Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 16.08.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.08.2001, Blaðsíða 1
Töivur Tölvuvidgeröir Skrif stof u vör u r Símtæki VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 33. tbl. 4. árg. 16. ágúst 2001 Kr. 250 í lausasölu [Hyrnutorgi-430 2200-verslun@islensk.is Vilja slökkvistöð við enda Hvalfjarðarganganna Skiptar skoðanir um hver á að horga hrúsann Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins, hefur sett fram þá hugmynd sína að sveitarfélögin norðan- og sunnanmegin Hvalfjarðargang- anna, Spölur ehf., Norðurál og Is- lenska járnblendifélagið á Grund- artanga byggi og reki slökkvistöð sem staðsett yrði norðanmegin ganganna. „Við erum þeirrar skoðunar að kallstíminn í göngin sé ekki nógu góður,“ segir Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins. „Slökkvistöð okkar er staðsett í vesturhluta Reykjavíkur. Þaðan er um hálftíma keyrsla að munna ganganna og þótt það taki slökkviliðið á Akra- nesi skemmri tíma að þá er þar ekki mannað allan sólarhringinn.“ Hrólfur segir að stöðin myndi nýt- ast á marga vegu. „Stöðin gæti þjónað svæðinu norðanmegin ganganna. Bæði með slökkvistöð- inni og hvað varðar sjúkraflutn- inga. Bygging stöðvarinnár yrði einnig til þess að draga úr þeim kostnaði sem hlytist af því ef gerð- ar yrðu endurbætur á útkallstíma.“ 100 milljóna króna rekstrarkostnaður á ári Hrólfur segir að þeim finnist ó- rökrétt að sveitarfélögin borgi þann kostnað sem hlytist af því að reka slökkvistöð. „Gerð ganganna var einkaframkvæmd. Þegar þau voru gerð á sínum tíma voru þau flokkuð sem vegur og ekki var fjallað um þessi mál. Þess vegna teljum við að sveitarfélögin eigi ekki að standa ein undir þeim kostnaði sem hlýst af þessu.“ Kostnaðurinn er óneitan- lega mikill en Hrólfur segir að sam- kvænit útreikningum myndi kosta um 100 milljónir króna að reka stöðina á ári. Þá er ótalin bygging stöðvarinnar sem myndi kosta um 120 milljónir króna. „Rekstrartöl- urnar eru miðaðar við að á stöðinni yrðu 4-5 slökkviliðsmenn á vakt all- an sólarhringinn. Ef allir þeir aðilar sem ég nefndi hér áðan kæmu að þessu verkefni yrði þetta ekki svo stór upphæð fýrir hvern og einn.“ Nánast ekkert hefur gerst í þess- um málum frá því þessar hugmynd- ir voru settar fram. Hrólfur segir það aðallega vera vegna þess hversu Sjúkrahús Akraness margir aðilar komi að málunum. „Þá er alltaf spurning um hver á að draga vagninn. Við höfum sett þessar hugmyndir fram bæði í fjöl- miðlum og á fundum og það er spurning hver á að standa fyrir þessu. Auk þess eru menn ekki sam- mála um þetta. Forsvarsmenn Spal- ar telja til dæmis að öryggismálum ganganna sé ekki ábótavant. Það er nauðsynlegt að leysa hvaða kröfur á að gera. Að okkar mati voru kröf- urnar sem gerðar voru á sínum tíma einfaldlega of litlar." Sveitarfélögin eiga að borga Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar ehf., segir hugmyndina um byggingu slökkvi- stöðvar ekki slæma. „Spurningin er hins vegar hver á að greiða fyrir það, því þetta yrði mjög dýrt. Spöl- ur hafði öll leyfi og fékk allar heim- ildir á sínum tíma þegar ráðist var í gerð ganganna. Opinberir aðilar geta ekki komið og gert meiri kröf- ur þremur árum eftir að gerð þeirra lauk.“ Stefán segir að sín skoðun sé að sveitarfélögin eigi að borga fyrir slökkvistöðina og nefnir máli sínu til stuðnings að Akraneskaupstaður hafi þurft að kaupa nýjan slökkvibíl þar sem sá gamli nægði ekki fyrir Akursblokkina sem er sex hæðir. Þar kom aldrei til tals að Akur þyrfti að kaupa nýjan bíl. „Við erum hins vegar ekki vissir um að umræddur staður sé sá besti til að byggja slökkvistöð á. Það gæti ver- ið viturlegra og í raun eðlilegra að byggja nýja stöð á Akranesi þar sem útkallstími í göngin yrði 7-8 mín- útur ef þar yrði vakt allan sólar- hringinn. Eg fullyrði þó ekkert um það en þetta er hugmynd sem hef- ur komið upp líka.“ SÓK Ur Hólminum á West End Handlækningadeildin opnuð á ný í haust Skessuhorn greindi frá því fyrr í sumar að handlækningadeildin á Sjúkrahúsi Akraness yrði sameinuð lýflækningadeildinni um óákveðinn tíma vegna skorts á hjúkrunarfræð- ingum. A tímabili leit út fyrir að deildirnar yrðu sameinaðar í langan tíma þar sem ekki bárust svo mikið sem fyrirspurnir um þær hjúkrun- arfræðingastöður sem þurfti að manna. Nú er útlitið þó heldur bjartara og að sögn Steinunnar Sigurðar- dóttur, hjúkrunarforstjóra, er allt útlit fyrir að handlækningadeildin verði flutt á sinn gamla stað í haust, þótt ekki sé komin dagsetn- ing á það enn. „Hér hefur einn hjúkrunarfræðingur bæst í hópinn en tveir hafa verið ráðnir í hluta- störf í haust. Deildirnar hafa verið sameinaðar síðan 1. júní og í raun er ekki óeðlilegt að dregið sé úr starfsemi á sumrin, það þarf að gera á öllum sjúkrahúsum. En ég reikna með því að handlækninga- deildin verði opnuð í haust, á sín- um stað.“ SÓK Hólmarinn Þór Breiðfjörð hafði getið sér gott orð sem söngvari og leikari hér á landi áður en hann hélt til London til náms í skóla sem sérhæfir sig í söngleikjum. Eftir að hann útskrifaðist komst hann strax á samning á West End þar sem hann hefur meðal annars sungið í Vesalingunum og fleiri stórsýningum. Þór leysirfrá skjóðunni á bls. 8 Kartöfhiþjófur á kreild Kartöflugarðseigandi nokkur á Akranesi hafði samband við Skessu- horn á dögunum. Þegar hann leit við í kartöflugarði sínum í Bæjarlandi í landi Innsta-Vogs brá honum heldur en ekki í brún þegar hann upp- götvaði að einhver óprúttinn náungi hafði lagt þangað leið sína um helg- ina og tekið upp úr hálfu kartöflubeði. Ekki var þó góðri umgengni fyr- ir að fara því grösin höfðu verið rifin upp og þeim hent út um allar triss- ur. Eigandi garðsins sagðist ekki hafa aðgætt hvort kartöflur hefðu ver- ið teknar upp úr görðunum í kring í leyfisleysi en vildi benda eigendum garða á að fylgjast vel með sínum kartöflum. SÓK Skagamenn á toppinn Skagamemi skutust í efsta sæti úrvalsdeildar- innar í knattspymu síð- astliðinn mánudag með sigri d Valsmönnum. „ Við munum verja efsta sætið með kjafti og klóm, “ segir Gunnlaug- urjónssm, fyrirliði. Sjd bls 15 MANUDAGA - FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA -J ___I J LAUGARDAGA 10-19 SUNNUDAGA 12-19

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.