Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. OKTOBER 2001 gmisastjnu.. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ebf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og ábm: Gísli Einnrsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Már, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Hjörtur J. Hjarlarson Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss timanlega. Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr. 431 5040 Af stríði og stór- fréttum Gísli Einarsson, ritstjóri. Ekki er laust við að einfaldur blaðasnápur á litlu sveitablaði fái stundum stjörnur í augun þegar hann fylgist með heimsfréttunum og sér fréttahauka heimspressunnar að störfum þar sem þeir hlaupa með myndavélarnar einar að vopni eftir sundursprungnum vígvöll- um, taka einkaviðtöl við fjöldamorðingja eða kjálst við sjálfan Mistilsbrand. Auðvitað er maður alltaf við því búinn að stórfréttir skjóti upp kollinum í annars frekar friðsömu samfélagi og aldrei að vita nema hneyksli vikunnar leynist hinumegin við húshornið. Efir að allt varð vitlaust í Bandaríkjahreppi og Ofganistan hefur þessi spennuþorsti heldur aukist og síðustu daga hef ég meira að segja opnað póstinn sjálfur með mikilli áfergju þótt yfirleitt hafi ég ráðið verktaka í það líkt og annað sem krefst líkamlegs erfiðis. I gær barst mér afar álitlegur böggull sem ég gerði mér á tímabili von um að væri kandídat í “skúbb” ársisins. Þetta var hvítur kassi, ferkantaður, fjörutíu sentímetrar á leng og þrjátíu á breydd. Hann vóg um fjögur kíló en það skilst mér að sé einmitt kjörþyngd á svona típískum bögglasprengjum. Þá hafði letrið á bögglinum eitthvað skolast til í rigningunni og virtist það því allteins geta verið skrifað með arabískri rithönd. Eg beið því ekki boðannna heldur kallaði til sprengjusveit lögreglunnar í Borgarnesi, björgunarsveitir héraðsins, slökkviliðið, læknavaktina, rafvirkja, vélvirkja, múrarar og nokkra kalla úr Lionsklúbbnum. Síðan stillti ég upp öllum myndavélum fyrirtækisins og var tilbúinn í beina útsendingu. Upp úr kassanum kom byggðasaga Snæfellinga og Hnappdælinga í tveimur bindum. Sannarlega áhugaverð lesning og örugglega um- fjöllunar virði en kannski ekki “stórskúbb” á heimsvísu. Svona er líf- ið. Eilíf vonbrigði. Sömu sögu er að segja af flestum bréfum sem hingað hafa komið, aðallega fréttatilkynningar og ekki hefur örlað á hvítu duftkorni hversu grannt sem skoðað hefur verið. Ekki einu sinni á fréttatilkynningunni frá Kornax sem barst hingað í síðustu viku. Hingað kom reyndar Guðbrandur á dögunum en Mistilsbrand hef ég ekki hitt. Það er því ekki laust við að mér leiðist og horfi með öfundaraugum á kollega mína á héraðsfréttablöðum og sjónvarps- stöðvum í Bandaríkjahreppi og Bretaveldi. Það er kannski bót í máli að ég er víst kominn í stríð við Ofgani. Það stríð hefur þann kost að þar taka ekki aðeins stórþjóðir þátt í leiknum heldur líka Akurnesingar, Borgfirðingar, Snæfellingar, Dalamenn, Frakkar, Italir og fleiri. Mér þykir það hinsvegar varpa ofurlitlum skugga á að persónulega á ég eiginlega ekkert sökótt við Talibana eða Ofgani yfirleitt.Sjálfur Binni lati hefur ekki einu sinni gert neitt á minn hlut þótt ég sé vissulega ekki hrifinn af handar- verkum hans í öðrum sýslum. Ég hef hinsvegar orðið fyrir barðinu á fjölmörgum öðrum þjóðflokkum. Tékkneskur þjónn hafði af mér stórfé í fyrra, leigubílstjóri á Kýpur svínaði fyrir mig fyrir þrettán árum, ákveðinn Norðmaður hefur margoft hreitt í mig fúkyrðum og ensk fyllibytta hellti yfir mig heilum bjórpotti. Það stendur mér því nær að fara í stríð við ýmsa aðra en Binna lata. Eg er vissulega áhugamaður um ofbeldi og hef síst á móti því aða fara í stríð en vil gjarnan ákveða sjálfúr hverja ég stríði við. Gísli Einarsson, stríðsmaður Hlutverk menntunar Fyrsta málþing Samstarfs- vettvangs Vesturlands Aðalfúndur Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi verð- ur haldinn á Akranesi föstudaginn 9. nóvember n.k. Síðar sama dag verður haldið fyrsta málþing í samstarfsvettvangi Vesturlands. Að sögn Hrefnu Jónsdóttur hjá SSV verður þema þessa fyrsta málþings Samstarfsvettvangsins „hlutverk menntunar í búsetu- skilyrðum á landsbyggðinni“. Að undirbúningi starfa starfsmenn SSV