Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2002, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 18.09.2002, Blaðsíða 11
s SagSSUHÖEH MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 11 ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Ólafur semur viö ÍA til tveggja ára Ólafur Þóröarson Ólafur Þóröarson, þjálfari íslands- meistara ÍA, skrifaöi á dögunum undir nýjan tveggja ára samning viö félagiö. Ólafur tók viö liðinu á haustmánuðum 2000 eftir að Loga Ólafssyni var vikið úr starfi. Að sögn Gunnars Sigurössonar, formanns rekstrarfélags mfl. karla hjá ÍA, er nýji samningur Ólafs aö öllu leyti óbreyttur frá þeim gamla en upphaflega bauö stjórn rekstr- arfélags mfl. ÍA Ólafi samning sem heföi þýtt að hann yröi í fullu starfi fyrir knattspyrnufélagiö. Ekki náð- ist samkomulag um nánari út- færslu á þeim samningi og því eru starfsskyldur Ólafs gagnvart félag- inu óbreyttar frá því sem áður var. Nýr yfirþjálf- ari hjá yngri flokkum ÍA Unglingaráð Knattspyrnufélags ÍA gekk nýveriö frá ráðningu Þórs Hinrikssonar sem yfirþjálfara yngri flokka félagsins næstu þrjú árin. Að auki mun Þór þjálfa 5. og 3.flokk karla. Þór hefur víötæka reynslu af yngri flokka þjálfun, meðal annars hjá Val, Haukum, KR og í Hollandi þaöan sem hann hefur sína þjálf- aramenntun. Þór mun hefja störf þann l.október og tekur þá viö starfi Ólafs Jósefssonar sem sinnt hefur þessu starfi undanfariö ár. Golfklúbbur Bifrastar heldur mót Golfklúbburinn á Bifröst stóð fyrir 18 holu golfmóti á Hamarsvelli í Borgarnesi s.l. laugardag, 14. sept- ember. Fjöldi Bifrestinga tók þátt í mótinu í blíðskaparveðri og voru þátttakendur jafnt útskrifaðir Bifrestingar sem núverandi nem- endur. Sá sem bar sigur af hólmi í mótinu, meö 39 punkta, varSkaga- maöurinn Þórbergur Guöjónsson, nemi á þriðja ári við Viöskiptahá- skólann á Bifröst. Fékk hann til varöveislu stórglæsilegan farand- bikar auk annars minni til eignar en að auki voru verðlaun fyrir fyrsta sætiö matarúttekt í Samkaupum að andviröi 10.000 krónur og Char Broil feröakolagrill frá Olís. Ööru og þriöja sæti skiptu á milli sín þeir Stefán Ragnar Guöjónsson og Þóröur Reynisson með 37 punkta hvor en þeir stunda báöir nám á Bifröst um þessar mundir. Mótshaldarar vilja koma á framfæri þökkum til þeirra aöila sem geröu það mögulegt að halda mótiö. Ber þar helst aö nefna Samkaup og Olís fyrir vegleg verölaun, Vírnet fyrir verölaunagripi, Bauluna fyrir Sómasamlokur í hálfleik og Viö- skiptaháskólann fyrir kostun aug- lýsingar í Morgunblaöiö. Aö móti loknu þáöu þátttakendur veitingar í golfskálanum aö Hamri og er staö- arhaldara og starfsfólki golfskálans þökkuö gestrisnin. Stefnt er aö því að halda mótiö aftur aö ári liðnu og svo á hverju ári um ókomin ár. (fréttatilkynning) Snæfell undirbýr sig fyrir úrvalsdeildina Sjaldan eða aldrei betri segir Gissur Tryggvason hjá körfuknattleiksdeildinni Þann 10. október hefst nýtt keppnistímabil í úrvalsdeildinni í Körfuknattleik, Epsondeildinni. Snæfell úr Stykkishólmi verður þar þátttakandi eftir þriggja ára fjarveru. Að sögn Gissurar Tryggvasonar, eins forsvars- manna körfuknattleiksdeildar Snæfells, leggst mótið afar vel í Hólmara. „Ég held að við höfum sjaldan eða aldrei verið betur undirbúnir fyrir keppni í úrvals- deild en núna. Við höfum fengið aftur þá Lýð Vignisson (Haukum) og Jón Ólaf Jónsson (Stjörnunni), auk Daða Sigurþórssonar sem hefur tekið fram skóna aftur, en hann var í námi og lék áður með ÍR einnig. Við munum einnig tefla fram Bandaríkjamanninum Clifton Bush en hann lék með okkur í úr- valsdeildinni fyrir nokkrum árum með góðum árangri," segir Giss- ur. Samkvæmt heimildum Skessuhorns mun Clifton Bush síðast hafa leikið á Nýja-Sjálandi við góðan orðstý og skorað þar um 30 stig að meðaltali í leik, en hann er um 195 cm á hæð og getur spilað allar stöður á vellin- um. Gissur segir að auk þessa muni Hlynur Bæringsson leika með