Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 6
1 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 ^niutsunu.- Vestfirsk áhrif „Vestfirsk áhrif,, er yfirskrift sýn- ingar Dýrfinnu Torfadóttir, gull- smiðs í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, sem hefst laugardaginn 27. október n.k. Þar sýnir hún skartgripi, lágmyndir og skúlptúra. Dýrfinna er fædd 1955 í Reykja- vík en ólst upp á Isafirði og hefur búið þar eftir að námi lauk en flutt- ist til Akraness á liðnu sumri, þar sem hún vinnur að skartgripagerð á eigin vinnustofu. Hún lærði fag sitt á Akureyri og í Noregi og lauk meistaraprófi í gullsmíði árið 1983 og opnaði vinnustofu og verslun sama ár á Isafirði sem hún starfrækir enn. Dýrfinna er jafnframt sjóntækja- fræðingur og sjónfræðingur og hef- ur veitt þjónustu á því sviði sam- hliða skartgripagerð. Dýrfinna hefur sem skartgripa- hönnuður skapað sér sérstakan og persónulegan stíl sem einkennist af frumlegri og oft óhefðbundinni efnismeðferð og djarfri útfærslu. Með þessu hefur hún skipað sér í röð hinna eftirtektaverðustu gull- smiða og skartgripahönnuða á Is- landi. Hún hefur tekið þátt í þölda sýn- inga, bæði einkasýninga og sam- sýninga og hlotið margvísleg verð- laun og viðurkenningar. Meðal annars hlaut hún 1. verðlaun fyrir tískuskartgrip ársins 1997, 1998 og 1999. Sýningunni lýkur 11. nóvember og er Listaasetrið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. (fréttatilkynning) Grænfánaráðstefiia á Hvanneyri Um síðustu helgi var haldin námsstefha á Hvanneyri fyrir full- trúa þeirra tólf grunnskóla sem hafa skrifað undir samning um að vinna að því markmiði að öðlast Græn- flaggið en það er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og um- hverfisstefnu í skólum. Að baki Grænflagginu stendur sjálfseignar- stofnunin Foundation for Environ- mental education in Europe (FEEE). Landvernd hefur gerst að- ili að FEEE og hefur í samvinnu við umhverfisráðuneytið hleypt af stað verkefninu um Grænflaggið í samvinnu við þessa tólf grunnskóla sem hittust á Hvanneyri. Skrifað var undir samstarfssamning í Grasagarðinum í Laugardal í júní síðastliðinn og er þetta fyrsta nám- skeiðið sem skólarnir halda sam- eigninlega. Sigrún Helgadótir er verkefhisstjóri Grænflaggsins hér á landi og sér hún um að skipuleggja samstarfið og styðja skólana í á- framhaldandi starfi. I hópi þessara skóla eru Andakíls- skóli, Grunnskólinn í Borgarnesi og Lýsuhólsskóli af Vesturlandi en aðrir skólar eru Engidalsskóli, Fossvogsskóli, Gnúpverjaskóli, Grunnskóli Mýrdalshrepps, Hall- ormsstaðarskóli, Langholtsskóli, Lindaskóli, Selásskóli og Seljaskóli. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skóla- stjóri Andakílsskóla sagði í samtali við Skessuhorn að námskeiðið um helgina væri fyrsta skrefið í sam- vinnu þessara skóla til að þróa sína starfsemi að umræddum markmið- um. „Allir þessir skólar eru byrjaðir að vinna að markmiðum Græn- flaggsins en eru mjög mislangt komnir. Markmiðin felast í að taka umhverfisstefnu inn í bæði rekstur skólanna og sjálft skólastarfið, m.a. með endurvinnslu, jarðgerð og al- mennri umhverfisfræðslu. Jafn- framt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefhinu geta sparað talsvert í rekstri. Það má segja að þarna sé verið að vinna ákveðið brautryðjendastarf og því gefur auga leið að námsefni í umhverfisfræðslu á íslensku er mjög takmarkað. Það er meðal þess sem við þurfum að leysa og var það rætt á námskeiðinu um helgina. Þá var verið að þróa þetta samstarf og skipuleggja næstu skref.“ Guðlaug tók fram að með um- hverfisfræðslu í skólunum væri ekki verið að boða neina öfgastefnu í umhverfismálum eða yfirhöfuð að troða neinum skoðunum inn á nemendur. „I þessu felst engin predikun heldur er markmiðið að kenna börnunum að njóta náttúr- unnar og umhverfisins og umgang- ast það með virðingu,“ segir Guð- laug. JJP'’ {

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.