Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 04.10.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.10.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 2001 W W W.SKESSUHO R N . I S Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrón Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir ougl@skessuhorn.is Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Það er svolítið undarlegt ef út í það er farið að í fáum stétt- um er að jafnaði jafn mikill ófriður og í klerkastétt, það er að segja undarlegt vegna þess að eitt af aðal hlutverkum þessar- ar stéttar á víst að vera að boða frið. Nú síðast hrikti í kirkjum og kuflar sveifluðust með pilsa- þit miklum þegar skipaður var nýr sóknarprestur í Kaup- mannahafharprestakalli. Þar varð fyrir valinu ágætur klerkur sem haft hefúr það hlutverk síðustu ár að troða kristindómi í sunnlendinga. Hann er hinsvegar af borgfirsku bergi brotinn og því hinn brúklegasti maður. Samt sém áður er fjarri því að hægt sé að segja að sátt hafi verið um skipan Kaupinhafnar- lerks. Það kom nefnilega upp úr dúrnum að staðgengill bisk- ups sem átti að taka ákvörðun áð tók náttúrulega ranga ákvröðun mati nokkurra annarra sem héldu að þeir væru búnir að taka ákvörðun. Það er nefnilega sama sagan í prestastétt og í flestum öðr- um stéttum að áður en ákvörðun er tekin um jafnvel hin smæstu og ómerkilegustu mál þarf slatti af nefndum að sofa á þeim í nokkrar vikur. Svo var einnig í þetta sinn. Því háttar nefnilega þannig til við Kaupmannahafnarprestakall að þar er nokkurskonar forvalsnefnd sem velur prest sem biskup á síð- an að velja. Nú tók málið hinsvegar þá óvæntu stefnu að sett- ur biskup tók sjálfstæða ákvörðun í stað þess að segja já og amen eftir efninu og blessa bara yfir ákvörðun umræddrar nefndar. Þetta vandamál sem þarna eru komið upp er einn af fylgi- fiskum lýðræðisins. Eins og allir ættu að vita er raunverulegt lýðræði sennilega hvergi brúkað í reynd. Mest hefur verið notast við svokallað sýndarlýðræði sem byggir á því að telja lýðnum trú um að hann ráði einhverju en auðvitað fer því fjarri. Meðal annars er þeirri aðferð beitt við ákvarðanatökur að láta hinar og þessar nefhdir og ráð fá málin til umfjöllun- ar og umsagnar. Auðvitað skiptir þeirra niðurstaða ekki nokkru máli að öðru leyti en því að viðkomandi aðilar eru miklu frekar sáttir við útkomuna á þeim forsendum að þeir hafi verið með í ráðum, eða það halda þeir. Þetta fyrirkomulag hefur því ótvíræða kosti þangað til upp kemur vandamál líkt og í Kaupmannahafnarprestakalli þar sem nefndarmenn sáu í gegnum plottið og áttuðu sig á að þeir höfðu verið fíflaðir. Því má spyrja sig að því hvort lýð- ræðið sé ekki gengið sér til húðar auk þess sem það er afar tímafrekt í framkvæmd. Eg hallast að minnsta kosti frekar að einræði sem er bæði einfalt og skilvirkt fyrirkomulag. I hinum fullkomna heimi er ekkert vesen, ekkert múður og mas eða argaþras yfir öllu sem engu skiptir. Þar er það einn sem ræður, punktur og basta, og það er ég. Gísli Einarsson, ráðamaður Kaup Steinars Bergs á Fossatúni Enginn sjálfsþurftar hippadraumur Eins og fram kom í síðasta tölu- blaði Skessuhorns