Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.04.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. APRIL 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Simi: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og ábm: Gisli Einarsson 892 4098 Bloóomenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 681 1 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Frióriksdóttir Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaöið er gefiö út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskríftarverö er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Páska- jeppinn Gísli Einarsson, ritstjóri. Ekki veit ég hvað þið voruð að gera um páskana, enda kemur mér það í sjálfu sér ekki við, svo lengi sem það hefur verið inn- an siðsamlegra marka. Það er hinsvegar alveg sjálfsagt að upp- lýsa hvað ég tók mér fyrir hendur. Eg svaf. Það er alveg óþarfi að gera lítið úr því. Ég tók þetta verkefni mjög alvarlega og lagði mig allan fram og ég held að ég geti fullyrt með nokkru stolti að ég hafi náð allgóðum árangri. Eg lá heldur ekki auðum höndum því mig dreymdi af miklum móð. Mig dreymdi að ég væri með sléttgreitt hár byggi í Grafar- vogi, seldi verðbréf fyrir hádegi og legði stund á líkamsrækt eft- ir hádegi. Þetta byrjaði með öðrum með orðum martraðarívafi. Síðan komu páskar. Þá ákvað ég, sléttgreiddur verðbréfasal- inn að leggja land undir fót og bregða mér út á land og kíkja á sveitavarginn. Þar sem ég, þessi sléttgreiddi þ.e.a.s., þá var ég ekki með landsbyggðargræjur á lager. Því var ekki um annað að ræða en að hætta snemma í vinnunni á miðvikudeginum og fara í innkaupaleiðangur. Eg verslaði mér nesti og nýja skó og nýjan jeppa á páskatilboði og fékk páskaegg í kaupbæti. Þetta var að sjálfsögðu alvöru páskaegg með öllu tilheyrandi enda var ég að kaupa alvöru jeppa með öllu tilheyrandi. Fyrst maður var nú á annað borð að fara út á land þá var eins gott að gera það al- mennilega þannig að það hvarflaði ekki að mér að kaupa ein- hvern sveitajeppa. Jeppinn sem ég keypti var með fjórum hjólum, 48 tommu- dekk á þeim öllum. Hann var líka með varadekki, útskornu hanskahólfi, brettaútvdkkunum, loftlæsingum, fjarstýrðum ljós- kösturum, krómuðum gírkassa og helling af allskonar dóti sem mér skildist að væri nauðsynlegt fyrir svona útálandferðir. Síðan fór ég út á land. Ferðin sóttist vel þótt ég færi mér reyndar að engu óðslega þar sem ég vildi nýta fjárfestinguna sem best. Eg ók því eftir miðjum veginum og reyndi að láta það ekki trufla mig þótt óþolinmóðir sveitamenn þeyttu flautuna fyrir aftan mig. Mér fannst eðlilegt að þeir hefðu átt að njóta þess að dást að sérútbúnu drullusokkunum og flotta dráttar- króknum á nýja jeppanum mínum. Það var hinsvegar ekki að sökum að spyrja, jeppinn komst yfir hvað sem var og sat hvergi fastur á auðu malbikinu. Eg fann það líka glöggt að þetta var eitthvað fyrir mig og ég var greinilega fæddur jeppamaður. Því ákvað ég að færa mig aðeins upp á skaftið og taka næsta stig í jeppamennskunni og beygði út af veginum en þá gerðist eitt- hvað sem ég gat alls ekki áttað mig á. Nýi jeppinn sat bara fast- ur í drullu. Eg var rólegur í fyrstu og ýtti á alla takka sem voru innan seilingar. Síðan ýtti ég aftur á þá í annarri röð en ekkert gekk. Það er skemmst frá því að segja að fyrir rest var ég orð- inn svo örvæntingarfullur að ég sá að ekki var um annað að ræða en að fara út úr bílnum. Þá fyrst dundu ósköpin yfir og ég sá hvað hafði klikkað. Eg hafði gleymt að kaupa mér sérhönnuð landsbyggðarstígvél. Sem betur fer var ég vakinn þegar þarna var komið við sögu. Gísli Einarsson, nývaknaðu Ymis tilboð í Langasand Hið svokallaða Langasandshús við Garðabraut á Akranesi hefur nú verið til sölu í nokkurn tíma eftir að skemmtistaðurinn Grandrokk hætti þar rekstri, en það er í eigu Ferðamálasjóðs eins og er. Að sögn þess sem hefur með málið að gera hjá Ferðamálasjóði hafa komið ýmis tilboð í húsið þótt ekkert hafi gengið saman ennþá. Hann neitar þó ekki þeim orðrómi að húsið verði selt á næstunni. „Kannski. Það er enn eftir að selja lausaféð sem er í húsinu og það þvælist fyr- ir framkvæmd sölunnar.