Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 KIA og Takk gera með sér samning Unglingaráð KIA og Takk, hreinlœtiwörur skrifuðu á laugardaginn undir auglýs- ingasamning til þriggja ára. Að sögn Haraldar Friðrikssonar, formanns unglingaráðs, er um umtalsverðarfiárhœðir að rœða en samningur felur meðal annars í se'r að aug- lýsing frá Takk verður á öllum keppnisbuxum yngri flokka IA ruestu þtyú árin. Haraldur Friðrikssm, firrmaður og Axel Gíslason handsala hér samninginn að lokinni undirskrift. Gamla kistan Mig langar til að segja sögu kistu sem hefur verið smíðuð á áttunda tug nítjándu aldar því hún var í eigu hjónanna Þor- valdar Sigurðssonar og Valgerð- ar Onnu Sigurðardóttur sem bjuggu í Alftártungukoti. Þau voru fædd 1853 og 1855. Ég kann ekki sögu kistunnar nema til ársins 1972 en þá var henni stolið. Ég er dótturdóttir þeirra hjóna Valgerðar og Þorvaldar. Kistan var í eigu móður minar Sesselju Þorvaldsdóttur ffá ár- inu 1929 þar til hún dó 1955. Þá komst hún í mína eigu. Var hún notuð á öllum þessum árum undir mjölvöru og var oft nefnd hveitikistan. Ég notaði hana undir fatnað. 1963 seldum við Finnur bóndi minn jörðina Gufuá, Valgerði Önnu systur minni og manni hennar Heiðari Arnasyni. Datt mér þá í hug að réttast væri að systir mín ætti kistuna, skildum hana því eftir á Gufuá. Systir mín og mágur fóru ekki að búa þar strax. 1970 ætluðu þau að fara að Gufuá en snemma það vor dó Heiðar af slysförum svo þá var hætt við allan búskap. 1972 vorum við hjónin búin að byggja sumarbústað á Gufuá. Datt mér þá í hug að hafa gömlu kistuna þar. Hálfum mánuði áður en við ætluðum að taka hana var hún á sínum stað í hús- inu. I millitíðinni var sonur minn, Guðmundur, á leið upp að Gufuá og sá jeppa vera á hlaðinu við húsið. Þegar hann var kominn upp í Hrísnesið sá hann bílinn fara á miklum hraða burtu og fór sá efri leiðina um Þverbrekkur svo þeir sæust ekki. Syni mínum datt reyndar ekki í hug að hér væru þjófar á ferð. Þegar kistan var skoðuð tveim vikum áður en ég ætlaði að taka hana var hún í nákvæmlega sama ásigkomulagi og hún var meðan amma og afi áttu hana, nefnilega ómáluð. (kannski búið að mála hana núna) Hefðbundin stærð, geirnegld og sterkleg með kúptu loki. I botni kistunnar var mikið af dauðum flugum. Þjófunum hef- ur sjálfsagt orðið þær að góðu. Ég auglýsti efti kistunni bæði í útvarpi og blöðum en talaði ekki við lögreglu eða yfirvöld. Svo nýlega þá fór mig að dreyma kistuna. Datt mér þá í hug að segja söguna. Ég er viss um að þjófurinn hefur ekki stigið gæfu- spor. Elín Guðmundsdóttir Anahlíð 2 Borgamesi. l/íiétAhó’tsud Mig hefur leikið lífið hart Fyrir einu eða tveimur árum sendi gamall vinur minn og skóla- bróðir, Óli Al- bertsson á Keldulandi á Skaga, mér eft- irfarandi haustþanka: Ennþd er komið hrákalt haust, hélugrájörð og sláturtíð. Síðasti mófugl í suður skaust, sjást nú ei jramar veður blíð. Hrafninn á gamahaug er nú horfinn með unga sína ogjrú. Rolluskjátumar ráfa um hlað -rcendar lömbunum vorufljótt. Framleitt þær hafafeikna tað -Fyrirþví get ég nú sofið rótt. Kjallarinn hálfur kallast nú, kannske rúmar hann árin þrjú. Mykju ófdgnuðs tonnin tólf teljast úr hverri bóndans kú. Bráðumflæðir áfióssins gólfi fullur er