Skessuhorn - 25.05.2001, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 25. MAI 2001
jntsaunu...
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040
Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Bloðomenn: Sigrún Kristjánsd., Akronesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl.
14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss
tímanlega.
■ Blaöiö er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og i lausasölu.
Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Aðvörun
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Að gefnu tdlefni er rétt að byrja á því að vara lesend-
ur við þessum pistli sérstaklega því grunur leikur á að
hann kunni að vera falsaður. Málið er enn í rannsókn
og óvíst er hvernær óyggjandi niðurstaða kann að
liggja fyrir. Þangað til eru lesendur beðnir um að lesa
þennan pistil með þeim fyrirvara að þeir kynnu að vera
að lesa eitthvað allt annað. Þetta kann að hljóma und-
arlega en staðreyndin er sú að það er aldrei of varlega
farið.
Hvar sem maður fer í dag er ekki þverfótað fyrir
fölsuðum málverkum. Mest seldu listaverk einstakra
málara eru alls ekki þeirra verk og jafnvel er verið að
eigna málverk þeim sem alls ekki eru málarar.
Það er því ekkert skrítið þó maður sé orðinn slæmur
á taugum útaf þessum svo jaðri við ofsóknarbrjálæði.
Eg væri t.d. örugglega hættur að kaupa málverk ef ég
hefði yfirhöfuð lagt slíkt í vana minn. Eg voga mér
helst ekki á myndlistarsýningar af ótta við að vera að
skoða eitthvað sem kemur síðan í ljós að ég var alls ekki
að skoða. Það kveður svo rammt að þessum ótta að ég
reyni með öllu móti að forðast staði þar sem minnsta
hætta er á að rekast á myndlist af einhverju tagi hang-
andi upp á vegg því það væri frekar neyðarlegt að láta
standa sig að því að dást að listaverkum eftir einhvern
óþekktan falsara.
Þetta er með öðrum orðum farið að fara svo á sálina
á mér að ég fæ forvörð til að líta reglulega yfir litabæk-
ur barnanna, bara svona til að vera viss.
Það hefur líka komið í ljós að ótti minn var ekki með
öllu ástæðulaus og fyrir fáum vikum neyddist ég til að
segja upp áskrift minni að Andrésblöðunum eftir að ég
komst að því mér til mikillar skelfingar að það var ekki
Walt sjálfur sem teiknaði þetta allt saman.
Þótt enn sé málverkafölsun það sem er mest í tísku í
þessum geyra þá er ég viss um að það á margt eftir að
koma upp á yfirborðið enn í ýmsum greinum. A hverj-
um degi heyrir maður stjórnmálamenn útlista skoðan-
ir sem hljóma afar kunnuglega en eru gjörsneyddar
höfundareinkennum þess sem setur þær fram. Eg er
líka handviss um að síðara mark KR-inga í leiknum á
mánudaginn var falsað því ég hef séð nákvæmlega eins
mark skorað af miklu þekktari og betri markaskorara.
Það er aldrei of varlega farið.
Gísli Einarsson ófalsaður
Stukuhúsið rifið?
Bæjarráð Akraness óskaði á síð-
asta fundi sínum eftir heimild
bygginganefndar til niðurrifs
stúkuhússins sem stendur við Há-
teig. Ibúar við Háteig og Suður-
götu höfðu sent bæjarráði bréf
varðandi endurbætur og fram-
kvæmdir við Háteig og á fundinum
mættu Þorvaldur Vestmann, sviðs-
stjóri tækni- og umhverflssviðs og
fulltrúar íbúanna til viðræðna. Þor-
valdur gerði grein fyrir fyrirkomu-
lagi framkvæmda varðandi endur-
bæturnar en auk þess að óska eftir
heimild til að rífa stúkuhúsið
óskaði bæjarráð eftir áliti skipulags-
nefndar hvort rétt væri að gera göt-
una að botnlanga. SOK
Grunnskólamir á Akranesi
Samþykkt að ráða
deildarstjóra
Bæjarráð hefur nú samþykkt að
gera ráð fyrir einni stöðu deildar-
stjóra við hvorn grunnskóla á Akra-
nesi frá og með 1. ágúst næstkom-
andi, en töluvert hefur verið rætt
um málið undanfarið. Auk þess var
samþykkt að gefa menningar- og
skólafulltrúa heimild til að auglýsa
50% stöðu námsráðgjafa lausa til
umsóknar.
Akvörðunin um deildarstjóra-
stöðurnar var tekin með það að
leiðarljósi að stöðugildin leiði til
nýjunga við stjórnun grunnskól-
anna, betra skólastarfs og að skól-
anum verði fært að glíma við ný
verkefni, en deildarstjórar eru nú
starfandi víða í grunnskólum á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar sem um er
að ræða nýjar stjórnunarstöður
samþykkti bæjarráð að þær verði
auglýstar lausar til umskóknar og
var það skoðun ráðsins að stöðu-
hlutfall verði ekki minna en 50% til
þess að það nýttist sem raunveru-
legt stjórnunarstarf. Fjármögnun
var vísað til endurskoðunar fjár-
hagsáætlunar. SÓK
Búnaðarsamböndin á
Vesturlandi lögð niður
Fráfarandi stjóm Biínaðarsamtaka Vesturlands ásanit fi-amkvæmdastjóra:
Mynd: Bændablaðið
Aðalfundur Búnaðarsamtaka
Vesturlands var haldinn að Arbliki í
Dölum 4. maí sl.