“ Hann segist ekki gefa upp hverjir það eru sem hafa boðið í húsið. SÓK Eyjar til sölu Á síðasta fundi bæjarstjórnar Stykkishóms var ákveðið að selja nokkrar eyjar á Breiðafirði sem eru í eigu bæjarins ef viðunandi tilboð fæst. Að sögn Ola Jóns bæjarstjóra eru þetta eyjarnar: Þórishólmi, Þormóðseyjarklettur, Leiðólfsey, Siglugrímur, Ljótunshólmi, Loð- inshólmi, Freðinskeggi, Tindsker og Hvítabjarnarey. Sir Frá félagi Atvinnulífsins í Grundarfirði Oflugt starf í grasrótinni Aðalfundur FAG í Grundarfirði var haldinn fyrir skömmu og er fé- lagið nú að hefja sitt fimmta starfs- ár. FAG er grasrótarfélag sem beit- ir sér fyrir ýmsum framfaramálum í Grundarfirði, m.a. samvinnu og samstarfi fyrirtækja í þágu byggð- arinnar. Krafta sína og fjármagn sækir félagið til einstaklinga og fyr- irtækja á staðnum en einnig styrkir sveitarfélagið starfsemina. Nú eftir fjögurra ára starf er hægt að greina ýmis áhrif sem grasrótarfélag eins og FAG getur haft á heimabyggð- ina. Þó að starfsemin virðist ekki skilja mikið eftir sig í fljótu bragði þá er hægt að tína ýmislegt til sem vissulega verður að teljast áþreifan- legt. Upphaflegur tilgangur með stofnun FAG var að efia atvinnulíf og byggð á staðnum og vera vett- vangur fyrir samstarf fyrirtækja og einstaklinga sem vildu leggja sitt af mörkum til að styrkja byggðina. Stór hluti af starfsemi FAG hefur verið kynningarstarfsemi á sjálfri byggðinni, bæði út á við og inn á við. Félagið stendur árlega fyrir fjölskylduhátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði" en þá bregður stað- urinn sér í sparifötin og býður öllum unnendum Grundarfjarðar í heimsókn. Á sumrin eru skipulagð- ar gönguferðir með leiðsögn og fyrir jólin er gefin út viðburðadag- skrá og fólk hvatt til að versla í heimabyggð. Árið 1999 var skipulögð þátttaka Grundfirðinga í Sjávarútvegssýn- ingunni í Kópavogi en þar sýndu sig allir þeir sem tengdust þjónustu í sjávarútvegi. Árið 2000 sá FAG síðan um þátt- töku Grundarfjarðar í M-2000 verkefninu en sveitarfélagið var eitt af samstarfsaðilum Reykjavíkur- borgar. Verkefni Grundarfjarðar heitir „Sagan lifir“ og fólst í því að merkja tvo sögustaði í byggðinni til að halda sögu þeirra á lofti. Þessir staðir voru „Grundarfjarðarkaupstaður hinn forni“ þar sem stofnaður var kaup- staður árið 1786 samkvæmt kon- ungsúrskurði og „Ondverðareyri“ sem var höfðuðbýli Eyrbyggja. Á þennan hátt hefur FAG unnið að ýmsu sem vonandi á eftir að verða byggðinni til góða. Allavega reynt að kynna Grundarfjörð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Er það kannski ekki verðamætasta um- hverfi íbúa og fyrirtækja að já- kvæðni ríki í garð heimabyggðar? Með kveðjufrd GrundarfirSi. Marteinn Njálsson, fráfarandi formaður FAG. Stækkun Norðuráls Tekin í gagnið á tveimur mánuðum Nu styttist óðum í að stækkun Nörðuráls úr 60.000 tonna árs- framleiðslu í 90.000 verði tekin í gagnið. Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á áætlun og að öllum líkindum verður hafist handa við að keyra hana upp í byrjun júní. Að sögn Birgis Karlssonar, staðarverkfræðings og starfsmanns Hönnunar hf. í Reykjavík, gerðu upphaflegar á- ætlanir ráð fyrir þvf að eitt ker yrði sett í gang á dag. Allar líkur eru á að þær áætlanir standist en kerin eru alls 60 talsins. „Þetta yrði sem sagt sett í gang á tveim- ur mánuðum. Hugsanlega hrað- ar ef vel gengur en hægar ef verr gengur en gert var ráð fyrir. En við erum að miða við tvo mánuði og þetta ætti ekki að vera neitt vandamál." Því má reikna með því að afkastageta álversins á Grundartanga verði um þriðj- ungi meiri í byrjun ágúst en hún er nú. SÓK Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Inntökuskil- yrði rýmkuð Háskólaráð Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri hefur á- kveðið að rímka inntökuskilyrði í landbúnaðarnám á háskólastigi. Framvegis verður því ekki krafist stúdentsprófs í öllum tilvikum líkt og verið hefur heldur verður einnig tekið tillit til aldurs og starfsreynslu. GE Magniís Stefánsson Magnús aftur á þing Magnús Stefánsson hefur tek- ið sæti Ingibjargar Pálmadóttur á Alþingi sem þriðji þingmaður Vesturlands en Ingibjörg hefur sem kunnugt er látið af þing- mennsku. Magnús sat á alþingi fyrir Framsóknarflokkinn á síð- asta kjörtímabili en náði ekki kosninu í Alþingiskosningunum 1999. Hann hefur að undan- förnu gengt starfi framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.