Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 04.10.2001, Side 8

Skessuhorn - 04.10.2001, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 2001 otttajurtu... Endurbætt vefsíða Líf- eyrissjóðs Vesturlands Gylfi Jóiiasson, frmnkvæmdastjóri. Lífeyrissjóður Vesturlands hefur opnað glæsilega endurbætta vefsíðu sem kemur til með að veita við- skiptavinum sjóðsins enn betri þjónustu en áður hefur verið mögulegt. Munar þar mestu um að launagreiðendum smærri fyrirtækja gefst nú kostur á því að ganga frá skilagrein iðgjalda í gegnum vefsíð- una. Auk þess er hægt að nálgast allar þær upplýsingar sem við koma starfsemi sjóðsins, s.s. tilkynningar frá sjóðnum, upplýsingar um starfsmenn, samantekt ársreikninga síðustu tveggja ára og lög og sam- þykktir Lífeyrissjóðs Vesturlands svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er hægt að nálgast á vefnum öll þau eyðublöð sem til þarf í samskiptum við sjóðinn. Gylfi Jónasson fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestur- lands sagði í samtali við Skessuhorn að útlit vefsins hefði í raun verið tilbúið um sl. áramót. „Við ákváð- um hinsvegar að bíða með að kynna vefinn formlega þar til nú vegna þess að við vildum hafa hann fullkláraðann áður en kynning hæf- ist. Munar þar mestu um að forrit- ið fyrir rafræna skilagrein iðgjalda var ekki tdlbúið fyrr en nú. Ég tel að margir launagreiðendur eigi eftir að nýta sér þá þjónustu að geta gengið frá iðgjöldunum í gegnum netið og reyndar eru nokkrir aðilar nú þegar byrjaðir að hafa þann háttinn á.“ Gylfi telur að óhætt sé að fullyrða að fáir lífeyrissjóðir á landinu geti boðið upp á þá þjón- ustu sem Lífsj. Vesturlands gerir í gegnum heimasíðu sína. „Það eru aðeins allra stærstu sjóðirnir sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á rafræna skilagrein iðgjalda. Þegar fram líða stundir munum við koma til með að bæta við upplýsingum og endurbæta vefsíðuna ef þörf er á. Eg vil því hvetja alla notendur síð- unnar til þess að senda okkur tölvu- póst ef þeir hafa einhverjar ábend- ingar um hvað betur mætti fara.“ Slóðin á vef Lífeyrissjóðs Vestur- lands er www.lifvest.is. Smábátasjómenn á Snæfellsnesi mótmæla Á aðalfundi Snæfells, félags smá- bátaeigenda á Snæfellsnesi sem haldinn var þann 30. september sl. Var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Þorskaflahámark og dagakerfi smábáta sem var við lýði fram til 1. september síðastliðinn er þrátt fyr- ir vissa agnúa það veiðistjórnunar- kerfi sem hefur reynst smábátaút- gerð og byggðalögum vítt í kring- um landið einna best. Byggðir sem liggja vel að fiski- miðum hafa notið nálægðarinnar og í kringum línuveiðar smábáta hefur skapast gróskumikil atvinna. I þorskaflahámarki og dagakerfi smábáta hefur einstaklingshyggjan fengið að njóta sín og menn haft greiðari aðgang að auðlindinni með ákveðin veiðarfæri en ella hefði orðið. I þessum veiðikerfum hafa sjó- menn getað fundið sér stað, eftir því sem hentað hefur búsetu þeirra og skapgerð. Gamli sjómaðurinn sem vildi ljúka starfsferli sínum til sjós valdi gjarnan 40 róðradaga með 30 tonna þaki, dugnaðarfork- urinn tók 23 sólarhringa án þaks og ungi sjómaðurinn sem misst hafði starfið þegar kvótinn var seldur burt úr byggðarlaginu í naftii hag- ræðingar sá sér fært að lifa áfram í sinni heimabyggð með því að sækja í tegundir utan kvóta. Með þeim breytingum sem urðu á þessum veiðikerfum 1. september síðastliðinn er fótunum kippt und- an þessum mönnum, fjölskyldum þeirra og þeim fjölmörgu sem hafa atvinnu í kringum smábátaútgerð. Breytingar sem gerðar voru á veiðikerfi krókabáta 1. september