Skessuhorn - 17.04.2002, Page 4
4
MIÐVTKUDAGUR 17. APRÍL 2002
■.f.iMiin...
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: Fax: 431 5040 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórí og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Blaðamenn: Hjörtur Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Sigurður Mór Horðarson 865 9589 smh@skessuhorn.is
Augiýsingar: Prófarkalestur: Hjörtur J. Hjurturson Ásthildur Magnúsdóttir 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Umbrot: Prentun: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentsmiðja Morgunblaðsins augl@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Olaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til óskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð
í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Eldri peysur
og -borgarar
Alltaf gerist það annað slagið að þyrmir yfir mig og tregabland-
inn söknuður heltekur mig þannig að ég kann trauðla tungu að
hræra. Þrátt fyrir að mig skortd síst kjark eða karlmennsku þá get
ég engan vegin bægt frá mér þessum tilfinningum. Svo mjög
sakna ég peysunnar minnar svörtu með fjólubláa bekknum og
köflótta stroffinu.
Þetta var svosem bara venjuleg peysa ef út í það er farið en
hvernig sem á því stendur þá tengdumst við snemma mjög sterk-
um tdlfinningalegum böndum. Við gengum saman í gegnum
þykkt og þunnt, súrt og sætt, meðalsteikt og marinerað. A henn-
ar yngri árum þegar hún var upp á sitt allra besta fórum við sam-
an á böll í Hreðavatnsskála en þegar hún eltist og þroskaðist varð
hún minna fyrir slarkið og fór í mesta lagi með mér í kaupstaðar-
ferðir, minna fínar heimsóknir og þess háttar. Þegar ffam í sótti
var hún síðan farin að láta sér nægja að fara með mér í fjárhúsin.
Undir það síðasta var hún orðin það hrum að ég varð að íklæðast
henni af mikilli nærgætni enda voru ermamar komnar í tvo hluta
og fjarri því með öllu fastar við bolinn. Eg var því nánast hættur
að flagga henni í fjölmenni en vegna gamalla kynna og alls þess
sem við höfðum gengið í gegnum í sameiningu í áranna rás þá gat
ég ekki fengið af mér að snúa við henni baki og fann henni sér-
stakan virðingarstað á sérsmíðuðu stoðtæki inni í fataskáp.
Síðan vildi það til eitt sinn, þegar ég brá mér af bæ um stundar-
sakir að konan mín notaði tækifærið og hentd peysunni en stað-
reyndin var sú að þær áttu einfaldlega ekki skap saman. Ég tók því
að sjálfsögðu ekki vel þegar ég varð þess áskynja sem átt hafði sér
stað og þaulleitaði í öllum sorpílátum en komst síðan að því að
konan hafði haft vaðið fyrir neðan sig, vissi náttúrulega að ég tor-
tryggði hana síðan hún fargaði svarta ullarjakkanum mínum um
árið. Hún hafði því samið við Gámaþjónustu Vesturlands um sér-
staka aukaferð og ekki látið þar við sitja heldur fylgt málinu eftir í
eigin persónu alla leið vestur í Fíflholt þar sem peysan var urðuð
án nokkurrar viðhafnar.
Ég tel mér að sjálfsögðu skylt að taka frarn að þrátt fyrir þetta
ber ekki að skilja það svo að konan mín sé alvond því sú er alls ekki
raunin. Okkur greinir hinsvegar á í öllum aðalatriðum tun menn-
ingarsögulegt gildi fornklæða. Reyndar má segja að viðhorf henn-
ar endurspegli stefnu stjómvalda í málefnum eldri borgara sem
em nánast þeir einu í þjóðfélaginu sem mega búa við reglulega
kjaraskerðingu á þeim forsendum að þeir eiga kannski ekki svo
gott með að fara í verkfall. Líkt og peysan mín era þeir látnir
gjalda þess að þeirra blómaskeið er að baki en er meinað að upp-
skera eins og tdl var sáð, em metnir eftdr notagildinu í dag en af-
rek gærdagsins lítdls metin.
