Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 16.08.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 16.08.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 ^kCsaunuiLÍ Ut í vorið á Dönskum dögum Kvartettinn Út í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona halda tónleika í Stykkishólmskirkju 19. ágúst 2001 kl. 16:00. Efnisskráin er mjög fjölbreytt. Þar má finna vinsæl kvartett- og kvintettlög, syrpu ajMogum eftir Jón Múla og Jórias Árnason og sönglög útsett fyrir sópran og karlaraddir. / Söngkvartettinn Út í vorið var stofnaður haustið 1992 afþeimÁs- geiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Þorvaldi Friðrikssyni. Snemma árs 1993 kom píanóleikarinn Bjarni Þór Jónatansson til liðs við kvartettinn. Hann starfar sem píanókennari og organisti í Reykjavík og hefúr auk þess starfað með fjölda einsöngvara og kóra. Yngsti meðlimur hópsins er Magnús Ragnarsson. Signý Sæmundsdóttir hefur tekið þátt í óperuuppfærslum á Islandi og á erlendri grund, ásamt því að syngja fjölda einsöngstónleika og koma fram með Sinfoníuhljómsveit Islands og fjölda kóra. Signý hefur verið raddþjálfari karlakvartettsins Út í vorið um árabil. Oll hafa þau verið félagar í Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar um lengri eða skemmri tíma. (Tréttatilkynning) Margt á döfinni að Görðum Framkvæmdanefnd Byggðasafns Akraness og nærsveita kom saman til fúndar að Görðum fyrir skömmu. Þar var rætt um nafn á nýbyggingu safnsins og kom fram hugmynd um að nefna hana „Safnaskálinn að Görðum“. Jón Allansson, forstöðu- maður safnsins, upplýsti einnig á fundinum að búið væri að sá í flatir við nýbygginguna og gróðursetja um 40 tré. Akveðið var að gróður- setja fleiri tré og að setja niður sex fánastangir við bygginguna. Til stendur að gera tjörn á safna- svæðinu og var það til umræðu auk byggingar á nokkurs konar „bryggju“ fyrir smábáta og stað- setningu á bátaskýli og hjalli. Til þess þarf að gera breytingar á skipulagsuppdrætti og var for- stöðumanni falið að gera tillögur að þeim. Einnig var ákveðið að láta gera skilti á næsta ári og leiðbeiningar sem komið yrði fýrir á safnasvæð- inu. Það stendur því greinilega til að gera margt á safnasvæðinu og ætti það því að verða jafnvel enn glæsileera en nú þegar fram líða stundir. SÓK Elísa og Ingibjörg með tónleika Elísa Vilbergsdóttir hin efnilega unga sóprasöngkona úr Stykkis- hólmi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari og skólastjóri Tónlist- arskólans í Stykkishólmi ætla að leggja land undir fót og leyfa Borg- nesingum, Hólmurum og Hafn- firðingum að njóta frábærra hæfi- leika sinna. Fyrstu tónleikarnir verða í Borg- arneskirkju þriðjudaginn 21. ágúst kl. 20:30 aðrir tónleikarnir verða í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20:30 og þeir þriðju verða í Hásölum Hafnarfirði helg- ina eftir dönsku dagana. Það verður auglýst nánar þegar nær dregur. Efnisskrá þeirra: Á ferð urn heiminn er sérlega fjölbreytt með ljóðum, aríum og söngleikjalögum frá öllum heimshornum. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. (Fréttatilkynning) Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Hrafnaklettur 2, Borgarnesi. 4 herb. íbúð á 1. hæð, 95,3 ferm. Stofa og hol parketlagt. 3 herb. dúklögð, skápar í 2. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. flísalagt, ljós viðarinnr. Sameiginl. þvottahús og geymslur í kjallara. Verð: kr. 7.200.000. Nýríkir bændur Bændur 18. aldar verða næsta viðfangsefni Snorrastofu. Miðviku- daginn 22. ágúst mun Axel Krist- insson, sagnfræðingur og forstöðu- maður Safnahúss Borgarfjarðar, flytja fyrirlesturinn „Auður og ætt- leysi. Um Borgfirðinginn Þorbjöm Bjarnason og aðra nýríka bændur á 18. öld“ í Snorrastofu í Reykholti. Hefst dagskráin kl. 21.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Fyrirlesturinn tjallar um Þor- björn Bjarnason, ættlausan mann að því er best verður séð, og ótrú- lega auðsöfnun hans á 18. öld. Þor- björn var þó ekkert einsdæmi held- ur auðguðust ýmsir á þeim tíma þótt af lágum stigum væm. Þetta var mikil breyting frá því sem áður var þegar allir helstu jarðeigendur og ríkisbændur landins voru af gömlum og virðulegum höfðingja- ættum. I fýrirlestrinum verður fjallað um orsakir þessara breytinga og hvernig þær voru þáttur í frá- hvarfi frá fyrri tíma stéttskiptingu og samfélagsháttum og vísuðu veg- inn til nútímavæðingar á Islandi. Axel er með B.A.-próf og Cand.mag próf í sagnfræði frá Há- skóla Islands. Titill B.A.-ritgerðar var „Hern- aður á Sturlungaöld" og Cand.mag-ritgerðar „Goðavald og ríkisvald". Hann vinnur að dokt- orsritgerð í sagnfræði við sama skóla um efnið „Islenskir höfðingj- ar 1100-1800. Erfðir, eignir og embætti“. Axel hefur á s.l. ámm unnið ýmis störf tengdum sagn- Axel Kristinsson fræði, þ.á.m. verið sérfræðingur við fornleifagröft á Bessastöðum, stundakennari við Háskóla Islands og sinnt ýmsum rannsóknum sem sjálfstætt starfandi fræðimaður. Þá hefur hann unnið að uppsetningu sýningar fyrir Snorrastofú í sam- vinnu við fleiri sérfræðinga, haldið fyrirlestra, stundað kennslu og fleira. Hann er, sem fyrr segir, nú- verandi forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar. Fyrirlestur sinn mun Axel sem fyrr segir flytja miðvikudaginn 22. ágúst kl. 21.00 í Snorrastofu. Að- gangseyrir er 400 kr. og era allir sem tök hafa á eindregið hvattir til að koma. (Fréttatilkynnig) ^Penninn________Lélep þjónusta Mig langar að tala um lélega þjónusm í fyrirtækjum, ég og maðurinn minn höfum lengi vel verið að reyna að panta varahluti í bíl sem við eigum en aldrei koma réttir hlutir. Eg pantaði varahlut í bílinn fyrir nokkram dögum síðan og við fengum já varahlut bara ekki þann sem við pöntuðum, við auðvitað sendum hlutinn til baka og pöntuðum nýjan og báðum um að sá hlutur yrði ekki sendur með Islandspósti heldur öðru fyrirtæki, en þegar varahlumrinn kom var hann sendur sem póst- krafa hjá Islandspósti! Gemr fólk úti á landi ekki orð- ið pantað hluti í gegnum þjón- ustur eins og Toyota umboðinu R Samúelssyni eins og við gerð- um, við sem búum úti á landi gemm ekki alltaf verið að hlaupa í Reykjavík til þess eins að kaupa einhverja smáhluti, það myndi ég telja virkilega óeðlilegt. Eru þessi fýrirtæki ekki með símaþjónusm fyrir fólkið úti á landi til þess að það þurfi ekki sínkt og heilagt að vera að fara í bæinn? Eg bara hélt að maður gæti fengið almennilega þjónustu eins og samfélagið krefst af hverju nú- tíma fyrirtæki! Þetta veit hver bóndi að maður þarf að geta treyst á fýrirtækin í bænum því að hlutirnir eru ekki alltaf til heima hjá manni, eða er það ætluninn að hver bóndi sé með lager heima hjá sér og geti bara treyst á nágrannana ef hlut- irnir era ekki til heima? Eg veit um fleiri sem hafa lent í svipuðu og mjög oft hjá sama fýrirtæki og við, ásamt fleiri fýr- irtækjum sem hafa einnig verið með eins lélega þjónusm og P. Samúelsson. Kolbnín Bylg/a Sveinbjömsdóttir Sælingsdal 'Penninn Vöntun á þ/éniistu Hinn 2. júlí 2001 vorum við hjónin samferða hóp útlendinga í Borgarfjarðarsýslu. Þetta var hinn myndarlegasti hópur, 30 manns af fólki víðsvegar að úr heiminum. Eg var hreykin og á- nægð yfir öllu sem að ég hafði séð hingað til, við fórum frá Húsafelli niður að Hraunfossum/Barna- fossum og þar er búið að gera margt mikið og fallegt, fólk gemr skoðað landslagið í öryggi, þ.e. handrið meðffam útsýningarpall- inum og hægt að fá sér sæti og njóta náttúrannar við nestið sitt. En svo brá mér heldur betur í