hefur Steinar Berg Isleifsson fest kaup á jörðinni Fossatúni í Borgarfirði og hyggst flytjast þangað búferlum á næsta ári. I samtali við Skessuhorn segir Steinar að hann hafi verið að svip- ast um eftir jörð í 4 til 5 ár áður en til þess kom að hann skoðaði Fossatún. Hann segir að þegar hann hafði skoðað hana hafi hann strax fundið að þetta væri jörðin sem hann hafi verið að leita að. Steinar hefur ýmsar hugmyndir um það hvað hann ætlar að hafast að í Borgarfirðinum og staðfestir að þar verði rekin menningar- tengdur ferðaiðnaður í framtíð- inni. „Eg er með ýmsar hugmynd- ir til þess að nýta þær aðstæður sem eru í Fossatúni. Fyrst ætla ég samt að taka inn á mig umhverfið og fullmóta hugmyndirnar á næsta ári og hefja svo einhverjar fram- kvæmdir á þeim árið eftir. Hættan er náttúrulega að hugmyndirnar vaxi fram úr framkvæmdagetunni og því nauðsynlegt að ná jarðsam- bandi eftir að hafa farið á hugar- flug. Hvað ég svo endanlega geri ræðst auðvitað af mörgum þáttum en fyrst og fremst ætla ég að skapa sjálfum mér góða aðstöðu í Fossa- túni. Svo vonast ég líka til að við hjónin eigum eftir að falla vel inn í umhverfi og mannlíf, þannig að forsendur skapist til að taka þátt í mótun hugmynda sem gætu leitt til góðs fyrir nágrennið.“ Steinar og fjölskylda ætla að láta til sín taka í garð- og grænmetisrækt en hann gengst þó ekki að fullu við því að ætla sér sjálfsþurftarbúskap að Fossatúni. „Við munum svo sannarlega nýta okkur tækifærin til að rækta okkar eigin grænmeti og einnig hvílir á okkur sú skylda að viðhalda þeirri einstöku garðrækt sem Diljá og Sturla hafa staðið að. Með kaupunum á Fossatúni er samt ekki einhver gamall sjálfs- þurftar hippadraumur að rætast, heldur ætla ég að skapa mér og minni konu spennandi vettvang og ný tækifæri á viðskipta-, menn- ingar- og heilsusamlegum grunni.“ Að svo stöddu vildi Steinar ekki gefa upp kaupverð jarðarinnar. smh Nýr umdæmisstjóri Sigiingastofiiunar á Vesturlandi Guðmundur Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr umdæmis- stjóri Siglingastofiiunar á Vestur- landi en hann hefur áður starfað sem stýrimaður hjá Landhelgis- gæslunni. Mun aðsetur umdæm- isstjóra verða áfram í Olafsvík. Alls bárust íjórar umsóknir um stöðuna. Fráfarandi umdæmis- stjóri er Páll Stefánsson sem hef- ur gengt stöðunni um árabil. Magnús verður áfram minjavörð- ur Vesturlands Práttfyrir ný þjóðrninjalög Ný þjóðminjalög tóku gildi fyrr á þessu ári sem kveða m.a. á um að fornminjavarslan er tekin út úr þjóðminjasafninu og sett undir nýja stofhun sem mun heita fornleifavernd ríkisins, en sú stofnun mun heíja starfsemi nú um miðjan mánuðinn. Að sögn Magnúsar Aðalsteins Sigurðsson- ar, minjavarðar Vesturlands, munu þessar breyhngar hafa ó- veruleg áhrif á starfssvið hans en starfsumhverfi hans verður þrengra og samstarfshópur nán- ari. Magnús segir að þrátt fyrir þessar breytingar verði hann á- firam minjavörður Vesturlands. Bæjarstjóri svarar fyrirspum vegna Jaðarsmálsins Á bæjarráðsfundi Snæfellsbæjar þann 20. september sl. svaraði bæj- arstjóri, Kristinn Jónasson, form- lega fyrirspurn Jóhannesar Ragn- arssonar, bæjarfulltrúa, um ráðn- ingu í sumarafleysingar