Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 ^MUnu^ Bæjarráð Akraness og Borgarbyggðar funda Stefiia að auknu samstarfi Bæjarráð Akraness og Borg- arbyggðar héldu sameiginlegan fund á Akranesi í síðustu viku. A fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál og reifaðir möguleikar á frekara samstarfi sveitarfélaganna. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæj- arritara á Akranesi var fundur- inn gagnlegur og gefur fyrirheit um áframhaldandi gott sam- starf. „Sveitarfélögin eru með samstarfsyfirlýsingu þar sem meðal annars er fjallað um sam- eiginleg innkaup. Þau hafa skil- að góðum árangri og eins sam- starf á öðrum vettvangi. Því vilja menn endurskoða yfirlýs- inguna með það að markmiði að auka samstarfið enn frekar. Það er meiningin að bæjar- stjórnir sveitarfélaganna haldi sameiginlegan fund í Borgar- nesi þann 18. október og þá verða þau mál rædd nánar,“ segir Jón Pálmi. GE Starfsleyfi fyrir þorskeldi Heilbrigðisnefnd Vestur- lands kemur saman í næstu viku til að taka fyrir umsókn Guð- mundar Runólfssonar hf. í Grundarfírði um starfsleyfi fyr- ir áframeldi á þorski í Grundar- firði. Eins og Skessuhorn hefur greint frá er útgerðaríyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. þátttakandi í tilraunaverkefni ýmissa rannsóknastofnanna í sjávarútvegi, um þróun á- frameldis á smáþorski. Er meiningin að smáþorskur verði fangaður lifandi og alinn áfram í Grundarfirði í kvíum. Helgi Helgason, heilbrigðis- fulltrúi, segir að svör umsagn- araðila hafi borist og engin þeirra séu neikvæð. Reiknar hann með að starfsleyfi fyrir allt að 200 tonna áframeldi á þorski verði veitt á næstunni. smh Sameining al- mannavama- nefiida Sameiningaáform eru uppi meðal almannavarnanefnda á Snæfellsnesi. Mun sýslumaður Snæfellinga hafa haft forgöngu um málið frá því á síðasta ári en með sameiningu Almannavarna ríkisins við embætti Ríkislög- reglustjóra virðist málið hafa tafist. A vef Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is, lýsir bæjarstjóri þeirri von sinni að málið verði tekið fyrir á lands- hlutafundi Almannavarna ríkis- ins þann 17. október nk. í Stykkishólmi. smh Próflaus ökumaður á óskráðum bíl Endaði á hvolfi ofan í höftiinni Bátamir í höfninni í Borgamesi sluppu við skemmdir en bifreiðin er ónýt eins og sést á innfelldu myndinni. Mynd: GE Fimmtán ára ökumaður slapp með skrekkinn þegar hann ók fólks- bifreið útaf bryggjunni í Borgamesi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags. Borgarbyggð hefur í sumar starf- rækt Mótorsmiðju í gamla hafnar- húsinu í Borgamesi en þar hafa ung- lingar haft aðstöðu til að gera upp gamla bíla. Einn unglinganna tók eina bifreiðina, sem er óskráð, traustataki á fimmtudagskvöldið og fór í ökuferð um hafnarsvæðið sem endaði sem fyrr segir ofan í höfninni á ævintýralegan hátt. Utfyri var þeg- ar atvikið átti sér stað og lenti bif- reiðin í sandfjöru við bryggjuna. Pilturinn, sem var einn í bflnum, kastaðist út úr honum og lenti und- ir bifreiðinni og sat þar fastur. Fé- lagar piltsins, sem vom sjónarvottar að atvikinu, gerðu lögreglu aðvart og náði einn lögregluþjónanna að draga ökuþórinn undan biffeiðinni áður en flæddi að. Drengurinn slapp ómeiddur og má telja það mestu mildi. GE Dragnótarbátur sigldi á trillu Á miðvikudagsmorguninn í síð- ustu viku sigli dragnótarbáturinn Rifsari SH-70 á trilluna Þemu SH- 350 um sex mílur norður af Rifi á Snæfellsnesi. Engin alvarleg slys urðu á fólki en trillan skemmdist talsvert ofan sjólínu. Ástæða árekstrarins var sú að skipstjóri dragnótarbátsins mun ekki hafa séð trilluna fyrir glugga- pósti í brú og mastrinu á bátnum fyrr en um seinan. Trillan sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar í fylgd dragnótarbátsins. Rannsóknarnefnd sjóslysa var gert viðvart og teknar vom skýrslur af skipstjórnarmönnum. smh Fyrsti báturinn eftir fimmtán tonna mörkin Bátasmíðastöð Guðgeirs á Akra- nesi sjósetti síðastliðinn laugardag fyrsta nýja bátinn sem smíðaður er inn í hið nýja 15 tonna kerfi en samkvæmt lagabreytingum á þessu ári hækka stærðarmörk krókaafla- marksbáta úr 6 tonnum í 15 tonn. Báturinn sem sjósettur var á laugardag heitir Guðfinnur KE 119 og er smíðaður fýrir Sigurð Frið- riksson útgerðarmann í Keflavík. Báturinn sem er 14,2 brúttótonn er alfarið hannaður og smíðaður af starfsmönnum bátasmiðju Guð- geirs og að sögn Guðgeirs Svavars- sonar framkvæmdastjóra eru menn mjög ánægðir með útkomuna. „Mér sýnist að þetta hafi tekist með afbrigðum vel og samkvæmt okkar prófunum gengur allt upp eins og það á að gera.