Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 21.06.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. JUNI 2001 Leifiir Halldórsscm SH 217 siglir inn á höfnina i Olafsvík Enn nýr og öflugur bátur í flota Olsara Það er ekki hægt að segja annað en að bjartsýni ríki hjá útgerðar- mönnum í Olafsvík. Þó skerðingar á aflaheimildum séu það eina sem komist að í hugum ráðamanna landsins þá dregur það ekki kjark úr Olsurum því enn einn nýr bátur bættist í flotan í sl. viku. Þessi nýi glæsilegi bátur heitir Leifur Hall- dórsson SH 217 og er gefið nafn til heiðurs einum eigandanum en þeir eru ásamt Leif synir hans þeir Þor- grímur og Steingrímur. Leifur Halldórsson SH hét áður Grótta RE og er um 150 lestir. Bát- urinn er mjög vel útbúinn til drag- nótaveiða og fer hann á veiðar fljótlega. Að sögn Leifs Halldórs- sonar eiganda og útgerðarstjóra mun báturinn landa sínum afla í Ó- lafsvík en þeir feðgar reka bæði fiskvinnslu í Ólafsvík og Þorláks- höfh. Skipstjóri á hinum nýja bát verður Ingólfur Aðalsteinsson og vélstjóri er Mímir Brynjarsson. Alls verða 8 menn í áhöfn og allt heima- menn. Mikil gróska er í útgerð í þremur höfnum Snæfellsbæjar. Bæði hefur stórum bátum og trillum fjölgað og einnig hefur mikið verið um land- anir aðkomubáta. Nýlega tók til starfa ísverksmiðj- an Breiði í nýju húsnæði í Ólafsvík og veitir hún góða þjónustu til allra báta sem landa í höfnunum. Enn- fremur sér Breiði um landanir úr bátum. DV-PSJ. Eini selfangarinn í'eigu Islendinga, Kópur, er hér lengst til hægri. Listasmíð í Pakkhúsinu Ólafsvík Enn stendur yfir sýning á báta- líkönum í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Þar eru sýnd sjö líkön en sex þeirra eru í einkaeign tíkanasmiðsins Gríms Karlssonar, fyrrverandi skipstjóra úr Njarðvíkum, en eitt þeirra er í eigu hússins sjálfs. Þykja bátarnir mikil listaverk enda hefur Grímur sýnt víða og selt mikið, en líkönin í Ólafsvík eru ekki til sölu. Komu þessi sex líkön í vor til sýn- inga en í fyrra voru í Pakkhúsinu fleiri líkön Gríms á sölusýningu. Stendur sýningin fram í ágúst á þessu ári. srnh Kaffitorg í Hymutorgi Síðastliðinn fóstudag var opnað svokattað Kajfttorg í verslanamiðstöðinni Hyrnutargi í Borgamesi. Kaffitorgið verður opið alla daga í sumar frd hádegi til klukkan sex og þar er boðið upp á heimabakað og smurt brauð, kajft og kakó. Kajfitorgið er staðsett á aðal- gangi Hymutorgs. A myndinni má sjá þær Þórunni Amadóttur og Olöfu Geirsdóttur, starfsmenn Kaffitorgsins, á opnunardag. SOK Fimm sinnum fimm Á jarðhæðinni var opnuð mynd- listarsýning. Þar sýna íslensku listakonurnar Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirs- dóttir, Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir og Þorgerður Sigurðar- 'dóttir verk sín sem eru af mjög fjölbreyttum toga. Má þar sjá ein- þrykk á tréplötu, leirverk, mynd- vefnað, akríl á pappír, dúkristur, þurrnál, ætingu og olíu á striga. Hin seinni ár hefur neðri hæð Norska hússins notið æ meiri vin- sælda sem sýningarhús enda er þar um glæsibyggingu að ræða með skemmtilegu rými. Eiga listakon- urnar það sameiginlegt að hafa vinnuaðstöðu á Korpúlfsstöðum og hafa þær haldið fjölda einka- og samsýninga á Islandi og víða í útlöndum. Sýningin stendur til 22. júlí. Verk eftir Bryndísi Jónsdóttur. Nr. 13, Bragð ognr. 14. Miðhlutað Tvær opnanir f Norska húsinu Heldra heimili í Stykldshólmi á 19. öld Til vinstri á myndinni eru tveir fagurlega útskomir stólar með háum bökum sem voru í eigu þeirra hjóna og voru œtlaðir húsbændunum. Hægra megin við stólana er Borgundarhólnisklukka, en Ami mun hafa keypt hana frá Kaupmannahöfii á árunum 1833-6. Hún var síðan hluti af innanstokksmunum i 100 ár, eða þangað til hún komst t vörslu Þjóðminjasajhsins í slæmu ástandi. Þar var hún gerð upp og er nú komin til síns heima í Norska húsinu. Á annarri hæð Norska hússins í Stykkishólmi, var sl. fimmtudag opnuð mjög merkileg sýning