Snæ- fellingum og sé g r íð a r I eg u r fengur í honum. Hlynur lék á síð- ustu leiktíð með Skallagrími í Borgarnesi en hann er inn- fæddur Grund- firðingur. Aðeins Ólafur Guðmundsson hefur horfið úr herbúðum Snæ- fellinga frá síð- ustu leiktíð og segir Gissur að liðið setji óhikað stefnuna á sæti í úrslitakeppninni. Bárður Eyþórs- son þjálfar á- fram lið Snæ- fellinga. smh Báröur Eyþórsson, einn farsælasti leikmaður Snæfells í gegnum tíöina þjálfar liðið í úrvalsdeidlinni í vetur Skelfilegur seinni hálfleikur felldi Skagamenn Fráfarandi íslandsmeistarar ÍA sóttu ekki gull í greipar Vest- mannaeyinga líkt og árið á undan þegar að þeir mættu ÍBV á sunnu- daginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik var sem allt loft væri úr Skagamönnum og leikmenn ÍBV gengu á lagið og bættu tveimur mörkum við þau tvö sem þeir skoruðu í fyrri hálfleik, lokatölur 4-1. Tvenn varnarmistök á fyrstu 15 mínútunum gáfu heimamönnum fyrstu mörkin sín en á milli þeirra skoraði Garðar Gunnlaugsson lag- legt mark af stuttu færi eftir glæsi- lega sendingu Ellerts Jóns Björns- sonar. Marki undir sóttu Skagamenn það sem eftir lifði hálfleiksins en tókst ekki að skapa sér nein afger- andi færi þrátt fyrir að stjórna leikn- um lengst af. Litlu munaði þó að sóknarmanni ÍBV tækist að auka muninn í tvö mörk skömmu fyrir leikhlé en skot hans fór rétt fram- hjá. Upphafsmínútur síðari hálfleiks spiluðust eins og lokamínútur þess fyrri. Leikmenn ÍBV lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Þáttaskil urðu í leiknum á 61. mín- útu þegar ÍBV skoraði þriðja mark sitt. Eftir það hrundi leikur íslands- meistaranna og sáu þeir í raun aldrei til sólar í þann hálftíma sem eftir var. 10 mínútum eftir þriðja markið dæmdi arfaslakur dómari leiksins vítaspyrnu og innsiglaði þar með örlög Skagamanna endanlega í leiknum. Fátt markvert gerðist síðustu tuttugu mínútur leiksins en máttlitl- ar tilraunir Skagamanna að koma sér aftur inn í leikinn skiluðu engum árangri. Næst því að skora komst Hjörtur Hjartarson þegar að skot hans beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins var naumlega varið. Ætlum að enda á sigri Litlu er hægt að bæta við frammistöðu Skagamanna í leikn- um en það sem að ofan er talið. Skagamenn söknuðu greinilega þeirra Gunnlaugs Jónssonar og Grétars Steinssonar sem báðir tóku út leikbann í leiknum en engu að síður skýrir það ekki það and- leysi sem ríkjandi var í liðinu mest- an part leiksins. Á laugardaginn koma lærisvein- ar Skagamannsins Aðalsteins Víglundssonar í Fylki í heimsókn í síðustu umferð íslandsmótsins í ár. Mikið hefur verið um það rætt und- anfarna daga hvort Skagamenn muni leggja sig 100% fram í leikn- um þar sem að sigur heimamanna tryggir að öllum líkindum erkifjend- unum í KR titilinn þetta árið. Einnig hefur það verið gefið í skyn að Ó- lafur Þórðarson vilji frekar að Fylkir verði meistarar heldur en KR. Ólaf- ur sagði í samtali við Skessuhorn að þessar sögusagnir ættu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þó að hann hafi frekar viljað að Fylkir tæki titilinn úr því sem komið væri þá þýddi það ekki að þeir fengju eitt- hvað gefins á Akranesi á laugar- daginn. Hann og leikmenn sínir færu í leikinn til að vinna hann og síst af öllu vildi hann horfa upp á verðlaunaafhendingu á Jaðars- bökkum sem ÍA væri ekki aðili að. HJH Skallar í 1. deildar baráttu Stefnan sett beint upp Þann 5. október hefst keppnis- tímabilið í 1. deild karla ( körfuknattleik og verður Skalla- grímur úr Borgarnesi meðal þátt- takenda í þeirri hörðu keppni í fyrsta skiptið síðan 1991. Að sögn Ólafs Helgasonar, for- manns körfuknattleiksdeildar Skallagríms, hefur mikil endurnýj- un átt sér stað innan liðsins síð- ustu ár og verður það að mestu skipað ungum og bráðefnilegum heimamönnum á næstu leiktíð. Einn besti leikmaður liðsins síð- ustu ár Hlynur Bæringsson er horf- inn á braut og mun hann leika með Snæfellingum