Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 5
I gHSSUHöERl FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2001 5 Mikill óskaplegur skelfilegur skortur er á allri sjálfsbjargar- leysisvöntun hjá sumu fólki. A páskum fara íslenskir menn og konur til sjávar og sveita jafnan til skíða ef veðurofsi eða snjó- leysi hamla ekki för. Þannig var þetta líka að þessu sinni, nema í Reykjavík. í Bláfjöllum var öllu skíðahaldi aflýst og svæðinu lokað þrátt fyrir að nægur væri snjór og veður fádæma gott. Hlýtt hafði verið í veðri og þótti snjórinn svo blautur og krap- kenndur að ekki væri hægt að komast þurrum fótum að skíðalyftunum. Væri völlurinn þar líkastur Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og fýrir vikið óhentugur til almenn- ingsíþrótta. Mikill dæmalaus roluháttur og eymd er þetta nú. Þessar að- stæður hefði sérhver vaskur maður litið á sem tækifæri, jafnvel áskorun, en alls ekki hindrun. Það sem Reykvíkinga skortir algjörlega í þessu tilfelli er aðlögunarhæfni. Þegar að- stæður eru ekki sem bestar gera menn gott úr hlutunum og breyta íþrótt sinni í sam- ræmi við þær. Þannig varð handbolti til þegar aðstæður buðu ekki upp á knattspyrnu- iðkun og sömuleiðis varð ein vinsælasta íþróttagrein í heimi í dag, strandblak, til vegna að- stöðuleysis. Tennismenn án tennisvallar hafa látið sér nægja að leika íþróttina á borði og kalla borðtennis, en billj- ardmenn, sem jafnan iðka sína íþrótt á borðum uppi, hafa að- lagst borðleysinu og stunda nú vasabilljard í vaxandi mæli. Þannig má líka aðlaga skíða- íþróttina vatnsflaumnum. Hefði ekki mátt útvega litla hraðbáta á þessa tjörn og bjóða upp á sjóskíði? Og þótt menn detti, er það ekki bara hressandi? Það mætti skrá all- ar byltur í pollinum sem inn- legg í norrænu synda-tvöhund- ruð-metra-keppnina Svo er líka miklu mýkra að detta í vatn og bara blotna heldur en í nístandi harðfenni og mölva í sér sérhvert bein. Svo má ekki Ef menn hefðu nú dug í sér til að láta á þetta reyna er eins víst að innan skamms yrðu tjarn- skíðaiðkun miklu vinsælli kost- ur en hefbundin einhæfni snjó- skíðanna. Menn myndu borga fýrir þetta stórfé og ferðast langar leiðir til að njóta hollrar hreyfingar á landi, lofti og í legi. Mestu helgispjöllin voru tví- mælalaust þau að aflýsa hinni árlegu páskamessu í Bláfjöll- um. Hvað hefði verið betur við hæfi en að ösla krapann upp í hné og minnast á meðan þess manns sem frægastur er fýrir að hafa gengið á vatni. Og síðan breytt því í vín. Og þá gerir ekkert til þótt ein og ein syndug sál hrasi í krapann, slíku óhappi yrdi umsvifalaust breytt í heilaga niðurdýfingar- skírn. Tæplega yrði nokkrum meint af volkinu, þvert á móti myndu menn fínna til ríkrar samkenndar með þeim sem lið- ið hefur píslir en risið upp og það á sjálfan páskadag. Þarna mætti Ieika líka setja á svið skemmtilega helgileiki. Ungir sem aldnir gætu gerst farþegar með Nóa um syndaflóðið, farið með Mósesi gegnum Rauðhaf- ið, þvegið hendur sínar með Pílatusi á Hauskúpuhæð og drekkt Jóni Gerrekssyni í Brú- ará. Loks gæti mannfjöldinn gætt sér á tveimur brauðum og fimm fiskum (eða var það öf- ugt) og vonandi verða allir mettir. Segi ég hér amen eftir efninu og óska lesendum öllum gleðilegs sumars. Bjarki Már Karlsson gleyma því að þorri fjallgesta hefur skipt úr skíðum yfir í snjóbretti. Þarna gefst þeim tækifæri til að sameina tvær í- þróttir; bruna niður brekkurn- ar á snjó og enda salíbununa í léttri brimbrettasveiflu. Loks mætti hugsa sér að búa til skíðastökkpall svipuðum Hólmakolli hinum norska og sameina þar þær tvær íþróttir sem helst reyna á fullkomna jafnvægislist og yndisþokka í hreyfingum; skíðastökk og dýf- ingar. VINNUMÁLA STOFIMUIM Vinnumálastofnun auglýsir eftir starfsmanni Afgreiðslufulltrúi hjá Svœðisvinnumiðlun Vesturlands Um er að ræða 100% starf sem felst m.a. í: • Símsvörun • Skráningu atvinnuleitenda • Vinnslu og útborgun atvinnuleysisbóta • Ásamt öðrum verkefnum Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða tölvukunnáttu, sé áhugasamur og jákvæður í samskiptum og samvinnu. Laun em samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðm leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 7. maí 2001, öllum umsóknum verður svarað. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til: Vinnumálastofnunar b/t Heiðu Gestsdóttur, starfsmannastjóra Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 101 Reykjavík Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sigr. Gísladóttir, forstöðumaður í síma 430-5300 Vinnumálastofnun er þjónustustofnun sem starfar samkvæmt lögum nr 13/1997 um vinnumarkaðsaðgerðir og fer með yfirstjóm vinnumiðlunar í landinu. Á vegum stofnunarinnar starfa átta svæðisvinnumiðlunarskrifstofur. Umdæmi Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands er Vesturlandskjördæmi auk Reykhólahrepps í Austur-Barðastrandarsýslu. Starfsmenn skrifstofunnar em þrír (forstöðumaður, ráðgjafi og fulltrúi). Vinnustaðurinn er reyklaus. Frekari upplýsingar um Svæðisvinnumiðlun Vesturlands er að finna á heimasíðu http://vinnumalastofnun.is Vinstrihreyfingin Crænt framboð stendur fyrir opnum fundi ípar sem fjallað verður um Fjölbrautaskóla Vesturlands, fjármögnun og framtíðarsýn. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl á kl. 20 á Hótel Barbró. Framsögumenn verða Hörður Ó. Helgason, skólameistari, Þorgeir Jósefsson formaður skólanemdar, Kristín Birna Fossdal, nýstúdent, Guðmundína A. Haraldsdóttir, nemi, og Jón Bjarnason a Iþingismaður. ALLIR VELOKMNIR Stjórn VG Akranesi og nærsveita Skógræktarfélaq Borgarfjarðar heldur aðalfund sinn í Félagsbæ í Borgarnesi miðvikudaginn 25. apríl 2001 kl. 20. Fundarefni Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál § Björn Jónsson fyrrverandi skólastjóri, flytur l erindi er hann nefnir „Skógrækt áhugamannsins." Kaffiveitingar samkvæmt venju Stjórnin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.