Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. AGUST 2001 o&iisatmu^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tiðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 $mh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkaleslur: Sigrún Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja bf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaöiö er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur meö vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt meö greiðslukorti. Verö í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Undirstaða hamingju og sálarheillar nútímamannsins eru upplýsingar. Eins og svo oft hefur komið fram lifum við í upp- lýsingaþjóðfélagi þar sem allir keppast við að veita upplýsing- ar um eitt og annað sem enginn hefur gagn af. Reglulega eru birtar í fjölmiðlum niðurstöður úr rannsóknum, útkomur úr skoðanakönnunum og vinsældalistar af öllum stærðum og gerðum. Annan hvern dag, eða svo, fáum við að vita hverjir eru vinsælustu stjórnmálamennirnir, hverjir eru þeir óvinsæl- ustu, hverjir eru fallegastir, best klæddir, verst klæddir, og það sem er kannski áhugaverðast, hverjir eru minnst klæddir. Það er aðeins eitt sem ég sakna í þessu upplýsingaflóði en það er að enginn skuli hafa tekið saman lista yfir þá sem eiga mest bágt í þessu þjóðfélagi. Þar sem ég er í eðli mínu afskaplega meir og má ekkert aumt sjá, þá eru þetta upplýsingar sem ég tel mig ekki geta verið án. Það er því eins og oft áður að það endar með að maður verður að gera hlutina sjálfur: ÞEIR SEM EIGA MEST BÁGT — TOPP TÍU I tíunda sæti er skagfirska nautið Limmi sem sló Islands- metið í nautsstærð og var síðan étinn. I níunda sæti er sjávarútvegsráðherra sem er búinn að eyða öllu sumarfríinu sínu í að upphugsa leiðir til að gera smábáta- sjómenn hamingjusama en hefur samt ekki dottið neitt snið- ugt í hug. I áttunda sætinu er lambið sem í allt sumar hefur þurft að velkjast í vafa um hvar því verður slátrað í haust. I sjöunda sæti eru laxveiðimenn landsins sem verða ekki var- ír, þrátt fyrir milljónafjárfestingar í réttu græjunum. I sjötta sæti er öræfaflækingurinn Haraldur Orn sem leiðist það mikið heima hjá sér að hann kýs frekar að leggja líf sitt og limi í hættu ineð því að þramma á hæstu fjallatoppa heimsins. I fimmta sæti er ungur maður í Kanada sem vill ekki láta nafn síns getið en hann varð fyrir því óláni fyrir skemmstu að unnusta hans reif af honum bæði eistun sem verður að teljast afar óheppilegt. I fjórða sæti er ég sjálfur og verður það útskýrt nánar síðar. I þriðja sæti er Arni Johnsen, athafnamaður og húsbyggj- andi, og þarf það ekki nánari útskýringa við. I öðru sæti eru íbúar vesturhluta Reykjavíkurhrepps og þarf heldur ekki að útskýra það. I toppsætinu, sá sem hlýtur titilinn “Mest bágt mánaðarins” er síðan Skipulagsstjóri ríkisins. Maðurinn er í þeirri stöðu að sama hvaða ákrorðun hann tekur þá getur hún aldrei orðið rétt. Jafnvel þótt hann geri eflaust sitt besta þá getur það aldrei orðið nógu gott. Forsætisráðherra segir að hann sé fúskari sem væri ekki svo alvarlegt nema fyrir þá sök að hann er ófáanlegur til að segja í hverju fúskið felst. Þótt vissulega sé slæmt að gera vitleysu þá er enn verra að hafa gert vitleysu en fá ekki að vita í hverju hún felst. Þá er skipulagsstjóra ekki síð- ur vorkunn fyrir það að stjórnarandstaðan hælir honum á hvert reipi, en það er fyrst og fremst fyrir að hann