brún, þar var líka hugsað urn sal- ernisaðstöðu. Það eina sem að vantaði var vatn í klósettkassann, beggja megin var mér sagt! Það var líka vönmn á stærri tunnum fýrir pappírsþurrkurnar eða tæma oftar. Hver sér um að athuga þess háttar? Það er nú óþarfi að láta alheim sjá svona stjórnleysi með eigin kamar. Mitt þjóðarstolt sökk við þessa upplifun og ég vona þegar að við komum næst með hóp með okkur til landsins, að þetta hafi verið mikil mistök í okkar fallega landi og komi ekki fýrir aftur. Svava Hannesdóttir #Beygarðshornið Elsku mamma Skátaforinginn okkar bað okkur um að skrifa heim ef ske kynni að foreldrarnir hefðu séð fréttina um flóðið í sjónvarpinu og væru með áhyggjur. Það er allt í lagi hjá okk- ur. Það flutu bara tvö tjöld og fjór- ir svefnpokar í burtu. Sem betur fer drukknaði enginn því við vor- um allir uppi á fjalli að leita að Jóni þegar þetta gerðist. Segðu mömmu hans Jóns að hann sé í lagi. Hann getur ekki skrifað henni út af gifsinu. Eg fékk að keyra einn hjálparsveitarjeppann. Það var frábært. Við hefðum aldrei fundið Jón í myrkrinu ef ekki hefðu komið eld- ingar. Viddi skátaforingi varð reið- ur út í Halldór fýrir að fara í göngu án þess að segja neinum frá. Halldór segir að hann hafi sagt honum ffá á meðan eldsvoðinn var í gangi, þess vegna hefur hann lík- lega ekki heyvt sérlega vel í hon- um. Vissuð þið að ef maður kveik- ir í gasi, þá springur kúmrinn? Blautu spýmrnar brunnu ekki, en það kviknaði í einu tjaldi og eitt- hvað af fötunum okkar brann. Lárus verður fúrðulegur í útliti þangað til hárið vex aftur. Við komum heim á laugardag- inn ef Viddi skátaforingi kemur bílnum í lag. Utafkeyrslan var ekki honum að kenna. Bremsurnar voru í fínu lagi þegar við lögðum af stað. Viddi skátaforingi sagði að það væri eðlilegt að eitthvað bilaði í svona gömlum bíl. Það er kannski þess vegna sem hann er ekki á skrá. Okkur finnst þetta vera frábær bíll. Vidda er sama þó bíllinn verði skímgur og ef heitt er í veðri fáum við smndum að standa utan á stigbrettunum. Það verður smndum ferlega heitt með 10 manns í sama bflnum. Við fengum að vera til skiptis í hjólhýsinu þar til löggan stoppaði okkur og talaði við okkur. Viddi skátaforingi er frábær. Hann er líka ferlega góður ökumaður. Hann er að kenna Dúa bróður sín- um að keyra, en hann leyfir hon- um bara að stýra þegar við erum á fjallavegum þar sem engin umferð er. Einu bílamir sem við mærnm þar eru flutningabflar. Strákamir vora allir að synda í vatninu í morgun. Viddi skátafor- ingi vildi ekld leyfa mér að synda af því ég kann það ekki ogjón var hræddur um að hann myndi sökkva út af gifsinu, svo við feng- um að róa kanóinum yfir vatnið. Það var frábært. Maður getur enn- þá séð sum trén í kafi eftir flóðið. Viddi skátaforingi er ekki geðillur eins og sumir aðrir skátaforingjar. Hann varð ekki einu sinni reiður út af björgunarvestunum. Hann hefur rosalega mikið að gera við að laga bílinn, svo við reynum að vera ekki til vandræða á meðan. Getm hvað? Við fengum allir fýrsm-hjálpar merkið okkar. Þegar Robbi stökk út í vatnið og skarst á handlegg, þá fengum við að sjá hvemig á að setja snarvöndul til að stöðva blæðingu. Bæði ég og Brjánn ældum heil ósköp, en 'V'iddi skátaforingi segir að það sé líklega bara matareitrun af kjúklingnum sem við fengum. Hann sagði að hann hefði oft ælt svona út af matnum sem hann fékk á Hraun- inu. Það er frábært að hann komst út og fékk að vera skátaforinginn okkar. Hann sagði að hann hefði fengið góðan tíma til að hugsa sitt ráð á meðan hann sat inni. Ég verð að hætta núna. Við emm að fara niður í þorp að setja bréfin í póst og kaupa byssukúlur. Ekld hafa áhyggjur af neinu. Okkur líður vel. Þinn Siggi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.