á Dvalar- heimilinu Jaðri. Eins og Skessu- horn hefur greint frá ýjaði Jóhann- es að því á bæjarstjórnarfundi þann 6. september sl. að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu á Jaðri sl. sumar. Spurningar Jóhannesar og svör bæjarstjóra eru annars eftirfar- andi: 1. Hver voru afskipti bæjaryfir- valda af umræddu máli? Launafulltrúi Snæfellsbæjar, Kristín Jóna, kom að máli við mig og tjáði mér að hún hefði fengið lista yfir starfsmenn á Jaðri og á þeim lista væri starfsmaður sem ekki hefði skilað skattkorti þannig að ekki væri hægt að borga honum laun. Bað ég launafulltúann að hafa samband við forstöðumanninn og kanna málið. Kom í ljós við þá eft- irgrennslan að viðkomandi starfs- maður hafði ekki tilskilin atvinnu- leyfi. Er undirritaður innti forstöðu- manninn eftir því hvers vegna ráð- inn hefði verið starfsmaður sem ekki hefði tilskilin atvinnuleyfi, gaf hún þá skýringu að hún hefði hald- ið að viðkomandi starfsmaður hefði le\Ti þar sem hún hefði haft at- vinnuleyfi sem au-pair. Þegar for- stöðumaðurinn komst að því að viðkomandi starfsmaður hafði ekki tilskilin atvinnuleyfi gekk hann í það að sækja um þau leyfi sem þarf. 2. Hefur forstöðumanni Dvalar- heimilisins verið veitt formleg á- minning eða tiltal vegna þessa aug- ljósa lögbrots? Forstöðumanninum hefur ekki verið veitt áminning vegna þessa máls. 3. Ef svo er ekki, ber þá að skilja það svo að forstöðumönnum stofn- ana bæjarins sé í sjálfsvald sett hvort þeir fari að landslögum í störfum sínum fyrir bæinn? Ollum starfsmönnum Snæfells- bæjar ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem í landinu gilda bæði skráðum og óskráðum. smb Fiskar áferð Undanfarin ár hefur Hafrannsóknarstofnun staðið fyrir merkingum á fiskum í því skyni að afla upplýsinga um ferðir þeirra. Eru endurveiddir merktir fiskar mikilvæg heimild um fiskigengd og má því ætla að sjómenn og aðrir þeir sem korna nærri sjávarútvegi hafi talsverðan áhuga á þess- um upplýsingum. Talsvert hefur verið inerkt af þorski og skar- kola hin síðustu ár við landið og tvö undangeng- in sumur voru um 1000 ufsar merktir í Breiða- firði. Eftirtalin merki bár- ust útibúi Hafrannsókn- arstofnunar í Ólafsvík á tímabilinu frá júní til september á þessu ári. smh Tegm/d Merkingar- Merkingar- Veiði- Veiði Báttir staður dagur staíur dagur Þorskur ArndrfjSráar 1".10.91 Dýrafiörthir 8.8.01 Björgvin IS Ufii ÚtnfRifi 6.7.00 Langalæna 11.6.01 Haukaberg SH Ufii ÚtafRifi 6.7.00 Undir SvörtnloftuM 25.7.01 Kristinn SH Ufii Út af Rifi 6.7.00 S. Rreiðafiörður 21.8.01 2 Ufii Gufuskálabrot 25.7.01 Gufiiskálabrot 31.7.01 Magmís Arnason SH Skarkoli Flákakantur 293.98 Vestur Fláki 7.6.01 Bervík SH Skarkoli Flákakantur 293.98 Flákinn 5.7.01 Sólcy SH Skarkoli Flákakantur 293.98 S. af Látrabjargi 31.7.01 Leifiir Halldórsson SH Skarkoli Flákakantur 293.98 SA. afSkor 23.8.01 Friðrik Bergniann SH Skarkoli Flákakantur 293.98 Ólatún (SA afSkor) 23.8.01 Fiiðrik Bergmann SH Skarkoli Út af Ritmmi 4.9.98 S. af Látrabjargi 10.7.01 Olafiir Bjarnason SH Skarkoli Út af Ritnum 4.9.98 Ellatún (SA af Skor) 23.8.01 Fnönk Bergmann SH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.