sl. munu hafa ófyrirsjáanleg áhrif á byggðalög sem hafa náð að byggja sig upp aftur með smábátaútgerð eftir hrun í kjölfar kvótamissis í nafni hagræðingar. Fundurinn mótmælir því gerræði sjávarútvegsráðherra að láta lög um kvótasetningu krókaaflamarks báta taka gildi 1. september sl. þrátt fyr- ir sterkar vísbendingar um vilja meirihluta Alþingis til frestunar laganna. Fundurinn skorar á alþingis- menn hvar í flokki sem þeir standa að fresta eða ógilda þessi lög. Fundurinn skorar einnig á sveitarstjórnarmenn á Snæfellsnesi að leggja málstað okkar lið, þar sem ekki er bara um að ræða afkomu nokkurra einstaklinga að ræða, heldur sjávarbyggðanna í heild.“ ^Písncihornið Þaö er dauöi og djöfuls nauö skrýddan kdpit krists að ofan, klœddan skollabttxum neðan. Bónda nokkrum, sóknarbarni umrædds klerks þótti vísan afburða snjöll og lagði mikið á sig til þess að læra hana. Eftir þrotlausar til- raunir í eitt og hálft ár ætlaði hann að kenna vinnumönnum sínum vísuna og var hún þá orð- in svona: Mokarinn var að moka mold yfir dauðan ná. Pokarinn var að poka peninga ekkjunni frá Maður sem bjó við götu þá er lá að kirkju- garðinum í hans heimabæ orti einhverntíma og virðist sem honum hafi ekki verið of hlýtt til allra samborgara sinna: Margir þekkja af eigin raun það ástand að sjá ekki útyfir verkefnalistann og er þá gott að rifja upp þesa gömlu vísu: Hugsaðu ekki um himininn, hvað hann muni vera. Handa þe'r mun heimurinn hafa nóg að gera. Það er nú svo þó sjaldan sé skortur á verkefn- um verður stundum skortur á veraldlegum verðmætum eða með öðrum orðum að mönn- um þykir skipting auðsins ekki sem réttlátleg- ust. Eftirfarandi vísa hefur bæði verið eignuð Olafi Briem og Sigurði Breiðfjörð og veit ég ekki hvort réttara er en hún gæti verið í fullu gildi enn í dag: Það er dauði og djöfuls nanð er dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Fáum auðnast að sleppa alfarið við umtal söguffóðra nágranna sinna en best er að láta sig það engu skipta eins ogjakob Frímannsson: Þó heimur spjalli margt um mig og mínum halli sóma, l<et égfalla um sjálfa sig svoddan palladóma. Einhvernveginn hefur það orð frekar festst við konurnar að dreifa sögum um náungann hvort sem það er nú alltaf með réttu eður ei en einhverntíma var sett saman eftirfarandi erindi: Inni í stofii sé ég sitja sannan heiðurs og ektamann sem hlustar á blessaða fnina flytja fyrirlestur um náungann. Eiginmaðurinn utan úr horni augttnum skotrar í sinni smæð. Þá sallar htín á hann sögukomi um sjómannskonuna á næstu hæð. Jóhannes á Skjögrastöðum var staddur í öðru héraði og heyrði menn ræða um prest í ná- grenni sínu sem var misjafnt þokkaður af sókn- arbörnum sínum og fjárplógsmaður mikill en útí frá fór heldur gott orð af presti. Eftir að hafa hlýtt á tal manna sagði Jóhannes: Mikið er hvað margir lofa 'ann, menn sem aldrei hafa séð 'ann, Mikið er hve margir lofa 'ann, - að ofan. Menn sem aldrei hafa séð 'ann - að neðan Það er semsagt fleira en eðalvín sem batnar við geymslu. Um sama prest og Jón nokkurn sem var honum mjög fylgispakur orti Jóhannes: Þegar deyr sá drottins þjón, ttm dagana fáum þekkm; sálina eltir eflaustjón ofan í miðjar brekkur. Vísan barst til eyrna prests sem þykktist við og kallaði Jóhannes á sinn fund og spurði hvort það væri satt að hann hefði ort um sig ljóta vísu. Jóhannes kvaðst vissulega hafa ort vísu en þvertók fyrir að hún væri ljót eða hvað væri ljótt í þessari ágætu vísu: Þegar deyr sá drottins þjón, itm dagana flestum þekkur, sálina eltir sjálfsagt Jón svona í tniðjar brekkur. Það er alltaf gott að vera fljótur að hugsa. Ei- lífðarmálin