Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. OKTOBER 2001 Stofiiað verði ijölskyldu- og tómstundasvið Fyrirtækið PriceWatherhouse Coopers hefur unnið nýja tillögu að skipuriti fyrir Akraneskaupstað þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að breytingar verði á núver- andi félags-, húsnæðis- og æsku- lýðsmálum. Ætlunin er að stofh- að verði fjölskyldu- og tóm- stundasvið auuk þess sem öll í- þróttastarfsemi á að falla undir sviðið. Auk þess er lagt til að mál- efni áfengis- og vímuvarna falli undir verksvið íþróttanefndar og að æskulýðsfulltrúi taki við rekstri Bíóhallarinnar og þjónustumið- stöðvar unglinga. Æskulýðs- og félagsmálaráð tók málið fyrir á fundi sínum á þriðjudag og fagnaði því að skipuritið væri tekið til endur- skoðunar og lagði jafhffamt til að öll þjónusta við fjölskyldur á Akranesi yrði sameinuð undir eitt fjölskyldusvið. Ráðið taldi þó að það fyrirkomulag sem tillagan gerði ráð fyrir varðandi vímu- varnir væri ekki málefninu til framdráttar þar sem forvarnir á þessu sviði þyrftu að taka til víð- tækari aðgerða en þeirra sem eru á vettvangi íþróttanefiidar. Bæjar- ráð mun taka tillögu PriceWatherhouse Coopers fyrir á næsta fundi sínum. SOK Hraðfiystihús Hellissands hlýtur gæða- skjöld Hraðfrystihúss Hellissands hlotnaðist á dögunum gæðavið- urkenning Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Um er að ræða gæðaskjöld sem fyrirtækið af- hendir þeim framleiðslufýrirtækj- um sem þeim þykir skara framúr í gæðum og áreiðanleika, en þetta er annað árið í röð sem Hrað- frystihús Hellissands hlýtur við- urkenninguna. Að sögn Rögn- valds Olafssonar, framleiðslu- stjóra, er stefna Hraðfrystihús Hellissands að vinna skjöldinn einnig á næsta ári og fullkomna þannig þrennuna. Mun skjöldur- inn verða formlega afhentur af fulltrúum Coldwater Seafood á allra næstu vikum. smh Hótel Búðir koma upp úr jörðinni Framkvœmdir við endurbyggingu Hótel Búða eru nú komnar ífiillan gang. Fádætna haustblíða var á Búðum þegar blaðamaður átti þar leið um i síðustu viku en að sögn verktaka þar hafia framkvæmdirnar gengið mjög vel enda veður almennt verið með besta móti. Mynd: smh Jarðgerð í SnæfeUsbæ Bæjarstjórn Snæfellsbæjar boðaði til almenns borgarafundar í Félags- heimilinu Klifi sunnudagskvöldið 21. október.Tilefnið var að kynna fyrir bæjarbúum notkun jarðgerð- artanka sem er liður í sorp- og flokkunarmálum Snæfellsbæjar í samræmi við framkvæmdaráætlun þeirra um Staðardagskrá 21. Bæjar- stjórnin samþykkti á síðasta ári framlag til jarðgerðartanka og nú næstu daga stendur til að bjóða fyrstu bæjarbúum þá til notkunar í tilraunaskyni, en árið 2006 er stefnt að því að þau rúmlega fimm hund- ruð heimili sem eru í Snæfellsbæ séu öll komin með jarðgerðartanka. Kjartan Valgarðsson áhugamað- ur um jarðgerð og innflytjandi jarð- gerðartankanna leiddi fundarmenn í gegnum það ferli sem felst í því að breyta „sviðum og rófustöppu“ eins og hann orðaði það í mold. Fund- armönnum kom á óvart hversu ein- falt ferli það er að búa til moltu. Kjartan benti á mikilvægi þess að einhver einn taki ábyrgð á jarð- gerðartankinum og fólk læri viss grundvallaratriði til að vel gangi. Mikilvægast sé að búa til hita og loftun í tankinum enda er súrefni stærsti áhrifaþáttur á örverur við niðurbrot. Kjartan upplýsti einnig að nær helmingur af öllum heimil- isúrgang væri lífrænn úrgangur svo hér væri um gífurlega mikið hags- munamál að ræða fyrir Snæfellsbæ- inga. Hann sagði að fátt hefði jafn góð uppeldisleg áhrif og jarðgerð en bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Krist- inn Jónasson, greindi einmitt frá því á fundinum að til stæði að koma upp jarðgerðartönkum á leikskól- um og í grunnskólum bæjarfélags- ins á næstunni. 