Skessuhorn - 16.08.2001, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2001
15
jKÉsaunui.
Þaðer
spuming???
Hver finnst þér vera
fallegasti staðurinn
á Islandi?
(Spurt í Stykkishólmi)
Einar Helgason firá Akureyri
- Þetta (Stykkishólmur) er
Imigfallevasti bær sem ég hef komii í.
Akureyri
- BorgarförSur eystri er mér ofarlega !
hltga núua. Það er mjóg heillandi
Kouchy frá París, Frakklandi
* Lakagígar erfallegasti staðurim/ sem
ég hef komið á. Þar eru svo margir
litir og dularfullt andrúmsloftið.
Blaviel frá París, Frakklandi
- Siglufjörður hefiir v/jög mikiv
sjarma vegna fjallana og litanna þar.
Claus frá Niimberg,
Þýskalandi
- Jökulsárlón býryfir ámótstæðikgnm
tiifntm.
Evert frá Hollandi
- Mývarn er mjög marghrotinn staður
og svoleiðis jjölbreytni t landslaginu
heillar mig.
ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR - IÞROTTIR
Skagamenn komnir í toppsætið
Góður sigur á Val í slökum leik
Erfiður lokasprettur
Leiks IA og Vals á mánudags-
kvöld veröur ekki minnst fyrir til-
þrifaríka knattspyrnu þótt úrslitin í
þeim leik aö viöbættum óvæntum
ósigri Fylkis gegn Breiöabliki hafi
skotið Skagamönnum í toppsæti
deildarinnar. Þaö leyndi sér ekki
aö töluverö þreyta sat í leikmönn-
um ÍA eftir erf-
iöa ferð til
Belgíu í síð-
ustu viku og
lítið fór fyrir
þeirri baráttu
sem einkennt
hefur leik
Skagamanna í
sumar. Það
var aö vísu
betra liðið sem
fór meö sigur
af hólmi en
hann var ekki
auðveldur og
oft skall hurö
nærri hælum
viö mark
Skagamanna.
Leikurinn var daufur og hægur
fyrsta hálftímann og lítiö um færi. Á
38. mín. náöu Skagamenn hins-
vegar aö skora. Boltinn haföi
þvælst um markteiginn eftir horn-
spyrnu og Grétar Rafn Steinsson
tók loks af skarið og þrumaöi knett-
inum í netið af stuttu færi. Eftir
markiö hresstust Skagamenn
verulega og sóttu stíft þaö sem eft-
ir lifði hálfleiksins. Þeir uppskáru
líka annaö mark áöur en flautað
var til leikhlés. Aftur var þaö horn-
spyrna, sem Ellert Björnsson tók
og nú var loks komiö aö Baldri Aö-
alsteinssyni aö skora sitt fyrsta
mark í deildinni í sumar. Það var
líka glæsilegt, fastur skalli af víta-
teig í hægra markhorniö, óverjandi
fyrir Þórö Þórðarson markvörö
Valsmanna. Reyndar var það eitt-
hvaö málum blandið hver hefði
skoraö markið því Grétar Rafn
Steinsson og Andri Karvelsson
töldu sig báöir hafa komið við
knöttinn og því
voru þaö þrír
Skagamenn sem
fögnuöu þessu
marki sem lög-
legir eigendur
þess. Niðurstað-
an varö hinsveg-
ar sú aö markið
var skráö á Bald-
ur. Var hann líka
vel aö því kom-
inn en hann hef-
ur verið einstak-
lega óheppinn
að vera ekki bú-
inn aö skora fyrr.
í síðari hálf-
leiknum datt leik-
urinn niöur aftur og var blátt áfram
leiðinlegur á löngum köflum. Vals-
menn voru nær því aö skora en
Skagamenn að bæta viö og
nokkrum sinnum skall hurö nærri
hælum viö mark Skagamanna. Á
heildina litiö er þó óhætt aö segja
að betra liðið hafi unnið þótt Skaga-
menn hafi oft veriö betri í sumar.
Leikurinn var nokkuð grófur, ekki
síst af hálfu Valsmanna, þótt gula
spjaldiö hafi aðeins farið tvisvar á
loft og í bæöi skiptin var því vísað
aö Skagamanni. Valsmenn
komust upp með Ijót brot og
peysutog án þess aö Garðar Örn
Hinriksson dómari sæi ástæðu til
að fetta fingur út í þaö.
Svo virtist sem yngri leikmenn-
irnir heföu þolaö Belgíuferðina
betur en gömlu brýnin því annað
slagiö örlaöi á ágætlega skemmti-
legu spili á hægri kantinum þar
sem þeir Hjálmur Dór og Ellert
réöu ríkjum og nutu fulltingis hins
síunga Pálma Haraldssonar sem
hefur blómstrað í nýju hlutverki á
miðjunni. Vörn Skagamanna var
aö vanda traust og eru þeir
Gunnlaugur Jónsson og Reynir
Leósson án nokkurs vafa
traustasta miövaröapar í deildinni
í dag. Besti maður leiksins var
hinsvegar Ólafur markvörður sem
bjargaði Skagamönnum nokkrum
sinnum á meistaralegan hátt.
