Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 7
 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 7 Stríðsáraball í Dölunum Dalamenn hafa dvalið löngum stundum í fortíðinni síðustu miseri eins og uppbyggingin á Eiríksstöð- um í Haukadal ber vitni. Nú hyggjast þeir hinsvegar færa sig að- eins nær nútímanum, þó ekki alla leið, en þann 12. október næstkom- andi er fyrirhugað að halda í Dala- búð svokallað stríðsáraball með miklum „stæl“. Að sögn Olmu Guðmundsdóttur ferðamálafull- trúa Dalamanna er mikill hugur í Dalamönnum og eru Dalakonur þegar farnar að viða að sér tjullkjól- tun og korselettum og huga að stríðsáragreiðslunni. Fyrir dans- leikninn verður boðið upp á þrí- réttaðan kvöldverð og skemmti- dagskrá tmdir borðum. Veislustjóri verður hinn kunni æringi og sögu- maður Ingi Hans Jónsson í Grund- arfirði en „big-bandið“ Skjern Salonorkester frá Danmörku leikur síðan fyrir dansi. GE Hljómsýn kaupir verslunarrekstur Rafþjónustu Sigurdórs Vegna ófyrirsjánlegrar lokunar Euronics verslananna á höfuðborg- arsvæðinu er grundvöllurinn fyrir því að vera tengdur stærstu versl- unarkeðju í Evrópu, Euronics, brostinn. I þeirri stöðu ákváðtnn við að treysta betur samstarf okkar við innlenda birgja og náðum í þeim samningum betri kjörum en áður og getum því haldið áffam að bjóða ávallt besta verðið og hag- stæðustu kjör landsins. Þess má geta að við erum eina verslunin á íslandi sem bjóðum vaxtalausar biðgreiðslur. Til að fjölga vörumerkjum og auka vöruúrval í verslun okkar höf- um við keypt verslunarrekstur Raf- þjónustu Sigurdórs ehf og nú get- um við boðið nánast öll vörumerki sem fást á Islandi á sama stað. Um leið og þessar breytingar eiga sér stað tökum við aftur í notk- un nafnið Hljómsýn. Á næstu vikum verður verslunar- rekstur Rafþjónustu Sigurdórs færður í húsnæði okkar að Stillholti 23 og bjóðum við viðskiptavini þeirrar verslunar sérstaklega vel- komna. Þegar flutningi verður lok- ið verður hægt að fá allt í sambandi við rafmagn á einum stað eða allt frá rafmangstenglum til stórra heimilistækja á borð við sjónvörp og kæliskápa. Rafþjónusta Sigurdórs ehf mun hér eftir sem hingað til reka þá við- gerðarþjónustu og rafverktaka- starfsemi sem þeir hafa gert um áratugaskeið að Skagabraut 6. Hljómsýn mun hér eftir sem hingað til reka viðgerðaþjónustu á rafeindatækjum eins og sjónvörp- um og hljómtækjum í húsakynnum sínum að Stillholtd 23. (fréttatilkynning) Þœr Silja Sif Engilbertsdóttir t.v. og Ragnhildur Ragnarsdóttir héldu á dögunum hlutaveltu til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og nágrennis. Alls söfnuðust 6800 kr. og á myndinni má sjá þcer stóllur afhenda Sigurlínu Guðmundsdóttur, starfsmanni Krabbameinsfélagsins, peningana. Akraneshöfn dýpkuð --- Útboð vegna dýpkunarfram- kvæmda í Akraneshöfn stendur nú yfir. Hafnarstjórn samþykkti að fela Siglingastofnun að bjóða út framkvæmdirnar við dýpkunina, en samkvæmt heimildum frá Kristjáni Sveinssyni, formanni Hafnarstjórnar, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í næsta mán- uði. Kristján segir að kostnaðar- áætlun fyrir framkvæmdina sé um 60 milljónir króna vegna dýpkun- arinnar og gert sé ráð fyrir að henni verði lokið í apríl á næsta ári. Niðurrekstur stálþilja hefst síðan í kjölfarið vegna styrkingar og 5 metra breikkunar á aðal hafn- argarðinum, en áætlað er að sú framkvæmd muni kosta um 160 milljónir króna. smh Áskorun til lj ámiálaráðherra Eins og alkunna er lýsti Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, yfir því 13. des. 2001 að það væri vilji sinn að jafna réttindi félagsmanna ASI sem starfa hjá ríkinu við réttindi fé- lagsmanna annarra stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Yfirlýsingu þessa efnis gaf hann út þegar ljóst var að Alþýðusamband íslands hafði ákveðið að beita sér fyrir bráðnauð- synlegum viðnámsaðgerðum í efna- hagsmálum á þessum tíma og tryggja þannig áframhaldandi stöðugleika. \fið þessa yfirlýsingu hefur ráð- herrann ekki staðið þrátt fyrir ítek- aðar tilraunir forystu ASI til að ná ffam ásættanlegri niðurstöðu. A samráðsfundi sem ASÍ boðaði til 11. sept. s.l. var einróma samþykkt krafa um að ráðherrann standi við þessa yfirlýsingu. Á fundinum voru mætt- ir fulltrúar allra aðildarfélaga ASÍ sem samninga hafa við ríkið. Á fundi stjómar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélags Borgar- ness 18.09.02 var fjallað um ffam- gang þessara sjálfsögðu jöfiiunarað- gerða sem ráðherrann hafði heitið að beita sér fyrir. Kom ffam megn óánægja fundarmanna vegna þess að enn hafi ekki náðst niðurstaða. Samþykkt var samhljóða effirfarandi ályktun: „Fundur stjómar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélags Borgar- ness 18.09.02 skorar á fjármálaráð- herra að standa við yfirlýsingu sína frá 13.12.01 um jöfiiun réttinda launafólks innan ASI hjá ríkinu við kjör félagsmanna í stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Verkalýðsfélag Borgamess telur með öllu óásættanlegt að nú níu mánuðum ffá undirritun yfirlýsing- arinnar skuli lítið sem ekkert hafá miðað í þessum efnum. Fundurinn krefst þess að Ijármálaráðherra beitd sér í þessu máli og sjái til þess að ár- angur náist fyrir lok þessa árs. Við annað er ekki hægt að una.“ Verkalýðsfélag Borgamess Sveinn G. Hálfdánarson Stykkishólmur Ný deild leikskólans Húsnœði leikskólans í Stykkishólmi í byrjun september var opnuð ný deild við leikskólann í Stykkis- hólmi. Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskóla- stjóri, segir að leikskólinn sé í stóm húsnæði á tveimur hæðum og að ákveðið hafi verið að taka hluta af kjallaranum undir nýja deild 3ja ára barna, þar sem áður var hreyfinga- svæði barnanna. Sigrún segir að 21 bam hafi fæðst á síðasta ári í Stykk- ishólmi en leikskólinn byrjar að taka inn böm 18 mánaða og mun með þessari stækkun anna þeirri efirirspurn. „Við bjuggum svo vel að hafa gott pláss í leikskólanum okk- ar og það kemur sér vel nú þegar eftirspurn eftir leikskólaplássum eykst til muna. Við höfum aldrei verið með biðlista og emm ánægð með að getað annað eftirspurn þrátt fyrir nokkra fjölgun á bam- eignum í Stykkishólmi og fjölgun í bæjarfélaginu," segir Sigrún. Rúmlega 70 böm em á leikskól- anum í Stykkishólmi og um 20 starfsmenn. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.