Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 15
atttsavnu^ ' ’ FIMMTUD A'GUR 21. JUNI 2001 U, 15 Það er spuming??? Verða Skagamenn Islandsmeistarar í ár? Lovísa Barðadóttir, hárgreiðslunemi - Já, eins og suiían er í dag. Heimir J ónasson, starfsmaður hjá Norðuráli - Tvímælalaust. Jóhann Ingi Þrastarson, nemi í vinnnuskóla -Jd- Guðjón Jóhannesson, nemi í vinnuskóla - Nei. Þeir tapa Vífill Garðarsson, nemi í vinnuskóla - Já það er ekki spuming Arnar Már Guðjónsson, nemi í vinnuskóla - Já, þeir verða Islandsmeistarar ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Skagasigur í ofsaveðri Skagamenn tryggðu sér efsta sætið í Símadeildinni á mánudag með sigri á Breiðabliki í leik sem einna helst verður minnst fyrir veð- urofsann sem geysaði á Jaðars- bökkum þetta kvöld. Lokatölur urðu 3-1. Þegar Bragi Bergniann, dómari leiksins, blés leikinn á virt- ist ekki sem veðrið ætlaði að spila stórt hlutverk í leiknum, en annað átti eftir að koma á daginn. Skaga- menn byrjuðu heldur betur og átti Hjörtur J. Hjartarson gott færi strax á 4. mínútu en varnarmenn Blika björguðu á línu. Eftir það má segja að Breiðablik hafi jafnt og þétt tek- ið leikinn í sínar hendur, dyggilega studdir af vaxandi suðaustan roki sem stóð beint á Skagamarkið. Pressa Blika skilaði þeim loks marki á 37. mínútu þegar Kristján Brooks skoraði með skalla. Þegar skammt var eftir af hálfleiknum átti Grétar Steinsson ágætan skalla að marki en markvörður Breiðabliks bjarg- aði. Skagamenn mættu ákveðnirtil leiks í síðari hálfleik, nú með vindinn í bakið. Eftir aðeins fimm mínútur hafði það skilað marki. Brotið var á Kára Steini Reynis- syni innan teigs og víta- spyrna rétti- lega dæmd. j Úr henni skoraði Hjört- ur af öryggi, hans fimmta mark í sumar og er hann því enn markahæsti leikmað- ur deildarinnar. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki Skagamanna, einungis fimm mín- útur. Ólafur Þórðarson tók horn- spyrnu frá hægri, boltinn skoppaði framhjá nokkrum leikmönnum áður en Gunnlaugur Jónsson mætti boltanum við vítateigslín- Olafur Gunnarsson, markvörður una. Gunnlaugur var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þrumaði boltanum beint í samskeytin. Tví- mælalaust fallegasta mark sem skorað hefur verið á Akranesvellin- um í sumar. Við markið færðist heldur mikil ró yfir leikmenn ÍA sem sjálfsagt töldu að nú væri björninn unninn. Þetta nýttu Blikar sér og hófu að sækja æ stífar að marki heimamanna. Blikum gekk ágætlega að hemja boltann á móti vindin- um og var spilið hjá þeim á köflum prýð- isgott. Jöfnun- armarkið virt- ist liggja í loft- inu en Ólafur Þór Gunnars- son, markvörður ÍA, sá við Blikum, oft á undraverðan hátt. Þremur mínútum fyrir leikslok taldi Bragi Bergmann að brotið hefði verið á sóknarmanni Breiðabliks innan vítateigs Skagamanna og dæmdi því vítaspyrnu. Kristófer Sigur- geirsson tók spyrnuna en Ólafur var eins og köttur í markinu og varði skot hans alveg út við stöng. í kjölfarið brunuðu Skagamenn í sókn og komust í dauðafæri en markvörður Blika varði skot Hálf- dáns Gíslasonar í horn. Mínútu síðar ráku Skagamenn svo smiðs- höggið þegar Grétar skoraði með hnitmiðuðu skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Kára. Þrjú