Skessuhorn - 25.05.2001, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 25. MAI 2001
jntajLHw...
Penninn
Ráhlevsi L-listans
Vandræðagangur L-listans með
"ákvörðun" um legu hringvegarins
um Borgames virðist ekki eiga sér
nein takmörk. Forseti bæjarstjórnar
fjallar um málið í viðtali við Skessu-
horn 17. maí sl. en segir ekki alla
söguna.
A bæjarstjórnarfundi 11. maí sl.
kom fram tillaga frá meirihlutan-
um, þar sem annars vegar var lagt til
að þrýsta á um endurbætur á núver-
andi vegi í gegnum bæinn og hins-
vegar að hefjast þegar handa um að
koma veginum út í fjörð. Fyrri
hluta tillögunnar gátum við fúlltrú-
ar B listans fellt okkur við en alls
ekki þann seinni þar sem þar átti að
tímasetja flutning vegarins enda
engar forsendur fyrir slíku nú að
okkar mati. Eins og ljóst er liggur
fyrir samþykkt aðalskipulag þar sem
gert er ráð fyrir þeim möguleika að
einhvem tíma í framtíðinni megi
færa veginn skapist aðstæður sem
knýi á um það. Slíkar aðstæður em
ekki tál staðar nú.
Meirihluti síðustu bæjarstjómar
B- og D- lista stóð að þessu ffam-
sýna og 'góða skipulagi sem sam-
þykkt var og nýútkominn skýrsla
"Borgarnesnefndar" (nefnd sem
sett var á laggimar í samráði við
samgönguráðuneytið til að fara yfir
málið) staðfestir í raun að ekki sé
hægt að fullyrða hvenær flytja þurfi
vegstæðið, reyndar sé líklegt að nú-
verandi vegstæði í gegnum bæinn
muni duga í næstu 20 ár.
Stefna L-listans
Eitt af stefhumálum L-listans í
Borgarbyggð fyrir síðustu kosning-
ar var að láta fara ffam skoðana-
könnun um legu hringvegarins um
Borgames. I stefhunni sagði m.a.
"Ekkert liggur fyrir uin hvenær eða
jafnvel hvort hringvegurinn um
Borgarnes verði færður upp með
landinu að austan, þrátt fyrir að að-
alskipulagstillaga geri ráð fyrir
siíku. Slíkt er óþolandi óvissa fyrir
fyrirtæki og íbúa sem vilja skipu-
leggja sína ffamtíð m.t.t. legu að
þjóðvegi nr. 1. Nauðsynlegt er að
sem allra fyrst verði tekin endanlega
ákvörðun um legu hringvegarins að
undangenginni faglegri úttekt á
þeim kostum sem til greina koma,
annars vegar áfram í gegnum bæinn
og hinsvegar upp með landinu. Eft-
ir vandaða kynningu og umræðu
verði íbúum gefinn kostur á að segja
álit sitt í skoðanakönnun."
Málatilbúnaður
Skoðum hvemig staðið var að
málum af hálfu L-listans og hver
niðurstaðan varð. Það byrjaði
"glæsilega" með tillögu fulltrúa L-
listans í upphafi kjörtímabilsins um
að lagning hringvegar um Borgar-
nes yrði þá þegar sett í mat á um-
hverfisáhrifúm. Það fékkst auðvitað
ekki samþykkt enda tillagan óljós og
engin ákvörðun hafði verið tekin
um að færa veginn og þar af leið-
andi ekld tímabært að setja ffam-
kvæmdina í umhverfismat. Til að
lenda málinu var farin sú leið að
óska effir því við samgönguráðherra
að gerð yrði forathugun á helstu
valkosmm á ffamtíðarlegu Þjóðveg-
ar 1 um Borgames. Þeirri vinnu
áðumefndrar "Borgarnesnefndar"
lauk nýverið og var skýrsla um mál-
ið kynnt á Hótel Borgamesi 24.
apríl s.l. Faglegri úttekt er því loks
lokið, en hefur óvissunni verið eytt
sem L-listanum var svo tíðrætt um?
Fallið firá uppruna-
legri tillögu
Á áðurnefndum bæjarstjórnar-
fundi var því til umræðu tdllaga
meirihluta L og D lista þar sem lagt
var til að Bæjarstjóm Borgarbyggð-
ar styddi þær tillögur um úrbætur á
þjóðvegi 1 í gegnum Borgarnes sem
fram koma í skýrslu Borgarnes-
nefúdar. Auk þess var lagt til að
vegur meðfram ströndinni að aust-
an væri sú framtíðarlausn sem stefnt
skyldi að. Þá væri mikilvægt að sú
ffamkvæmd yrði tekin inn á vegaá-
ætlun ekki seinna en við endurskoð-
un langtímaáætlunar 2006.
Þessi tillaga var óásættanleg að
mati fulltrúa B-listans en undirrituð
telja þetta ekki tímabært enda ekki
forsendur til að fara að vinna að því
að færa umferðina út fyrir Borgar-
nes að svo komnu máli. Rétt er
hinsvegar að gera ráð fyrir þessari
framkvæmd sem framtíðarmögu-
leika á skipulagi.
