Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2002, Side 5

Skessuhorn - 25.09.2002, Side 5
^■ktissunui.: MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 5 Ferðir fiska á Vesturlandsmiðum Síðustu ár hefur Hafrannsókna- stofnun merkt talsvert af þorski og skarkola við landið og nú er einnig hafið átak í merkingum á ufsa, að sögn Jóns Sólmundssonar hjá Hafró í Olafsvík. I sumar og fyrra- sumar voru m.a. merktir um 1000 ufsar í Breiðafirði. Merkingar geta gefið mikilvægar upplýsingar um ferðir fiska og hafa sjómenn því skiljanlega mikinn á- huga á því að fá upplýsingar sem þessar. I töflunni eru merktir fiskar sem bárust útibúinu í haust. Nokkrir skarkolar sem merktir voru í Faxa- flóa sl. vetur veiddust í Breiðafirði og alls hafa um 20 kolar af þeim 500 sem merktir voru veiðst í Breiðafirði. Skarkolar úr Faxaflóa- merkingunni hafa einnig fengist nærri merkingarstað, en einnig við Reykjanes og allt austur að Vest- mannaeyjum. Tegund Merkingarstaður Túni Veiðistaður Ttmi Bátur Skarkoli Faxaflói jan 2002 ÚtafRifi ágúst 2002 Esjar SH Skarkoli Faxaflói jan 2002 11 mílur suður af Bjargi ágúst 2002 Egill Halldórsson SH Skarkoli Faxaflói jan 2002 Hafnaleir vestur af Reykjanesi mars 2002 Hamar SH Skarkoli Flákakantur mars 1998 Hafnaleir vestur af Reykjanesi mars 2002 Hamar SH Skarkoli Faxaflói jan 2002 Skarðsvík sept 2002 Sveinbjörn Jakobsson SH Út af Ólafsvík Þorskur Við Krísuvíkurberg apríl 2002 júní 2002 Egill SH Þorskur ísafjarðardjúp okt1997 Látrabjargsbleiðan júní 2002 Sóley SH Þorskur Miðfjörður apríl 2002 vestur af Skagaströnd ágúst 2002 Þeyr SH Þorskur Út af Ólafsvík júní 2002 Suður Breiðafjörður sept 2002 Ekki vitað Ufsi Öndverðanes júlí 2001 Flákinn sept 2003 Sóley SH Jarðaskiptamálið á Snæfellsnesi Bjargshjónin fá ekki meðmæli JörSin Bjarg/Pétursbúð á Amarstapatorfunni. Bæjarráð Snæfellsbæjar hefur samþykkt að mæla ekki með því að ábúendurnir á Bjargi/Pétursbúð á Amarstapa fái forkaupsrétt á jörð- inni. Bréf þess efnis verður fljótlega sent lögmanni hjónanna á Bjargi/Pétursbúð, Jóni Höskulds- syni hdl. Sem kunnugt er hafa Snæfellsbær og Umhverfisráðuneytið gert með sér samkomulag um skipti á jörðun- um Saxhól annars vegar, sem er inn- an þjóðgarðs og í eigu Snæfellsbæj- ar, og hins vegar ríkisjörðum á svo- kallaðri Arnarstapatorfu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa ábúendurnir fengið meðmæli Jarða- nefndar en þurfa aukinheldur með- mæli Snæfellsbæjar til að geta nýtt sér þann forkaupsrétt sem þau telja sig eiga. Kristinn Jónasson, bæjar- stjóri Snæfellsbæjar, segir að málið eigi sér langan aðdraganda og bréfið nú til lögmanns ábúendanna á Bjargi/Pétursbúð sé hluti af eðlilegri framvindu málsins. „I bréfinu ítrek- um við fyrri afstöðu okkar um að veita þeim ekki meðmæli. Þau hafa þann kost að vísa málinu til land- búnaðarráðherra til afgreiðslu,“ seg- ir Kristinn. Gunnar Om Gunnarsson greiddi einn atkvæði gegn þessari afgreiðslu málsins. smh Kæra Snæfellsbæjar Urskurðar að vænta Úrskurðar umhverfisráðuneytis, vegna kæm Snæfellsbæjar á ákvörð- un Skipulagsstofnunar um mat- skyldu á lagningu Úmesvegar nr. 574 um Klifhraun frá Gröf að Arn- arstapa, er að vænta 3. október nk. Þetta kemur fram í bréfi Um- hverfisráðuneytisins til Snæfellsbæj- ar sem var lagt fram til kynningar á bæjarráðsfundi þann 19. október sl. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að ákvörðun Skipulagsstofnunar sé kærð á þeim forsendum að þegar hafi farið fram úttekt á svæðinu. „Við teljum að það sé bæði sóun á fjármagni og tíma að fara í umhverfismat á svæð- inu þar sem það var tekið ítarlega út árið 1994 þegar snjóflóðahætta var þar rannsökuð. Þá var náttúrafar þar líka tekið út,“ segir Kristinn. Kristinn segir að uppi séu fjórir kostir um vegstæði um Klifhraun. „Við mælum með kosti númer 3 þar sem hann sneiðir hjá skil- greindum snjóflóðasvæðum (en það gera kostir 1 og 2 ekki) og fer í gegnum smærra svæði Klifhrauns en kostur 4.“ smh Þátt ekki séu mikil umsvif viö háfnina í Borgamesi samanborið við aðrar hafnir á Vesturlandi þá er hiín aðráttaraflfyrir imga at- hafmmenn ekki siður en aðrar slíkar. Viktor Jakobsson og félagar voru í efiirlitsferð um hafirarsvæðið þegar blaðamann Skessuhoms bar að garði í vikunni. Ný plata firá Orra í byrjun októbermánaðar er væntanlegur nýr geisladiskur úr smiðju Skagamannsins Orra Harð- arsonar og hefur hún fengið heitið Tár. Þetta er þriðja sólóskífa Orra en áður hafa komið út plöturnar Drög að heimkomu ('93) og Stóri draumurinn ('95). Orri sér að langmestu leyti um hljóðfæraleik á skífunni auk þess sem hann stjórnar upptökum og hljóðblandar. Orri mun fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og era tónleikar fyrirhugaðir á Akranesi þann 12. október. smh Auglýsing um deiliskipulag í Leirár- og Melahreppi Borgarfjarharsýslu Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér meb lýst eftir athugasemdum við tillögur ab deiliskipulagi fyrir 11 sumarhús og eitt íbúöarhús í landi Beitistaba, Leirár- og Melahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi hjá oddvita Leirár- og Melahrepps, Vestri- Leirárgörbum, frá 26. september til 24. október 2002 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 7. nóvember 2002 og skulu þær vera skriflegar. | Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests | teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi. INGI TRYGGVASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 NÝTTÁ SÖLUSKRÁ HRAFNAKLETTUR 8 fbúð á 3. hæð, 96 ferm. Hol og gangur flísa- og parketlagt. Stofa parketlögð. Eldhús parketlagt, viðarinnr. Þrjú svefnherb. dúklögð, skápar í öllum. Baðherb. flísalagt, kerlaug/sturta, tengi fyrir þvottavél. Sérgeymsla og sameiginl. hjólageymsla í kjallara. íbúðin er í mjög góðu ástandi. Sameign snyrtileg. Gott útsýni. Verð: kr. 8.000.000 ÞORSTEINSGATA 4 Einbýlishús á 2 hæðum, 103 ferm. og 39 ferm. bflskúr. A neðri hæð er dúklögð forstofa, hol flísalagt, stigi parketlagður. Tvö herb., annað dúklagt, skápar, hitt parketlagt. Baðherb. flísalagt. Á efri hæð er parketlögð stofa, eldhús og geymsla. Góður garður. Húsið er til afhendingar strax. Verð: kr. 10.700.000 www.skessuhom. is Mynd: GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.