stig í höfn og efsta sætið staðreynd. Það er varla hægt að taka út neina sérstaka leikmenn sem voru að spila betur en aðrir, til þess voru gæði knattspyrnunnar sem boðið var uppá ekki næg. Það er þó ekki á neinn hallað þegar Ó- lafur Þór er útnefndur maður leiks- ins. Ólafur bjargaði Skagamönnum oft í leiknum og fullkomnaði svo stórleik sinn með því að verja víta- spyrnuna undir lok leiksins, sem ella hefði eflaust tryggt Blikum jafn- teflið. Skagaliðið er á góðri siglingu þessa dagana með fjóra sigurleiki í röð og markatöluna 12-1. Erfitt var fyrir leikmenn beggja liða að spila fótbolta í því roki og rigningu sem var á meðan á leik stóð. Það hefði ekki verið hægt að setja mikið út á þá ákvörðun dómarans hefði hann kosið að flauta leikinn af, og í raun er óskiljanlegt hvers vegna hann gerði það ekki. En það eru stigin þrjú sem mestu máli skipta, þau tryggðu Skagamenn sér með góðri baráttu og ágætum skammti af heppni. GE Auðvelt á Akureyri Skagamenn komnir áfram í bikarnum Skagamenn áttu ekki í erfiðleik- um með að tryggja sér farseðilinn í 16 liða úrslit bikarkeppni KSÍ í síðustu viku. Skagamenn ferðuð- ust norður á Akureyri og gjörsigr- uðu heimamenn 5-0. Margir áttu von á erfiðum leik fyrirfram þar sem Þórsarar eru á mikilli siglingu þessa dagana og eru sem stend- ur í efsta sæti Ldeildar. Skagamenn mættu hinsvegar með rétta hugarfarið í leikinn og það var aðeins eitt sem komst að hjá þeim, sigur. Ekki var mikið lið- ið af leiknum þegar Ijóst var í hvað stefndi. Eftir fimmtán mínút- ur höfðu leikmenn ÍA fengið þrjú dauðafæri en ekki haft heppnina með sér. Á 32. mínútu fengu Skagamenn aukaspyrnu um 25 metra frá marki. Haraldur Hinriks- son gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum beint úr aukaspyrnunni efst í markhornið, óverjandi fyrir markvörð Þórs. Kári Steinn Reyn- isson bætti við öðru markinu þremur mínútum síðar með skoti af stuttu færi. Haraldur kom Skagamönnum í 3-0 með öðru marki sínu rétt fyrir leikhlé með skoti úr teignum eftir laglega sókn Skagamanna. Seinni hálfleikur var eign Skagamanna frá upphafi til enda. Ekki voru þó jafnmörg skemmtileg tilþrif og í þeim fyrri enda sigur Skagamanna aldrei í hættu. Grétar Rafn Steinsson skoraði fjórða mark ÍA um miðjan hálfleikinn þegar hann nýtti sér ein af fjölmörgum mistökum varn- armanna Þórs. Varamaðurinn Hálfdán Gíslason átti síðasta orð- ið í leiknum þegar hann skallaði knöttinn í markið af stuttu færi eft- ir glæsilega sendingu frá Sigurði Sigursteinssyni. Ekki er hægt að segja annað en að Skagaliðið sé á góðu róli þessa dagana. Leik- gleðin skín af hverjum leikmanni, vörnin er geysilega sterk og liðið skorar mikið af mörkum. Betra verður það varla. HJH Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímsmenn gerðu góða ferð til Akureyrar síðastlið- inn þriðjudag er þeir mættu Nökkva sem fyrir leikinn deildi með þeim botnsæt- inu. Heimamenn byrjuðu betur og voru komnir með tveggja marka for- ystu eftir aðeins 15 mínútna leik. Lengra komust þeir hins- vegar ekki því markahrókurinn Valdimar Kr. Sigurðsson, þjálfari, skoraði tvö marka Skallagríms mikli og þjálfari Skallagríms Valdi- mar Kr. Sigurðsson jafnaði leikinn með tveimur mörkum á 17. og 32. mínútu. í