Skessuhorn - 17.04.2002, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 2002
Öryggismál sjómanna og verkefiú
Rannsóknamefiidar sjóslysa
Þegar ég tók við embætti sam-
gönguráðherra einsetti ég mér að
efla alla þætti sem lúta að örygg-
ismálum sjómanna. Að því hefur
verið unnið af hálfu ráðuneytisins
í samstarfi margra aðila.
Dagblaðið hefur að undanförnu
gert tilraunir til þess að gera starf-
semi Rannsóknarnefndar sjóslysa
tortryggilega. Ekki er ljóst hver
tilgangurinn er með þeim skrifum.
Það er hins vegar ágætt að blaðið
hafi sérstakan áhuga á að vekja at-
hygli á mörgum og mikilvægum
verkefnum samgönguráðuneytis-
ins. Þar er af mörgu að taka sem
nauðsynlegt er að kynna. Viðkom-
andi blaðamenn virðast ekki hafa
áttað sig á þeim mikilvægu breyt-
ingum, sem hafa orðið á sjóslysa-
rannsóknum og öryggismálum
sjófarenda það sem af er þessu
kjörtímabili, undir minni forystu.
Vegna þess hversu öryggismál sjó-
farenda hafa verið mikið til um-
fjöllunar í ráðuneytinu er rétt að
vekja athygli lesenda á nokkrum
staðreyndum þar um.
Gildistaka reglugerðar-
innar um sleppibúnað
björgunarbáta
Sjálfvirkur sleppibúnaður er án
efa eitt mikilvægasta björgunar-
tækið um borð í fiskiskipum. Bún-
aðurinn var upphaflega lögfestur
með reglugerð frá árinu 1982, þar
sem kveðið var á um handvirkan
fjarstýrðan búnað og sjálfvirkan
búnað. Þessi búnaður átti að vera
kominn í öll þilfarsskip árið 1984.
Miklar deilur urðu um kröfur til
búnaðarins og túlkun á þeim, sem
varð til þess að nýjar reglur voru
settar árið 1988, þar sem Iðn-
tæknistofnun var falið að þróa
prófunaraðferð. Enginn búnaður
fékk viðurkenningu á grundvelli
reglnanna og voru nýjar reglur um
sjálfvirkan sleppibúnað settar árið
1994 þar sem heimild Siglinga-
stofnunar til að viðurkenna búnað
var aukin. Þeim reglum var
frestað með eftirfarandi reglu-
gerðum: 14/1995, 18/1996,
359/1996 og 705/1996. Nýjum
reglum frá 1997 var ætlað að auð-
velda gildistöku ákvæða um sjálf-
virkan sleppibúnað, en var engu
að síður frestað tvisvar árið 1998, í
síðara skiptið til 1. janúar 2000.
Eg ákvað hins vegar tveimur mán-
uðum eftir að ég varð samgöngu-
ráðherra að flýta gildistökunni til
1. september 1999 og taldi ráðu-
neytið þá aðlögun sem gefin var
vera nægilega. Svo reyndist vera
og náðist góð sátt um fram-
kvæmdina. Þar með var stórum
áfanga náð í öryggismálum sjó-
manna á Islandi. Það, að koma
sjálfvirkum sleppibúnaði £ öll þau
skip sem reglurnar náðu til, var
mikið verk og kostnaðarsamt fyrir
útgerðirnar.
Samningur við
Slysavamafélagið
Landsbjörgu
Á síðasta ári var undirritaður
samningur milli samgönguráð-
herra og Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Samningurinn fel-
ur í sér skilgreiningu á þeim verk-
efnum sem Slysavarnafélagið tek-
ur að sér og jafnframt eru skil-
greind þau framlög sem ríkið
leggur til þeirra verkefna sem fé-
lagið annast til viðbótar við hefð-
bundin verkefiii á sviði öryggis- og
björgunarmála. Þessi samningur
var tímamótasamningur og ber að
fagna því hversu gott samstarf hef-
ur tekist milli ráðuneytisins og
Slysavamafélagsins Landsbjargar.
Helstu þættir samkomulagsins
em:
**Umsjón og rekstur Slysa-
varnaskóla sjómanna,
**Rekstur Tilkynningaskyldu £s-
lenskra skipa,
**Rekstur þjálfunar og fræðslu-
miðstöðvar að Gufuskálum,
**Rekstur björgunarbáta,
Með samningnum em þau verk-
efhi skilgreind sem framlög rikis-
ins renna til. Megin markmið
samningsins er að stuðla að bættu
öryggi islenskra skipa og þeirra
sem sjómennsku stunda með þvf
að tengja saman með formlegum
hætti afl og kunnáttu Slysavarna-
félagsins Landsbjargar og hina
stjórnskipulegu ábyrgð og mark-
miðssetningu ráðuneytisins.
