Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDl - 38. tbl. 5. árg. 25. september 2002 Kr. 250 (lausasölu ✓ Dæmt í máli Oðins Sigþórssonar gegn Framsóknarfélagi Mýrasýslu Ráðherra fór út fyrir valdmörk sín Kosningarnar í Borgarbyggð úrskurðaðar gildar í Héraðsdómi Vesturlands í gær Héraðsdómur Vesturlands felldi í gaer úr gildi úrskurð fé- lagsmálaráðuneytisins frá í júlí síðastliðnum um ógildingu sveit- arstjómarkosiúnganna í Borgar- byggð. Núverandi bæjarstjóm telst því rétt kjörin en boðað hafði verið til nýrra kosninga þann 2. nóvember. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort málinu verð- ur áfirýjað til hæstaréttar. Eins og flestum er kunnugt kvað félagsmálaráðuneytið úþp þann úr- skurð í lok júlí að sveitarstjómar- kosningamar í Borgarbyggð þann 25. maí s.l. skildu ógiltar og boðað til nýrra kosninga. I kosningunum þann 25. maí s.l. réði hlutkesti því að 2. maður á Borgarbyggðarlista hlaut kosningu í stað 4. manns á lista Framsóknarflokks. I kjölfarið kærði Framsóknarfélag Mýrasýslu ffam- kvæmd talningarinnar til Sýslu- manns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og krafðist þess að vafaatkvæði greitt Framsóknarflokki og úrskurðað var ógilt skildi teljast gilt. Til vara var þess krafist að atkvæði yrðu endur- talin og úrskurðað á ný um vafaat- kvæði. Þriggja manna úrskurðar- nefnd skipuð af sýslumanni staðfesti í byrjun júní niðurstöðu kosning- arma en málinu var skotið til úr- skurðar félgasmálaráðuneytis. I lok júlí kvað félagsmálaráðuneytið upp þann úrskurð að kosningamar yrðu ógiltar og boðað til nýrra kosninga. I kjölfar úrskurðar ráðuneytisins stefndi Oðinn Sigþórsson kjósandi í Borgarbyggð Framsóknarfélagi Mýrasýslu og gerði þá kröfu að felldur yrði úr gildi úrskurður fé- lagsmálaráðuneytisins. Forsendur stefnunnar vom þær þær að stefn- andi, Framsóknarfélag Mýrasýslu, hefði hvorki átt né getað átt aðild að máli þar sem sveitarstjómarkosning- amar í Borgarbyggð vom kærðar enda væri félagið ekki kjósandi. Þá hélt Oðinn því fram fyrir dómi að félagsmálaráðherra hafi verið van- hæfur til að fara með málið og var þar vísað til þess að ráðherrann er þingmaður fyrir Framsóknarflokk- inn í Norðurlandskjördæmi Vestra og hefði lýst því yfir að hann sæktist efrir sætri á lista flokksins í hinu nýja norðvesturkjördæmi. Ennfremur reisti Oðinn kröfur sínar á því að ráðuneytið hefði í ýmsum atriðum ekki gætt form- og efnisreglna við úrlausn málsins og að ráðuneytinu hefði ekki verið heimilt að fara út fyrir kröfur aðila og ógilda kosning- arnar enda hafi Framsóknarfélag Mýrasýslu ekki gert kröfur um ó- gildingu. Framsóknarfélaginu heimilt að kæra Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að ráðuneytinu hefði ekki verið heimilt að kveða upp úrskurð sem var ekki í samræmi við kröfur stefnanda, þ.e. Framsókn- arfélags Mýrasýslu. I niðurstöðum dómsins segir m.a.: „Með úrskurði Frá dómsuppkvaíningu í gœr. - r ... $9 Af' . ■.-. félagsmálaráðuneytisins 30. júlí sl. voru ógiltar sveitarstjómarkosning- amar í Borgarbyggð, sem frarn fóm 25. maí 2002, þótt slík krafa hefði ekki verið höfð uppi, svo sem hér hefur verið rakið. Með því fór ráðu- neytið út fyrir valdmörk sín sam- kvæmt 93. gr. laga um kosningar til sveitarstjóma, nr. 5/1998. Þegar af þeirri ástæðu verður að fallast á kröfu stefnanda og er því úrskurður- inn felldur úr gildi“ Dómurinn hafnaði hinsvegar þeim rökum að Framsóknarfélagi Mýrasýslu hefði ekki verið heimilt að kæra niðurstöður kosninganna og einnig því að Páll Pétursson félags- málaráðherra hefði verið vanhæfur í málinu. Málskosmaður var látinn niður falla. Dómari í málinu var Benedikt Bogason, héraðsdómari. I samtali við Skessuhom