Skessuhorn - 16.10.2002, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 41. tbl. 5. árg. 16. október 2002____Kr. 250 í lausasölu
Tímamótayfirlýsing
undirrituð á Akranesi
Nýr sóknar-
prestur í
Grundarfirði
Síðastlið-
inn sunnu-
dag var sr.
Helga Hel-
ena Stur-
laugsdóttir
sett í emb-
ætti sóknar-
prests Set-
bergspresta-
kalls í Grundarfirði til eins árs, í
leyfi sr. Karls V. Matthíassonar.
Innsetninguna annaðist pró-
fasturinn í Snæfellsnes- og
Dalaprófastsdæmi, sr. Ingiberg-
ur J. Hannesson, við hátíðlega
athöfn í guðsþjónustu í Grund-
arfjarðarkirkju kl. 11. en á eftir
var boðið í súpu og brauð í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Sr. Helga Helena hlaut emb-
ættisvígslu í Dómkirkjunni
þann 8. september s.l. og hóf
störf í Grundarfirði þann 1.
október. Hún útskrifaðist úr
guðfræðideild Háskóla Islands
1999 og hefur síðan aðallega
starfað að æskulýðsmálum, m.a.
hjá Þjóðkirkjunni og nú síðast
hjá Kópavogsbæ.
Sr. Helga Helena er úr Döl-
unum, frá Efri Brunná í Dala-
sýslu. Eiginmaður hennar er
Eiríkur Rúnar Eiríksson húsa-
smiður, úr Laugardal í Biskups-
tungum.
GE/Grundarfjordur. is
Orri kom-
inn aftur
Skagamaðurinn Orri Harðar-
son er kominn aftur fram á sjón-
arsviðið með nýja sólóplötu eft-
ir margra ára hlé. Orri varð
þjóðþekktur tónlistarmaður á
einni nóttu árið 1993 þegar
hann var yngsti íslenski tónlist-
armaðurinn til að gefa út sóló-
plötu með frumsömdu efni.
I opnuviðtali í blaðinu í dag
segir hann frá kostum og göllum
frægðarinnar, óvægnum kjafta-
sögum og hvað hann hefur verið
að sýsla við á bak við tjöldin síð-
ustu árin.
Átta sveitarfélög á sunnanverðu
Vesturlandi undirrituðu síðastlið-
inn mánudag yfirlýsingu þar sem
lýst er stuðningi við áframhaldandi
uppbyggingu stóriðju á Grundar-
tanga. Að þessari yfirlýsingu
standa Akraneskaupstaður, Borg-
arbyggð, Innri Akraneshreppur,
Skilmannahreppur, Leirár og
Melahreppur, Hvalfjarðarstrand-
arhreppur, Skorradalshreppur og
Borgarfjarðarsveit.
I yfirlýsingunni segir m.a. að
sveitarfélögin fagni þeirri upp-
byggingu sem átt hefur sér stað hjá
Norðuráli á Grundartanga undan-
farin ár um leið og vakin er athygli
á mikilvægi fyrirtækisins á svæð-
inu. Þá eru þeir aðilar sem fjalla
um málefni stóriðju og virkjanir á
opinberum vettvangi hvattir til að
fjalla um þau á hlutlausan og upp-
byggilegan hátt.
Þetta mun vera í fyrsta sinn hér
á landi sem svo mörg sveitarfélög
bindast samtökum um að styðja
við eitt tiltekið fyrirtæki með þess-
um hætti.
GE
20 íbúðir
rísavið
Tindaflöt
Verktakafyrirtækið Stafna á
milli vinnur nú hörðum höndum
að byggingu á þremur húsum við
Tindaflöt á Akranesi en húsin
munu samtals telja 20 íbúðir.
Framkvæmdir hófust í júní á
þessu ári og er áædað að fyrstu
íbúðirnar verði afhentar full-
kláraðar í mars. Að sögn Engil-
berts Runólfssonar, fram-
kvæmdastjóra, verða íbúðimar á
bilinu 80-104 ftn og verða eins
og áður segir sldlað fullklámðum
til kaupenda. Nú þegar era um
17 íbúðir ffáteknar þannig að að-
sóknin er mikil í íbúðir af þessu
tagi. Fasteignasalan Hákot sem
Daníel Rúnar Elíasson stýrir sér
um söltrna á íbúðunum sem kosta
á bilinu 9-12 milljónir. Daníel
sagði að þessar íbúðir væm af
þeirri stærðareiningu sem sárlega
hefði vantað á markaðinn á Akra-
nesi að undanfömu. HJH
Fjármál Gámu
til skoðunar
Hagnaði af sölu góð-
málma ekki skilað
Bæjarráð Akraness hefur gefið
forstöðumanni Gámu sem er
sorpmóttaka Akranesbæjar
tveggja vikna ffest til að útskýra
ráðstöfun á söluhagnaði af góð-
málmum sem seldir vora frá
stofnuninni. Að sögn Gísla
Gíslasonar bæjarstjóra á Akranesi
snýst málið um að forstöðumað-
urinn hafi selt góðmálma til
Hringrásar í fjögur skiptd á þessu
ári, alls um 13 tonn. Andvirði
sölunnar er um 330 þúsund og
segir Gísli að þeim peningum
hafi ekki verið skilað inn í fyrir-
tækið. „Við voram ekki sátt við
það og höfúm verið að skoða
þetta mál. Þetta er leiðinlegt mál
en verður ekki hjá því komist að
fá úr því skorið og forstöðumað-
urinn hefúr tvær vikur til að út-
skýra sína hlið á þessu,“ segir
Gísh.
Valdimar Þorvaldsson for-
stöðumaður Gámu vildi ekki tjá
sig um málið að svo stöddu. GE
Sjáfrekari umjjöllun á bls. 3
Það hefur ekki janð jram hjá neinum að veðurfarið það sem af er hausti hefur verið með eindœmum milt ogþað var ekkijyrr en íþess-
ari viku sem bólaði á nœturfrosti. Þessi veðurblíða hefur heldur ekki fiirið fram hjáfuglunum í Galtarvík á Hvalfjarðarströnd en þar
hafa hiena og tvœr endur Iegið á egg/um úti á víðavangi síðustu daga og vikur og þannig vin dagatalið algjörlega að vettugi.
Hænan uppskar árangur síns erfiðis á sunnudag en þá skriðu fimm spnekir kjúklingar úr eggjunum og út í haustblíðuna í Hvalfirðin-
um. Hænan varþrátt jyrir það ekkert á því aðfara í húsaskjól enfierði sig aðeins nær bænum og hejst nú við á bæjarhlaðinu með alla
hersinguna. Hörður jfónsson bóndi í Galtarvík segist ekki vita nein dæmi þess að alifuglar hafi legið á eggjum útivið á þessum árstíma
jýrr.
Mynd og texti: GE
VORUKYNNINGA FOSTUDAG
á Blue Dragon
vörum
Nw®
aga til kl. I 9:00 yerið Vellcomin!
1——nff—iti——i——i—fflrmn————im—m