Fyrir fáum dögum þegar ég kvartaði upphátt yfir gigt í
mjöðminni ákvað konan mín að nú væri tímabært að ég færi að
stunda líkamsrækt, éta heilsufæði og umbylta mínu líferni í einu
lagi í þeim tilgangi að ég myndi hugsanlega tóra eitthvað lengur,
jafhvel það lengi að ég kæmist á efidrlaun. Ég tók því að sjálfsögðu
fálega og taldi ekki eftir miklu að slægjast miðað við viðhorf
stjórnvalda gagnvart öldmðum, já og hennar eigin viðhorf. Síðan
mirmti ég hana í sjötugasta og áttunda sinn á örlög peysunnar
góðu. Síðan hefur heilsurækt ekki borið á góma á mínu heimili!
Gtsli Einarsson, bara á skyrtunni.
Snæfellsbær
Óbreytt hjá Sjálfstæðis-
mönnum
Framboðslisti Sjálfstæð-
isflokksins við bæjarstjórn-
arkosningarnar í Snæfells-
bæ þann 25. maí 2002,
verður skipaður eftirtöld-
um einstaklingum. Þetta
var ákveðið á fundi full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í Snæfellsbæ þann
14. apríl s.l.
Allir núverandi bæjar-
fulltrúar flokksins gefa
kost á sér til áframhald-
andi sem í bæjarstjórn en
sjálfstæðismenn hafa fjóra
bæjarfulltrúa og hreinan
meirihluta í bæjarstjórn
Snæfellsbæjar.
Asbjöm Óttarsson leiðir lista sjálfctœðismanna á nj
fyrir komandi btfjarstjómarkosningar.
7.
2.
Asbjöm Ottarsson sjámaður og
bæjarfulltrúi.
Jón Þór Lúðvíksson
bakarameistari og bæjaffulltrúi.
Olína B. Kristinsdóttir
verslunarmaður og bæjarfulltrúi.
Olafur Rögnvaldsson fram-
kvæmdastjóri og bæjarfúlltrúi.
Pétur Pétursson útgerðarmaður.
Sigurjón Bjamason rafverktaki.
G. Sirrý Gunnarsdóttir
bankastarfsmaður.
Orvar Marteinsson sjómaður.
Sigrún Guðmundsdóttir
skólaliði.
Þórey Kjartansdóttir gjaldkeri.
Aðalsteinn Snæbjömsson
netagerðarmeistari.
Sara Yr Ragnarsdóttir nemi.
13. Jensína Guðmundsdóttir
afgreiðslustjóri.
14. Kristjana E. Sigurðardóttir
húsfreyja.
8.
9.
10.
11.
12.
Vinstri - grænir og
óflokksbundnir í Grunarfirði
Em.il Sigurðsson leiðir lista Vinstri - grœnna og óflokks-
bundinna í Grundarfirði.
Nýr framboðslisti
Vinstri - grænna og
óflokksbundinna (U-
iistd) í Grundarfirði,
fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar í vor,
var samþykktur sl.
sunnudag. I bæjar-
stjómarkosningunum
fyrir fjórum árum
fékk listi Alþýðu-
bandalags tvo fulltrúa
kjöma, Framsóknar-
flokkur tvo og Sjálf-
stæðisflokkurinn þrjá.
Meirihluta bæjar-
stjórnar Grundar-
fjarðarbæjar mynda nú ffamsóknar-
og sjálfstæðismenn.
Að sögn Emils Sigurðssonar
efsta manns U-listans er stefhan
sett á að ná tveimur mönnum inn.
U- listann, lista óflokksbundinna
og Vinstri - grænna, skipa annars
efidrtaldir:
1. Emil Sigurðsson, vélstjóri.
2. Þorbjórg Guðmundsdóttir,
kennari.
3. Ragnar Elbergsson, verkamaður.
4. Skúli Skúlason,
húsasmíðameistari.
5. Helena María Jónsdóttir,
verslunarmaður.
6. Ólafur Guðmundsson,
verkamaður.
7. Aðalsteinn Jósepsson,
verslunarmaður.
8. Valgeir Þór Magnússon,
verkstjóri.
9. Björgvin Lárusson,
framkvæmdastjóri.
10. ÓlafurBjöm Olafcson,
bifreiðarstjóri.
11. Pálmi Jónsson, verkstjóri.
12. Guðmundur Guðmundsson,
skipaskoðunarmaður.
13. Þorvaldur Elbergsson,
verkamaður.