efrir upp- kvaðningu dómsins sagði Þórir Páll Guðjónsson formaður Framsóknar- félags Mýrasýslu að niðurstaðan kæmi sér kannski ekki á óvart en þetta væm ákveðin vonbrigði. Hann sagði ekki liggja fyrir hvort málinu yrði áfiýjað til hæstaréttar en á- kvörðun yrði tekin svo fljótt sem mögulegt væri. Frestur til að áffýja er þrjár vikur frá uppkvaðningu dóms en Þórir Páll taldi ólíklegt að allur sá frestur yrði nýttur. Mistraustir úrskurðir „Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé ánægður með þessa nið- urstöðu enda er hún í fullu samræmi við það sem við töldum þegar við sáum niðurstöðu félagsmálaráð- herra. Þá þótti okkur ljóst að hann hefði farið út fyrir valdsvið sitt með sínum úrskurði,“ segir Oðinn Sig- þórsson. Hann segir niðurstöðu dómsins vera það sem skiptri máli en þótt héraðsdómur hafi ekki fallist á röksemdir um vanhæfi ráðherrans í málinu þá kveðst Óðinn enn þeirrar skoðunar að það hefði verið eðli- legra að ráðherra hefði vikið sæti. „Það hefði verið áferðarfallegri stjórnsýsla. Það sem hinsvegar stendur upp úr er að úrskurðir ráðu- neytanna era ekki hafnir yfir allan vafa og greinilega mistraustir,“ segir Óðinn. GE Skallagrímur á uppleið? Það skýrist að öllum líkindum á morgun hvort Skallagrímur leikur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á komandi keppnistímabili. I síðasta tölublaði Skessuhoms var sagt frá því að sá möguleiki væri sterklega inni í myndinni ef Þór á Akureyri myndi draga sig úr keppni eins og nú hefur gerst. I gær sendi körfuknatt- leiksdeild Þórs frá sér yfirlýsingu þess efiúst að félagið hyggðist draga hð sitt úr keppni í Urvalsdeildinni af fjárhagsástæðum. Að sögn Péturs Hrafns Sigurðssonar hjá Körfu- knattleikssambandi Islands verður að öllum líkindum tekin ákvörðun um það á morgun hvemig bmgðist verður við þessari ákvörðun Þórs. „Það em fjórir möguleikar í stöð- unni. I fyrsta lagi að ellefu hð leild í deildinni í vetur, í öðra lagi að Skallagrímur taki úrvalsdeildarsætið, í þriðja lagi að KFI sem varð í þriðja sætri í 1. deildinni fari upp og í fjórða lagi að Skallagrímur og KFI leiki um sætí í deildinni. Við munum í dag ræða við forráðamenn Skallagríms og KFI um hvort liðin séu tilbúin að taka sæti í úrvalsdeildinni og í frarn- haldi af því mun mótanefnd taka á- kvörðun um hvemig málið verður leyst,“ segir Pétur. GE Vallarsel stækkar Á fundi bæjarráðs Akranes þann 19. september var samþykkt að fela framkvæmdanefnd skólamála að vinna að undirbúningi að stækkun leikskólans að Vallarseli á Akra- nesi. I samþykkt- inni kemur fram að bæjarráð óski þess að nefndin vinni að því, í sam- ráði við starfsmenn leikskólans, að leikskólinn verði stækkaður um tvær deildir og að úr- bætur verði gerðar á aðstöðu starfs- manna. Þá er mælst til þess að skoðað verði hvernig best verði staðið að mötuneyti barna og starfsmanna auk þess sem bomir verði saman valkostir varðandi matseld fyrir leikskólann; matseld í leikskólanum sjálfum og aðkeypta þjónustu. Er niðurstaða undirbúningsvinn- unnar liggur fyrir er nefndinni falið að fylgja efrir framkvæmdum við stækkun leikskólans á grundvelli deiliskipulags og samþykkt bæjar- stjórnar um umfang verkefhisins. Bæjarráð samþykkir að fela skipu- lags- og umhverfisnefnd að taka til umfjöllunar hugmyndir um stækk- un leikskólans að Vallarseli með til- liti til byggingarreits og nauðsyn- legrar lóðarstærðar. Stefnt er að því að stækkunin verði tekin í notkun á síðari hluta ársins 2003. smb MOM—81 •• GOD KAUP A SVINAKJOTI Svínabógar 298 kg Svínasíður 298 Svínalundir 1.449 Svínahakk 299 gildir fimmtudag til sunnudags eða á meðan birgðir endasi verið velkomin!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.