Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 30.08.2001, Blaðsíða 3
oni.a3iinu>.. FIMMTUDAGUR 30. AGUST 2001 3 Vignir tvöfaldur heimsmeistari Heimsmeistaramót íslenska hestsins var haldið á dögunum í Stadl Paura, Austurríki. Hólmarinn Vignir Jónasson á Kdakki frá Bú- landi gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur heimsmeistari, í fimm- gangi og í samanlögðu. Að sögn Vignis er Klakkur ellefu vetra gæð- ingur sem hann hefur verið að vinna með síðastliðin fjögur ár. Hafa þeir verið ósigrandi saman á síðustu tveimur árum og unnið Is- landsmeistaratitla í fimmgangi árin 2000 og 2001. Segir Vignir að það sé búið að vera markmið hjá honum frá 1999 að fara með Klakk út á heimsmeistaramót í ár enda hafði hann þá verið sannfærður um hvað hann gæti. Eins og kunnugt er eiga hestar sem fara til útlanda í keppni ekki afturkvæmt til Islands og segir Vignir að Klakkur sé seldur austur- rískum keppnismanni sem hyggst nota hann áfram sem keppnishest. Fimmgangur er keppnisgrein sem felst í því að sýna allar fimm gangtegundir íslenska hestsins og hafa knaparnir fjóran og hálfan hring á brautinni til að sýna hvað býr í hestinum. I samanlögðu er ár- angurinn í fimmgangi, tölti og 250 skeiði (tímataka) lagður saman. Þá varð Vignir þriðji í gæðingaskeiði. s?nh Vigt/ir og Klakkurfrá Búlaudi. Mynd Eiðfaxi/HGG. Munaði mióu Tvö óhöpp urðu af völdum elds í Borgarnesi í síð- ustu viku og mátti í bæði skiptin litlu muna að ekki fór illa að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra. I fýrra tilfellinu kviknaði í bakaraofni en þar náðist að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki. I síðara til- felli kom upp eldur í þurrkara en þar heppnaðist einnig að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. „Það var lán að ekki fór verr en þessi atvik ættu að vera almenningi áminning um að hyggja vel að bruna- vörnum á sínu heimili. Það er ekki nóg að reyk- skynjarar og slökkvitæki séu til á heimilinu. Það þarf stöðugt að fylgjast með að þessi tæki séu í lagi og á réttum stöðum. Þá þarf fólk að fara yfir útgönguleið- ir og aðra þætti sem nauðsynlegt er að séu á hreinu ef eldur keinur upp. Ef það gerist eru ekki miklar líkur til að ráðrúm gefist til að fara þá að skipuleggja hlut- ina. Það er aldrei of varlega farið,“ segir Bjarni. GE Pí ehf. Kennarar stofiia tölvufyrirtæki Eirtkur Guðmuudsson og Dröfit Viðarsdóttir, tveir af fjórum eigendum Pí ehf. Á morgun, föstudag, verður opn- að nýtt tölvufyrirtæki á Akranesi sem fengið hefur nafnið Pí ehf. og hefur aðsetur að Merkigerði 18. Eigendur og starfsmenn eru Eirík- ur Guðmundsson rafmagnsverk- fræðingur, Hörður Ragnarsson tölvuverkfræðingur, Steingrímur Benediktsson líffræðingur og Dröfn Viðarsdóttir kennari. Þau eiga það öll sameiginlegt að starfa eða hafa starfað við kennslu í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Við ætlum fyrst og fremst að vera í tölvuþjónustu við einstak- linga og fyrirtæki en ekki í sölu á tölvubúnaði. En við munum þjón- usta allan tölvubúnað sem Hljóm- sýn selur. Að auki getuin við boðið upp á tölvunámskeið fýrir hópa eða einstaklinga, raflagnahönnun, tölvuforritun, iðntölvuforritun eða bara flest sem hægt er að láta sér detta í hug í sambandi við tölvur og rafmagn,“ segir Eiríkur. A morgun verður heimasíða fýr- irtækisins opnuð en slóðin á hana er www.pi.is. Hönnuður síðunnar er Pétur Guðmundsson en hann mun sinna verkefnum fýrirtækisins sem lúta að vefsíðuhönnun. Eiríkur segir að engin sérstök saga liggi að baki nafninu. „Það er ekki auðvelt að finna nafn sem ekki er frátekið og því kom það okkur á óvart að þetta nafn skyldi vera á lausu. Það er stutt, auðvelt að muna og allir þekkja táknið.“ Skrifstofan og verkstæðið að Merkigerði 18 verður opið alla virka daga frá 13 til 18. SÓK Elísabet átti sex ára afineeli um dagimi og þar sem veður var gott ákvað hún að halda upp á daginn í skógræktinni á Akranesi. Þar var giillað og leikiðfi-am eftir degi. A myndinni er Elísabet ásamt tveimur vinkonum stnum. Ný rúllu- og pökkunarvél á Leirárgörðum Sparar peninga og tíma Heyskapur hefiir gengið vel á Eystri-Leirárgörðum í ár og er honum nú sem næst lokið. Magnús Hannesson, bóndi á bænum, festi fyrr í sumar kaup á nýrri rúllu- og pökkunarvél af gerðinni Vicon á- samt syni sínum og Ásgeiri Krist- inssyni bónda á Leirá. Ingvar Helgason sér um innflutning á vél- unum en enn sem komið er eru að- eins nokkrar slíkar til á landinu. Þær kosta um það bil 3,5 milljónir króna. „Við erum búnir að rúlla á bilinu 1200-1300 rúllur síðan við fengum vélina í júlí. Þetta hefur gengið mjög vel, en það komu smá byrjunarörðugleikar eins og alltaf þegar koma ný tæki og fýrirkomu- laginu er breytt.“ Magnús segir að þar sem vélin bæði rúlli og pakki sparist tími auk þess sem færri menn þurfi til að vinna verkið. „Vélin matar upp í sig eins og venjuleg rúlluvél og þegar rúllan er orðin full færir hún hana aftur á annað borð og pakkar henni þar. Áður þurfti tvo traktora og tvo menn til að vinna sama verk. Auk þess kemst um 30% meira af heyi í rúllurnar en áður, við það sparast plast og þar af leiðandi kosmaður. Mér líkar mjög vel við þetta og af- köstin hafa aukist til muna þrátt fýrir að ég sé ekki með jafn mikinn mannskap í vinnu.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.