Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.2002, Qupperneq 7

Skessuhorn - 17.04.2002, Qupperneq 7
 MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 2002 7 Aforbitrek og æskulýðsfulltrúa Óskaplega getur eitt korter verið lengi að líða. Þessi fjórð- ungur úr klukkustund er á við heila eilííð. Und- irritaður sit- ur klofvega á þ r e k h j ó 1 i staðsettu í þreksalnum í íþróttahús- inu í Borgamesi heldur fast í stýri og hjól- ar skæting léttan, með augun límd á klukku festa á vegg á móti. Þessi hjólatúr ku vera bráðnauðsynlegur sem upphitun fyrir væntanleg átök við hin margvísleg- ustu þrektæki. Þetta sagði mér Iris Grön- feldt einhvem tíma í fyrra og ég hef enga ástæðu til þess að halda að hún hafi logið þessu, jafnvel þó hún viti eins vel og margir aðrir að ég get verið afskaplega trúgjam. Nú er korterið tæplega hálfnað og undirritaður notar restina af korterinu til að velta fyrir sér hver sé eiginlega til- gangurinn með þessu jarðlífi, þó maður þurfi sjálfsagt lengri tíma til að komast að viðunandi niðurstöðu, er þetta nægjanleg- ur tími til að staldra við stærstu póstana. Nú er korterið búið og hugleiðingar tun tilganginn með þessu jarðlífi verða að bíða betri tíma. Nú tekur við períóda með tól og tæki, það er ýtt og togað, búkurinn fettur og brettur, Silvester Stallone og Amold Schwarzenegger hvað? Annars em bara ein sannindi sem drífa undirritaðan áfram í líkamsræktinni, sem sé þau að ég komi ekki til með að lifa svo mikið lengur fyrir bragðið, heldur muni ég deyja mildu heilbrigðari. Að vísu stóð líka til að gera magavöðvana miklu stinnari, koma sér upp fínni fronti. En það er sama hvað maður hamast, þó eftir nákvæmri fyrir- sögn fyrmefndar írisar sé, magavöðvamir ná ekki að komast í það form sem til er af þeim ædast. Eina breytingin er sú að þeir em famir að leka niður. Ætli það sé ekki ráð að fá tattúkall til að tattúvera hlé- barðamynstur á bumbuna á mér ef maga- vöðvamir leka lengra niður. Þá verð ég kominn með þessa fínu lendaskýlu, a la Tarzan. Það em víst gömul sannindi að hreyfing sé af hinu góða og þá sérstaklega að ganga. Undirritaður var grunlaus um hvaða örlagaspinning var í gerjun síðast- Hðin laugardag þegar hann lagði land undir dekk og ók vestur í Búðardal til að mæta á ffæðslufúnd sem haldinn var á vegum félags hjartasjúklinga á Vestur- landi. Þama var meðal annarra mættur sjúkrahði sem hélt ágætt erindi um hreyf- ingu, og taldi gönguferðir ágæmstu gerð af öllum tegundum hreyfingar. Þegar fundurinn var búinn gekk ég út úr Grunn- skólanum í Búðardal, gekk svo út að bíln- um mínum og gekk svo næstum af göflun- um yfir því sem þar hafði gengið á. Búið var að teipa á hliðarrúðu bílsins litskrúð- ugan límmiða sem blakti þama undir Dal- anna sól. Þessi límmiði var ffá Lögregl- tmni, þess efhis að biffeiðin TE 488 hefði átt að koma til skoðunar fyrir löngu síðan, eiganda gefinn vikuffesmr til að gera hreint fyrir sínum dyrum, eha yrðu skrán- ingamúmer biffeiðarinnar tekin af henni án frekari viðvörunar og notkun hennar bönnuð. Síðan kom dagsemingin, við fyrsm sýn fannst mér eins og þama stæði BIZJÓI, en með yfirlegu og þolinmæði fann ég út að þetta átti að vera 13/4/ ‘02. Ekki veit ég hvemig skriffar- og réttritun- arkennslu er háttað í lögregluskólanum en ókunnugum til glöggvunar skal tölustaf- tuinn tveir ritaður sem skrautskrifaður einn, hvert aukaskástrik ritast sem stórt joð, tölustafúrinn fjórir sem öfug zeta, og bókstafúrinn E eins og tvöfalt vaff sem dottið hefúr á hliðina og orðið a.m.k. 80% öryrki. Undir þessu öllu saman stóð svo skrifað lögregluþjónn n.r. 9702. Eitt augnabhk datt mér í hug að þetta væri samsæri. Félag hjartasjúklinga á Vestur- landi og Lögreglan í Dalabyggð hefðu haft samráð um að ná með einhverjum hætti númerunum af bílnum svo ég myndi nauðugur viljugur ganga meira í ffamtíð- inni. Féh ég fljótlega frá þessari hugmynd um samsærið og tók nú að skammast mín alveg undir drep fyrir trassaskapinn. Vík- ur nú sögunni ffá bflastæði í Búðardal og aftur inn í þreksal í Borgamesi. Eg