Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 25.10.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 25. OKTOBER 2001 7 §2ESSimö2f<j Afstríði og stormsveitum Þá er maður kominn í stríð, og er þó búinn að sitja á friðarstóli síðan NATO stillti til friðar austur á Balkanskaga, og barði á Saddam í Flóabardaga forðum. Maður sperrti eyru þegar Hall- dór utanríkisráðherra tilkynnti í sjónvarpi að NATO ætlaði að hefja loftárásir á Afganistan. Að vísu myndu Islendingar ekki berjast sjálfir þar eystra þrátt fyrir aðild sína að NATO heldur myndu Bretar og Bandaríkja- menn sjá um allar framkvæmdir árásanna. Hlutverk íslensku þjóðarinnar er þá að vera með þeim í andanum og sýna móralskan stuðning. Halldór var ofboðslega rauður í framan þegar hann útskýrði hernað- arplönin. Fyrst hélt ég að karl- inn væri bara fullur og þess- vegna mætti fyrirgefa honum rausið, en sá svo að roðinn staf- aði ekki af niðurgreiddu ráðu- neytisbrennivíni heldur var karl- inn orðinn svona ofboðslega herskár. Annars var ráðherrann svo sem ekki alveg klár á því við hverja við værum í stríði, það væri helst Osama bin Laden og aðrir hryðjuverkamenn. Um það geta allir verið sammála að það þarf að draga svoleiðis skúrka til ábyrgðar fyrir meint illvirki. En þegar fulltrúar lýðræðisins í vestri eru búnir að sprengja birgðageymslur Rauða krossins í Afganistan í tætlur og gera von- ir sveltandi fólks um mat að engu auk þess að drepa óbreytta borgara í hundraða vís, alveg oní kornabörn, ættu þessi 6% Is- lendinga, sem samkvæmt könn- unum styðja loftárásirnar, að fara að hugsa sinn gang, hvít- voðungar eru ekki hryðjuverka- menn. Annars telja margir að atburð- ir síðustu vikna séu af trúarleg- um toga, sem sé milli fylgis- manna Múhammeðs frá Mekka annarsvegar og Jesú frá Nazaret hinsvegar. En það skyldi þó aldrei vera að fyrrnefndir heið- ursmenn séu báðir tiltölulega stikkfrí í þessu máli. Kannski er átrúnaðurinn og fygisspektin við guð þann sem Mammon heitir, rótin að flestum andskotagangi á jarðkringlunni. Hvað skyldu bandarískir vopnaframleiðendur þéna marga dollara á þessu stríði, og ekki óhugsandi að þeir hnyppi í ráðamenn þegar fram- leiðslan er farin að hlaðast upp á lagernum. Ekki eru allir sammála um af hverju Osama bin Laden er svona eins og hann er. Sumir telja að hann sé illa læs og hafi misskilið Kóraninn sér til skaða ( það hefur líka hent kristna menn að túlka Biblíuna út og suður) aðrir segja að Osama hafi verið útundan og vanræktur sem barn enda yngstur 53 barna föð- ur síns sem voru fæst ef þá nokk- ur, sammæðra. Það kann því vel að vera að þessi tilhneiging Ladens gamla að dreifa sæði sínu sem víðast sé rótin að vonsku Osama, ekki er hægt að kenna óreglu á heimilinu um, því múslímar drekka ekki brennivín. Eins og kunnugt er hótaði Búskur Bandaríkjaforseti þeim sem hýsa og fæða terrorista öllu illu. Þar sem ýmsir setja sama- sem merki á milli múslíma og hryðjuverkamanna, fer nú al- deilis að fara um mig og ýmsa fleiri. Hann Tóti frændi minn kom nefnilega með múslíma með sér hingað fyrir ekki löngu. Múslíminn þáði hérna kaffi og samkvæmt skilgreiningu Búsks er það að gefa múslíma kaffi, sama og fæða terrorista. Eg er semsé í vondum málum, en þó situr frændi minn mun dýpra í súpunni. Hann hefur margoft gefið téðum múslíma kaffi, og jafnvel köku líka. Nú er spurn- ing hvort Búskur lætur okkur frændur gjalda fyrir þessa terr- orista fóðrun. Þetta kennir manni líka að víkja aldrei góðu að nokkrum manni, sama hverr- ar trúar viðkomandi er, það get- ur hefnt sín. Bjartmar Hannesson i 'WM ■ • Opnunort fmi: Man - fim Id. 11-18 Föstudaga Id. 11-19 Lauqapdaqa U. 10-13

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.