Meirihlutínn óskaði efit-
ir samvinnu eftirá
Núverandi meirihluti óskaði eftir
samvinnu og samstöðu um þessa til-
lögu við B-listann og lagði áherslu á
afgreiðslu hennar á bæjarstjórnar-
fundinum þá þegar. Það hefur
hinsvegar tíðkast að vinna stærri
mál í bæjarráði ef menn hafa litið á
samstöðu við minnihlutann sem
lykilatriði en ekki með fúndarhléum
og tilheyrandi töfum á bæjarstjóm-
arfundum. Auðvitað kom þarna í
ljós verulegur ágreiningur um mál-
ið þar sem sumir bæjarfulltrúar
meirihlutans töluðu fyrir því að
hefja þegar vinnu við að koma þess-
ari framkvæmd inn á langtímaáætl-
un vegagerðarinnar, en aðrir þar
með taldir fulltrúar B-listans töldu
engar forsendur til slíks.
Niðurstaða
Niðurstaða meirihlutans var að
tvískipta tillögu sinni þar sem sátt
var um að beita sér fyrir endurbót-
um á þjóðvegi 1 í gegnum bæinn.
Hinsvegar náðist ekki sátt um
seinni hluta tillögunnar þrátt fyrir
að meirihlutinn drægi til baka fasta
tímasetningu á því að koma vegin-
um upp með landinu inn á vegaá-
ædun. Niðurstaða meirihlutans er
því eftír faglega úttekt og kynningu
á málinu að halda sig við núgildandi
aðalskipulag fyrir Borgarbyggð þar
sem gert er ráð fyrir þjóðvegi 1 í
gegnum Borgarnes með endurbót-
um en um leið gert ráð fyrir vegi út
í firðinum sem framtíðarlausn.
Hvaða óvissu hefur þá verið eytt
eða var þá nokkur óvissa nema í
kollinum á fulltrúum L-listans? Það
er a.m.k. kosti ljóst að þessi vegamál
hafa verið í vinnslu nær allt kjör-
tímabilið og þeir stefnulausu hafa
nú loks viðurkennt og skilið þá
GuSmundur Eiríksson
stefnu sem lögð var til í aðalskipu-
lagi Borgarbyggðar.
Eftír stendur að það þótti ástæða
til fyrir kosningar að hálfu L- lista-
manna að gera skoðanakönnun
meðal íbúa Borgames um þjóðveg 1
um Borgarnes. Það hlýtur að vera
óþarfi núna þegar menn eru búnir
að átta sig á málunum.
Undirrituð telja mikilvægt og
hafa nú þegar beitt sér fyrir því að
fjármagn fáist til endurbóta á þjóð-
vegi 1 í gegnum Borgarnes. Við
gátum ekki fallist á orðaleik fulltrúa
meirihlutans um veg út í firðinum
sem framtíðarlausn eftir að hafa
orðið vimi að ædun þeirra um að
beita sér fyrir honum út í fjörðinn
strax á næsta kjörtímabili. Það er
skynsamlegra að setjast niður í upp-
hafi máls og koma sér niður á stefnu
en að ana út í óvissu með óþarfa
málatílbúnað og orðhengilshátt.
Kolfinna Jóhannesdóttir og
Guðmundur Eiríksson
bæjarfulltrúar B-listans
í Borgarbyggð
^Penninn
Sólarmegin í
hita ogþunga
dagsins
Mér barst sú fregn á dögunum
að Sönghópurinn Sólarmegin
muni halda tónleika í Bíóhöllinni á
Akranesi þ. 24 . maí n.k. Eg sem
þetta rita hef áður í ræðu og rití
lýst ánægju með þá tónleika sem
hópurinn hefur haldið og undirrit-
aður hefur átt þess kost að sækja.
Það er mikill tími og vinna sem
fer í að tmdirbúa slíka tónleika, og
slíkt verður aldrei metíð til fjár.
Hógvær og hlý framkoma hópsins
við flutning og kynningu þeirra
verka sem hann hefur unnið með,
veitir þeim sem hlýðir fagnaðar-
kennd. Þetta er sú lýsing sem ég
get besta gefið sem áhugamaður
um tónlist, um ieið og ég hvet alla
þá sem eiga þess kost, að sækja
tónleika hópsins.
Sönghópurinn Sólarmegin tók
upp þá nýbreytni að halda jólatón-
leika í Akraneskirkju á seinustu
jólaföstu. Allir þeir sem ég hef
heyrt ræða um það framtak hóps-
ins hafa lokið lofsorði á þá og
menningarauka sem þeir voru.
Akveðið er að halda einnig tón-
leika í Hafnarborg Hafnarfirði 30.
maí næstkomandi, ég hvet alla þá
sem þess eiga kost að sækja þá.