Langtímaáætlun í
öryggismálum
sjófarenda
I upphafi starfs mins sem sam-
gönguráðherra setti ég af stað
vinnu við gerð langtímaáætlunar í
öryggismálum sjófarenda. Lagði
ég fyrir þingið sérstaka tillögu sem
var samþykkt sem ályktun Alþing-
is. Á árinu 2001 voru veittar 10
milljónir til þess að framkvæma á-
lyktunina og á þessu ári voru á
fjárlögum veittar 15 milljónir
króna til þessa málefnis sem Sigl-
ingastofnun fer með og hefur
skipulagt í samstarfi við fjölmarga
aðila. Unnin hefur verið skýrsla
um framvindu þessa mikilvæga
verkefhis og lögð fyrir Alþingi.
Geta menn kynnt sér verkefnin,
sem unnið er að í þeirri skýrslu, en
hún er auk þess aðgengileg á net-
inu á heimasíðu samgönguráðu-
neytisins.
Tilgangur með þingsályktun
um langtímaáætlun í öryggismál-
um sjófarenda er að hrinda af stað
Öls við bikar andi skýr
------------------—
Við þá
umræðu
sem ver-
ið hefur
að und-
anförnu
um kíló-
gjald á
afurðir
g a r ð -
yrkju-
b æ n d a
rifjaðist upp fyrir mér nokkurra ára
gömul vísa eftir Sigfús Jónsson:
I garðyrkjunni gengur dræmt.
Gróðavonir þverra.
Þó ástandið sé afar slæmt
er útlitið miklu verra.
Reyndar er það ekkert nýtt að á-
stand og údit séu ekki á marga
fiska, hvorki í garðyrkjunni né á
öðrum sviðum. Olafur Jónsson
hafði þetta að segja um hæftii sína
sem hagyrðings:
Að geti ég ort er aðeins gort,
andans sport þó stunda.
Oll mín kort eru af einni sort,
- ekki skortir hunda.
Ekki veit ég með vissu hver setti
fram þennan fyrripart eða að
hverjum honum var vikið:
Reyndu þetta rím að laga
Ragnar, góði vinur minn.
Sá er ávarpaður var brást vel við
og drengilega og svaraði:
Mér finnst þetta boðleg baga
- betri seinniparturinn -.
í svipuðum dúr er eftírfarandi
erindi nema ég veit ekkert hvort
það er eftír einn mann eða tvo:
Þetta erFoldin að ferrna ýsu.
Húnfer víst héðan í dag.
Er þetta upphafað vísu
eða erþetta niðurlag?
Ojæja:
Viðyrkjum svona allavega
uppá grín.
Taktu það ekki alvarlega
-elskan mín.
Aldraður maður leit til baka yfir
liðnu árin og kveið þó framtíðinni
að nokkru:
Var mér stundum veröldin
viðsjál eins og gengur.
Nú kvíði ég mest að kvensemin
kitli mig ekki lengur.
Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi
kvað á efri árum:
Skylt er að hlýða skapadóm,
skini hallar dagsins.
Eins og kalið brekkublóm
bíð ég sólarlagsins.
Kjartani Olafssyni varð að orði
er hann leit til baka yfir æviveginn:
Mér hefur ástin yndi veitt,
yljað bandið tryggða
og á stundum líka leitt
langt af vegi dyggða.
Annar orðaði hugsun sína svo
við svipaðar aðstæður:
Klakklaust hefég komist hjá
kröppum skerjasundum
en skratti getur skriplað á
skötubörðum stundum.
Jón úr Vör orti í veikindum:
Flest sem gleðurfyrir bí.
Fagnaður að öngu.
Kysi ég helst að komast í
kistuna mína þröngu
Davíð Stefánsson var óumdeilt
einn af okkar mikilhæfustu skáld-
um enda er oft til hans vitnað á
ýmsum sviðum er tengjast skáld-
skap. Ungar og ljóðhneigðar stúlk-
ur hafa gjaman mikið dálæti á
rómantískum skáldskap og við eina
slíka virðist eftírfarandi vísa kveð-
Þó dýrlegt sé í „Dalakofaíl
að dotta á „Svörtum fjöðrum“
ættir þú mí samt að sofa
svolítið hjá öðrum.
Margir kannast við eftirfarandi
vísu Benedikts Valdemarssonar:
Ols við bikar andi skýr
á sér hiklaust gaman.
Augnabliksins æfintýr
endast vikum saman.
Hjörtur Gíslason er hinsvegar
höfundur þesarar útgáfu:
Ols við dýra Amors krá
ýmsra skýrast lestir.
Æfintýra og ástarþrá
eru víruspestir.