gerði ekki akkúrat það sem forsætisráðherrann vildi. Skipulagsstjóri er með öðrum orðum ýmist óvinsæli eða þá vinsæll á röngum forsendum. Það er því ekki nokkur vafi á að enginn á meira bágt. Gísli Einarsson, vorkennari. Arsœll SH-88 í beimahöfii í Stykkishóbni. Mynd: Gunnlaugur Amasoti Nýr bátur til Stykkishólms Nýr bátur, Ársæll SH-88, kom til heimahafnar í Stykkishólmi um helgina. Báturinn er í eigu Sólborg- ar ehf. í Stykkishólmi og keypt frá Skinneyjar-Þinganess, Hornafirði, en hét áður Steinunn SF-10. Ársæll SH-88 var byggður í Nor- egi árið 1966 og er 197 tonn. Skip- ið er 34.64 m langt og 6.75 m breitt, en fyrri eigendur hafa gert miklar endurbætur á skipinu síð- ustu ár. Ársæll SH-88 kemur í stað eldri báts sem seldur var í vor til Flóa ehf. í Hafnarfirði sem nú heit- ir Egill Halldórsson SH-2. Sólborg ehf. var stofhuð fyrir 23 árum og er þetta fjórða skip félagsins sem ber Ársælsnafnið. Ársæll verður gerður út á neta- veiðar og hefur þegar farið í sína fyrstu veiðiferð. I áhöfn Ársæls verða 8 menn og skipstjóri er Viðar Björnsson. smh/Gunnlaugur Amason Námskeið á vegum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Þann 16. ágúst sl. fór fram nám- skeið undir yfirskriftinni Gríptu til góðra ráða á vegum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Guð- ríður Adda Ragnarsdóttir, atferlis- fræðingur, fór þar yfir atriði varð- andi þjálfun í greiningu og mótun atferlis barna. Um 30 þátttakendur sóttu námskeiðið sem fram fór á Hótel Framnesi. Var námskeiðið liður í námskeiðahaldi Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Næsta námskeið verður á Hótel Hellissandi á morgun en þar munu leikskólakennararnir Sigrún Birgis- dóttir og Margrét Sigurðardóttir stýra dagskrá fyrir leikskólakennara og starfsfólk á yngstu stigum grunnskóla undir yfirskriftinni Leikur og ritmál. Síðan verður í september, í Olafsvík, skóla- námskrárgerð í umsjón Jóns Bald- vins Hannessonar. smh Ný gata í útjaðri Borgamess Verið er að leggja lokahönd á gatnagerð í útjaðri Borgarness. Um er að ræða götu sem nær frá hest- húsaafleggjaranum og í suður að nýbyggingu Olgerðar Egils Skalla- grímssonar. Er áætlað að hin nýja gata verði tilbúin um mánaðarmót- in og hefur henni verið gefið nafn- ið Vallarás. Þá er eftir allur yfir- borðsfrágangur svo sem lagning bundins slitlags og gangstéttar. smh Umhverfisátak í Borgarbyggð Bæjarfulltrúar Borgarbyggðar á- kváðu á dögunum að bretta upp á ermarnar, sýna gott fordæmi og taka til hendinni í Borgarnesi. Kom framtaksemi þeirra í kjölfarið á átaksverkefni Borgarbyggðar, Fegurri sveitir, sem hófst þann 20. ágúst og mun standa til 2. septem- ber. Er fyrirtækjum og stofnunum boðið upp á að fá járnagáma til sín og tekið er við brotajámi og timbri á Gámastöðinni á meðan á átakinu stendur. Hópur frá félagasamtökum mun fylgja átakinu eftir með eftirliti og meta árangur í lokin og hvetja bæj- armálayfirvöld til þess að íbúar láti ekki sitt eftir líggja. smh Leiðrétting Mishermt var að lóð Ráðhúss- ins í Stykkishólmi hafi fengið við- urkenningu á Dönskum dögum. Hið rétta er að það var Sýsluskrif- stofan við Aðalgötu sem hlaut þann heiður. Það var húsfyllir og vel þaS á tólfia landsmóti hagyrðinga sem haldið var á Hvanneyri um síðustu helgi. Hátt i tvöhundrað hagyrðingar og hollvinir stökunnar nuettu til leiks og hlýddu á rímnaflóð fram eftir nóttu. Mynd: GE * m

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.