lögreglan í Borgarnesi stóð fyrir hrað- og ölvunaraksturs- átaki um páskahelgina og frá miðvikudegi og fram á mánudag voru 117 bílar teknir fyrir of hraðan akstur. Þar af um 40 bíl- ar í Norðurárdal á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu voru allir þessir ökumenn kærðir en nokkrir þeirra fóru yfir 130 km/klst. Enginn var tek- inn fyrir ölvunarakstur og allt var til sóma í sumarbústaða- hverfununum. Lögreglan í Borgarnesi vill vekja athygli á því að eftirlit með hraðakstri verður aukið á næstunni, þá sér- staklega um helgar í sumar. Mikil umferð lá í gegnum Borgarnes og var hún hvað þyngst á miðvikudag og mánu- dag. Tvö umferðaróhöpp urðu á þessu tímabili, það fyrra á páska- dag við Sanddalsá í Norðurárdal. Ökumaður hafði að eigin sögn dottað við aksturinn með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af. Þrír farþegar voru í bílnum sem sluppu við meiðsl en bíllinn var töluvert skemmdur og þurfti að taka hann með kranabíl. Hið síðara varð að morgni skírdags á Vesturlandsvegi við Fellsöxl. Sendiferðabíll á suður- leið mætti jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess síðarnefnda flaut upp í snjókrapi sem á veginum var, missti stjórn á bílnum og lenti framan á sendiferðabílnum. Ökumaður og farþegi jeppans voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akranesi þaðan sem farþeginn var svo fluttur á- fram til Reykjavíkur. Þrír voru í sendiferðabílnum og þeir voru fluttir á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til aðhlynningar. Verkstióradeilan á Grundartanga Staðan í skoðun Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns stendur nú til að gera skipulagsbreyting- ar hjá Islenska járnblendifélaginu hf. á Grundartanga sem fela það meðal annars í sér að starf verk- stjóra verður lagt niður. Ólafur Guðmundsson, trúnaðarmaður starfsmanna, sagði Skessuhorni frá því í síðustu viku að verk- stjórum hefðu verið boðnir afar- kostir og að þeir ættu að svara tilboði fyrirtækisins daginn eftir. Þegar blaðamaður Skessu- horns hafði samband við Helga Þórhallsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóra járnblendifélags- ins, á dögunum sagðist hann hafa kosið að láta ekkert hafa eftir sér urn málið. Það væri komið til verkstjórasambandsins og að staðan væri í skoðun. SÓK Hvalfiarðar- göngin Gríðarleg umferð Umferð í gegnum Hvalfjarð- argöngin um páskahelgina var meiri en nokkru sinni fyrr í ár. Mest var hún á miðvikudeginum, en þá fóru 5.157 bílar þar í gegn miðað við 4918 bíla árið 2000. Alls fóru 26.751 bíll í gegn eða 4.459 á dag að meðaltali þessa sex daga miðað við 26.438 bíla árið 2000 eða 4.406 að meðaltali á dag. Athygli vekur að meðal- verð á hvem bíl hefur lækkað á milli ára. Síðastliðna helgi var það 703 krónur að meðaltali en 716 krónur um páskahelgina fyr- ir ári síðan. Umferðin var áber- andi minnst á páskadag og föstu- daginn langa en svo var það einnig árin 1999 ög 2000. SÓK ii

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.