Skessuhorn - 16.08.2001, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2001
jn£39Unui^
Slámrn hafin
Sumarslátrun er-hafin hjá slát-
urhúsi Kaupfélags Króksljarðar á
Króksíjarðarnesi. Að sögn Berg-
sveins Bergsveinssonar slátur-
hússtjóra var 75 lömbum slátrað
síðastliðinn mánudag og reiknað
er með að slátrun hefjist af full-
um krafti í næstu viku og standi
óslitið þar til haustslátrun lýkur.
A síðasta ári var slátrað urn 10
þúsund dilkum á Króksíjarðar-
nesi en búist er við að fleiri
lömbum verði slátrað í ár. GE
Úthafskarfa-
veiði gengur vel
Frystiskip Haraldar Böðvars-
sonar hf., Höfrungur III, er nú á
úthafskarfaveiðum suður af
Grænlandi, um 670 sjómílur SV
af Akranesi. Þeim frystiskipum
sem þar stunda veiðar hefur
gengið vel í vikunni og hefur
Höfrungur verið í stöðugri
vinnslu. Karfinn sem veiðist á
þessum slóðum er smærri en sá
sem veiddist í vor en að öðru
leyti mjög góður. Helga María
hélt úr höfn á mánudag og sigldi
rakleitt á sömu mið. Nokkrum
dögum áður landaði Helga Mar-
ía blönduðum afla að verðmæti
um 90 milljónir króna eftir 25
daga veiðiferð.
Ingunn AK landaði rúmum
2000 tonnum af kolmunna á
Vopnafirði á mánudag, en
kolmunnaveiðin hefur verið
þokkaleg að undanförnu. SOK
Aukning hluta-
íjár í Hótel
Stykkishólnii
Aðalfundur Hótelfélagsins
Þórs hf. verður haldinn á Foss-
hóteli Stykkishólmi þann 21. á-
gúst næstkomandi. Að sögn Ola
Jóns Gunnarssonar mun liggja
fyrir fundinum tillaga um aukn-
ingu hlutaijár um 35 milljónir og
reiknað með að 15 millj. korni frá
bænum og 25 millj. frá öðrurn að-
ilum. Segir Óli Jón að verið sé
með þessu að bregðast við
nokkrum framkvæmdakostnaði
ffá síðasta ári en þá var margt inn-
anstokks endurbætt. Fosshótel
leigir hótelreksturinn af Hótelfé-
laginu Þór sem bærinn á yfir 90%
hluta í. smh
Sorphirða
boðin út
Á síðasta fundi bæjarstjórnar
Borgarbyggðar var samþykkt að
segja upp samningi við Gáma-
þjónustu Vesturlands og bjóða út
sorphirðu í sveitarfélaginu. Að
sögn Guðrúnar Jónsdóttur for-
seta bæjarstjórnar er ástæðan sú
að ætlunin er að leita efrir sem
hagkvæmusmm kosti með útboði.
Fulltrúar minnihlutans í bæjar-
stjórn greiddu atkvæði gegn upp-
sögninni. Kolfinnajóhannesdótt-
ir oddviti Framsóknarmanna
sagði að minnihlutinn væri ekki
andvígur útboðum almennt en
teldi hinsvegar að forsendur
þyrftu að liggja fyrir um lækkun á
verði og að minnsta kosti jafn
góða þjónustu áður en farið væri í
útboð með tilheyrandi kostnaði.
Hún sagði að þær forsendur
hefðu ekki legið fyrir í þessu til-
felli. ' GE
Rúmlega 300 milljóna
króna tap á rekstri Spalar
Afkoma Spalar ehf., fyrirtækisins
sem á og rekur Hvalfjarðargöng,
versnaði um 320 milljónir króna á
fyrstu níu mánuðum rekstrarársins
vegna gengistaps.
Um 304,5 milljóna króna tap
varð á rekstrinum á þessum fyrsm
níu mánuðum sem eru frá 1. októ-
ber 2000 til júníloka 2001. Á sama
tímabili í fyrra var hagnaður af
rekstri 16,2 milljónir króna og
versnaði því afkoman eins og áður
segir um 320 milljónir króna.
Tekjur fyrirtækisins jukust þó
verulega á milli þessara tímabila, úr
491 milljón króna í 541 milljón
króna. Ástæða þessarar slæmu af-
komu nú er stóraukinn fjármagns-
kostnaður. Hann var tæpar 704
milljónir króna nú á móti rúmlega
205 milljónum króna í fyrra. Geng-
istap Spalar ehf. í lok júní síðastlið-
ins var 615 milljónir króna og verð-
bætur 186 milljónir króna. Alls um
það bil 804 milljónir króna.
I tilkynningu á heimasíðu Spalar
er tekið fram að ástandið hafi lagast
frá því þessir fyrstu níu mánuðir
rekstrarársins voru gerðir upp. I júlí
og ágúst hafi krónan styrkst og
gengistap félagsins því minnkað um
rúmlega 130 milljónir króna.
A heimasíðunni er einnig tekið
fram að þrátt fyrir allt ætli stjórn
Spalar sér ekki að breyta gjaldskrá
Hvalfjarðarganga á þessu ári. SOK
Kennararáðningar ganga
vel í Grundaskóla
Skortur á réttindafólki í Brekkubæjarskóla
Brekkubœjarskóli
Ágætlega hefur gengið að ráða
kennara í grunnskólana á Akranesi
fyrir komandi skólaár. Þó hefur
gengið heldur betur í Grundaskóla
en í Brekkubæjarskóla. Hrönn Rík-
harðsdóttir, skólastjóri Grunda-
skóla, segir að þar hafi nú verið ráð-
ið í allar stöður og að réttindafólk sé
í þeim nánast öllum. Einnig bárust
fjölmargar umsóknir um stöðu
stuðningsfulltrúa í skólanum, en
ekki hefur verið gengið frá ráðningu
hans. Stuðningsfulltrúi sér um að
aðstoða fatlaða nemendur skólans,
veita þeim leiðsögn og fylgja þeim
eftir í náminu.
Ingi Steinar Gunnlaugsson, skóla-
stjóri Brekkubæjarskóla, segir það
fara eftir því hvaða mælikvarða
menn noti þegar staðan varðandi
kennararáðningar í skólanum er
metin. Þar hafa verið ráðnir sex
kennarar, þar af aðeins einn með
kennararéttindi. „Við höfum auðvit-
að óskað efrir því að allir kennarar
hér væru með full réttindi en slíkir
menn eru ekki á lausu í dag. Við höf-
um ráðið marga leiðbeinendur, sem
eru auðvitað besta fólk og sumir
hverjir með mikla reynslu. En við
höfum ráðið í það margar stöður að
hægt sé að loka dæminu. Að vísu
vantar okkur sérfræðing í ensku sem
myndi styrkja liðið, en þetta er
svona skriðið saman.“
Ingi Steinar segir að þetta sé í
fyrsta skipti sem svo margir leið-
beinendur séu ráðnir til starfa við
Brekkubæjarskóla. „Staðan nú er ó-
venjuleg að því leyti að við þurfum
að fjölga kennurum vegna einsetn-
ingar auk þess sem tveir kennarar
eru í barnsburðarleyfi. En það hefur
verið regla lengi að kennara vantar á
þeim tímabilum sem sæmilega árar í
þjóðarbúskapnum því þá standa
þeim til boða betur launuð störf.“
Skólastarf í Brekkubæjarskóla
mun hefjast að nýju þann 27. ágúst.
Þá verða afhentar smndaskrár og
bækur en Ingi Steinar segir ekki víst
að nýtt húsnæði verði tilbúið til
notkunar þá. „Eins og staðan er í
dag sýnist mér ekki vera útlit fýrir að
við getum hafið kennslu þar daginn
eftir setningu skólans,“
SÓK
Aflakló fær
Bárður SH-81 við komuna á Amarstapa sl. fimmtudag.