Aðalmál fundarins var að breyt-
ingar á samþykktum BV voru sam-
þykktar í þá veru að búnaðarsam-
böndin þrjú á Vesturlandi verða af-
lögð og sameinuð Búnaðarsamtök-
um Vesturlands 1. janúar 2002. Að
sögn Guðmundar Sigurðssonar
framkvæmdastjóra Búnaðarsam-
takanna er verið að stíga skrefið til
fulls sem tekið var í lok árs 1996
með því að sameina rekstur búnað-
arsambandanna á Vesturlandi 1.
janúar 1997. Þá tóku Búnaðarsam-
tök Vesturlands við nær allri starf-
semi búnaðarsambandanna þriggja
á Vesturlandi.
A fundinum var meðal annars
samþykkt ályktun þess efnis að
mótmæla harðlega 17. gr. reglu-
gerðar um heimildir dýralækna til
að ávísa lyfjum. Skoraði fundurinn
á heilbrigðisráðherra að breyta um-
ræddri grein á þann veg að bænd-
um verði gert kleift að eiga lyf til
notkunar í bráðatilfellum.
Sú breyting varð á stjórn BV að
Bjarni Ásgeirsson Asgarði, gaf ekki
kost á sér og var Sigurður Björgvin
Hansson Lyngbrekku kosinn í
hans stað. Guðbjartur Gunnarsson
Hjarðarfelli var endurkjörinn for-
maður og aðrir stjórnarmenn voru
einnig endurkjörnir en þeir eru Ei-
ríkur Blöndal Jaðri, Haraldur
Benediktsson Vestra- Reyni og
Steinar Guðbrandsson Tröð. Vara-
menn í stjórn voru kjörin þau: Jón
Björnson, Deildartungu sem vara-
maður formannns, Guðrún Krist-
jánsdóttir, Dunki varamaður Bsb.
Dalamanna, Jónas Jóhannesson,
Jörfa varamaður Bsb. Snæfellinga
og þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirs-
son Bakkakoti og Þórir Finnsson
Hóli varamenn Bsb. Borgarfjarð'ar.
Lóðum
úthlutað
Þann 17. maí síðastliðinn
mættu Ólafiir Þ. Hauksson, sýslu-
maður á Akranesi og Magnús
Þórðarson, bygginga- og skipu-
lagsfulltrúi á fund bæjarráðs
Akraness til þess að afgreiða um-
sóknir um lóðir í Flatahverfi, á
Sunnubraut og í Vogum. Fram-
kvæmdur var úrdráttur við út-
hlutunina undir stjórn Ólafs.
Samþykkt var að auglýsa lóðir við
Steinsstaðaflöt 1-3-5-7 lausar til
úthlutunar en Jóhann Pétur
Hilmarsson fékk lóð við Steins-
staðaflöt 17-19, Asgerður
Hjálmsdóttir við Sunnubraut 2
og Sigríður Beinteinsdóttir við
Voga 4. SÓK
Akraneskaupstaður
Málþing um
atvinnumál
Nú er skýrsla um stefnumótun
atvinnumálanefndar í loka-
vinnslu og hefur Guðna
Tryggvasyni, formanni nefhdar-
innar, verið falið að undirbúa
kynningu hennar. A síðasta fundi
atvinnumálanefndar var sam-
þykkt að efna til málþings í fram-
haldi af útgáfu skýrslunnar þar
sem meðal annars yrði rætt um
atvinnumál bæjarins. Guðni fékk
það hlutverk að undirbúa rnálið
ásamt markaðsfulltrúa. SÓK
MUljónir í
Ólafsvík
I útdrættinum Víkingalotto í
síðustu viku í varð sú lukka til að
bónuspotturinn 5/6 + bónustala
féll á miða sem keyptur var í
Prinsinum í Ólafsvík kr.
3.042.850,- SIR
Café 15 verður
upplýsingamiðstöð
Atvinnumálanefnd Akraness
hefur nú gengið frá samkomulagi
við þau Ónnu Kjartansdóttur og
Björn Lárusson, eigendur Café
15, um að starfsmenn kaffihússins
muni annast almenna upplýsinga-
gjöf til ferðamanna í húsnæði fyr-
irtækisins og hafa til staðar upp-
lýsingabæklinga ffá þjónustuaðil-
um á Akranesi. Café 15 verður því
nokkurs konar upplýsingamið-
stöð á Akranesi og það kemur sér
eflaust vel fyrir ntargan ferða-
manninn því eins og gefur að
skilja er opnunartími kaffihússins
rýmri en hefðbundinnar upplýs-
ingamiðstöðvar sem opin er á
skrifstofutíma. SÓK
Námskeið
fyrir fatlaða
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hef-
ur ákveðið um að veita fjárveit-
ingu til námskeiðahalds fyrir
fatlaðra einstaklinga á grunn-
skólaaldri í fimm vikur og byrjar
þetta 1. júní. Að sögn Kristins
Jónassonar bæjarstjóra er reiknað
með að þessi þjónusta fari fram
frá kl. 8.00 til kl. 17.00 og verði
aðstaða í grunnskóiunum m.a.
notuð í þessum tilgangi. SIR