kjallarinn - hananú. Skítnum ég dreifa í viku verð. Það verður nú aldeilis skemmtiferð! Enn eru gimgur eftir hér, eltingaleikur við hross og ær. Rennandi skítugþó réttin er rigningar eftir vikur tvœr. Otalþar munu erkisvín argandi vitlaus þamba vín. Bráðlega munu birtast hér byssujjandar í rjúpnaleit, Heiðin villugjöm vístþeim er, -villastþeir mættu í djöfla sveit Fljótt mun drepa þaðfantalið ájjöllum síðasta lífsmarkið. Skammdegismyrkrið skemmtir brátt skratta og leiðri draugahjörð. Blindhríðin hvín við gluggagátt, gnagaþá merarfreðin börð. Holdunum skulu halda ess, hey og síld á ég nóg til þess Flösku ég skal mérfá í dag, jjandinn hafi það, -jafnvel tvær. Ríkisins dálítið rétta hag. (reynast oft endingarstuttar þær). Bakkus skal gleðja brátt um stund (þölvaður þrællinn) mína lund. Vissulega hefur sá armi þræll glatt margan mann í gegnum tíð- ina þó sumum hafi hann reynst örðugur viðureignar. Teitur Hart- mann orti um viðureign sína við lífið (og Bakkus): Mig hefur lífið leikið hart og lamað þrekið. Það hefur gefið mér svo margt -en meira tekið. Það er svosem engin ástæða til að forsmá gjafir lífsins ef þær eru í boði þó mönnum geti líka orðið hált á boðorðunum stundum. Séra Einar Friðgeirsson kom eitt sinn til vinar síns Ingólfs Gíslasonar læknis í Borgarnesi og stóð svo á að Ingólfur hafði nýlega ráðið til sín færeyska vinnustúlku. Þegar prestur komst að þessu þurfti hann náttúrlega að athuga nýju stúlkuna og brá sér fram í eldhús þar sem stúlkan var ein að störf- um. Eftir stundarkorn er stofu- hurðinni hrundið upp og Einari presti er snarað innfyrir og lokað á eftir honum. Þá orti Ingólfur: Einar prestur út á mar einn á báti reri. Ifátviðri við Færeyjar fleytan lenti á skeri! Það þóttu á sínum tíma nokkur tíðindi þegar séra Auður Eir tók prestvígslu og gerðist sóknar- prestur á Súgandafirði. Þá orti Ár- mann Jóhannsson: Biskupinn klerk úr konu gerði, kynferðisjafn er nú prestastóll. Mikið held ég að hempan verði hentugur tækifæriskjóll. Borgfirskur höfundur svaraði: Auði skaltu ekki lá, annars rík er þörfin, en máske ertu að mæna á meðhjálpara stöifin. Ármann svaraði aftur: Um Auðar ríku ástarþörf ekkert vil ég tala en meðhjálparans mætu störf myndi ég gjaman fala. A þessum tímapunkti blandaði Jón í Garðsvík sér í umræðuna og kann ég svo ekki þá sögu lengri: Góður biskup í góðri trú gerði konu að sálnahirði. Mikið öfunda margir nú meðhjálparann á Súgandafirði. Um orðlagðan matmann var einhverntíma sagt að honum þætti matur góður og mörgum þykir að minnsta kosti hangikjöt hið rnesta ljúfmeti enda bendir eftirfarandi samtal til þess: „Hvað ertu að éta“? „Hangiket“ „Hver gafþér það“? „Frúin“ „Hvemig er það“? „Gott ég get“ „Gef mér smakka“ „Búinn“. I sumra augum eru falleg föt mikil lífsnautn þó öðrum sé nán- ast sama hverju þeir klæðast með- an þeim er þokkalega hlýtt og þeir ná að hylja nekt sína. Ekki man ég hver orti eftirfarandi kveðling um eina fataelskandi frauku: Alltaf stendur einhvemveginn óljóstfyrir mér hvo’rt þú varst sniðin fyrir fót eða fótin handa þér. Vonandi hefur stúlkunni ekki orðið kalt og kannske verið í síðu pilsi. Andrés Eyjólfsson í Síðu- múla orti einhverntíma: Kveikir bál í konusál kjaftamál og silkiprjál, lausatjál