Nýr bátur kom til heimahafnar á
Arnarstapa sl. fimmtudag. Eigandi
bátsins er Pétur Pétursson sem var
aflahæstur skipstjóra aflamarksbáta,
undir 10 tonnum, á síðasta ári.
Ljóst er að urn mjög glæsilegan bát
er að ræða. Að sögn Péturs er hinn
nýi bátur, Bárður SH-81, tæplega
helmingi stærri en sá gamli og há-
markshraði hins nýja báts um 22
mílur. Segir hann að báturinn, sem
verður á netaveiðum, hafi komið
mjög vel út úr reynslusiglingunum.
„Við fórum í tvær reynslusiglingar
auk heimsiglingarinnar á fimmtu-
daginn og er hinn nýi bátur sérstak-
lega góður hvað varðar vinnuað-
stöðu. Núna verður auðvitað allt
miklu rýmra um borð og aðstaða
þægilegri.“
Danskur saxafónleikari í
Hólminum og Ólafsvík
Einn af
þeim bestu
Von er á heimsfrægum dönsk-
um saxafónleikara á Snæfellsnes-
ið næstu daga. Um er að ræða
danskan djass-snilling, Jakob
Andersen, í för með tríói sínu
Koppel-Andersen-Koppel. Að
sögn Olafs Þórðarsonar Ríó-
tríómanns og sérstaks áhuga-
manns um djass er þar á ferðinni
einn allra besti saxófónleikari í
djassinum í dag, en Ólafiir hefur
verið svo heppinn að fá að spila
með honum. „Hann er svo yfir-
lætislaus og geðþekkur þessi
Dani að hann leyfði mér meira
að segja að spila með sér,“ segir
Ólafur. Þá er gaman að geta þess
að faðir hins unga snillings er
hammondleikari í tríóinu. Er
ætlunin að hið danska tríó spili á
Fosshóteli í Stykkishólmi í kvöld
og svo á Hótel Höfða í Ólafsvík
nk. föstudagskvöld.
smb
Vinnu-
markaðstorg
Atvinnuráðgjöf Vesturlands í
Borgarnesi hefur ákveðið að vera
með í að liðka fýrir á vinnumark-
aði Vesturlands að því er fram
kemur í fréttatilkynningunni frá
stofnuninni.
„Það hefur verið nokkuð al-
gengt að einstaklingar leiti til
okkar hjá Atvinnuráðgjöf Vestur-
lands og biðji okkur um aðstoð í
atvinnuleit á svæðinu," segir Víf-
ill Karlsson hjá Atvinnuráðgjöf
Vesturlands. „Bæði hefur verið
um að ræða einstaklinga búsetta
á svæðinu eða einstaklinga sem
vilja setjast að á svæðinu. Fram
til þessa hefur þessu ekki verið
sinnt ineð skipulögðum hætti en
þar sem skilvirkur vinnumarkað-
ur þrífst betur í krafti greiðs
upplýsingaflæðis þá var talið
eðlilegt að veita þessum þætti
hans lið,“ segir Vífill.
Atvinnuráðgjöf Vesturlands
býður nú einstaklingum í at-
vinnuleit, upp á skráningu sem
birt verður á heimasíðu hennar,
http://atvinnuradgjof.vesturland
is, og kalla hana Vinnumarkaðs-
torg. Auk þess verður fýrirtækj-
um á svæðinu, sem eru í starfs-
mannaleit líka boðið upp á
skráningu á torginu. Nú þegar
hefur Atvinnuráðgjöfin tekið við
20 skráningum. Ekki er um eig-
inlega ráðningaþjónusm að ræða
heldur upplýsingaveim sem felst
í að tengja tvo aðila saman að
sögn Vífils.
GE
Skemmd-
arverk
Skemmdarverk voru unnin á í-
búðarhúsi í Borgarfirði aðfara-
nótt sunnudags. Tvær stórar
rúður voru brotnar í húsinu en
ekki virðist hafa verið um inn-
brot að ræða. Málið er í rann-
sókn.
GE
smh