Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 7
 FEVtMTUDAGUR 2 í. JUNÍ 2001 7 Það hlýtur að vera æðislegt að vera frægur á Islandi. Það var kvöld eitt að ég sat fyrir ftaman sjónvarpið og skipti ótt og títt á milli stöðva, þá varð mér Ijóst að við erum alltaf að horfa á sama fólkið. Þá er ég ekki að tala um íréttamenn, þulur og þáttastjórn- endur sem vinna sín hefðbundnu störf. Nei, það er langoftast sama fólkið sem kemur fram í spjall- og skemmtiþáttum í sjónvarpinu. Fjölmiðlarnir hafa skapað fyrir okkur hin íslenska „elitu“. Þessi „elita“ (sem er hópur fólks) breytist dag frá degi. Sumum tekst að hanga þarna inni til fjölda ára á meðan aðrir skjótast upp á stjörnu- himininn og hrapa jafnhraðan nið- ur afmr. Það er viss tíska í gangi varðandi hvaða fólk getur talist til þessarar „elitu“. Gildin eru oftast, en þó ekki alltaf, fallegt fólk jafn- vel ríkt eða listrænt og ekki svíkur ef það býr í 101 Reykjavík. Það skiptir engu máli um hvað á að tala, hvort sem það eru málefni á borð við ungbarnanudd, tísku, leikhús, tónlist, hjónabandið, skóla, einelti, vímuefnavanda o.s.ffv. Viðmælendur virðast ekki þurfa að hafa reynslu eða þekk- ingu á málefninu, fólkið er feng- ið til að tjá sig af því að það til- heyrir „elitunni“. Þetta fólk verð- ur ofnotað, en því er alveg sama og okkur líka. Frægðin er góð á með- an hún varir. Tímaritin keppast líka um að taka viðtöl við þetta ffæga fólk, sem segir okkur hinum ffá persónulegum ósigrum og þó aðallega sigrum í lífi sínu. Við fáum innlit í líf þessa fólks og líf þeirra verður á allra vitorði. Þetta er kannski ekkert merkilegt og ekkert sem kemur okkur við, en satt best að segja yfirstígur for- vimin alla siðfágun. Auðvitað líð- ur okkur hinum mun bemr að fá að vita hvað þetta fólk, sem er til- búið í að deila lífi sínu með okkur, er að aðhafast. Við fylgjumst með barneignum, brúðkaupum, skilnuðum, heilsu- leysi og heilsuhreysti hjá þessu fólki svo fáein dæmi séu tekin. Við fáum að vita hverju fólkið klæðist, hvar það keypti rúmið sitt og borðstofuborðið, hvar það skemmtir sér, hvað það hefur séð í leikhúsunum, hvernig kynlífinu er háttað svo ekki sé nú minnst á kyn- hneigð og svo mætti lengi telja. Ohh þetta er allt svo hamingju- samt og æðislegt. Við hin sem búum í fábreyttum hreysum og emm jafnvel svo ó- heppin að hafa dröslast með sama makann upp á arminn síðasta ára- tuginn, höfum eignast börnin eff- ir hefðbundnum leiðum og ekkert, nákvæmlega ekkert, virðist vera frétmæmt í lífi okkar. Við fáum einfaldlega á tilfinninguna að líf okkar sé svo ómerkilegt að það taki því varla að vera að stússast í þessu. Það em mjög margir sem vilja ekki kannast við að lesa eða fylgjast með slúðrinu um fina og ffæga fólkið, en þegar saumaklúbburinn minn kemur saman þá em sko komnar saman manneskjur sem láta ekkert fram hjá sér fara. Við emm þessar óbreytm útivinnandi húsmæður sem emm fastar í því sama og teljum það ekki endilega vera sjónvarpsefni eða blaðamat þó skipt sé um flísar á baði eða nýtt ljós keypt í borðstofuna. En við njótum þess í hvívetna að geta flett blöðum, rýnt í sjónvarpið og látið hugann reika um glæstar villur þessara frægu Islendinga. Við emm konur sem elskum það að eiga okkar alíslensku „elim“. Þar með getum við velt frá okkur hversdagslegum áhyggjum úr einkalífi okkar sjálffa og meðtekið gleði og sorgir þessa fólks sem er tilbúið í að bera allt á torg. Atta ára dóttir mín kom einn daginn heim úr skólanum og til- kynnti mér að mamma og pabbi Júlíu bekkjarsystur hennar væm sko rosalega fræg. Þau hefðu komið í sjónvarpinu af því að þau búa í svo fínu húsi. Af hverju get- um við ekki verið fræg mamma? Já af hverju ekki? Eg leit í kringum mig og yppti öxlum. Eg leiddi hugann í fljóm bragði að því hvort ég, venjuleg útivinnandi þriggja barna gagnkynhneigð móðir heilsuhraust í þokkabót, gæti komist í þessa „elim“. A ég að sætta mig við það hér og nú að lifa þessu úrræðalausa lognmollu lífi og vera ánægð. Get ég kannski orðið fræg? Eg benti dótmr minni á að ég væri nú fræg á vissan hátt, ég sæti í foreldraráði í skólan- um, skrifaði smndum greinar í Skessuhorn og auk þess hefði ég eitt sinn átt Norðurlandsmet í 50 m skriðsundi telpna. Dóttir mín leit á mig og smndi „mammmm- maaaaaa“. Nú þetta greinilega taldist ekki til frægðar. Eg henti mér því upp í sófa og hóf lestur um nýjasta skilnaðinn hjá einu „elimparinu“ eins og það komi mér eitthvað við. Innilegar þakkir til allra sem giöddu mig d 50 dra ífmœli mínu með heimsóknum, gjöfum og kveðjum. Guð blessi ykkur Kristín Ingólfsdóttir Umhverfisráðuneytid Námskeið Seinasti skráningardagur á námskeið umhverfisráðuneytis - Löggilding iðnmeistara - skv. reglugerð nr. 168/2000 er l.júlínk. Athugið að námskeiðið verður ekki endurtekið. Námskeið þetta er œtlað þeim, semfengu útgefið eða áttu rétt á aðfá útgefið meistarabréf fyrir l.janúar 1989 og hafa ekki lokið meistaraskóla. Löggilding veitir rétt á að bera ábyrgð á verkframkvœmdum fyrir bygginganefnd. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Menntafélags byggingariðnaðarins á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Þeim skal skilað útfylltum þangað, ásamt fylgiskjölum, ekki síðar en l.júlí nk. Ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir 1. júli 2001. Nánari upplýsingar í síma 552 1040. Tökum að okkur útgáfu hvers konar kynningarefnis Bæklingar Fréttabréf Arsskýrslur Bækur Nafnsmöld Bréfsefni Auglýsingagerð Mynabandsupptökur og margt margt fleira

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.