Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 25.09.2002, Blaðsíða 11
^oAssunuu.. 11 Þfid gg Ifsu’tJú+iý Fórst þú í réttir ogþáíhvaða? Rakel Ýr: 10 ára Já, Þverárrétt. Hallbjörg Erla: 12 ára Já égfór í ÞveráiTétt með skólanum. Valdís Hrönn: 11 ára Já, /' Skarðsrétt. Rakel Ema Skarphéðinsdóttir: 11 ára Já, égfór í Þverán-étt. Bima Ósk: 9 ára Já, Þverárrétt. MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - Skagamenn luku mótinu með sæmd Einn besti leikur sumarsins þegar íslandsmeistaradraumar Fylkismanna voru gerðir að engu Skagamenn sýndu loksins það andlit sem fólk fékk svo mikið að sjá af í fyrra síðustu 90 mínúturnar sem þeir héldu ís- landsmeistaratitlinum í leiknum gegn Fylki á laugardaginn. Leik- menn ÍA yfirspiluðu meistarefn- in úr Árbænum og gerðu þar með vonir þeirra um íslandsbik- arinn að engu þetta árið. Rúmlega 2500 manns, þar af 2000 Fylkismenn, mættu á síðasta leik Skagamanna þetta sumarið. Eins og flestum er kunnugt hefði sigur Fylkismanna þýtt að þeir fengju bikarinn afhentan á Akra- nesi en jafntefli eða tap færði að öllum líkindum KR-ingum titilinn í 23.skipti. Strax í upphafi leiks mátti sjá að Skagamenn ætluðu ekki að gefa gestunum neitt ókeypis á Akra- nesvelli þennan daginn. Leikmenn Fylkis virtust yfirspenntir enda mikið í húfi fyrir þá. Léttleikinn og viljinn skein hinsvegar úr andlitum heimamanna sem greinilega vildu enda íslandsmótið með reisn. Það voru þó Fylkismenn sem fengu fyrsta færi leiksins eftir um tuttugu mínútna leik. Eftir mistök Ólafs Þórs Gunnarssonar mark- varðar, var Steingrímur Jóhannes- son einn á auðum sjó og átti að- eins eftir að koma boltanum yfir línuna í, að því er virtist, autt mark- ið. Steingrímur hitti boltann vel en Varnarmaðurinn sterki Reynir Leósson var útnefndur leikmaður ársins 2002 af leikmönnum ÍA á uppskeruhófi félagsins sem fram fór á laugardaginn. Reynir er vel að nafnbótinni kominn og kórón- aði ágætt tímabil með stórleik fyrr um daginn. Efnilegasti leikmaður meistarflokks var Garðar B. Gunnlaugsson. Garðar var einnig valinn leikmaður ársins hjá 2. flokki en Garðar lék lykilhlutverk í Ólafur sýndi ótrúlega snerpu og varði skotið á glæsilegan hátt. Ef menn tilnefndu markvörslu ársins líkt og þeir velja mark ársins þá myndu þessi tilþrif Ólafs efalaust hljóta þá útnefningu. Tíu mínútum síðar fengu Skaga- menn sitt besta færi í hálfleiknum. Garðar B. Gunnlaugsson vann boltann af aftasta varnarmanni Fylkis við miðlínu, óð upp allan völlinn en skot hans frá vítateigs- línu fór rétt framhjá. Staðan í leikhléi 0-0. Margir hafa eflaust haldið að þær fréttir sem bárust úr Vestur- bænum í hálfleik að KR væri að sigra Þór 3-0 myndi kveikja í Fylk- ismönnum en svo var aldeilis ekki. Skagamenn mættu jafnvel enn á- kveðnari til leiks í síðari hálfleik en þeim fyrri og kláruðu í raun leikinn á fyrstu tíu mínútunum með tveim- ur mörkum. Fyrra markið var ekki af verri endanum. Ellert Jón Björnsson lék laglega á einn varnarmann Fylkis, lék síðan að endalínu og sendi boltann glæsilega fyrir markið þar sem Hjörtur Hjartarson mætti í eyðuna, kastaði sér fram og skall- aði boltann neðst í markhornið. Tveimur mínútum síðar hrökk boltinn til Grétars Rafns Steins- sonar sem skyndilega var orðin einn á auðum sjó. Grétar var ekk- ert að tvínóna við hlutina heldur brunaði fram og skoraði með góðu íslandsmeistaraliðinu í sumar. Efnilegasti leikmaður 2.flokks var Helgi Pétur Magnússon. Fleiri viðurkenningar voru veitt- ar þetta kvöld. Guðjón Sveinsson vann titilinn sem besti vængmað- ur sumarsins en bikarinn er veitt- ur til minningar um Jóhannes Þórðarson. Páll Gísli Jónsson fékk Kiddabikarinn sem er veittur er til minningar um Kristján Sig- urðsson. Þá var Ólafur Þór Gunn- skoti frá vítateigslínu. Þegar þarna var komið léku heimamenn á alsoddi. Boltinn gekk hratt á milli manna og flest návígi unnust hvort sem þau voru við jörðina eða í loftinu. Úrslitin voru ráðin. Fylkismenn fjölguðu í sókninni á lokamínútum leiksins og við það opnaðist vörn þeirra nokkrum sinnum en