Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 16.08.2001, Side 8

Skessuhorn - 16.08.2001, Side 8
FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2001 Þór Breiðfjörð skapar sér nafn á West End Eg á orðið aðdáendahóp -segir sönguarinn úr Hólminum mSs,:. v'.,: Þór Breiófj'órð lagði úr Stykkishólmshöfn og hélt í víkmg á West End Þór Breiðfjörð Kristmsson er ungur maður úr Stykkishólmi sem hefur náð ótrúlega skjótum frama sem söngvari á sviði söng- Ieikja í London. Hann hefiir verið í ffíi á Islandi að undanfömu og blaðamaður Skessuhoms notaði tækifærið og ræddi við hann um- leiðina ffá Hólminum inn á sen- una í „leikhúslandinu", eins og West End hefur verið kallað. „Kona mín er Hólmari en kynntíst henni í Reykjavík“ „Eg er fæddur á Bolungarvík, móðir mín er þaðan en síðan fluttist ég strax í Hólminn og var viðloðandi bæinn þangað til ég fór til Reykja- víkur í fjölbrautaskóla. Faðir minn, Kristinn Breiðíjörð Guðmundsson, er sonur Guðmundar Bæringssonar sem varm lengi í Kaupfélaginu í Stykkishólmi þannig að hér á ég fjöl- skyldu og hef verið flest sumur, jól og páska,“ segir Þór. „Rætumar em mjög sterkar hingað enda er fjöl- skylda pabba stór og meira að segja kona mín, Hugrún Sigurðardóttir, er héðan, en það fyndna við sam- band okkar er að við þekktumst ekk- ert þegar við bjuggum bæði í Hólm- inum. Mér er að vísu sagt að við höf- um leikið okkur saman í sandkassa þegar við vorum böm en við kynnt- umst ekkert ffekar fyrr en löngu seinna í Reykjavík,“ segir Þór og kímir. Byrjar á fjölbrautaskóla- árum að syngja í rokk- hljómsveitum Á námsámm sínum við Fjöl- brautaskólann í Armúla byrjaði Þór að syngja með hinum ýmsu rokk- hljómsveimm. Helstu affek þeirra hljómsveita var að ná að ijita upp fyrir hljómsveitirnar Sálina hans Jóns míns og Síðan skein sól, en Þór vissi ekki þá að hann átti effir að standa á sviði ásamt Stefáni Hilm- arssyni söngvara Sálarinnar sem Júdas í Súperstar söngleiknum. Þór segist ekki hafa á þessum áram verið búinn að ákveða að fara út í tónlist- ina. „Eg var á þessum árum búinn að vera mjög upptekinn við að syngja og semja og skrifa en það var nokk- uð erfitt að taka ákvörðun um ffam- tíðina. Eg sá ekki fyrir mér að það yrði nein örugg ffamtíð í því sem ég var að sýsla við í tónlistinni og fór í lífffæði í Háskólanum." Hárið slær í gegn Það var greinilega erfitt fyrir Þór að halda sig ffá svið- inu. „Eg entist ekki í lífffæð- inni nema einn vemr og var sískrifandi texta í tímum þannig að ég ákvað að kýla á að reyna eitthvað fyrir mér í tónlistinni. Um það leyti var einmitt verið að auglýsa inn- tökupróf fyrir söngleikinn Hárið og það var svo sniðugt að vinur minn einn hafði ver- ið að kynna mér fyrir þessu verki, en þá vissi ég sama og ekkert um söngleiki. Eftir að hafa kynnst Hárinu fór ég að spyrja sjálfan mig að því af hverju það væri ekki búið að setja upp söngleik eins og Hárið héma. Það er svo bara stuttu síðar sem ég auglýsinguna um inn- tökuprófið. Eg fór í stíf inntökupróf en fékk síðan einsöngshlutverk þar að lokum. Vinur minn, sem hafði tekið þátt í Verslunarskólauppfærsl- unni, lánaði mér búninginn sinn og ég notaði hann svo í sýningunni. Hann skólaði mig því í söngleikja- ffæðunum og lánaði mér búninginn í fyrsta verkinu þannig að ég segi bara takk Biggi.“ Þór leggur áherslu á að Hárið hafi verið stökkpallur fyrir hann á þess- um tíma en ekki einungis fyrir rekstraraðila sýningarinnar á sínum tíma. „Hárið gekk auðvitað fádæma vel eins og sögur fara af og var sýnt allt sumarið og ffam undir áramót, en þá þurftum við að fara úr húsnæði Islensku Operannar. Mér fannst al- veg stórkosdegt að taka þátt í þessu verkefni enda mjög góð sýning. Það má segja að þetta hafi verið boltinn sem fór að rúlla, bæði fyrir mig og þá sem stóðu að sýningunni í Flug- félaginu Lofti. Síðan fór ég að starfa með hljómsveitum aftur til vors en Jón Olafsson hafði beðið mig um að taka vorið ffá því hann væri með ýmislegt í bígerð. Það var þá hlut- verk Júdasar í Súperstar sem svona lagði svolítið línurnar fyrir það sem koma skyldi hjá mér.“ Súperstar og West End Súperstar naut sömuleið gríðar- legra vinsælda en þar var Þór í nokk- uð áberandi hlutverki Júdasar eins og fyrr segir. „Við vinnuna á Súperstar vann ég mikið með Ama Pétri Guðjónssyni, aðstoðarleik- stjóra. Hann hafði alltaf mikla trú á mér og gaf mér mörg góð ráð sem era mér enn ofarlega í huga. Það var miki af góðum poppsöngvurum í sýningunni og ég hafði alltaf gaman af því þegar þeim var uppálagt að vera ekkert að hreyfa mikið hend- urnar, því það sæist strax á handa- hreyfingunum fólks ef það væri ekki með „leikarahendur“. Eg hins végar fékk mikla hvamingu frá Árna Pétri varðandi minn leik.“ Þegar Súperstar lauk bauðst Þór vist í Vínarborgarskóla í söngleikj- um sem hann hafhaði reyndar vegna þess að ég var þá í öðr- um sviðsverkefnum í Borgarleikhúsinu. „Um haustið 1996 var mig farið að langa að sjá hvernig hinn stóri heimur liti út. Konun- inni minni bauðst síðan starf í Lundúnum og þegar ég ffétti hjá vini mínum að það væri komin framhaldsdeild í Arts Educational í London, fyrir þá sem vilja slípa upp hjá sér leik eða söng, þá sló ég til effir hvamingu ffá konunni minni. Eg út- skrifaðist svo ári seinna úr skólanum og hef ver- ið með nokkra ráðn- ingasamninga á West End síðan. Það er dálítið fyndið en eftir að það kom í ljós hversu fljótt ég komst að á West End hafa skóla- ráðendur í Arts Educational flaggað nafninu mínu í auglýsingum sínum. Fyrsta árið var ég í kórnum í Súperstar en síðan tók ég þátt í far- andsýningu á Vesalingunum sem ferðaðist um allt Bretland.“ ,A mér svohtinn aðdáendahóp“ Þór gengst ekki svo glatt við því að geta kallast ffægur á West End en hefur þó skapað sér þar nafh. „Margt fólk í bransanum er farið að kannast við mig og ég er kominn með lítinn áhangendahóp sem eltir mig út um allt land þar sem ég er á ferð. Á West End verður maður yfirleitt eftir sýn- ingar að fara í gegnum töluverðan hóp af fólki sem vill fá eiginhandar- áritanir og þetta fannst mér mjög skrýtið í byrjun.“ Þór hélt sína fyrstu söngleikjatón- leika á Islandi í Stykkishólmskirkju fyrir skemmstu og er afar ánægður með hvernig til tókst. „Þetta var eini staðurinn sem kom til greina varð- andi mína fyrstu tónleika. Hér er mikið af skyldmennum sem hafa stutt mig mildð og sumir þeirra hafa aldrei heyrt mig syngja. Kirkjan er mjög fín og mátulegur hljómburður í henni þannig að hægt er að flytja fjölbreytta tónlist þar sem hentaði mér mjög vel,“ segir Þór. Þess ber svo auðvitað að geta að Bergþóra Jónsdóttir, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, fór lofsamlegum orðum um söng Þórs á þessum tón- leikum. Þegar Skessuhom á tal við Þór hefur ráðningarsamningur hans í verkinu The Phantom of the opera nýlega runnið út. Það verður því eitt hans fyrsta verk þegar kemur til Lundúna að huga að næstu verkefn- um og segir að það sé ýmislegt í spil- unum. „Eg varð reyndar að hafna starfi til þess að komast hingað en ég var búinn að lofa sjálfum mér því að koma núna og halda þessa tónleika í Stykkishólmi. Við höfum ákveðið að framlengja dvölina aðeins og ætium að upplifa Danska daga í Stykkis- hólmi sem verður mjög skemmti- legt-“ Að lokum má geta þess að Þór hefur dundað sér við vefsmíði og hefur sett upp vef fyrir þá sem vilja fylgjast með gangi mála hjá honum. Slóðin er www.here.is/thorkristins- son. smh

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.