hafa orðið mörgum umhugsunar- efni og hvað tekur við hinum megin en einhver ágæt kona fékk þessa frómu ósk fyrir margt löngu: Eftir lífsins amagust eikin linnafitja. á Hhnnaríkis bæjarburst berðu þig að sitja. Skáldið Káinn var lengi grafari sveitar sinnar og lýsti eitt sinn jarðarför á þennan snyrtilega hátt: Syngjarinn var að syngja, sónghljóðin hafði röng. Hringjarinn var að hringja harmþungri Líkabóng. Þegar sumir falla frá ogfara hér um veginn finnst mér stundum eftirá eins og ég séfeginn. Káinn hugsaði hinsvegar svo til eftirlifenda í vísum sínum um Dakótasólina: Þegar ég erfallinn frá ogfiína tjörðu beinin, verður fógur sjón að sjá sólina skína á steininn. Á þeim tímum sem húsnæðisvandræði voru hvað mest í Reykjavík var Númi Þorbergsson að leita sér að íbúð til leigu og hafði tal af hús- eiganda sem bjó við gamla kirkjugarðinn. Sá gaf það svar að lítill vegur væri að taka málið til umræðu ef umsækjandi gæti gert vísu. Núm svaraði: I vesturbænum virðist mér vísust leið til glötunar. Allir dauðir eru hér öðrum megin götunnar. Númi fékk íbúðina. Að endingu skuluin við grípa hér eitt gull- kornið frá Rósberg Snædal sem virðist ekki hafa verið í húsnæðisvandræðum þegar hann orti: Geng ég um hin glæstu torg gyllt með húsum nýjwn. Þó hef ég miklu betri borg byggt úr tómum skýjum. Með þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 ^Beygqrðshornið Orðatiltæki Það er neyðarlegt að horfa á vandamál sín og vita að það er maður sjálfur og enginn annar sem hefur búið þau til. Sófókles. Verm vingjarnlegur við fólk á leið þinni á toppinn því þú átt eftir að hitta það aftur á leið- inni niður. Ricard Gordon. Þegar trúboðarnir komu áttum við landið og þeir biblí- una. Þeir kenndu okkur að biðjast fyrir með lokuð augun. Þegar við opnuðum þau aftur áttu þeir landið og við biblí- una. Jomo Kenyatta. Reynslan kennir okkur að ástin er ekki fólgin í því að horfa hvort á annað heldur í sömu átt. Antoine de Saint Exupery. Æskuárin eru tími vinátt- unnar. Það sem eftir er ævinn- ar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Johannes Fibiger. Ef hamingjan lokar einum dyrum opnast aðrar; en oft horfum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki þær sem standa okkur opnar. Helen Keller. Þegar að því kemur að öll sund virðast lokuð og baráttu- þrekið gjörsamlega á þrotum skulum við samt ekki gefast upp því það er einmitt þá sem allt mun snúast til betri vegar. Hairiet Beecer Stowe. Elliglöp Jónas og Guðmundur voru orðnir vel fullorðnir og voru á rúntinum á gamla blöðruskó- danum hans Jónasar. Hvorugur gat séð almennilega yfir mæla- borðið, svo þeir óku nú ekkert sérlega hratt, gömlu mennimir. Þeir komu að gamamómm og um leið og þeir fóru yfir þau, hugsaði Guðmundur, sem sat í farþegasætinu: „Eg hlýt að vera að missa sjónina. Mér sýndist vera rautt ljós.“ Nokkrum mínúmm seinna komu þeir aftur að gamamót- um og bíllinn rann yfir þau við- stöðulaust. I þetta sinn var Guðmundur næstum algerlega viss um að þeir hefðu farið yfir á rauðu, en hann var ekki alveg viss og það gat verið að ellin væri að hrekkja hann, svo hann sagði ekkert. I staðinn ákvað hann að bíða átekta og taka vel eftir á næsm gatnamótum. Á næstu gatnamótum var eldrautt Ijós, en Jónas hægði ekki einu sinni á sér, heldur ók bara sitt strik yfir gatnamótin á móti rauðu. Þá gat Guðmund- ur ekki á sér setið lengur og sagði „Heyrðu, Jónas, veistu að þú ert búinn að fara yfir þrjú rauð ljós í röð. Þú hefðir getað drepið okkur!“ Jónas sneri sér til hans og sagði hissa: „O, er ég að keyra?“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.