klaufaskapur sóknarmanna ÍA kom í veg fyrir að þau tækifæri sem fengust væru nýtt. Lokatölur 2-0, fyllilega sann- gjarn sigur sem hefði auðveldlega getað orðið mun stærri. Reynir Le- ósson átti sannkallaðann stórleik og leiddi vörn Skagamanna og steig ekki feilspor allan leikinn. Það sést líklega best á því að Fylk- ir fékk ekki eitt einasta færi í síðari hálfleik og aðeins eitt í þeim fyrri. Miðjumenn ÍA stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda þar sem Grétar Rafn var sívinnandi allan tímann og skoraði að auki gott mark. Frammi voru Ellert og Garðar síógnandi þó hinn síðarnefndi sé eflaust svolítið svekktur að hafa ekki nýtt í það minnsta eitt af þeim færum sem hann fékk í leiknum. Heilt yfir voru allir leikmenn liðsins að spila vel og spyrja sjálfsagt margir þeirra spurninga í kjölfarið, hvar hefði liðið endað á töflunni ef hugarfarið hefði verið svona í allt sumar? GE arsson útnefndur Búnaðarbanka- leikmaður ársins. Baldur Aðalsteinsson, Grétar Rafn Steinsson, Hálfdán Gíslason og Bjarki B. Gunnlaugsson fengu viðurkenningu fyrir að hafa náð 100 leikja markinu fyrir félagið. Gunnlaugur Jónsson fékk viður- kenningu fyrir 200 leiki og Kári Steinn Reynisson og Pálmi Har- aldsson fengu viðurkenningu fyrir að hafa leikið sinn 300 leik í sumar. Sturlaugur stjórnar 2. flokki Sturlaugur Haraldsson nýráðinn þjálfarí 2. flokks ÍA. Sturlaugur Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari 2.flokks ÍA til næstu tveggja ára. Sturlaugur tekur við af Sigurði Halldórssyni sem stýrði liðinu til íslands- meistartitils í sumar. Samhliða því að stjórna öðrum flokki mun Sturlaugur jafnframt aðstoða Ólaf Þórðarson með meistara- * flokkinn líkt og hann gerði á nýaf- stöðnu keppnistímabili. HJH Sparisjóös- hlaup UMSB Laugardaginn 28. september fer hið árlega Sparisjóðshlaup UMSB fram í Borgarfirði. Sparisjóðs- hlaupið er boðhlaup þar sem 10 1 þátttakendur eru f hverju liði. Jafnt kynjahlutfall á að vera en leyfilegt er að hafa það 60/40%. Hver einstaklingur hleypur samtals 3 km. Það er frjálst val hvort hlaupnir eru einn, tveir eða þrír km I einu. Hlaupaleiðin í ár er breytt frá því sem verið hefur og hefst að þessu sinni við afleggjarann að Hvanneyrí kl 14:00 Skráning fer fram á Skrifstofu UMSB með tölvupósti til; umsb@mmedia.is eða í síma 437 1411. Kaffiveitngar verða í Hótel Borgar- nesi að hiaupi loknu í boði Spari- sjóðs Mýrasýslu. Sparisjóðurinn gefur einnig verðiaun sem veitt eru fyrír fyrsta, annað og þriðja sæti sem og þátttökupening fyrír alla sem Ijúka hlaupinu. (fréttatilkynning) Reynir bestur í sumar Uppskeruhátíð yngri flokkana Uppskeruhátíð yngri flokka ÍA í knattspyrnu var haldin á sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands sl. sunnudag. Að venju voru verð- laun veitt þeim er skarað höfðu framúr á árinu í hverjum flokki fyr- ir sig. Að verðlaunaafhendingu lokinni skemmtu þeir félagar Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson gestum við mikla hrifningu. Að endingu var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og svaladrykk með. Verðlaunahafar dagsins voru annars þessir: 6. flokkur kvenna Mestu framfarir: Birta Stefánsdóttir Leikmaður ársins: Heiður Heimisdóttir 5. flokkur kvenna Mestu framfarir: Rakel Gunnlaugsdóttir Leikmaður ársins: Arna Björk Jónsdóttir 4. flokkur kvenna Mestu framfarir: Aníta Lísa Svansdóttir Leikmaður ársins: Thelma Ýr Gylfadóttir 7. flokkur karla Mestu framfarir: Marvin Geir Þrastarson og Halldór Geir Heiðarsson 6. flokkur karla Mestu framfarir: Sigurður Trausti Karvelsson Leikmaður ársins: Sigurjón Guðmundsson 5. flokkur karla Mestu framfarir: Hörður Kári Harðarson Leikmaður ársins: Björn Jónsson 4. flokkur karla Mestu framfarir: Guðmundur Böðvar Guðjónsson Leikmaður ársins: Arnór Smárason 3. flokkur karla Mestu framfarir: Jón Vilhelm Ákason Leikmaður ársins: Kristinn Darri Röðulsson Donnabikarinn fékk Hafþór Ægir Vilhjálmsson og ber hann því * nafnbótina Leikmaður yngri flokk- ana árið 2002.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.