Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.05.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 25.05.2001, Blaðsíða 5
^ntssmu... FIMMTUDAGUR 25. MAI 2001 5 Verkalýðsfélag Borgamess Varar við vaxandi fákeppni Sveitin Hálfdánarson Á aðalfundi Verkalýðsfélags Borgarness þann 15. maí síðastlið- inn var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarness haldinn 15.05.2001 átelur harðlega þau fýr- irtæki sem hafa leyft sér á undan- förnum vikum að velta hækkunum í skjóli gengisbreytinga strax út í verðlagið. Félagið minnir á að því hafi verið öfugt farið þegar gengið styrktist á síðasta ári, þá hafi geng- ishagnaði verið haldið í fýrirtækj- unum. Dæmi þessu til staðfestingar er t.d. að finna hjá olíufélögum og ráðandi verslanakeðjum á smásölu- markaðnum. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál fyrirtækja, stjórn- valda og launafólks að stöðugleiki í efnahagsmálum haldist. Kjara- samningar hvíla á þeirri forsendu. Verkalýðsfélag Borgarness krefst þess að fýrirtæki sýni ábyrgð og forðist sjálftöku í skjóli gengis- lækkana. Þá varar Verkalýðsfélag Borgar- ness við vaxandi fákeppni í smásölu og fleiri þáttum atvinnulífsins. Treystir félagið því að Samkeppn- isstofnun fýlgist náið með þróun þeirra mála og tryggi það að nauð- synleg samkeppni verði til staðar og hindri með því óeðlilega við- skiptahætti.“ Á fundinum var einnig lögð fram og kynnt skýrsla stjórnar félagsins og Sjúkra- og orlofssjóðs og reikn- ingar þeirra samþykktir. Kosið var í fastanefndir félagsins og lýst var kjöri stjórnar. Berghildur Reynis- dóttir, formaður til fimrn ára og starfsmaður félagsins frá árinu 1992, gekk úr stjórn að eigin ósk og það gerðu einnig þær Sigríður H. Skúladóttir, fýrrverandi varafor- maður og Sólrún Konráðsdóttir, fýrrverandi meðstjórnandi. Sveinn G. Hálfdánarson var kjörinn formaður, Hildur Hallkels- dóttir varaformaður, Baldur Jóns- son ritari, Ragnheiður Guðmunds- dóttir vararitari, Agnar Olafsson gjaldkeri, Elín H. Þórisdóttir vara- gjaldkeri og Guðbrandur Magnús- son, Einár O. Pálsson, María Erla Guðmundsdóttir, Margrét S. Inga- dóttir og Ingi B. Reynisson með- stjórnendur. Starfsmenn félagsins eru formaður þess og Ingibjörg Númadóttir. Akranes Bæjarstjóm eldd sofandi yfir leikskólamálum Fyrir skömmu var frétt á forsíðu Skessuhorns varðandi biðlista í leikskólana þrjá á Akranesi. Þar kom meðal annars fram að leik- skólafulltrúi hefði greint frá því að líklega yrðu 40-50 börn fædd árið 1999 á biðlista í haust. Ekki var mögulegt að gefa upp nákvæmari tölu vegna þess hversu margir eru að flytjast til Akraness um þessar mundir. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi, segir málið litið alvar- legum augum af bæjarstjórn og að þar séu menn ekki sofandi yfir á- standinu. Hún tók málið upp á síð- asta bæjarstjórnarfundi. „I fýrsta lagi taka gildi nýjar reglur þann 1. ágúst næstkomandi sem gera það að verkum að bæjarsjóður borgar mis- mun á vist hjá dagmömmu og á leikskólaplássi fýrir þau börn sem eru á biðlista. Það nýta sér örugg- lega margir. Auk þess er stækkun leikskólans Vallarsels við Skarðs- braut inni í þriggja ára áætlun bæj- arsjóðs, en ætlunin er að byggja við heila deild til viðbótar við þær sem fýrir eru. Stækkunin hefur þegar verið tekin til skoðunar og hönnun- arvinna verður að öllum líkindum unnin í haust.