50 aðfluttir umfiram brottflutta Vesturland eitt fjögurra svæða se?njjölgar á A fyrstu níu mánuðum þessa árs voru skráðar 42.235 breyt- ingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Til höfuðborgarsvæð- isins fluttu 1.324 umfram brott- flutta, þar af 526 frá landsbyggð- inni og 798 frá útlöndum. Á landsbyggðinni fækkaði íbúum vegna búferlaflutninga um 273. Vesturland var þó eitt þriggja landsvæða utan höfuðborgar- svæðisins þar sem aðfluttir voru umfram brottflutta. Þar fjölgaði um 50 manns en hin svæðinu voru Suðurland (59) og Suður- nes (75). SÓK Meiri hætta af flutninga- en fólksbílum Haukur Ingason, sérfræðingur hjá brunatæknideild sænsku próf- unar- og rannsóknastofnunarinn- ar (SP) hélt morgunverðarfund í höfuðborginni síðastliðinn þriðjudag þar sem hann greindi frá því að slökkvilið ættu að ráða við bruna í fólksbílum í veggöng- um en að mun meiri hætta stafaði af brennandi flutningabílum þar sem eldurinn gæti orðið yfir 100 mw. Margir mannskæðir eldsvoðar hafa orðið í veggöngum í Evrópu undanfarin ár. Haukur tiltók helstu ástæður þess að manntjón varð í þeim og nefndi að ör brunaþróun ylli miklu tjóni og að lítil umferð drægi úr hættu á tjóni. Or brunaþróun mun vera að eldur dreifist úr biffeið í bif- reið. Hann nefndi einnig að það að vegfarendur hefðu verið óvið- búnir aðsteðjandi hættu hefði valdið manntjóni og Ioks að sein viðbrögð slökkviliða hefðu sín á- hrif. mhl. is greindi frá. Hóf vegna verkloka Utnes- og Olafsvíkurvegar Á föstudaginn sl. hélt bæjar- stjórn Snæfellsbæjar hóf í Snjófelli á Arnarstapa vegna verkloka á lagningu vegakafla á Utnes- og Ó- Skessuhorn óskar eftir að ráða Borgarnesi sem fyrst. lafsvíkurvegi. Um er að ræða nokkra vegakafla. Á þjóðvegi 54, frá Arnarstapa og vestur undir Háahraun að mörkum Þjóðgarðs- ins Snæfellsjökuls, voru lagðir 5 km af bundnu slitlagi og á 2,2 km langan afleggjarann að Hellnum aukinheldur. Það var Stafnafell ehf. sem sá um framkvæmd þessara verkþátta. Klæðning ehf. var verk- taki að endurlagningu vegarins upp í Fróðárheiði, alls um 3,4 km, og 8,1 km vegakafla frá Fróðár- heiðarvegamótum og vestur undir Stórakamb. Á ýmsu hefur gengið við þessar framkvæmdir og líkti Gunnar Birgisson, framkvæmdarstjóri Klæðningar ehf. og alþingismaður, verkinu við 10.000 metra hlaup þar sem farið var hægt af stað en endaspretturinn hafi verið góður. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, hélt einnig tölu og lét vonir sínar í ljós við samgönguráð- herra og gatnamálastjóra um að framhald yrði á samgöngubótum undir Jökli. Hann sagði einnig að næsta fyrirliggjandi verkefni í sam- göngumálum í Snæfellsbæ væri lagning bundins slitlags á Fróðár- Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfiellsbæjar, vonast til þess að áfiram verði haldið ?neð uppbyggingu vegamála á utan- og sunnanverðu Snæfellsnesi. heiði á næsta ári. Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, tók einnig til máls í hófinu. Talaði hann um að líklega yrði dregið úr vegafram- kvæmdum á næsta ári, miðað við vegaáætlun, en þó yrði áfram stefnt að því að ljúka mikilvægum áföngum. Sagðist hann vonast til þess að hægt og bítandi verði hægt að potast í átt að Snæfellsjökli með bundið slitlag en hann verði sem samgönguráðherra að gæta hags- muna alls Islands þrátt fyrir að vera þingmaður Vestlendinga. sanh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.