á heimilisinnbúi heldra fólks í Stykk- ishólmi á 19. öld. Gefst fólki þar kostur á að ganga inn á heimili eins og mætti ímynda sér að Árni Ó. Thorlacius (1802-1891) og kona hans Anna Magdalena Steenbach (1807-1894) hafi haldið á þessum árum. Athöfhin á fimmmdag hófst með því að Guðrún Anna Gunnarsdótt- ir formaður Héraðsráðs Snæfell- inga bauð gesti velkomna, en það er héraðsráðið sem á húsið og rek- ur. Því næst var ávarp Gunnars Kristjánssonar, formanns Safna- og menningarmálanefndar Héraðs- ráðs Snæfellinga, en hann rakti byggingarsögu hússins og tildrög þessarar sýningar. Að lokum var sýningin formlega opnuð af Mar- gréti Hallgrímdóttur þjóðminja- verði en Þjóðminjasafnið lánaði Norska húsinu ýmsa muni fýrir sýninguna. Tvö tónlistaratriði lok- uðu dagskrá opnunarinnar. Fyrst spiluðu þeir bræður Lárus og Jón Svanur Péturssynir undir fjölda- söng, en þeir lögðu gjörva hönd á sýninguna með smíðum og málun, en dagskránni lauk síðan með tví- söng þeirra Björgvins Þorvarðar- sonar og Þórðar Á. Þórðarsonar á sálminum „Drottins hægri hönd“. Mun það hafa verið siður á þessum tíma að syngja gesti úr hlaði með söng. Það var því vel til fundið að Ijúka opnunarhátíðinni með því að dusta rykið af þessum skemmtilega sið, en Árni mun hafa notað þenn- an sálm til þess að fylgja sínum gestum út úr híbýlum sínum í „den tid“. Aðdragandi sýningarinnar nær í raun aftur til ársins 1970 að sýslu- nefhd Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu tók ákvörðun um að kaupa Norska húsið fyrir byggða- safn sýslunnar og jafnframt að færa húsið aftur til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832. Voru viðirnir í Norska húsið fluttir tilsniðnir til Stykkishólms frá Arendal í Noregi. Árni Ó. Thorlacius var af efna- fólki og hlaut menntun sína í versl- unarfræðum, nýmálum, siglingar- fræði o.fl. í Danmörku og Noregi. Hann stundaði verslun og útgerð fyrstu árin sem hann bjó í Stykkis- hólmi en varð síðan að draga sig út úr þeim rekstri. Eftir það einbeitti hann sér að landbúnaði. Hann átti Gunnasundsnes og var um áratugi umboðsmaður konungs á svæðinu, þ.e. innheimti leigur af jörðum í eigu konungs sem flestar höfðu fallið til hans við siðaskiptin er gerðar voru upptækar allar jarð- eignir klaustra. Árni var mikill at- gervismaður, selaskutlari ffábær, fimleikamaður mikill og karl- menni, sundmaður ágætur og enn- fremur hin besta skytta. Árni beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum og var öflugur í sjálfstæðisbarátt- unni. Hann vár fyrsti bókavörður Amtsbókasafnsins og studdi vel við bak vinar síns Sigurðar Breiðfjörð. Þá er talið að Árni hafi aðstoðað Júlíönu Jónsdóttur frá Akureyjum við útgáfu ljóðabókarinnar Stúlka, en Júlíana varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók. Kunnastur er Árni fyrir veðurat- huganir sínar sem hann stundaði í um hálfa öld, frá 1845. Hann fékk senda mæla og skráði mælastöður á þar til gerð blöð. Það vekur að- dáun hve nákvæmlega Árni hefur unnið, sem auðveldar vísinda- mönnum nútímans að nýta sér at- huganir hans á langtímaferli veð- urs. Leiða menn að því líkur að það hafi verið fyrir áhuga hans á sjómannafræðum sem hann hóf veðurathuganir, en sjómannaffæði var Árna mjög hugleikin og telja sumir að hann hafi rekið sjó- mannaskóla þótt engar skriflegar heimildir finnist um þann rekstur. Foreldrar Önnu Magdalenu Steenbach voru norskir en hún ólst upp á Flateyri þar sem faðir hennar var faktor hjá verslun Hen- kels. Var Anna fyrirmyndar hús- freyja enda þurfti mikla útsjóna- semi við að reka svo mikið heimili. Bæði voru tíðar gestakomur, er- lendra og innlendra gesta og svo eignuðust þau hjónin nokkur börn, en fimm þeirra komust til fullorðins ára. Eftir að Árni lést gekk Norska húsið úr eigu ættarinnar og voru nokkrir eigendur að húsinu á 20. öld. Lengst af var þar bæði íbúðar- hús og atvinnuhúsnæði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.