Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.05.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 25.05.2001, Blaðsíða 9
oo£S3llhu>2 FIMMTUDAGUR 25. MAI 2001 9 Miðgarðsormurinn var meðal þess sem var til sýtiis á vorhátíðinni. Glæsileg vorhátíð Lýsuhólsskóla Síðastliðinn laugardag var vorhá- tíð Lýsuhólsskóla haldin með glæsibrag. Að þessu sinni voru um- hverfismálin efst á baugi og var sýning nemendanna að stórum hluta helguð Staðardagskrá 21 en skólinn er einn af fýrstu skólum landsins til að vinna í anda hennar. A vorhátíðinni veitti Asbjörn Ott- arsson forseti bæjarstjórnar Snæ- fellsbæjar, nemendum 9. og 10. bekkjar viðurkenningu íyrir vel unnin störf í þágu umhverfismála. Þá afhenti hann nemendum í 7. bekk verðlaun í ritgerðarsam- keppninni FITUR. Verðlaunin eru Færeyjaferð. A vorhátíðinni fluttu nemendur skólans m.a. fjölbreitt tónlistar- atriði. Þar komu fram 19 nemend- ur af 24 sem eru í tónlistarnámi. Þess má geta að ekki eru nema 36 nemendur í skólanum og því er hlutfall tónlistarfólks í þeim hópi afar hátt. Vorhátíðin þótti takast hið besta og vera nemendum og starfsfólki skólans til mikils sóma. Sir/GE Uvgnr tónlistarmaður bles afkrafti. 'tnalurncr Spumingakeppni um mnhverftsmál. rvíburar fæðast á Akranesi Eiga sinn afinælis- daginn hvor Eins og sjá má í nýburadálki Skessuhorns í þessu tölublaði fæddust tvíburabræður á Akranesi í síðustu viku. Fæðingin gekk vel og eðlilega fýrir sig en ef vel er að gáð má einnig sjá að annar þeirra er fæddur fýrir miðnætti og hinn eftir miðnætti og því eiga strákarnir ekki sama afmælisdag, eru fæddir þann 17. og 18. maí. Sá fýrri fæddist fjór- ar mínútur fýrir tólf og hinn sex mínútum síðar. Foreldrar strák- anna eru þau Sigrún Björk Jóns- dóttir og Hilmar Svavarsson frá Akranesi en þau eiga fýrir tveggja ára dóttur. Skessuhorn sló á þráð- inn til Hilmars og spurði hann meðal annars hvernig barnaaffnæl- um yrði háttað í framtíðinni. "Við erum nú ekki að hugsa um að halda tvær veislur en við höfum rætt þetta og erum að spá í að halda upp á afmælin þeirra 18. maí. Ljósmóð- irin, Helga Höskuldsdóttir, sagði okkur að þetta yrði að vera svona upp á til dæmis skráningu kenni- tölu svoleiðis að þeir verða skráðir sinn hvorn daginn." Hilmar segist vita til þess að þetta hafi komið fýr- ir áður og nefhir tvíburasysturnar og Akurnesingana Helgu og Mar- gréti Gísladætur sem dæmi. "Þetta er því alls ekki einsdæmi en það er mjög stutt á milli strákanna og ör- ugglega ekki algengt að svona litlu muni." SÓK BORGARNESS S APOTEK Leiðandi í lágu lyfjaverði á Vesturlcmái Hyrnutorgi - Borgarnesi - Sími 437 1 168 Bakvakt 437 1180- www.borgarlyf.is tMotn KEMUR UPP UM ÞINN GÓÐA SMEKK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.