Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2002, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.09.2002, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 37. tbl. 5. árg. 18. september 2002__Kr. 250 í lausasölu Skertur skelfisk- kvóti í Breiðafirði Kvóti á skelfiski í Breiðafirði hef- ur skerst um 39% ífá síðasta fisk- veiðiári. A síðusm þremur árum hefur heildarkvótinn við Islands- strendur skerst um tæp 50%, eða úr 8.500 tonnum í 4.150 á þessu ári. Breiðafjörður geymir lang- stærstu skelfiskmiðin við Islands- strendur, en ffá 1985 hefur heildar- aflamark þar hrapað jafht og þétt. I fyrra var leyfilegt að veiða þar 6.500 tonn en á nýju fiskveiðiári, sem hófst þann 1. september sl., verður leyft að veiða 4.000 tonn. Þau 150 tonn sem eftir standa verður heim- ilt að veiða í Hvalfirði. Sigurður Agústsson, fram- kvæmdastjóri hjá útgerðarfyrirtæk- inu Sigurði Agústssyni í Stykkis- hólmi, segir að skerðingin komi sér mjög illa fyrir allt bæjarfélagið. „- Þetta kemur sér auðvitað illa fyrir okkur alla sem koma að vinnslu og veiðum á Skel á Breiðafirði. Við höfum þó ekki þurft að segja upp fólki af þessum sökum enda ffekar að það sé mannekla hjá okkur en hitt. Við höfum leyst það vandamál með innflumingi á erlendu vinnu- afli og ædi það muni ekki núna draga enn frekar úr þeim innflutn- ingi. Við getum líka brugðist við þessari skerðingu með því að auka við okkur í kavíar og rækju,“ segir Sigurður. Hann bendir á að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá Haffannsóknarstofhun til liðs við sig við að svæðisskipta Breiðafirði, til að minnka veiðiálag, hafi þeir enn sem komið er talað fyrir dauf- um eyrum. „Haffó hefur sýnt þess- um veiðum alveg lágmarksáhuga. Þeir gáfu að vísu loforð um að beita neðansjávarmyndavélum til að kanna áhrif veiðarfæra á botnlagið en hafa ekki sinnt því enn sem kom- ið er.“ Sigurður segir að ýmis teikn séu á loffi um að skelin sé í betra ásigkomulagi í Breiðafirði en áður og segir að kaldari sjó sé um að þakka. Hann gerir sér von um að efrir 5-6 ár verði ástand hennar orðið þannig að hægt verði að veiða svipað magn og fyrir 3-4 árum. smh Göngur og réttir standa nú sem hœst á Vesturlandi. Réttad var í Þverárrétt í BorgarjirSi á mánudag ogþar varþessi mynd tekin afþessum vösku ungmennum sem drógu í dilka sem mest þau máttu. Mynd: GE Skallagrímur í úrvalsdeild? Stefán og Þórður á Skagann? Stjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sögusagna þess efnis að samningi við Olaf Þór Gunnarsson mark- mann hafi verið sagt upp en hann er samningsbundinn félaginu til loka keppnistímabilsins 2003.1 yf- irlýsingunni segir m.a.: „Ólafur hefur verið öflugur liðs- maður félagsins og hefur stjórn fé- lagsins hvorki sagt samningi hans upp né hefur það í hyggju.“ Svo gæti samt sem áður farið að Ólafur fengi mikla samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu á næsta ári því ekki er útilokað að hinn snjalli markvörður Þórður Þórðarson snúi heim á Skagann fyrir næsta keppnistxmabil. Það mun enda vera grunnurinn að þeim sögu- sögnum sem um er rætt því í sam- tali við Skessuhorn kvaðst Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, hafa rætt við Ólaf Þór og gert honum grein fyrir að hugsanlega kæmi Þóður á Skagann. JVIálið er ekki að við höfum verið að leita að mark- manni, fjarri því. Hinsvegar hefur Þórður haft áhuga á að flytja aftur heim og það væri óneitanlega fengur að því fyrir okkur að fá hann. Hinsvegar er alls ekki verið að úthýsa Ólafi sem hefur staðið sig mjög vel. Þá gæti einnig farið svo að Stef- án Þórðarson bróðir Þórðar og leikmaður með Stoke á Englandi gangi til liðs við Skagamenn. Ólaf- ur staðfesti að hann hefði áhuga á að fá Stefán en það væri hinsvegar allt á byrjunarstigi. Þrír leikmenn IA eru með lausa samninga eftir tímabilið, þeir Pálmi Haraldsson, Hjörtur Hjart- arson og Hálfdán Gíslason. Að sögn Ólafs er áhugi fyrir því að endurnýja þá samninga og segir hann að eftir að móti líkur verði farið að huga að þeim málum. GE Eins og fram kom í fjölmiðlum í gær hefur Pétur Guðmundsson sagt upp störfum sem þjálfari úr- valsdeildarliðs Þórs í körfuknatt- leik. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var Pétur ráðinn sem framkvæmdastjóri deildarinnar ásamt því að sinna þjálfun liðsins í útvalsdeildinni. Það mun því hafa verið í hans verkahring að búa til rekstrargrundvöll fyrir deildina en samkvæmt sömu heimild mun ekki liggja fyrir rekstraráætlun fyrir keppnistímabilið. Slík rekstrará- ætlun mun vera skilyrði fyrir heimild fjárhagsráðs Iþróttafélags- ins Þórs á þátttöku körfuknatt- leiksdeildarinnar í úrvalsdeildinni. I frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að komið hefði til tals meðal leikmanna og stjórnar Þórs að draga liðið úr keppni á Islands- mótinu og hefur Skessuhorn feng- ið það staðfest. Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKI, segir að ef það verði raunin megi teljast sennilegt að Skallagrími verði boðið sæti í úrvalsdeildinni sem næstneðsta lið úrvalsdeildarinnar á síðustu leik- tíð. smh Bolton sýnir leikmönnum S IAáhuga Enska úrvalsdeildarliðið Bolton hefur sett sig í samband við IA og vill fa að skoða tvo leik- meim IA nánar. Leikmenrúmir era þeir Grétar Rafn Steinsson og Ellert Jón Bjömsson. Aætlað er að þeir félagar haldi til Eng- lands eftír næstu helgi og dvelji við æfingar hjá Bolton í um viku- tíma. Fyrir hjá Bolton er einn Is- lendingur, Guðni Bergsson, eins lék Skagamaðurinn Amar Gunn- laugsson þar um hríð. inn 20. w I Sigfrid frá Pottagöldrum kemur og kynnir Lambakjötskryddið sitt víðfræga! Kynning á FFA morgunkorni, Musli og Granola. Kynningarnar standa frá kl. 14-18 Nýtt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.