í úrvalsdeildinni í vetur. Alexander Ermolinskij sem þjálfaði liðið síðustu 2 tímabil hef- ur tekið við þjálfun hjá 1. deildarliði Selfoss og sonur hans, Pavel Ermolinskij, hefur gengið til liðs við ÍR. Þá hefur Steinar Arason horfið til náms á erlendri grundu. Hann mun þó að öllum líkindum leika með liðinu eftir áramót. Skallagrímsmenn hafa fengið tvo nýja leikmenn; þá Pétur Má Sigurðsson, frá Þór á Akureyri, sem einnig hefur leikið með KFÍ og Val, þar sem hann ólst upp og Bandaríkjamanninn Charles Ward. Að sögn Ólafs kemur Ward frá St. Augustine's háskólanum í Banda- ríkjunum, er 201 cm á hæð og leik- ur stöðu miðherja. „Ward þykir afar sterkur undir körfunni og mik- ill frákastari og á lokaári sínu í skólanum var hann með bestu skotnýtinguna í deildinni. Þá hefur hann mikinn stökkkraft og er þekktur fyrir tilþrifamiklar troðslur," segir Ólafur. Sá kunni þjálfari og fyrrum landsliðsmaður, Valur Ingimundar- son, mun þjálfa Skallagrím í vetur. Hann er næst leikjahæsti leikmað- ur úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 384 leiki og stigahæsti leik- maður deildarinnar með 7227 stig. Að sögn Ólafs verður stefnan ó- hikað sett á að Skallagrímur vinni úrvalsdeildarsæti sitt á ný. smh Snæfells- sigur í æfingamóti Um síðastliðna helgi fór fram æf- ingamót í körfuknattleik í Stykkis- hólmi, þar sem sex úrvalsdeildar- og 1. deildarlið karla af lands- byggðinni öttu kappi. Sem kunnugt er vann Snæfell sér þátttökurétt í úrvalsdeild á næstu leiktíð, sem hefst 10. október, en Skallagrímur féll niöur í 1. deild. Auk þeirra tóku úrvalsdeildarliöin Þór frá Akureyri, Tindastóll frá Sauöárkróki og Hamar úr Hvera- gerði þátt í mótinu í Stykkishólmi og 1. deildarlið KFÍ frá Isafiröi. Skemmst er frá því aö segja aö vestlensku liðin léku til úrslita í mótinu og haföi úrvalsdeildarliöiö sigur 82-70. smh Uppskera yngri flokka HSH í knatt- spyrnu í Stykkishólmi er starfrækt öflugt yngri flokka starf í knattspyrnu. Hátt í 80 krakkar æfa knattspyrnu í 4.-7. flokki í Hólminum sem verður aö teljast býsna gott í ekki stærra bæjarfélagi. Öflugt for- eldrafélag þar sem vel er haldiö utan um hlutina hefur gert þetta starf eins öflugt og þaö er nú í dag. Enginn flokkur var sendur á ís- landsmót að þessu sinni en 7. og 6. flokkur fóru á hið árlega Búnaö- arbankamót í Borgarnesi. Fjóröi og fimmti flokkur tóku svo þátt í unglingalandsmótinu fyrir hönd HSH sem fram fór í Stykkishólmi um verslunarmannahelgina og allir flokkarnir tóku svo þátt í hér- aðsmótum HSH í Grundarfiröi, Stykkishólmi og Ólafsvík. Góður árangur náöist í öllum flokkum á sl. sumri. Sjötti og sjö- undi flokkur unnu héraösmótin fimmti og fjóröi flokkur lentu í öðru sæti. Á mánudaginn sl. var svo haldin uppskeruhátið yngri flokkanna í félagsmiðstööinni X-inu í Stykkis- hólmi. Krakkar í 4.,5.,6. og 7. flokki komu þá saman og geröu upp sumarið á viöeigandi hátt. Veitt voru verölaun fyrir framfarir á sumrinu, góöa ástundun og prúömennsku bæöi utan vallar sem innan. Aö lokinni verö- launaafhendingu voru svo grillað- arpylsur í góða veörinu og slegið á létta strengi. * Molar Tveir leikmenn frá ÍA taka þátt í undankeppni Evrópumótsins skip- aö leikmönnum 17 ára og yngri sem fram fer hér á landi dagana 18.-22. september. Leikmennirnir eru þeir Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Kristinn Darri Röðulsson. Ágúst Örlaugur Magnússon væri að öll- um líkindum einnig með liöinu ef hann ætti ekki við meiðsli aö stríða. Fyrsti leikur liðsins fer fram í dag (miövikudag) á Akranesvelli gegn ísrael kl.16. Baldur Aöalsteinsson gat ekki veriö meö gegn ÍBV um síðustu helgi vegna meiðsla en hann togn- aði lítillega á ökkla á æfingu. í staö hans kom Andri Karvelsson inn í hópinn. Andrí Karvelsson spilaöi sinn fyrsta leik fyrir ÍA síðan í 9.umferö eöa síðan 7.júlí þegar að hann kom inn á í leiknum gegn ÍBV. f í.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.