Grétar átti góðan leik en sem fyrr
segir voru flestir töluvert frá sínu
besta.
Nú á eftir aö koma f Ijós hvernig
Skagamönnum gengur aö höndla
þessa óvæntu stööu sem þeir eru
komnir í að vera í efsta sæti
deildarinnar þegar aðeins fimm
leikir eru eftir.
Ljóst er aö ungu strákarnir hafa
fengið góða reynslu að undan-
förnu sem ætti að vera þeim gott
veganesti í þeirri baráttu sem
framundan er. Þaö á hinsvegar
eftir aö koma í Ijós hvort hungrið í
titil er nógu mikiö til að fleyta
þeim áfram. Á pappírunum eru
Skagamenn vissulega ekki með
efni í íslandsmeistara en miðað
við leik Skagamanna í sumar og
ef litiö er á hvaða lið er í
næstneðsta sæti deildarinnar þá
ætti þaö aö nægja til að sannfæra
fólk um að deildin vinnst ekki á
„papírunum."
GE
Baldur Aðaisteinsson skoraði sitt fyrsta
mark í sumar í leiknum gegn Val
Verjum toppsætið með kjafti og klóm
segir fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson
„Eg er náttúrulega mjög sáttur viö
að viö skulum vera komnir á topp-
inn,“ segir fyrirliöi ÍA, Gunnlaugur
Jónsson. „Þaö kom mér reyndar á
óvart aö við skyldum ná þessu
svona fljótt. Maður átti alveg von
á að Fylkir gæti misstigið sig en
ég átti ekki von á aö þeir myndu
tapa í þessari umferð.“
Gunnlaugur segir að það sé hins-
vegar alltof snemmt aö fagna.
„Þaö eru fimm umferðir eftir og allt
þrælerfiðir leikir. Þaö skiptir í raun
ekki máli hvar liðin eru í stigatöfl-
unni. Viö eigum Breiöablik næst á
útivelli og þeir hafa aldeilis sýnt
aö þeir eru sýnd veiði en ekki gef-
in. Síðan eru Framararnir á geysi-
Helgina 17.-19. ágúst fer Sveita-
keppni Golfsambands íslands í 1.
deild karla fram á Garðavelli.
Sveitakeppnin er síöasta stórmót
kylfinga þar sem keppt er um titil-
inn „besti golfklúbbur íslands".
Þetta er eitt skemmtilegasta golf-
mót sumarsins þar sem bestu
kylfingar landsins etja kappi sam-
an. Hverja sveit skipa átta leik-
menn og leika sex í hverri umferð.
Leiknar verða tvær umferðir á
föstudag og laugardag og ein um-
ferð á sunnudag. Keppni hefst
um kl. 8 á föstudag og laugardag
og stendur fram undir kvöld. Á
sunnudag hefst keppni kl. 9 og
lýkur leik um miðjan dag.
legri siglingu þannig að við erum
hóflega bjartsýnir. Það er bara
þetta klassíska að taka einn leik
fyrir í einu. Við ætlum okkur að ná
í þrjú stig í Kópavoginum og við
munum svo sannarlega verja
toppsætið með kjafti og klóm.“
Heppnir
Gunnlaugur er ekki sáttur við leik
sinna manna á mánudag þrátt fyr-
ir sigurinn. „Við vorum ekki að
spila góðan leik og vorum aila-
vega heppnir að fá ekki á okkur
mark. Það var einhver þreyta í
mannskapnum eftir Belgíuforina,
það var erfiður leikur og erfitt
ferðaiag. Við skoruðum hinsvegar
Leikin er holukeppni sem er mjög
spennandi leikfyrirkomulag og er
oft teflt á tæpasta vað til að ná
fram sigri. Átta golfklúbbar senda
sveit til keppni og eru 6 leikmenn
í hverju liði. Allir bestu kylfingar
landsins munu etja kappi saman
og berjast um fyrsta sætið sem
gefur þátttökurétt fyrir íslands
hönd í sveitakeppni Evrópulanda.
Að sögn forsvarsmanna Golf-
klúbbsins Leynis áAkranesi hefur
Garðavöllur fengið mikið lof í
sumar og tyllir sér á stall með
bestu golfvöllum landsins. Starf-
semi golfklúbbsins hefur vaxið
mikið í sumar og stöðug aukning
nýrrafélagaeríklúbbnum. GE
tvö mörk á góðum tíma á móti
Völsurum og það reddaði okkur í
þetta skiptið."
GE
Skallarnir
í alvarleg
mál
Á laugardaginn sl. tóku Skalla-
grímsmenn á móti Nökkva,
neðsta liði 2. deildar. Fyrir leik-
inn var Ijóst að Skallarnir þyrftu
að vinna leikinn til að lenda ekki
í alvarlegri fallbaráttu. Gestirnir
komust yfir eftir hálftímaleik en
það voru heimamenn sem óðu (
færum. Valdimar Kr. Sigurðsson
jafnaði leikinn eftir stundarfjórð-
ungs leik í síðari hálfleik en síð-
an komu tvö ódýr mörk frá
Nökkvamönnum.