Séra Einar Friðgeirson á Borg
orti margar léttar og skemmtilegar
vísur og þar á meðal þessa:
Þann ég undrast sólar sið
að sótroðna á kvöldin.
Ætliþað sé af andstyggð við
eitthvað bak við tjöldin?
Er nema von að spurt sé? Einar
átti hinsvegar fleiri tóna til og efrir
hann er líka þessi vísa:
Þó ég hafi elst um ár
ei vill skapið kyrra.
Ennþá ber ég sömu sár
sem mér blæddu ífyrra
Það sem einu sinni glatast kem-
ur aldrei aftur og augljóslega hefur
Einar gert sér fulla grein fyrir því
við tílurð þessarar þekktu vísu:
Augun tapayl ogglans,
ástin fegurðinni,
ef að besta brosið manns
botnfrýs einu sinni.
Skömmu eftir lát Einars
dreymdi Jónas í Sólheimatungu að
hann kæmi að Borg og hittí Einar
þar úti við og segir Einar þá við
hann:
Eg er staddur enn á Borg
eins ogferðamaður,
ber í hjarta sára sorg
þó sýnist vera glaður.
Svo við endum nú á aðeins bjart-
sýnni nótum er rétt að rifja upp
vísu Þórarins frá Steintúni og láta
hana verða lokaorðin að sinni:
Lengist dagur, lifnar strá,
léttir vetrarkvíðum.
Svífa gestir suðrifrá.
- sumarið er í smíðum.
Með þökkfyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykkolt
S 435 1367
Sturla Böðvarsson
átaki í öryggismálum sjófarenda
og að unnið verði í fyrsta áfanga
eftir sérstakri áætlun í þeim mál-
um á ámnum 2001 til og með
2003. Markmið áætlunarinnar er
að treysta öryggi íslenskra skipa og
áhaftía þeirra, sem og farþega á ís-
lenskum skipum, og skipum sem
sigla í íslenskri efnahagslögsögu.
Stefnt er að því að skilgreina hlut-
verk þeirra sem vinna að öryggis-
málum sjófarenda og að slysum til
sjós fækki fram til ársins 2004.
Rannsóknamefiid
sjóslysa efld með nýrri
löggjöf, bættri aðstöðu
og auknu starfi.
Allt starf Rannsóknarnefndar
sjóslysa hefur verið endursldpulagt
í kjölfar nýrra laga sem ég beitti
mér fyrir að væm sett um rann-
sóknir sjóslysa á árinu 2000. Jaftí-
framt hafa fjárveitingar tíl starfs
neftídarinnar verið auknar. Allt tal
um vandræði nefndarinnar vegna
íjárskorts á ekki við rök að styðjast
eins og nefndarmenn hafa greint
frá opinberlega. Með flutningi
neftídarinnar í húsnæði Flugmála-
stjómar við flugvöllinn í Stykkis-
hólmi er verið að spara neftídinni
og þar með ríkissjóði leigu á hús-
næði á dýrasta stað í höfuðborg-
inni, en neftídin var í Hafnarhús-
inu í Reykjavík. Jafnframt því að
ráða framkvæmdastjóra tíl neftíd-
arinnar hefur verið ráðinn annar
starfsmaður, sem vinnur að rann-
sóknum, auk þess sem fyrrverandi
starfsmaður RNS var ráðinn til
þess að skrá og yfirfara gögn vegna
sjóslysa síðustu áratuga. Um það
verkefni var gerður sérstakur
samningur sem viðkomandi starfs-
manni er auðvitað gert að standa
við. Það verkeftíi er hður í því að
rannsaka og greina orsakir slysa.
Allt miðar þetta aukna og endur-
bætta starf við sjóslysarannsóknir
að því takmarki að draga úr þeim
hættum sem valda sjóslysum og að
auðvelda rannsóknir vegna sjó-
slysa.
Fjárveitingar til RNS era mið-
aðar við venjubundna starfsemi.
Verði slys, sem kallar á kostnaðar-
sama rannsókn, era fengnar sér-
stakar fjárveitíngar til þeirra verk-
efna. Sama gildir um rannsóknir
flugslysa. Tilraunir einstakra fjöl-
miðla, tíl þess að gera starf Rann-
sóknarnefndar sjóslysa tortryggi-
legt, era óskiljanlegar og sýna á
hvers konar villigötum sumir fjöl-
miðlar era. Eg hvet áhugamenn
um öryggismál sjómanna til þess
að kynna sér stöðu þessara mála
með því að leita upplýsinga hjá
Siglingastoftíun og Rannsóknar-
neftíd sjóslysa. Steftía ráðuneytis-
ins er skýr og hún kemur fram í
stórauknum aðgerðum á sviði ör-
yggismála.
Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra