Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. AGUST 2001 oAtjautiu... Aðalvík SH- 443 á ólögleg- um veiðum Dæmt hefur verið í máli Aðal- r víkur SH-443 frá Ólafsvík erT Fokkerflugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF - Sýn, kom að skipinu við veiðar um 12 mflur út af Önundarfirði mánudaginn 20. á- gúst sl. Mun skipið þá hafa verið urn 0,7 mílur innan við landhelg- islínuna og of nærri landi miðað við það sem leyfilegt er við tog- veiðar. Héraðsdómur Vestþarða úrsk- urðaði í málinu og var skipstjór- anuin gert að greiða 1200 þúsund krónur í sekt fyrir athæfið. smh Brunavamir í keilusal bættar Jóhannes Karl Engilbertsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Magnús Þórðarson, bygginga- og skipulagsfúlltrúi, sendu bæj- arráði bréf fyrir skemmstu þar sem þeir gerðu athugasemd við brunavarnir í húsnæði keilusalar- ins í íþróttahúsinu við Vestur- götu. Keilusalurinn er sem kunnugt er þar sem Skagaleik- flokkurinn hafði áður aðsetur sitt. Bæjarráð fól sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að taka máiið til umíjöllunar. Jóhannes segir að brunavörn- um hafi verið ábótavant í hús- næðinu en að verið sé að vinna að úrbótum. „Það vantaði tals- vert upp á að þetta væri í lagi en allt er í góðum málum núna og eftir því sem ég best veit er verið að vinna í þessu.“ Jóhannes segir að í húsnæðinu þurfi að vera sér- brunahólf aðskilið frá húsinu. „I þessu hólfi þurfa að vera ákveðn- ar hurðir og tvær útgönguleiðir.“ SÓK Landað á Ákranesi Skip Haraldar Böðvarssonar hf., Ingunn, landaði tæpum 2 þúsund tonnum af kolmunna á Akranesi í síðustu viku og Stur- laugur H. Böðvarsson 125 tonn- um. Afli Sturlaugs var að mestu leyti þorskur, karfi og ufsi. Höfrungur III og Helga Mar- ía veiddu vel í vikunni og Vík- ingur var í síldarleit við norsku lögsöguna. Sfld fannst en telj- andi torfumyndanir höfðu ekki átt sér stað. SÓK Þjófnaður á far- fuglaheimili Á sl. fimmtudagskvöld milli átta og tíu um kvöldið, var mjög verðmætri stafrænni kvikmynda- tökuvél af Sony-gerð stolið úr herbergi á Farfuglaheimilinu Sjónarhóli í Stykkishólmi. Að sögn lögreglunnar í Sty'kkishólmi ntun kvikmyndavélin hafa verið í eigu ítalskrar fjölskyf du sem lagði þunga áherslu á að gildi vélarinn- ar væri ómetanlegt fyrir þau per- sónulega, enda fjöldi gagna úr ferð þeirra til Islands á vélinni. Engin vitni munu vera að manna- ferðum í herbergið á þeim tíma þegar vélin hvarf. En málið er í rannsókn. smh Annríki hjá Slökkviliði Akraness Eldur kom upp í veiöarfærum og bifreiö Um næstkomandi helgi verður fyrsta skóflustungan tekin að nýju Hótel Búðum. Mun Sturlu Böðv- arssyni, samgönguráðherra, veitast heiðurinn að því að hefja á tákn- rænan hátt byggingarframkvæmdir hótelsins en áætlað er að stórtæk- ari framkvæmdir hefjist strax eftir helgina. Eins og Skessuhorn hefur skýrt frá verður hótelið örlítið öðruvísi staðsett en menn eiga að venjast auk þess sem áherslubreytingar verða í útliti og innréttingum. Gistiherbergjum mun fækka en verða þess í stað stærri og ríkuleg- ar búin húsgögnum, auk þess sem veitingasölum verður fjölgað. í deiliskipulagi Hótel Búða er gert ráð fyrir að hægt verði að stækka hótelið um nær helming í framtíðinni auk þess sem gert er ráð fyrir fjölnota bátahúsi við bryggjuna og skemmu vestan við ný bílastæði. smh Greiölega gekk aö slökkva eldinn sem upp kom í veiðmferunum, en þau reyndust þó ónýt. Tveir eldsvoðar urðu á Akranesi á laugardaginn var og var slökkvilið bæjarins því kallað út tvisvar með rúmlega þriggja klukkustunda millibili. Fyrra útkallið barst laust fyrir klukkan hálffimm. Eldur logaði glatt í veiðarfærum í eigu HB hf. sem staðsett voru á Breiðinni. Slökkviliðið kom fljótlega á stað- inn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Veiðarfærin eru ónýt en grunur leikur á að uni íkveikju hafi verið að ræða. Mikinn, svartan reyk lagði frá brunanum og lagði fjöldi bæjarbúa leið sína niður á Breið til þess að svala forvitni sinni og sjá hvað væri um að vera. Um þremur klukkustundum síð- ar, klukkan átta á laugardagskvöld, barst tilkynning um eld í bifreið sem staðsett var á bílastæðinu fyr- ir utan fjölbýlishúsið við Garða- braut 45. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Skessuhorn hefur fengið kom upp eldur í vélinni af sjálfsdáðum þegar eigandinn ætl- aði með tilvonandi kaupanda í reynsluakstur. Bifreiðin varð al- elda á skömmum tíma og brann í henni allt sem brunnið gat. Þónokkrar sprengingar urðu í bif- reiðinni þar sem rúður og dekk sprungu auk bensíntanksins. Starfsmaður Securitas var staddur í húsinu og lagði hann til þrjú slökkvitæki sem reyndust þó ekki hafa mikið að segja í baráttunni við eldinn. Slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn þegar það kom á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsstjóra var ekki hætta á að eldurinn næði að breiðast út í aðra bfla á bílastæðinu. Bifreiðin var fjarlægð að beiðni eiganda hans þegar slökkvistarfi var lokið en ekki fylgir sögunni hvort hon- um hafi tekist að selja gripinn. SOK Eldur kom upp í bifi-eið við Garðabraut og allt í henni brann sem brunnið gat. Tölvumyud af njju hóteli á Bpiöuvi. Annar flokkur í úrslit í bikar- keppninni 2. flokkur karla, IA mætti liði KA á Akranesvelli síðastliðinn þriðjudag í undanúrslitum bikar- keppninnar. Gestirnir skoruðu fyrsta markið strax í byrjun leiks- ins. Hvorugt liðið náði að skora áður en flautað var til leikhlés þrátt fyrir margar ágætis tilraunir af beggja hálfu og staðan í leikhléi því 0-1. Skagamenn mættu tví- efldir til leiks í seinni hálfleik og ekki leið á löngu þar til hinn ungi og efnilegi Hilmir Hjaltason hafði náð að skora tvö mörk. Garðar Bergmann Gunnlaugsson gulltryggði svo sigur IA þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark leiksins, lokatölur 3-1. Skagamenn munu því leika til úrslita um bikarinn á næstunni en í dag, fimmtudag, kemur í ljós hverjum þeir munu mæta í þeim leik því þá fer leikur Keflavíkur og Fjölnis fram. SOK Nýr aðstoða- rektor á Bifröst Magnús Arni Magnússon, lektor, hefur tekið við stöðu að- stoðarrektors Viðskiptaháskól- ans á Bifröst af Bjarna Jónssyni. Magnús er fæddur 1968. Hann lauk BA prófi í heimspeki frá Há- skóla íslands 1997, MA prófi í hagfræði frá University of San Francisco 1998 og MPhil prófi í Evrópufræðum ffá University of Cambridge 2001. Hann hóf kennslustörf við Við- skiptaháskólann á Bifröst haustið 2000. Starfaði með námi m.a. við stundakennslu og blaðamennsku og sat á Alþingi fyrir Alþýðu- flokkinn 1998-1999 sem l5. þingmaður Reykvfldnga. Hann var sat í Stúdentaráði HÍ 1993-1995, í stjórn Varðbergs, fé- lags um vestræna samvinnu 1994- 1998 og í stjórn Þróunarsam- vinnustofnunar Islands 1993- 1997. Magnús er nú formaður í- þróttafélagsins Breiðabliks í Kópavogi og einn ritstjóra vefritsins Kreml.is og er kvæntur Sigríði Björk Jónsdóttur list- fræðingi. Eiga þau tvo syni. (Fréttatilkynning) Inntöku á leik- skóla lokið 32 böm á biðlista Inntöku barna er nú lokið í leikskóla Akraneskaupstaðar; Garðasel, Teigasel og Vallarsel. Á Garðaseli verða 108 börn, 112 á Teigaseli og 103 á Vallarseli. Á Garðaseli verða flest böm sam- tímis eða 73, á Teigaseli verða þau 72 og á Vallarseli 68. Flestir era í hádegismat á Teigaseli eða 64, 61 á Garðaseli og 60 á Vallarseli. Að inntöku lokinni eru 22 börn á biðlista fædd árið 1999, 4 börn fædd árið 1998, 4 böm fædd árið 1997 og 2 börn fædd 1996. Alls 32 börn. SÓK Ráðherra tekur skóflustungu að Hótel Búðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.