Það er Ijóst að með þessum
sigri Norðanmanna á Sköllunum
hafa þeir hleypt lífi í fallbarátt-
una og krefjast nú stuðnings-
menn Skallagríms að sigur vinn-
ist í næsta leik sem verður í
Borgarnesi gegn neðsta liði
deildarinnar, KÍB, næstkomandi
laugardag klukkan 14:00. Er
orðið um líf og dauða að tefla
fyrir Skallana að sigra í þeim leik
en þeir hafa sýnt að þeir eiga að
vera með töluvert betra lið en
botnliðin tvö sem þeir leika nú
við með stuttu millibili.
smh
Stórmót á Garðavelli
Molar
HSH vanrt góðan sigur á Fjölni
síðastliðinn föstudag. Lokatölur
urðu 4-3. Jónas Gestur Jónasson
skoraði tvö mörk og þeir Helgi
Reynir Guðmundsson og Aron
Baldursson sitt markið hvor.
Bruni missti af kjörnu tækifæri til
að komast í annað sæti síns riðils
þegar þeir töpuðu 1-2 á heima-
velli í síðustu viku fyrir Úlfunum.
Fyrir leikinn höfðu Úlfarnir ekki
sigrað einn einasta leik í sumar.
Bruni lenti 2-0 undir strax í fyrri
hálfleik og náðu ekki að vinna
þann mun upp. Sigurjón Jónsson
klóraði f bakkann fyrir Bruna
snemma í seinni hálfleik en
lengra komust heimamenn ekki.
Knattspyrnu-
úrslit vikunnar
8. ágúst
3. fl. kk. C1
Reynir S.-Skallagrímur 4-1
3. fl. kk. C1 HSH-Víkingur R. 4-0
4. fl. kvk. A-lið A KR-ÍA 6-1
9. ágúst
5. fl. kk. C-liðA ÍA - Fram 7-0
5. fl. kk. A-liðA ÍA - Fram 4-0
5. fl. kk. B-liðA ÍA - Fram 5-1
5. fl. kk. D-lið A ÍA - Fram 5-5
5. fl. kk. A-lið C
Víðir - Grundarfj/Snæfell 3-1
5. fl. kk. B-lið C
Víðir - Grundarfj/Snæfell 0-3
5. fl. kk. A-lið C
UMF Bess. - Skallagrímur 4-2
5. fl. kk. B-lið C
UMF Bess. - Skallagrímur 9-1
10. ágúst
3. deild kk. A Bruni - Úlfarnir 1-2
3. deild kk. A HSH - Fjölnir 4-3
11. ágúst
2. deild kk. Skallagr. - Nökkvi 1-3
13. ágúst
3. fl. kk. C1 Skallagr,- HSH 3-13
3. fl. kk. C1 Skallagr,- HSH 3-13
4. fl. kk. 7 A HK - Skallagr. 7-1
Símadeild kk. ÍA - Valur 2-0
3. fl. kk. Bikar SV FH - ÍA 3-2
14. ágúst
3. deild kk. A HK - HSH 1-0
3. deild kk. A Fjölnir - Bruni 3-1
Staðan f
Símadeildinni
Félag LU J T Mörk Stig
1 ÍA 13 8 2 3 20:9 26
2 Fylkir 13 7 4 2 23:9 25
3 ÍBV 13 7 2 4 11:11 23
4 FH 13 6 4 3 15:12 22
5 Grindav. 12 6 0 6 19:20 18
6 Valur 13 5 2 6 15:19 17
7 Keflavík 13 4 4 5 18:20 16
8 Fram 13 4 1 8 18:21 13
9 KR 12 3 2 7 9:16 11
10 Breiðab.13 3 1 9 12:23 10
Staðan í
2. deild
Félag LU J T Mörk Stig
1 Haukar 14 10 3 1 38:11 33
2 Aftureld. 14 9 3 2 32:15 30
3 Sindri 14 9 2 3 17:6 29
4 Selfoss 14 6 4 4 28:21 22
5 Leiknir R.14 4 5 5 23:22 17
6 Léttir 14 5 2 7 20:27 17
7 Skallagr. 14 4 2 8 20:34 14
8 Víðir 14 3 4 7 16:26 13
9 Nökkvi 14 2 4 8 14:26 10
10 KÍB 14 3 1 10 23:43 10
Staðan ÍA
riðii 3. deildar
Félag L U j T Mörk Stig
1: HK 13 10 3 0 47:12 33
2 Fjölnir 13 5 5 3 31:24 20
3 Bruni 13 5 2 6 25:25 17
.4 HSH 13 4 5 4 21:26 17
5 Barðastr 13 5 1 7 33:36 16
6 Úlfarnir 13 1 2 10 10:44 5