“ Sigríður Gróa lagði til á síðasta ári að kannaður yrði grundvöllur fýrir kennslu fimm ára barna á Akranesi. Skólanefnd ákvað hins vegar nýverið að ekki yrði af því um sinn. „Meirihluti bæjarstjórnar hef- ur ekki sagt sitt síðasta í því máli og við ætlum að skoða kennsluna með tilliti til einsetningar grunnskól- anna. Fimm ára krakkar eru svo spenntir fýrir því að fá að fara í skólann og gera eitthvað öðruvísi." Sigríður Gróa segist hafa orðið vör við að þess misskilnings hafi gætt jafnt hjá leikskólakennurum og öðrum að kennslan væri einungis hugsuð eftir hádegi. „Svo er alls ekki því að kennslan yrði einnig fýrir hádegi ef plássið leyfir. Við einsetningu skapast mikið rými í Brekkubæjarskóla og gaman verður að sjá hvernig það verður nýtt. Ef af kennslu fimm ára barna yrði myndi pláss á leikskólunum einnig aukast. En menn hafa ekki slegið málið út af borðinu, það er enn í skoðun.“ Sign'ður Gróa Kristjánsdóttir Sigríður leggur áherslu á að sér finnist ánægjulegt að utanaðkom- andi aðilar sýni bænum áhuga. „Það er gleðiefni að fólk skuli spyrjast fýrir og vilja flytja á Akra- nes. Skóla- og leikskólamál eru hluti af þeim atriðum sem fólk spyr hvað mest um og það veltir til dæmis fýrir sér hvort auðvelt sé að koma barninu í leikskóla.“ SÓK Sæþór EA 101 seldur til Stykkis- hólms Sólborg ehf. í Stykkishólmi hefur fest kaup á neta- og tog- bámum Sæþóri EA 101. Selj- andi er Samherji hf. á Akureyri. Sæþór er 265 brúttótonna stál- bátur smíðaður árið 1973. Hann hefur lengst af verið í eigu G. Ben á Árskógsstönd. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á bámum á undanförnum árum en hann verður afhentur nýjum eigendum í fýrsm viku júnímán- aðar. (Mbl.is sagðifrá) Torkennilegur ani Helgi SH kom í land í Rifshöfn ameríska hernum. síðastliðinn laugardag til að skipta Arnar Rristjánssonar skipstjóri á um toghlera þar sem hann var ekki Helga SH sagði við blaðamann á að fá það sama og aðrir í trollið mánudag að veiðin væri dottin nið- heldur einkennilegan hlut sem talið ur en Helginn er ásamt um 15 skip- er að sé gamall flugvélatankur frá um á rækjuveiðum í Kollu Ál. SIR Akraneskaupstaður Lausar lóbir á Akranesi Bygginga- og skipulagsfulltrúinn á Akranesi auglýsir hér meo lausar byggingalóðir til umsoknar í Flatahverfi við Steinsstaðaflöt nr. 1-3 og 3-5 einbýlis-/ parhús. Þeir sem eiga eldri umsóknir þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir þessa lóðaúthlutun. Einnig eru auglýstar lausar byggingalóðir á eftirtöldum svœðum: • Við Þjóðbraut - athafna- og iðnaðarhúsalóðir. • Við Smiðjuvelli og Kalmansvelli - iðnaðarhúsalóðir. • I Vogahverfi - stórbýlalóðir. • í Höfðaseli - iðnaðarhúsalóðir. • Á Breið - iðnaðarhúsalóðir. Umsóknir berist á skrifstofii Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hœð, til og með 1. júní nk. Ndnari upplýsingar eru veittar hid byqginga- og skipulagsfulltrúa alla virka aaga frd kl. 11-12 eða í síma 433 1051 og 896 9941. Akranesi, 21.05. 2001 0 Bygginga- oa skipulagsfuutrúinn á Akranesi BORGARBYGGÐ Rekstur tjaldsvæbissins í Borgarnesi 2001 Hér með er auglýst eftir aðila til að annast rekstur tjaldsvæöisins í Borgarnesi sumarið 2001. Fyrirkomulag samkvæmt samkomulagi. Tjaldsvæbið sem er við gamla íþróttavöllinn við Borgarbraut er um 7.500 fm að stærð að meðtöldum bílastæðum og stæðum fýrir hjólhýsi. Áhugasamir hafi samband við bœjarskrifstofuna að Borgarbraut 11 í síðasta lagi 5. júní n.k. Allar nánari upplýsingar fást á bœjarskrifstofunni eða í sima 437-1224 Borgarnesi 22. maí 2001. Borgarbyggð Örugg leið að losna við móðu á milli glerja. Upplýsingar veitir Magnús Már, 899 4665

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.