hafði komið auga á nýtt þrektæki sem staðsett var útí homi, fótstigið apparat með tökk- um í massavís og blikkandi ljósum, ég steig uppá tækið, fann engar leiðbeiningar en orð á engilsaxnesku sem liðu um tölvu- skjá þrábáðu um þyngd, aldur og fleira. Ég fiktaði í tökkum án afláts, en útkoman varð ahtaf kjaffæði og steypa. Eg rölti nið- ur í afgreiðslu og spurði starfsfólk hvort einhver kynni á þetta nýja tæki. Eg fékk það svar að tækið væri svo nýkomið að ekki væri enn búið að prenta íslenskan leiðarvísi til að hafa hjá tækinu, aðeins einn maður í gjörvöllu kjördæminu kynni á tækið, það væri Indriði æskulýðsfulltrúi. Off kemur góður þá getið er. Inn úr dyr- unum dettur nú æskulýðsfuhtrúinn sjálfúr. Eg sagði mínar farir ekki sléttar í sam- bandi við hið nýja tæki. „Iss, þú hefur bara gert einhverja vitleysu maður“, sagði æskulýðsfulltrúinn, „komdu bara með mér ég skal sýna þér hvemig þetta virkar". Þegar við komum að tækinu skipaði æsku- lýðsfúhtrúinn mér að stíga á tækið. „Sko“ sagði hann síðan, „þú hefúr ábyggilega byrjað á því að víxla aldri og þyngd og þessvegna hefúr tældð ekki trúað sínum eigin tölvukubbi og aht farið í steik“. Síð- an hélt hann áffam, „sko nú útbý ég pró- gramm, viltu jafnsléttu eða klifur?" spurði æskulýðsfúlltrúinn. „Niðrí móti helst“ sagði ég. „Það er ekld tíl“ sagði hann „ég stílli á klifur" hélt hann áffam, og nú þutu fingur um takka, það var eins og æsku- lýðsfúhtrúinn hefði vikið um stundarsakir fyrir hljómborðsleikaranum í Stuðbanda- laginu. ,Mtuidu svo“ sagði hann“ að ýta alltaf öðm hvom á enter, annars gerisi ekkert af viti.“ Nú ýttí hann á enter einu sinni enn, og sagði „nú ertu kominn með prógramm sem þýðir klifur í f2 mínútur." „12 mínútur11 sagði ég .“12 mínútur em næsmm því korter og korter er langur tími, ég verð örugglega borinn örendur út effir 8 mínútur og hver á þá að gera texta við þau lög sem þú átt effir að semja?“ „Það er satt“ sagði æskulýðsfulltrúinn og reif tækið úr sambandi. „Heyrðu annars“ sagði hann svo „hefurðu mælt hjá þér púlsinn?" „Nei“ sagði ég. „Sko“ hélt æskulýðsfulltrúinn áfram „nú ferðu á Orbitrekktækið, andskotast á því í dáldinn tíma, tekur svo um þessi handföng þama og púlsinn kemur á skjáinn þama.“ Eg steig upp á Orbitrektækið, það er þannig úr garði gert að það er fótstígið og á því era lóðrétt rör sem sveiflast fram og til baka þegar tækið er stígið. Það er svona eins og maður sé á skíðum. Maður er svona eins og Kristinn Bjömsson ffá Ólafsfirði, nema það er sáralítil hætta á að maður detti. Þegar ég hafði hamast þama í tilskilinn tíma og tekið um handföngin, leit Indriði á skjáinn. „Iss“, sagði hann“ lé- legur púls, þetta er eins og hjá miðaldra kyrrsetukonu." Mér fannst æskulýðsfull- trúinn segja þessi orð fúll hátt, fólk var farið að veita okkur athygh. „Ókey“, sagði ég, „mældu púlsinn hjá þér sjálfúm." Æskulýðsfulltrúinn snaraðist á græjtma. Hvflík tilþrif, fótaburðurinn minntí á skagfirskan gæðing sem skeiðar Vind- heimamelana endilanga vitandi það, að við endamarkið bíður sykurmoli plús brauð og bikar. Loks stoppaði maðurinn, greip um handföngin, leit á skjáinn, föln- aði, og sagði ekki neitt. Ég leit á skjáinn líka. Niðurstaðan ósköp svipuð minni. Áður en ég næði að minnast á miðaldra kyrrsetukonur, hafði æskulýðsfúlltrúinn sagt „bless, verð að þjóta“, og var horfinn með það sama. Mér var heldur ekld til set- unnar boðið, ég þarf að færa biffeið til skoðunar. Utanhússmálningin frá Málningu h/f hefur skilað frábærum árangri Gott viðhald byggist á að þú notir réttu efnin Tryggðu húsinu þínu góða vörn Steir ^iri 2000 • Steinakrýi • Steintex Mætum á staðinn og gerum nákvæma óftekt á ástandi húseignarinnar ásamt verðtilboðum í verkþættina málninghlf -fxti ?egir tfctfPt r ' í 111 1 Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf. Sandspörtlun Öll málningarvinna Almennar viðhaldsframkvæmdir Málningarverktaki í fremstu röð Hringdu núna Háþrýsfiþvotfur Sílanböðun Símar 431 2646 • 431 4056 • 896 2356

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.