Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.2002, Síða 5

Skessuhorn - 17.04.2002, Síða 5
i.H.V'IIH.- i MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 2002 5 Viðhorf íbúa og landsmanna jákvætt í garð Akraness / Anægðir íbúar eru besta kynningin segir markaðsfalltrúi Akraneskaupstaðar um niðurstöðu könnunar Markaðsráðs Eitt af fyrstu verkefrium Markaðs- ráðs Akraness, sem stolnað var í jan- úar sl., var að láta gera kannanir um stöðu Akraness út frá ýmsum hlið- um. I marsmánuði voru unnar tvær kannanir um viðhorf almennings til búsem og þjónusm á Akranesi. Ann- arsvegar vann Gallup á Islandi könnun meðal almennings á landinu um almennt viðhorf til Akraness; búsem þar og hver væri ímynd bæj- arfélagsins í huga fólks. Hinsvegar unnu nemendur Viðskiptaháskól- ans á Bifröst könnun meðal bæjar- búa þar sem þeir vora spurðir um viðhorf til búsem, atvinnu, helsm kosta og galla, viðhorf gagnvart op- inberri þjónustu og hvaða þjón- usmþætti vanti e.t.v. í bæjarfélagið. I könnun Gallup var upphaflegt úr- tak 1200 manns og var svarhlutfall 70%. I könnun nemenda Vðskipta- háskólans var úrtakið 300 bæjarbú- ar á Akranesi og var svarhlutfall þeirra 74%. Jákvætt viðhorf „Almennt má túlka niðurstöður beggja þessara kannana þannig að þær séu bæjarfélaginu Akranesi mjög jákvæðar,“ segir Magnús Magnússon markaðsfulltrúi Akraneskaupstaðar. „Svo virðist sem ímynd Akraness sé jákvæð bæði meðal bæjarbúa sjálfra sem og hjá öðram lands- mönnum. Til marks um það má geta þess að 42% landsmanna geta hugs- að sér að búa á Akranesi, þar af segja 11% að það komi mjög sterklega til greina að flytjast þangað." Samkvæmt könnuninni segja 25% landsmanna að það sem þeim dettur fyrst í hug þegar Akranes er nefnt sé fótbolti og ÍA. Nær 18% nefndu sement og Sementsverk- smiðjuna og 10% nefndu Hvalfjarð- argöngin. Magnús segir að af þessu megi sjá að markaðssetning bæjarins sem lifandi íþróttabæjar hafi skilað miklum árangri og skapað Akranesi jákvæða ímynd meðal landsmanna. Aðspurður um hvort ímynd Akra- ness sé hugsanlega einhæf útávið segist Magnús meðal annars sakna þess að sjá ekki Langasand ofarlega á lista þegar spurt er um Akranes enda sé hann náttúraperla og kannski næst því að geta talist alvöra bað- strönd á Islandi. „Það er kannski eitt af þeim verkefnum sem þarf að vinna að, að koma Langasandi, skógræktinni, golfvellinum, söfnun- um og fleiri áhugaverðum stöðum frekar á kortið, því þótt Skagamenn þurfi ekki að skammast sín fyrir Sementsverksmiðjuna, heldur þvert á móti, þá væri það skemmtilegra að náttúraperlur á borð við Langasand væra fólki ofar í huga.“ Magnús segir niðurstöður könn- unarinnar endurspegla jákvætt við- horf almennings sem ásamt góðu at- vinnuástandi hafi verið að skila sér í í fólksfjölgun á Akranesi. Jöfii en stöðug fjölgun íbúa hlýtur að vera óskastaða hvers sveitarfélags. Þá helst hraði uppbyggingar í atvinnu- lífinu og fjölgun íbúa í hendur við getu sveitarfélagsins til að byggja upp þá stoðþjónustu sem því er falið að veita.“ Könnun meðal íbúa í könnun meðal bæjarbúa á Akra- nesi kom ffarn mjög jákvætt viðhorf gagnvart bæjarfélaginu, þjónustu þess og búsetuskilyrðum almennt. Helstu niðurstöður era eftirfarandi: Hollusta við verslun Þegar íbúar á Akranesi vora spurðir hversu mikið viðkomandi nýttu sér verslun og þjónustu á Akranesi kom í ljós að ríflega 43% töldu sig nýta slíkt mjög mikið og 41,4% töldu sig nýta slíkt ffekar mikið. Þannig er hlutfall þeirra sem að nýta sér mikið versltm og þjón- ustu á Akranesi samtals 84,6%. Hlutfall þeirra sem svöraðu „hvorki né“ var 5% og þeir sem sögðust nýta sér slíkt „frekar lítdð“ er tæplega 6%. 