“ Guðgeir segist bjartsýnn á að sóknarfæri sé í smíði báta af þessari stærð. „Ef það er Guðfmnur KE 119 sjósettur á Akranesi. ekki í þessu þá veit ég ekki í hverju það ætti að vera í þessum geira. Menn fara að vísu hægt í að stækka þar sem margir voru búnir að fjár- festa í sex tonna bátum á síðustu áram og eru kannski ekki tilbúnir að taka þetta skref alveg strax. Það eru hinsvegar mjög margir sem hafa sýnt þessum báti áhuga og skoðað hann þannig að við eram bjartsýnir,“ segir Guðgeir. GE Irsk sendineftid í heimsókn Akurnesingar fengu góða heim- sókn í dag þegar forseti írska þjóð- þingsins, Rory 01480100, varafor- seti þingsins; Séamus Pattison og nokkrir írskir þingmenn komu í heimsókn að Görðum. Með þeim í för var einnig Lesley Ní Bhriain starfsmaður írska sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Hópurinn er staddur hér á landi í boði Halldórs Blöndal forseta Alþingis en með þeim í för í dag vora m.a. Friðrik Olafsson skrifstofústjóri Alþingis. Gestirnir skoðuðu Safnasvæðið að Görðum undir leiðsögn Bjöms I Finsen og Jóns Allanssonar. Hing- að vora Irarnir komnir til að kynna sér landnám landa sinna á Akranesi Bjöm lngi Finsen leiddi Irana um safnasvœðið að Górðum og lýsti því semfyrir augu bar. Hér má sjá hann meðþeim Seamur Pattison og Guðmundi Páli Jónssyni. um 880. Eftir viðkomu á Akranesi með viðkomu í kirkjunni að Innra var förinni heitið til Reykjavíkur Hólmi. MM Leitað sátta í afréttarmáli Landbúnaðarnefnd Borgar- byggðar kom saman í síðustu viku og ræddi meðal annars á- greining þann sem kominn er upp um kosmað vegna smölunar og ágangs búíjár af affétti. Eins og fram hefur komið í Skessu- homi hafa eigendur Lundar og Hermundarstaða í Þverárhlíð neitað að greiða kostnað við smölun á þessum jörðum á síð- asta ári og lagt fram reikning fýr- ir hagagöngu búfjár af afrétti. Tillaga um að vísa málinu til dómstóla féll á jöfnu á fundi landbúnaðamefndar og var nið- urstaðan sú að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Á bæjarráðsfundi í síðusm viku var ákveðið að fela bæjarstjóra og þjónustufulltrúa í dreifbýli að leita lausna á um- ræddum ágreiningi. Páll S Brynjarsson bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhom að hann byggist síður við að málið færi fýrir dómstóla en ljóst er að mál- ið hefur vakið mikla athygli vegna fordæmisgildis. „Mér heyrist vera sáttatónn í mönnum og ég vona að við leysum það án þess að til þurfi að koma afskipti dómstóla," segir Páll. GE Sjálfstæðis- menn fimda í norðvestur- kjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs norðvesturkjördæmis verður haldinn í Snæfellsbæ 28. og 29. september. Stjómin boðaði til fjögurra funda hinn 19. júní sl. til að kanna hug manna til þess hvort viðhaft skuli prófkjör eða uppstilling fýrir komandi al- þingiskosningar. Niðurstaða fundanna var sú að áberandi fleiri töldu prófkjör vera væn- legri kost en uppstillingu, að því er fram kemur á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. smh Netkerfi Stykkis- hólmsbæjar Á vegum Stykkishólmsbæjar hefur nú verið sett á laggirnar tilraunaverkefhi sem felur í sér tölvunet bæjarstofhana. Það er Einar Strand, kerfisumsjónar- maður Stykkishólmsbæjar, sem hefur haft umsjón með verkefn- inu og segir hann að um allfull- komið bæjarnet sé að ræða. „All- ar starfstöðvar bæjarins, 12 tals- ins, era nú tölvutengdar saman. Netið er sett upp með búnaði sem heitir Long Reach Internet frá Cisco og hefur þá sérstöðu að geta keyrt innra net yfir tveggja víra koparlínu, en það þýðir að við þurfum ekki að not- ast við ljósleiðara til að ná 15 megabæta internettengingu yfir skamma vegalengd,“ segir Ein- ar. Heildarkosmaður við verk- efnið var rúm milljón króna og rekstarkostnaður er um 100 þúsund krónur á mánuði, en Einar segir það vera svipaða upphæð og áður var. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.