Um leið og þessi orð eru sett á
blað vil ég nota tækifærið og þakka
því áhugafólki sem með leiklist,
tónlist og annarri listiðju um land
allt auka lífsfyllingu okkar hinna
sem eiga þess kost á að njóta henn-
ar.
Með bestu kveðjum um gott
sumar í daglegu lífi, leik og starfi.
Gísli S. Einarsson
I
Skagaleikflokkurinn
Aðalfundur og framhaldsaðalfundur
Skagaleikflokksins
verður haldinn á Akratorgi miðvikudaginn
30. maí kl. 17:00
Munið að hafa með ykkur stóla!
Stjómin
Athugasemd vegna fféttar
I 20. tölublaði Skessuhorns er
frétt, sem ber heitið "Kosningar í
haust?"
Þar er greint frá sameiningarvið-
ræðum 3ja hreppa við innanverðan
Breiðafjörð sem nýlega eru hafnar.
Það sem vekur athygli og furðu
eru fullyrðingar um afstöðu full-
trúa í nefndinni til sameiningar.
Heimildarmanns er ekki getið.
Þar er staðfestur áhugi fulltrúa
úr Dalabyggð og Reykhólahreppi á
sameiningu en látið að því liggja að
fulltrúar Saurbæjarhrepps séu tví-
stígandi í málinu.
Svona fréttaflutningur virðist
hafa þann tilgang einan að sá efa-
semdum í hugi fólks á svæðinu og
gera okkur fulltrúa Saurbæinga
tortryggilega í þess augum.
Það hafa verið haldnir 2 fundir
þessara aðila og þar hefur ekkert
komið fram sem bendir til annars
en allir fulltrúar hreppanna vinni af
heilindum að þessu máli og vonum
við að svo verði áfram, þótt eðlilega
geti menn greint á um einstök at-
riði.
Við hörmum svona ónákvæman
fréttaflutning í þessu annars ágæta
blaði og væntum þess að það leiti
sér traustari heimilda þegar fluttar
eru fréttir úr héraðinu.
Sigurður Þórólfsson
Sæmundur Kristjánsson
Frá ritstjóra
í umræddri frétt segir orðrétt:
"...en ekki er vitað um afstöðu full-
trúa Saurbæjarhrepps." Þau orð
ber einfaldlega að skilja eins og
þau eru sögð, þ.e.a.s. blaðið hafði
ekki upplýsingar um þeirra af-
stöðu. Því fer hinsvegar fjarri því
að þar með sé verið að brigsla
þeim um óheilindi.
ritstjóri
ffieygarðshornið
Tíu vinsælustu
höfhunarlínur
kvenfólks
og hvað þær merkja í
raunveruleikanum.
10. Ég lít á þig sem bróður
-Þú minnir mig á lúðann í
„Deliverance“.
9. Það er dálítill aldursmunur á
okkur
-Ég vil ekki vera með manni
sem gæti verið pabbi minn.
8. Ég hef ekki „þannig“ áhuga á
þér
-Þú ert ljótasta fi'fl sem ég hef
séð á ævinni.
7. Líf mitt er of flókið núna
-Ég vil ekki að þú eyðir allri
nóttinni hjá mér. Þá gætirðu
heyrt mig tala í símann við aðra
menn sem ég er með.
6. Ég á kærasta
-Ég vil frekar köttinn minn en
þig-
5. Ég fer ekki út með sam-
starfsmönnum mínum
-Ég myndi ekki fara út með þér
þó að þú værir bara í sama „sól-
kerfi“, hvað þá í sömu bygg-
ingu.
4. Það ert ekki þú, það er ég
-Það ert þú.
3. Ég vil einbeita mér að starfs-
ferlinum
-Jafnvel eitthvað jafn leiðinlegt
og þreytandi og vinnan mín er
betra en að fara út með þér.
2. Ég er hrifin af öðrum
-Þó að þú værir síðasti maður-
inn á jörðinni þá myndi ég ekki
fara út með þér.
1. Verum bara vinir
-Ég vil að þú sért hérna svo að
ég geti sagt þér í ítrustu smáat-
riðum frá öllum þeim mönnum
sem ég hitti og sef hjá.
10 vinsælustu
höfhunarlínur
karlmanna
og hvað þær merkja í
raunveruleikanum.
10. Eg lít á þig sem systur
-Þú ert ljót.
9. Það er dálítill aldursmunur á
okkur
-Þú ert ljót.
8. Ég hef ekki „þannig“ áhuga á
þér
-Þú ert ljót.
7. Líf mitt er of flókið núna
-Þú ert ljót.
6. Ég á kærustu
-Þú ert ljót.
5. Ég fer ekki út með sam-
starfskonum mínum
-Þú ert ljót.
4. Það ert ekki þú, það er ég
-Þú ert ljót.
3. Ég vil einbeita mér að starfs-
ferlinum
-Þú ert ljót.
2. Ég er hrifinn af annarri konu
-Þú ert ljót.
1. Veram bara vinir
-Þú ert hrikalega ljót.