4,5% svarenda töldu sig nýta verslun og þjónustu mjög lítáð. Ekki var spurt nánar út í hvar fólk gerði inn- kaup eða keypti þjónustu. Hinsvegar má túlka þessa niðurstöðu þannig að um 85% svarenda halda tryggð við verslun og þjónusm í heimabyggð þrátt fyrir að nú sé auðveldara en aldrei fyrr að sækja ýmsa þjónustu á höfuðborgarsvæðið. Helstu kostir Þegar Skagamenn vora spurðir hverjir væra helstu kostir þess að búa á Akranesi sögðu 24% að helsti kost- urinn væri rólegt bæjarfélag, 16% töldu fjölskylduvænt samfélag helsta kostinn og 15,2% sögðu að hversu stutt væri nú til Reykjavíkur væri kostur. I röð vora næstu svör stærð bæjarfélagsins (8,8%), persónulegt bæjarfélag (7,2%) og góð íþróttaað- staða (4,1%). Helstu ókostir Á sama hátt og íbúar vora beðnir að nefna helsta kost við búsetu á Akranesi vora þeir beðnir að nefna helsta ókostinn. Flestir, eða 15% nefndu of lítið atvinnuframboð, 7,9% sögðu lítið félagslíf, 4,7% nefiidu verðið í Hvalfjarðargöngin og jafnmargir nefiidu láglatmasvæði. Langflestdr, eða um 62% svarenda, nefiidu ýmis önnur atriði eða gátu ekki nefnt neinn ókost við búsetu á Akranesi. Atvinnumál Atvinnumál vora könnuð sérstak- lega í könnun meðal íbúa á Akranesi. Þar kom ffam að 57% íbúa stunda vinnu á Akranesi, 12% stunda vinnu á Vesturlandi utan Akraness. 5% Ak- urnesinga sögðust vinna á höfuð- borgarsvæðinu, 2% í öðram lands- hlumm en 23% svarenda vora nem- ar, öryrkjar, ellilífeyrisþegar og at- vinnulausir og vora af þessum sök- um ekki í launaðri vinnu. Þjónusta Til að fá ffam skoðun fólks á því hvort einhverja þjónustu vanti á Akranesi var spurt: „Hvaða vöra, þjónusm eða aðra þætti finnst þér vanta á Akranesi“? Langflestir eða slétt 60% sögðu að ekki vantaði neitt, eða svöraðu ekki spumingunni. Þeir sem tóku afstöðu tdl spumingarinnar svöraðu því tdl að helst vantaði skóbúð (11,9%), fata- verslanir (8,2%), húsgagnaverslanir (4,9%), vefnaðarvörur (3%), Hag- kaup (3%) og Bónus (2,6%). Skólamir góðir Ibúar vora að lokum spurðir hvemig þeim líkaði þjónusta sveitar- félagsins á ákveðnum sviðum. Spurt var um þjónustu leikskóla, grunn- skóla og heilsugæslu. Niðurstöðum- ar vora almennt mjög jákvæðar fyrir sveitarfélagið. Alls vora 59% að- spurðra mjög eða ffekar ánægðir með þjónusm leikskólanna, 5% svör- uðu „hvorki né“, 2% vora ffekar óá- nægðir, enginn mjög óánægður og 35% tóku ekld afstöðu eða svöraðu ekki. Útkoma grannskólanna var einnig mjög góð. Alls vora 80,6% sem vora mjög eða frekar ánægðir með þjónusm grunnskólanna, 3,2% voru hvorki né og 1 % var ffekar eða mjög óánægður með þá. 15,3% tóku ekki afstöðu eða svöraðu ekki spum- ingunni. Þegar spurt var um þjón- ustu heilsugæslunnar á Akranesi vora 84,2% mjög eða ffekar ánægð með þá þjónustu, 4,1% svöraðu hvorki né, 8,2% vora ffekar eða mjög óá- nægður en 3,6% tóku ekki afetöðu eða svöraðu ekki. Anægðir íbúar „Af þessum niðurstöðum má sjá að afstaða íbúa á Akranesi tdl um- hverfis síns og ýmissa þjónustuþátta er mjög jákvæð,“ segir Magnús. „Færa má fyrir því rök að ánægðir íbúar séu hverju sveitarfélagi besta auglýsing sem völ er á. Þegar rætt er um fjölgun íbúa er því mikilvægt að fá það staðfest að núverandi íbúar séu ánægðir með sitt, þá koma aðrir á staðinn nánast af sjálfu sér. Mark- hópur Akraneskaupstaðar í dag er því númer eitt núverandi íbúar en þar á efdr er fólk sem hér vill setjast að samhhða því að skapa jákvæð skil- yrði fyrir ný fyrirtæki sem kjósa að staðsetja sig á og í nágrenni Akra- ness. Sú staðreynd að 12% svarenda sögðust vinna á Vesturlandi utan Akraness sýnir glöggt hve mikil og jákvæð áhrif stóriðjan á Grundar- tanga hefur fyrir samfélagið á Akra- nesi. Einnig er það skýrt að bættar samgöngur gera það að verkum að hreyfanleiki fólks tdl vinnu er meiri en verið hefur,“ segir Magnús. Göngin Athygli vekur að í könnuninni kom ffam að 16,2% Akumesinga fara reglulega í gegnum göngin vegna vinnu eða náms. Ef þessi nið- urstaða er heimfærð á Skagamenn á aldrintim 16-66 ára kemur í ljós að rúmlega 700 manns era reglulega að fara Hvalfjarðargöngin og segir Magnús það styðja þá kröfu að stjómvöld beiti sér fyrir verulegri lækkun eða mðurfellingu ganga- gjaldsins með einhverju móti því ljóst sé að íbúar eins sveitarfélags séu að bera veralegan hluta kosmaðar ganganna, GE Bændur og búalið á Vesturlandi Kýr óskast til slátrunar! Vegna aukinnar eftirspumar getum við bætt við okkur nautgripum til slátrunar. Biðtími efitir slátrun á kúm er nánast upp genginn og biðtími ungneyta er um 5 til 6 vikur. Þjónustusvæði okkar er frá Hornafirði og að Holtavörðuheiði. Okkur væri ánægja að geta orðið bændum á Vesturlandi að liði við afsetningu á nautgripum. Vinsamlegast hafið samband við fyrsta hentugleika og leitið frekari upplýsinga. Sláturhúsið Hellu hf. Sími: 487 5562, fax: 487 6662 Netfang: hellu@rang.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.