við Pétur og Pál. Pilsafálutiyggð er hál. Þetta varð upphaf að svokölluð- um Pilsafáluvísum sem urðu all- nokkrar en ekki mun hafa verið full vissa um alla höfunda þeirra enda margir hagyrðingar í Hvítár- síðu og nágrenni á þeim árum en þar í er þessi: Eykur brjál og óróa Astamálaslangur, Pyntar sálir piltanna pilsafálugangur Eins og menn vita er óbundið mál algjörlega bannað í þingveisl- um og á einni slíkri samkomu hygg ég að hafi verið ort þó ekki viti ég um höfundinn og látum við það verða kveðjuorðin að sinni: Engin ræða er á þeim stað, önnur gæði hrífa, vísur flæða eyrum að eins og skæðadrífa. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 j&líSSUItUL, Góðgerðastofiiun nokkur, í litlum bæ úti á landi, var að átta sig á því að aðfluttur lög- fræðingur hafði aldrei gefið krónu til góðgerðamála. Þrátt fyrir að samkvæmt opinberum gögnum væri hann með tugi milljóna í árstekjur. Svo þeir ákváðu að hringja... „Samkvæmt okkar gögnum hefur þú aldrei gefið til góðgerða eða líknarmála, þrátt fyrir mikla velgengni. Má ekki bjóða þér að borga samfélaginu eitthvað til baka?“ Lögfræðingurinn velti þessu aðeins fyrir sér, en segir síðan: „I fyrsta lagi, sögðu gögnin sem þið hafið um mig, að móðir mín er að deyja efrir langvarandi veik- indi og að lyfjareikningar hennar eru sjöfalt það sem hún þénar á ári?“ Vandræðalegt andartak í sím- anum, „Um...nei.“ „—eða að bróðir minn, á besta aldri, er blindur og bundinn við hjólastól?" Maðurinn ffá góðgerðastofn- uninni var byrjaður að reyna að stynja upp einhverjar afsakanir, en var truflaður: „—eða að mágur minn dó í umferðaslysi,“ rödd lögfræðings- ins var farin að bera vott um reiði, „og systir mín situr eftir allslaus með þrjú börn?!“ Auðmýktur maðurinn á hinni línunni sagði einfaldlega, „Veism? Ég hafði bara ekki hug- mynd...“ „—og ef ég læt þau ekld fá krónu, af hverju skyldi ég láta ykkur fá eitthvað?“ Eiginmaður kemur til sál- fræðings: „Læknir, þú verður að hjálpa mér. Konan mín heldur ffamhjá mér. A hverju föstudagskvöldi fer hún á Players til að reyna við karlmenn. Reyndar sefur hún nánast hjá hverjum sem er! Ég er að verða vitlaus á þessu. Hvað á ég eiginlega að gera?“ „Róaðu þig,“ segir læknirinn, „Dragðu djúpt andann. Segðu mér. Hvar er Players nákvæm- lega?“ Kennarinn var að kenna litlu bömunum líffræði og kennslan snérist um hvali. Kennarinn útskýrði fyrir krökkunum að þrátt fyrir að hvalir væm mjög stórir, þá hefðu þeir lítinn háls og þess vegna væri ómögulegt fyrir þá að gleypa manneskju. „En hvalurinn gleypti Jónas!“ segir ein stelpan í bekknum. Kennarinn hélt fast við sitt og sagði að hvalir gæm ekki gleypt fólk. „Þegar ég fer til himna,“ segir litla stelpan, „þá ætla ég að spyrja Jónas!!“ „En ef að Jónas fór til helvít- is?“ spyr kennarinn háðskur. „Þá spyrð þú hann bara...“ í heimavistarskóla einum er deildarstýran að messa yfir nýju stelpunum: „... og munið ungu konur, þið þurfið ekki bara að hugsa ykkar eigin heiður, heldur heiður skól- ans. Þegar þið hittið unga menn, spyrjið ykkur: Er klukkutíma á- nægja virði ævilangrar smánun- ar? Jæja, em einhverjar spum- ingar?“ ,Já,“ segir ein, „Hvernig læmr maður það endast í klukkutíma?“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.