Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 16.08.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.08.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fox: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Sigrún Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsínga er kl. 14:00 á þríðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaöiö er gefiö út í 4.000.eintökum og selt til áskrifenda og í iausasölu. Áskriftarverö er 850 krónur meö vsk. á mánuöi en krónur 750 sé greitt meö greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 4 3 1 5 0 4 0 Blankir bolta- menn Fátt hefur í gegnum tíðina veitt mér meiri gleði og hamín- gju en að fylgjast með slöku gengi KR-inga í knattspyrnu. Það er, fyrir þá sem ekki þekkja, ólýsanleg tilfinning, alveg einstök upplifun og í raun ekki hægt að líkja því við neitt annað. Þess vegna hefur hamíngja mín varla átt sér nein tak- mörk það sem af er þessu sumri. Þó er ekki laust við að það örli á vorkunnsemi í seinni tíð þar sem ég er með eindæmum viðkvæm sál og má ekkert aumt sjá. Það er nefnilega ekki það sama að sjá andstæðing- inn sigraðann og að horfa á hann niðurlægðan.Með öðrum orðum þá Iiggur við að mér finnist þetta hafa gengið of langt. Það er líka alltaf sorglegt að horfa upp á þegar verið er að eyða stórfé án árangurs. Þarna og víða annars staðar hefur löngunin í verðlaunagripi borið þá ofurliði, sem er athyglis- vert í ljósi þess að slíkt glingur er hægt að fá fyrir fáeinar þús- undir og þess vegna ástæðulaust að stofna til tugmilljóna skulda. Stærstur hluti útgjaldanna hjá einu knattspyrnufélagi er í flestum tilfellum laun leikmanna. Sem einnig er athygl- isvert því þegar fyrirtæki eru með menn á launaskrá þá er þeim yfirleitt borgað fyrir að vinna. I þessu tilfelli, og fleir- um reyndar, er þeim hinsvegar borgað þótt þeir vinni yfir- Ieitt ekki. Það er fremur undarleg hagffæði, að mínu mati, að borga mönnum stórfé fyrir að tapa leikjum og láta fara illa með sig á knattspyrnuvellinum. Þetta gerði ég í mörg ár án þess að taka krónu fyrir. Þess ber að vísu að geta að það kom til greina í mínu félagsliði að ég yrði settur á Iaunaskrá eða öllu heldur gerður að verkataka og fengi greitt eftir eininga- verði fyrir mína knattspyrnuiðkun. Hugmyndin var að vísu ekki sú að ég fengi greitt fyrir hvern Ieik sem ég spilaði eða hvert mark sem ég skoraði heldur að ég fengi ákveðna upp- hæð fyrir hvern leik sem ég spilaði ekki og sérstakan bónus fyrir hverja tæklingu sem ég sleppti á æfingum. Forráða- menn félagsins töldu að þessum kostnaði væri hægt að ná til baka með minna viðhaldi á vallarsvæðinu og lægri sjúkra- kosmaði annara leikmanna. Samningar náðust að vísu ekki þar sem ég gerði kröfur um einkabúningsklefa með minibar og öskubakka sem samrímdist að því, er mér var sagt, ekki stefhu félagsins sem upphaflega var stofhað sem bindindisfé- la& . . Eg gaf því drauminn um glæstan atvinnumannsferil upp á bátinn. Kannski var ég of fljótfær, því í seinni tíð eru það ekki aðeins bestu knattspyrnumennirnir sem fá greitt fyrir sín spörk. Miðlungsknattspyrnumenn og þaðan af lakari ganga kaupum og sölum fyrir jarðarverð. Enn er það athyglisvert að þrátt fyrir að samkvæmt þekkt- um hagfræðilögmálum ætti verðlag á knattspyrnmönnum að vera í samræmi við gæði vörunnar þá virðist reyndin vera önnur. I sumar hafa blönku liðin verið að standa sig betur og leikmenn sem eru einskis virði hafa verið standa sig vel. Þetta gefur veika von um að enn sé ekki búið að grafa ungmenna- félagsandann endanlega og ,þótt það kunni að þykja hallæris- legt og lítið inn að hrópa Islandi allt eða sitja við varðeld í smáskátabúningi og syngja gingganggúlligúlli þá hefur það, eftir því sem ég best veit, ekki sett neinn á hausinn. Gísli Einarsson, varamaður Gísli Einarsson, ritstjóri. ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is smh@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is ougl@skessuhorn.is Slátrað í Borgamesi og Búðardal? Skýrist væntanlega í kvöld Sláturhúsið í Borgamesi „Menn eru á fullu að ljúka samn- ingum Kaupfélaganna við Goða og niðurstaða liggur fyrir í vikunni,“ segir Þorvaldur Tómas Jónsson stjórnarformaður Kaupfélags Borgfirðinga og stjórnarmaður í Goða eða Kjötumboðinu eins og fyrirtækið heitir í dag. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að segja ákveðið til um hvort slátr- að verður í sláturhúsum Kjötum- boðsins á Höfn, Hvammstanga, Borgarnesi og Fossvöllum eins og rætt er um fyrr en stjórnir félag- anna hafa tekið afstöðu. Þá er einnig beðið eftir niðurstöðum starfshóps sem landbúnaðarráð- herra kom á laggirnar til að fjalla um aðgerðir til að greiða fyrir sauðfjárslátrun í haust. „Málið snýst að miklu leyti um hvort menn nái að lækka vextina á afúrðalánun- um. Það hefur bæði áhrif á hvort verður slátrað í þessum húsum og Tilboð í lengingu grjótgarðs á Arnarstapa um 35 metra voru opn- uð þann 9. ágúst sl. Alls bárust 6 til- boð í verkið frá fimm aðilum en kostnaðaráætlun hljómaði upp á 55.618.400 kr. Tilboð voru eftirfar- andi: Berglín ehf. 27.776.780 kr., Stafnafell ehf. (frávikstilboð) 32.448.270 kr., Suðurverk hf. 33.449.00 kr., Klæðning hf. 37.830.00 kr., Stafnafell ehf. 41.848.270 kr. og Norðurtak hf. hvaða verð er hægt að bjóða.“ Þorvaldur segir að það komi til með að liggja fyrir í dag hvort slátr- að verður í sláturhúsinu í Brákarey. „Við erum að brenna inni á tíma og niðurstaðan verður að liggja fyrir á fimmtudag og hún verður kynnt bændum á fundi þá um kvöldið.“ Nokkrar líkur eru á að einnig verði slátrað í Búðardal í haust en sveitarstjóm Dalabyggðar og for- svarsmenn Kaupfélags Borgfirðinga hafa átt í viðræðum að undanförnu. „Það liggur fyrir að Dalamönnum er heimilt að koma inn í þennan hóp og á sömu kjömm og við erum að semja. Þeir em að meta það hvort það sé leið fyrir þá. Þeir em búnir að sjá það eins og við hinir að þetta er vonlaus rekstur. Þetta er bara spurning um að bjarga málunum á meðan verið er að skoða málin til framtíðar með tilliti til hagræðing- ar,“ segir Þorvaldur. GE 47.189.00 kr. Var útboðið með fyrirvara um að framkvæmdarleyfi fengist frá Nátt- úmvernd ríkisins en formlegt leyfi framkvæmdanna hefur ekki borist. Sem kunnugt er hefur Skipulags- stofnun samþykkt deiliskipulag fyr- ir höfnina svo ekki þarf að fara í umhverfismat með framkvæmdirn- ar. Vonir manna standa til að fram- kvæmdir getá hafist í byrjun nóv- ember. smh Stykkishólmur Nýr forstöðu- maður Dvalar- heimilisins Á dögunum tók Jóhanna Guð- brandsdóttir við sem nýr for- stöðumaður Dvalarheimilisins í Stykkishólmi. Starfaði hún áður á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Að sögn Jóhönnu leggst starfið vel í hana enda hefur hún milda ánægju af því að vinna með garnla fólkinu. Hún segir að vísu þurfi margt að laga aðstöðulega á heimilinu en það standi nú allt til bóta og þegar hafi ýmislegt breyst til batnaðar. Nefnir hún í því sambandi nýtt eldhús og matsal sem var nýlega tekið í notkun. smh Umsetnir Olsen- bræður Enn er óljóst hvort Olsen- bræður láti sjá sig á Dönskum dögum í Stykkishólmi um helg- ina. Samkvæmt Daða Sigþórs- syni, verkefnisstjóra Danskra daga, virðist vera komin sam- keppni um þá „bræður“ þessa helgi. Segir hann að Stykkis- hólmsbæ yrði sómi sýndur ef þeir myndu láta sjá sig á Dönsk- um dögum en þeir hafi ekki sama fjármagn og aðrir sem væru að falast eftir því að fá ljúfmennin tál sín. „Stykkishólmur er það að- dráttarafl sem við teflum fram og svo erum við auðvitað með þessa Dönsku daga og það væri bara mjög gaman ef þeir kæmu,“ seg- ir Daði. Hann bætti því við að málið væri ennþá á viðkvæmu stági. smh Landsmót Hagyrðinga á Hvanneyri Tólfta landsmót hagyrðinga og hollvina stökunnar verður haldið á Hvanneyri laugardags- kvöldið 25. ágúst n.k. Þangað er steðjað hagyrðingum og vísna- vinum af landinu öllu og í til- kynningu frá mótsnefndinni seg- ir að þar verði glaðst með góm- sætum matföngum og glænýjum bögum. Þessi landsmót hafa not- ið mikilla vinsælda og hefur að- sókn iðulega verið góð. Búast má við að svo verði einnig nú því hið hefðbundna bragarform nýtur vaxandi vinsælda á ný. GE Tölvumynd af grjótgarðinu d Amarstapa eftir lenginguna. Tilboð í grjótgarðslengingu Kanadísldr háskólanemar á námskeiði á Hvanneyri SíSastliðinn mánudag komti 25 kanadískir háskólanemar frá Háskólan- um í Guelph i Kanada á þrigg/a daga námskeið að Hvanneyri. Námskeiðið er þvetfaglegt ogfallar m.a. um jarðfi'æði íslands, náttúru og landnýtingu. Hlust- að er áfyrirlestra um þessi efiii og einnig farið í vettvangsferðir þar að lútandi. íslandsferð háskólanemanna er liður í ■samstarfi fjögurra skóla hér á landi við Háskólann í Guelph og þetta er í þriðja skipti sem nemendahópur kemur til Is- lands vegna svona samstaifs. Nleðalþess sem gert var tengt náminu á Hvanneyri var aðfarið var í vettvangs- ferð til að skoða fravigang uppgræðslu- verkefins á svæðinu undir Hafiiarfialli, en þar má sjá þverskurð af því sein er veríð að gera í uppgræðslu á Islandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.