og Atvinnuráðgjafar Vestur- lands auk þess sem skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands og rektorar háskólanna á Bifröst og Hvanneyri koma að þeirri vinnu. Þá verður Björn Bjarnason menntamálaráðherra gestur mál- þingsins og setur hann samkom- una. „I framsöguerindum mun bera á góma málefni eins og hvernig getur menntun bætt búsetuskil- yrði á landsbyggðinni og eflt at- vinnustig. Við ætlum að skoða stöðu menntastonfana á Vestur- landi og áhrif þeirra á umhverfið, hvaða tækifæri búa innan þeirra sem atvinnulífið og umhverfið getur nýtt sér. Væntingar nem- enda til umhverfisins að námi loknu ofl. Þetta málþing er öllum opið og allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta. Við leysum ekki öll okkar vandamál á einu málþingi en orð eru til alls fyrst,“ segir Hrefna. GE Ólafsvíkurkirkja fær nýjan hringibúnað Nýr hringibúnaður var settur upp í klukknaporti Olafsvíkur- kirkju á dögunum. Búnaðurinn sem er tölvustýrður gefur mögu- leika á mismundandi hringingum fyrir ólík tilefni og stjórnar einnig hitastigi inn í kirkjunni. Þegar verið var að prufukeyra nýja búnaðinn ómaði klukkna- hljómur í Olafsvík á klukkutíma fresti og þótti sumum íbúum nóg um. Eftirleiðis munu klukkurnar hringja á hefðbundnari tímum eða klukkan tólf á hádegi og klukkan sex síðdegis. smh Nýr hótelstjóri Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin hótelstjóri Fosshótels í Stykkishólmi. Með henni koma þar til starfa kokk- arnir Guðbrandur Gunnar Garð- arsson og Gylfi Pétursson. Þau Ingibjörg og Guðbrandur Gunn- ar hafa unnið í fimm og hálft ár á Lego-hótelinu í Billund á Jót- landi en komu aftur til Islands í vor og sáu um rekstur hótelsins á Bifröst í Borgarfirði í sumar. Fosshótelkeðjan hefur leigt hótelið í Stykkishólmi frá því vorið 1999 en það er að stærstum hluta í eigu Stykkishólmsbæjar. Miklar endurbætur voru gerðar á hótelinu í fyrra þar sem öll her- bergi voru endurnýjuð. Þre- menningarnir eru bjartsýnir á rekstur hótelsins og er það vel bókað um helgar fram í desem- ber. Hótelið leitast eftir að halda minni ráðstefnur og fundi en þar nýtist félagsheimilið sem er sam- byggt hótelinu. Hótelið er opið allt árið og mun nú unnið að því fullum fetum að auka nýtinguna yfir vetrarmánuðina. smh Samtök ferðaþjónustunnar í Stykkishóbni Frá fjölsóttum fundi Samtaka ferðaþjónustunnar á Fosshóteli í Stykkishólmi. Fjölsóttur félagsfundur hótel- og veitingamanna var haldinn á Fosshóteli í Stykkishólmi á dögun- um. Er það árviss viðburður að þessir aðilar komi saman eftir há- önnina og ræði helstu hagsmuna- mál sín og beri saman bækur. Fyrir hádegi voru miklar um- ræður um framtíðarsýn og bar um- ræðan þess merki að mikið hefur breyst í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september. Steinn Logi Björnsson, formaður SAF og framkv.stjóri markaðssviðs Flugleiða, fór yfir það sem framundan er hjá Flugleiðum og ræddi um þau miklu áhrif sem hryðjuverkin hafa á alla flugstarf- semi. Urðu miklar og almennar umræður um hvernig ferðaþjón- ustan geti best brugðist við þessum áföllum og höfðu fundarmenn á- hyggjur af því ef Flugleiðir þyrftu að fella niður áfangastaði eða minnka flugtíðni mikið. Eftir hádegi voru nokkrir fyrir- lestrar um ýmis hagsmunamál. Rætt var um greiðslutryggingar, þ.e. hvernig fyrirtækin geti sem best tryggt með staðfestingar- gjöldum að gestir sem pantað hafa t.d. mat og/eða gistingu mæti. Það hafa víða verið vandkvæði á slíku. Fjallað var um þá endurskoðun sem Samtök ferðaþjónustunnar er að vinna að varðandi lög um veit- inga- og gististaði. Urðu miklar umræður um þau fjölmörgu leyfi sem veitingahús þurfa að hafa til þess að mega vera í rekstri og öll þau gjöld sem þeim fylgja. Er ver- ið að reyna að einfalda alla fram- kvæmd þeirra auk þess sem lagt er til við stjórnvöld að lögum og regl- um sem gilda sé betur framfylgt. I lokin fóru fram umræður um menntamál, sérstaklega fagmennt- un matreiðslu- og framreiðslu- manna. Kom þar fram að mikið á- hyggjuefni sé að ekki skuli fleiri ungmenni sækja í þetta nám, sér- staklega í framreiðslugreininni. Var um það rætt að stéttin yrði með sama framhaldi illa búin und- ir áframhaldandi fjölgun ferða- manna. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.