lok fyrri hálfleiks fengu síðan Skalla- grímsmenn víta- spyrnu sem Auðunn Blöndal skoraði úr. í síðari hálfleiknum innsiglaði síðan Emil Sigurðsson góðan sigur með marki á 76. mínútu. GE Urslit Meistaraflokkur Úrvalsdeild: 18. júní - ÍA-Breiðablik: 3-1 2. deild 7. júní - Skallagrímur - Leiknir: 2 - 2 19. júní - Nökkvi - Skallagr.: 2 - 4 3. deild 18. júni - Fjölnir - Bruni: 2-3 ' ’ 19. júní - HK - HSH 2-0 d Coca Cola bikarinn: ÞórA - ÍA: 0 - 5 5. flokkur 13. júní A lið. kallagrímur - Grótta 1 -4 B lið. Skallagrímur - Grótta 3-5 C lið. Skallagrímur - Grótta 3-0 13. júní ÍA-FH (a-lið) 3-0 ÍA-FH (b-lið) 6-0 ÍA-FH (c-lið) 0-1 ÍA-FH (d-lið) 0-0 4. flokkur 14. júní - 11 manna bolti. Víðir - Skallagrímur 4-2 7 manna bolti - 13. júní Skallagrímur - Hamar(2) 2-5 14. júní - FH-ÍA (a-lið) 2-1 FH-ÍA (b-lið) 3-0 4.flokkur kvenna A-lið 12.júní - Breiðablik-ÍA 5-0 16.júní -ÍA-ÍBV 0-1 3. flokkur 15. júní - 7 manna bolti. Selfoss-Skallagrímur 5-2 3.flokkur kvenna 15.júní - Fjölnir-ÍA 1-1 2.flokkur karla 12.júní - ÍA-FH 4-1 15.júní - FH-ÍA 3-1 19.júní ÍA-Haukar (bikarkeppni) 7-1 Molar Skagamenn munu mæta Vík- ingum á útivelli í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Dregið var á Hót- el Loftleiðum á mánudaginn. í pottinum voru öll tíu úrvalsdeildar- liðin auk sex neðrideildarliða. Ó- hætt er að segja að möguleikar ÍA á að jkomast í 8 liða úrslitin séu góðiren eins margsannað er „get- ur allt gerst í bikarnum". Skagamaðurinn, og fyrrver- andi leikmaður ÍA, Bjarki Péturs- son varð fyrir því „óláni“ að fella Kára Stein Fteynisson innan víta- teigs í leiknum á mánudaginn. Bjarki var ósáttur við þennan dóm og fannst sem dómarinn hefði fall- ið fyrir leikrænum tilburðum Kára, sem er margreyndur „vítafiskari Bjarki fékk þó uppreisn æru seint í leiknum þegar hann fiskaði víti hin- um megin á vellinum. Fyrsta verk Bjarka, eftir að dómarinn hafði bent á vítapunktinn í annað sinn, var að hlaupa til Kára og segja „ég henti mér niður og það var bara fyrir þig!“ Hið glæsilega mark Gunn- laugs Jónssonar gegn Breiðabliki á mánudaginn var hans fyrsta síðan i seþtember 1996. Þá skor- aði hann gegn Grindvíkingum á Akranesvelli. Gunnlaugur kom Skagamönnum í 3-2 en leikurinn endaði 6-3 Skagamönnum í vil. Skallagrímsmenn hafa orðið fyrir blóðtöku í sínu liði á síðustu vikum. Rétt fyrir mót ákvað bak- vörðurinn margreyndi, Pétur Rún- ar Grétarsson, að hætta að sgila með Skallagrím vegna anna í vinnu sinni. Afsömu ástæðu hætti svo Guðlaugur Rafnssön hyverið eftir aðeins tvo teiki. Bruni sigrar aftur Boltafélagið Bruni á Akranesi sigraði Fjölnismenn á heimavelli þeirra síðarnefndu á mánudag með þremur mörkum gegn tveim- ur. Leikurinn einkenndist af slæmu veðri og skilyrði til knatt- spyrnuiðkunar voru afleit. Fjölnis- menn höfðu ekki heppnina með sér og spiluðu einum færri stóran hluta síðari hálfleiks þar sem einn leikmaður þeirra hafði verið rek- inn af leikvelli fyrir brot. Mörk Bruna gerðu þeir Sveinbjörn Geir Hlöðversson, Sigurjón Jónsson og Garðar Axelsson. Liðið er nú í öðru sæti síns riðils á eftir HK sem vermir toppsætið. Næsti leik- ur Bruna er einmitt á móti HK en leikurinn mun fara fram á Akra- nesi. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.