14. Elísabet Amadóttir, kaupmaður
smh
Nýtt framboð í SnæfeUsbæ
Ný og óháð framboðssamtök,
Bæjarmálasamtök Snæfellsbæjar,
vora stofnuð í Snæfellsbæ sl. mánu-
dagskvöld vegna bæjarstjórnar-
kosninganna nú í vor. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns mun fram-
boðið vera að nokkra leytd sam-
þætting Framóknarflokksins og
Snæfellsbæjarlistans og herma
sömu heimildir að ekki sé útlit
fyrir önnur framboð í Snæfellsbæ -
utan sjálfstæðismanna.
I ályktun stofhfundarins segir að
tilgangur Bæjarmálasamtaka Snæ-
fellsbæjar sé að bjóða fram lista
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í
Snæfellsbæ í vor og vinna að fram-
gangi allra þeirra mál sem geta orð-
ið bæjarfélaginu til framdráttar.
Ennfremur kemur þar fram að
samtökin séu vettvangur fyrir opin
skoðanaskipti um málefni bæjarins
og geta efht til málíunda effir á-
kvörðun stjómar.
Stefán Jóhann Sigurðsson er for-
maður Bæjarmálasamtaka Snæfells-
bæjar en aðrir í stjórn era Kristinn
Jón Friðþjófsson, Jenný Guð-
mundsdóttir, Sigurður Arnfjörð
Guðmundsson og Guðbjörg Jóns-
dóttir. Þá var á stofnfundinum
kosin uppstdllingamefnd og mun
hún kynna tillögur um framboðs-
lista í næstu viku. smh
Þorsk-
veiðistopp á
Vesturlandi
Um þessar mundir er þorsk-
og skarkolaveiðistopp á miðum
við Vesturland. Samkvæmt
reglugerð um friðun hrygningar-
þorsks og skarkola númer 62 ffá
2002 era allar veiðar óheimilar á
stærsm veiðisvæðunum í og við
Faxaflóa og Breiðafjörð ffá 1.
apríl til 21. apríl. Má því búast
við að rólegra verði í vesdensk-
um höfnum en fólk á að venjast
þangað til í næstu viku. smh
Finnur gefur
út ljóðabók
Út er komin ljóðabókin Dal-
vísur eftír Finn Torfa Hjörleifs-
son Þetta er fjórða ljóðabók höf-
undar. Hinar þrjár era Einferli
1989, Bemskumyndir 1993 og í
meðallandinu 1995. Auk þeirra
hefur Finnur Torfi gefið út
barnabók og kennslubækur í
ljóðalestri. Bókin er gefin út á
kosmað höfundar.
Ljóðabókin Dalvísur verður
kynnt í Safhahúsi Borgaríjarðar,
að Bjarnarbraut 4-6 í Borgamesi,
laugardaginn 20. apríl nk kl. 15.
Félagar úr ljóðahópnum ísabrotd
lesa ljóð úr bókinni. Allir era vel-
komnir. (Fréttatilkynning)
Verkalýðsfélag Akraness
Nýjar deildir
Þessa dagana er urmið að því
að breyta deildaskiptdngu Verka-
lýðsfélags Akraness. Tvær nú-
verandi deildir, þ.e. Sjómanna
og vélstjóradeild og Iðnsveina-
deild verða óbreyttar en stofn-
aðar verða fjórar nýjar deildir.
Nýju deildirnar eru almenn
deild, stóriðjudeild, deild opin-
berra starfsmanna og matvæla-
deild. Hinar nýju deildir leysa af
hólmi Verkamannadeild, deild
iðn og verkafólks, fiskvinnslu-
deild og sjúkrahúsdeild en þær
verða allar lagðar niður. GE
Slökkviliðskerra
sunnanjökuls
Verið var að vinna við smíði
nýrrar slökkviliðskerra í áhalda-
húsinu í Olafsvík þegar blaða-
mann bar þar að garði sl.
fimmtudag. Að sögn Antons
Gísla Ingólfssonar, smiðs og
hönnuðar kerrannar, mun
slökkviliðskerran þjóna íbúum
Snæfellsbæjar sunnan jökuls og
vera hugsuð sem fyrsta hjálp.
Verður þá hægt að skella henni á
krók og bruna á staðinn ef elds
verður vart þangað til slökkvilið-
ið úr Olafsvík kemur á staðinn.
Segir Anton að kerran verði tdl-
búin á allra næsm dögum. smh